Inspired by hotels eða alls ekki! Þorvaldur Skúlason skrifar 13. ágúst 2015 12:30 Mikið hefur verið ritað um fjölgun ferðamanna til landsins undanfarin misseri sem og þá hvort uppbygging hótela haldi í við fjölgunina eða hvort verið sé nú þegar að ofbyggja hótel? Miðað við þær tölur sem undirritaður hefur séð var fjölgunin á 2003 árunum 2003-2007 í kringum 13-15% sem teljast mætti eðlileg en engu að síður mjög góð fjölgun á milli ára á hvaða mælikvarða sem er og einnig þann sem við Íslendingar viljum oft kenna okkur við; per höfðatölu. Frá árinu 2010 hefur orðið sprenging, enda hafa langtíma áhrif Eyjafjallagossins og bankahrunsins með hagstæðu gengi verið mun betri en menn þorðu að vona og hefur fjölgunin hinsvegar verið nálægt 18-24% og eftir því sem ég skildi á grein sem birtist á mbl.is þann 11.8. síðastliðinn og það sem af er þessu ári um 27%! Þ.e.a.s fjölgun á komum erlendra ferðamanna til Íslands sé miðað við sama tíma 2014. Og fjölgunin um Leifsstöðina um 34% á milli ára. Eru þetta endilega góðar fréttir? Af hverju þarf alltaf að einblína á magnið en ekki gæðin hér? Ég man þá tíðina þegar ég hóf afskipti af hótelbransanum fyrir margt löngu og enn styttra síðan hér voru um 6-7 hótel á höfuðborgarsvæðinu og að menn kepptust við að spyrja hvern annan hversu há nýtingin væri? Það skiptir jú bara engu og öllu máli! Þ.e. að þú getur verið með 90% nýtingu á ársgrundvelli en lélegt meðalverð, en aftur á móti minni nýtingu og betra og hærra meðalverð! Þ.e.a.s, „betra er autt en illa skipað rúm“ eins og hún amma mín var vön að segja sem þýðir að það er það sem kemur í kassann sem skiptir máli, ekki hversu mörgum þú gast selt nóttina á 5.000 krónur! Á það þá endilega að vera takmark að ná svo og svo mörgum milljónum ferðamanna til landsins, alveg sama hvað það kostar á næstu árum? Og/eða hvort landið geti tekið við öllum þeim sem vilja koma af því að við erum „inn“ þessa stundina? Er það í raun eftirsóknarvert? Svar mitt er nei, það er það ekki. Það er í sjálfu sér fagnaðarefni að með tilkomu allra þessara lággjaldaflugfélaga sem fljúga nú orðið til Íslands og með hagstæðu eldsneytisverði, getum við fleiri og fleiri flogið og ferðast hvert sem okkur langar til og séð meira af heiminum og að þetta séu ekki lengur forréttindi að fá að stíga um borð flugvél með „beauty boxið“ sitt eins og var hér á árum áður. Það á og ætti ekki að vera þannig. En sú gullgrafaraæðisstemning sem virðist mjög svo ráðandi hér er ekki endilega til þess fallin að skapa gæfu og gjörvileika þegar til lengri tíma er litið. Ísland hefur verið mjög „inn“ eða „hipp og kúl“ eins og margir segja og finnst það æðislegt. Við erum semsagt loksins „lækuð“ af umheiminum og „how do you like Iceland“ setningin aldrei eins sprelllifandi og nú þrátt fyrir að mikið sé gert grín að því, þá eru ferðamenn og Hollywood stjörnur spurðar ítrekað að því hvernig þeim finnist nú þetta sérstaka land okkar. Það er betra að vera klassískt land því það sem er „inn“ og „hipp og kúl“ eina stundina dettur út þá næstu. Byggjum til langframa, ekki til skamms tíma á græðgi og skammsýni af því það hentar gullgröfurunum núna. Hitt tekur meiri kjark og þor að gera.Um hótel Já, hvar skal byrja hér, hvað get ég sagt um þau hótel sem hafa verið byggð og menn segja ýmist að sé verið að ofbyggja og/eða ekki? Í raun vitum við það ekki enn og enginn sér í raun hvert stefnir. Ekki einu sinni greiningardeild Arion banka, eða annarra banka, sem segir að þrátt fyrir að fleiri herbergi séu byggð og framboð af gistingu hafi aukist hafi nýtingin batnað. Það má vel vera að svo sé að sinni en það þarf ekki mikið að breytast í heimsmálunum til þess að sú nýting detti niður og þá munum við sitja uppi með ofbyggingu og offjárfestingu í hótelgeiranum. Mig minnir að þessar greiningardeildir bankanna hér fyrir hrun hafi að því er virðist ekki getað greint eigin vanda og þegar allt blaður er tekið í burtu ekki áttað sig á því sem koma skyldi þá. Ég tek þessum greiningum með fyrirvara. En hvað má segja um þau hótel sem nú þegar hafa verið byggð? Samfara því að mestur fjöldi þeirra ferðamanna sem koma hingað virðist vera að koma með lággjaldaflugfélögunum er þörf á ódýrri og óhefðbundnari gistingu, eins og t.d hostel/hótelum hugmyndinni sbr. Hlemmur Square hostel og Kex hostel, sem eru dæmi um velheppnuð „concept“ að mínu mati. Og ekki má gleyma öllum þeim sem bjóða heimagistingu í gegnum síður eins og Airbnb. En SAF þarf engu að síður að beita sér fyrir því að menn fari að lögum og reglum í þessu landi og sitji við sama borð og hótelin sem borga full gjöld og skatta. En það sama verður ekki sagt t.d. um það sem ég kalla nýja hótelfangelsið við Katrínartún eða öðru nafni Fosshótel Reykjavík! Hræðileg bygging, þetta „ál-façade“ og pínulitlu gluggar sé sem miðað við hæðir hótelsins sem teljast 19, er þetta hrikalega ljótt! Hver samþykkir svona byggingar? Allar þessar hæðir og útsýni að heita og með pínulitla ljóta glugga! Þetta er gott dæmi massatúrisma alveg sama hvernig og hvað það kostar. Þetta sama má segja um margar af þeim nýju hótelbyggingum sem byggðar hafa verið undanfarin ár. Sama mætti segja um Grand hótelið í Reykjavík, algjört slys og flopp! Af hverju þarf að gera þetta af svo mikilli ósmekkvísi og hrottaskap? Mér finnst þar sem og víðar í uppbyggingunni á hótelum skorta algjöran metnað og fagurmennsku sem og miklu meiri fagmennsku en boðið er upp á í dag. Í mínum huga er þetta dæmi um hvernig fer þegar kapp er meira en forsjá og magnið skiptir meira máli en gæðin. Til að gera langa sögu stutta minna þessi hótel mig mjög svo á hótel sem var og er á Alexanderplatz í gömlu Austur-Berlín á þeim tíma sem ég bjó þar og hét þá Forum hótel. Það átti vera það flottasta sem Austur(greyin)-Þjóðverjarnir gátu sýnt umheiminum, en heitir nú Radisson, held ég, sem er jafn ömurlegt fyrir það. Það væri þó hægt að breyta Fosshótelinu við Katrínartún í fangelsi ef við verðum ekki lengur „hipp og kúl“ og bjóða sumum þeirra fanga sem eru á Kvíabryggju og finnst aðbúnaðurinn þar ekki upp á par við það sem hann var 2007, upp á 19. hæðina með útsýni og bar. Bara svona hugmynd. Ef þú hefur ekki smekk, fáðu þá einhvern fagmann þar sem og hótelmanneskju sem kann og getur. Það er alltof mikið af svona eins og ég kalla það, „græja og gera“ mönnum sem vilja endilega „redda“ því sem reddað verður, þó þeir gefi sig út fyrir að vera annað. Einnig mega þau gömlu og góðu hótel sem heita áttu flaggskip hótela hér á árum áður muna fífil sinn fegurri, nefnilega Hótel Saga og Hótel Holt. Hótel Saga er reyndar Radisson og minnir mig gamalt niðurnýtt casino hótel á Freemont Street í Las Vegas frá þeim tímum þegar mafían var allsráðandi þar. Þetta eru semsagt ekki góð meðmæli ef það skyldi hafa farið framhjá. Það sem mér finnst velheppnuð hótel er t.d. Marina hótelið við Slippinn, virkilega flott og velheppnað „concept“ í alla staði og virðist bara hafa batnað með tilkomu nýju álmunnar sem og kaffihússins sem er hreint út sagt æðislegt! Hótel Borg og hið nýja Apotek hotel. Hilton Nordica, Vox og þær breytingar sem gerðar hafa verið á lobbýinu á Vox, virkilega vel heppnað og svo síðast en ekki síst er það 101 hótel sem mér, og viðurkennir höfundur greinar þessarar að þar er hann ekki hlutlaus, finnst með eindæmum vel heppnaðar og gerðar af eiganda hótelsins og innhúshönnuðinum Ingibjörgu Pálma. Hún er í mínum huga og þó víðar væri leitað ein smekklegasta manneskja sem undirritaður hefur haft þá ánægju að vinna með. Vel gert og vel við haldið öll þessi ár. Ekkert er ömurlegra en niðurnítt hótel sem má muna tímana tvenna. Auk þess hefur Hákon Már Örvarsson tekið við eldhúsinu þar, sem eru mjög góðar fréttir. Ég að sjálfsögðu get eðli málsins samkvæmt ekki „kommentað“ á öll þau íbúðahótel sem virðast mörg hver ansi vel heppnuð líka og gerð af smekkvísi, t.d. eins og Kvosin og K-bar við Laugaveg. Íslendingar þurfa að hætta að hampa meðalmennskunni hér ef þeir vilja ná lengra á þessum fræga íslenska heimsmælikvarða, hver svo sem hann er nú!Að lokum Ég sá það nýlega að mig minnir í tölum frá Hagstofunni að mestur fjöldi erlendra ferðamanna til Íslands kæmi nú frá Bandaríkjunum, Bretlandi og Þýskalandi. Og hefði fjölgunin á komum Bandaríkjamanna undanfarin ár aldrei verið meiri, eða að þeim hafi fjölgað um allt að 70% undanfarin ár. Enda hefur framboð milli Íslands til USA eða Norður-Ameríku og Kanada aldrei verið meira. Delta flýgur nú frá maí í ár og út september, að ég held daglega frá JFK. Icelandair er með tvö flug á dag frá JKF, NY, og eitt frá Newark flugvelli í NJ, sem er bara hinum megin við Hudson ána. Sömuleiðis allt að þrjú flug frá Boston Logan. Sem og er það fagnaðarefni að þeir ætla að byrja á Chicago aftur eftir öll þessi ár. Bravó! Og nú hafa Wow-menn einnig hafið flug til Boston og BWI við Baltimore, svo að það er ekki skrýtið að Bandaríkjamönnum hafi fjölgað hér. Góðu fréttirnar hér eru þær að Bandaríkjamenn eru góðir túristar ef svo mætti að orði komast. Þeir eru tilbúnir að eyða aðeins, vilja versla, skoða sig um og borða líka á veitingahúsum og gista almennt á hótelum Þeim líður vel í dag, þar sem þeir eru ekki með forseta sem er æstur í að fara stríð heldur hefur frekar viljað friðmælast við lönd eins og Kúbu og Íran, þrátt fyrir harða mótstöðu heimafyrir. Og olíuverð er lágt sem stendur. Með öðrum orðum, þeir hafa ekki orðið fyrir neinum skakkaföllum eins og er og eru ekki í stríðsrekstri víða um heim nú um stundir og heima fyrir hefur efnahagurinn batnað. En þeir eru viðkvæmir túristar líka og geta horfið eins og fljótt og þeim fjölgaði. Það þarf ekki nema eitt stykki Donald Trump eða stríðsæstan Repúblíkana með „complexa“ sem settist í Hvíta húsið eftir eitt og hálft ár og vill sanna sig og sýna gagnvart umheiminum hver ræður í heimi þessum og fleiri hryðjuverk til þess að Bandaríkjamenn haldi sig heima fyrir. Nú næstir koma svo Bretar og Þjóðverjar sem hvorugt eru þjóðir sem eru þekktar fyrir að „spreða“ í ferðalögum sínum. En eins og flestir vita er Easy Jet þriðja stærsta flugfélagið í Leifsstöðinni á Keflavíkurflugvelli og þó það sé í sjálfu sér ánægjulegt fyrir okkur öll er það meira magnið en gæðin kannski. Þeir sýnist mér líka koma meira utan háannatímans sem er gott. Þjóðverjana þarf ég ekki að fjölyrða um, þ.e.a.s þá sem koma til Íslands, þó það sé til allt önnur gerð þjóðverja sem ferðast mikið í reynd og eyða meira en þeir sem hingað koma. Ég sá einnig að komum Norðurlandabúa til Íslands hafði fækkað og það eru í mínum huga ekki góðar fréttir. Því það er fólk sem er okkur líkt, vant háu verðlagi og kaupir sér hótelgistingu, út að borða og annars konar afþreyingu og er ekki að reyna að fá allt fyrir ekki neitt. Þegar undirritaður stóð í verslunarrekstri var alltaf áhugavert að skoða tölur frá „tax free“ aðilanum vegna þess að þar sá maður hverjar af þeim þjóðum sem versluðu í búðinni eyddu mestu. Og þar voru Norðmenn og Danir efstir á blaði. Kom mér á óvart að það væru Norðmenn ár eftir ár. Skýringin sem ég fékk var sú að þeir væru vanir háu verðlagi heima fyrir. Verum þakklátt náttúru landsins og sérstaklega gosinu í Eyjafjallajökli sem og núna bankahruninu með hagstæðara gengi, Björk, Sigur Rós, Of Monster and Men og fleirum og ekki síst öllum þeim stórkvikmyndum á borð bið Noah, Prometheus, Game of Thrones og fleirum sem eru án efa þær bestu landkynningar sem Íslendingar geta fengið. Kapp er best með forsjá, göngum hægt um gleðinnar dyr og eins og hann afi minn sálugi sagði alltaf; sígandi lukka er best! Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Donald Trump Ferðamennska á Íslandi Game of Thrones Mest lesið Bönnum íþróttamót barna fyrir kl. 10 um helgar Diljá Mist Einarsdóttir Skoðun Eignarhaldsfélag Ingu og hirðin hennar Davíð Bergmann Skoðun Svar við greininni „Lífsstílslæknar og samsæriskenningar um mettaða fitu“ Hópur lækna Skoðun Opið bréf til Ingu Sæland Ragnar Erling Hermannsson Skoðun Agaleysi í íslenskum skólum - Kennarar þurfa valdið til baka Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir Skoðun Hvatning til heilbrigðisráðherra Halla Þorvaldsdóttir Skoðun Spurningar og svör um Evrópumál Jón Baldvin Hannibalsson Skoðun Er samþykki barna túlkunaratriði? Ólöf Tara Harðardóttir Skoðun Slökkvistarfið Eiríkur Hjálmarsson Skoðun Lífsstílslæknar og samsæriskenningar um mettaða fitu Guðrún Nanna Egilsdóttir,Thor Aspelund,Jóhanna E. Torfadóttir Skoðun Skoðun Skoðun Fæðuöryggi þjóðar, sláum í klárinn, togum í tauminn Helgi Eyleifur Þorvaldsson skrifar Skoðun Slökkvistarfið Eiríkur Hjálmarsson skrifar Skoðun Hvatning til heilbrigðisráðherra Halla Þorvaldsdóttir skrifar Skoðun Bönnum íþróttamót barna fyrir kl. 10 um helgar Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Samtrygging verkalýðshreyfingar og samtaka atvinnulífsins í eftirlaunasjóðum launafólks Kári Jónsson skrifar Skoðun Húsnæði er forsenda bata Heiða Björg Hilmisdóttir skrifar Skoðun Eignarhaldsfélag Ingu og hirðin hennar Davíð Bergmann skrifar Skoðun Í skugga misvægis atkvæðanna Örn Sigurðsson skrifar Skoðun Spurningar og svör um Evrópumál Jón Baldvin Hannibalsson skrifar Skoðun Skýr sýn og metnaður Hákon Stefánsson skrifar Skoðun Er samþykki barna túlkunaratriði? Ólöf Tara Harðardóttir skrifar Skoðun Allir geta drukknað en enginn þarf að drukkna Hildur Vattnes Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Agaleysi í íslenskum skólum - Kennarar þurfa valdið til baka Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Svar við greininni „Lífsstílslæknar og samsæriskenningar um mettaða fitu“ Hópur lækna skrifar Skoðun Fjórar leiðir til að verða besta útgáfan af þér Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar Skoðun Ferðalag sálna Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Ekkert samráð – ekkert traust Björg Eva Erlendsdóttir skrifar Skoðun Viðreisn, Sjálfstæðisflokkurinn og fátæka fólkið Yngvi Ómar Sighvatsson ,Jón Ferdínand Estherarson skrifar Skoðun Að vera með BRCA-stökkbreytingu Brynja Rún Sævarsdóttir skrifar Skoðun Opið bréf til foreldra í Stakkaborg Jónína Einarsdóttir skrifar Skoðun Rammaáætlun og Hvammsvirkjun: Heimilt en ekki skylt Mörður Árnason skrifar Skoðun Hvernig þjóð viljum við vera? Sigrún Lilja Guðbjörnsdóttir skrifar Skoðun Meiri rökræður, minni áróður: Borgaraþing fyrir þjóðaratkvæðagreiðslu um ESB-aðild Valgerður Björk Pálsdóttir skrifar Skoðun Opið bréf til Ingu Sæland Ragnar Erling Hermannsson skrifar Skoðun Atvinnuþátttaka kvenna og karla Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir skrifar Skoðun Mannekla á leikskólum Rakel Björk Benediktsdóttir Borg,Margrét Edda Gnarr,Hannes Daði Haraldsson skrifar Skoðun Tillaga um endurskoðun á virðisaukaskattskerfi deilihagkerfisins Þórir Garðarsson skrifar Skoðun Heimur hins sterka og óvissan framundan Hilmar Þór Hilmarsson skrifar Skoðun Umsögn um breytingar á ýmsum lögum vegna einföldunar og samræmingar leyfisferla á sviði umhverfis- og orkumála Erla Björk Þorgeirsdóttir skrifar Skoðun Viðhorf Leifur Helgi Konráðsson skrifar Sjá meira
Mikið hefur verið ritað um fjölgun ferðamanna til landsins undanfarin misseri sem og þá hvort uppbygging hótela haldi í við fjölgunina eða hvort verið sé nú þegar að ofbyggja hótel? Miðað við þær tölur sem undirritaður hefur séð var fjölgunin á 2003 árunum 2003-2007 í kringum 13-15% sem teljast mætti eðlileg en engu að síður mjög góð fjölgun á milli ára á hvaða mælikvarða sem er og einnig þann sem við Íslendingar viljum oft kenna okkur við; per höfðatölu. Frá árinu 2010 hefur orðið sprenging, enda hafa langtíma áhrif Eyjafjallagossins og bankahrunsins með hagstæðu gengi verið mun betri en menn þorðu að vona og hefur fjölgunin hinsvegar verið nálægt 18-24% og eftir því sem ég skildi á grein sem birtist á mbl.is þann 11.8. síðastliðinn og það sem af er þessu ári um 27%! Þ.e.a.s fjölgun á komum erlendra ferðamanna til Íslands sé miðað við sama tíma 2014. Og fjölgunin um Leifsstöðina um 34% á milli ára. Eru þetta endilega góðar fréttir? Af hverju þarf alltaf að einblína á magnið en ekki gæðin hér? Ég man þá tíðina þegar ég hóf afskipti af hótelbransanum fyrir margt löngu og enn styttra síðan hér voru um 6-7 hótel á höfuðborgarsvæðinu og að menn kepptust við að spyrja hvern annan hversu há nýtingin væri? Það skiptir jú bara engu og öllu máli! Þ.e. að þú getur verið með 90% nýtingu á ársgrundvelli en lélegt meðalverð, en aftur á móti minni nýtingu og betra og hærra meðalverð! Þ.e.a.s, „betra er autt en illa skipað rúm“ eins og hún amma mín var vön að segja sem þýðir að það er það sem kemur í kassann sem skiptir máli, ekki hversu mörgum þú gast selt nóttina á 5.000 krónur! Á það þá endilega að vera takmark að ná svo og svo mörgum milljónum ferðamanna til landsins, alveg sama hvað það kostar á næstu árum? Og/eða hvort landið geti tekið við öllum þeim sem vilja koma af því að við erum „inn“ þessa stundina? Er það í raun eftirsóknarvert? Svar mitt er nei, það er það ekki. Það er í sjálfu sér fagnaðarefni að með tilkomu allra þessara lággjaldaflugfélaga sem fljúga nú orðið til Íslands og með hagstæðu eldsneytisverði, getum við fleiri og fleiri flogið og ferðast hvert sem okkur langar til og séð meira af heiminum og að þetta séu ekki lengur forréttindi að fá að stíga um borð flugvél með „beauty boxið“ sitt eins og var hér á árum áður. Það á og ætti ekki að vera þannig. En sú gullgrafaraæðisstemning sem virðist mjög svo ráðandi hér er ekki endilega til þess fallin að skapa gæfu og gjörvileika þegar til lengri tíma er litið. Ísland hefur verið mjög „inn“ eða „hipp og kúl“ eins og margir segja og finnst það æðislegt. Við erum semsagt loksins „lækuð“ af umheiminum og „how do you like Iceland“ setningin aldrei eins sprelllifandi og nú þrátt fyrir að mikið sé gert grín að því, þá eru ferðamenn og Hollywood stjörnur spurðar ítrekað að því hvernig þeim finnist nú þetta sérstaka land okkar. Það er betra að vera klassískt land því það sem er „inn“ og „hipp og kúl“ eina stundina dettur út þá næstu. Byggjum til langframa, ekki til skamms tíma á græðgi og skammsýni af því það hentar gullgröfurunum núna. Hitt tekur meiri kjark og þor að gera.Um hótel Já, hvar skal byrja hér, hvað get ég sagt um þau hótel sem hafa verið byggð og menn segja ýmist að sé verið að ofbyggja og/eða ekki? Í raun vitum við það ekki enn og enginn sér í raun hvert stefnir. Ekki einu sinni greiningardeild Arion banka, eða annarra banka, sem segir að þrátt fyrir að fleiri herbergi séu byggð og framboð af gistingu hafi aukist hafi nýtingin batnað. Það má vel vera að svo sé að sinni en það þarf ekki mikið að breytast í heimsmálunum til þess að sú nýting detti niður og þá munum við sitja uppi með ofbyggingu og offjárfestingu í hótelgeiranum. Mig minnir að þessar greiningardeildir bankanna hér fyrir hrun hafi að því er virðist ekki getað greint eigin vanda og þegar allt blaður er tekið í burtu ekki áttað sig á því sem koma skyldi þá. Ég tek þessum greiningum með fyrirvara. En hvað má segja um þau hótel sem nú þegar hafa verið byggð? Samfara því að mestur fjöldi þeirra ferðamanna sem koma hingað virðist vera að koma með lággjaldaflugfélögunum er þörf á ódýrri og óhefðbundnari gistingu, eins og t.d hostel/hótelum hugmyndinni sbr. Hlemmur Square hostel og Kex hostel, sem eru dæmi um velheppnuð „concept“ að mínu mati. Og ekki má gleyma öllum þeim sem bjóða heimagistingu í gegnum síður eins og Airbnb. En SAF þarf engu að síður að beita sér fyrir því að menn fari að lögum og reglum í þessu landi og sitji við sama borð og hótelin sem borga full gjöld og skatta. En það sama verður ekki sagt t.d. um það sem ég kalla nýja hótelfangelsið við Katrínartún eða öðru nafni Fosshótel Reykjavík! Hræðileg bygging, þetta „ál-façade“ og pínulitlu gluggar sé sem miðað við hæðir hótelsins sem teljast 19, er þetta hrikalega ljótt! Hver samþykkir svona byggingar? Allar þessar hæðir og útsýni að heita og með pínulitla ljóta glugga! Þetta er gott dæmi massatúrisma alveg sama hvernig og hvað það kostar. Þetta sama má segja um margar af þeim nýju hótelbyggingum sem byggðar hafa verið undanfarin ár. Sama mætti segja um Grand hótelið í Reykjavík, algjört slys og flopp! Af hverju þarf að gera þetta af svo mikilli ósmekkvísi og hrottaskap? Mér finnst þar sem og víðar í uppbyggingunni á hótelum skorta algjöran metnað og fagurmennsku sem og miklu meiri fagmennsku en boðið er upp á í dag. Í mínum huga er þetta dæmi um hvernig fer þegar kapp er meira en forsjá og magnið skiptir meira máli en gæðin. Til að gera langa sögu stutta minna þessi hótel mig mjög svo á hótel sem var og er á Alexanderplatz í gömlu Austur-Berlín á þeim tíma sem ég bjó þar og hét þá Forum hótel. Það átti vera það flottasta sem Austur(greyin)-Þjóðverjarnir gátu sýnt umheiminum, en heitir nú Radisson, held ég, sem er jafn ömurlegt fyrir það. Það væri þó hægt að breyta Fosshótelinu við Katrínartún í fangelsi ef við verðum ekki lengur „hipp og kúl“ og bjóða sumum þeirra fanga sem eru á Kvíabryggju og finnst aðbúnaðurinn þar ekki upp á par við það sem hann var 2007, upp á 19. hæðina með útsýni og bar. Bara svona hugmynd. Ef þú hefur ekki smekk, fáðu þá einhvern fagmann þar sem og hótelmanneskju sem kann og getur. Það er alltof mikið af svona eins og ég kalla það, „græja og gera“ mönnum sem vilja endilega „redda“ því sem reddað verður, þó þeir gefi sig út fyrir að vera annað. Einnig mega þau gömlu og góðu hótel sem heita áttu flaggskip hótela hér á árum áður muna fífil sinn fegurri, nefnilega Hótel Saga og Hótel Holt. Hótel Saga er reyndar Radisson og minnir mig gamalt niðurnýtt casino hótel á Freemont Street í Las Vegas frá þeim tímum þegar mafían var allsráðandi þar. Þetta eru semsagt ekki góð meðmæli ef það skyldi hafa farið framhjá. Það sem mér finnst velheppnuð hótel er t.d. Marina hótelið við Slippinn, virkilega flott og velheppnað „concept“ í alla staði og virðist bara hafa batnað með tilkomu nýju álmunnar sem og kaffihússins sem er hreint út sagt æðislegt! Hótel Borg og hið nýja Apotek hotel. Hilton Nordica, Vox og þær breytingar sem gerðar hafa verið á lobbýinu á Vox, virkilega vel heppnað og svo síðast en ekki síst er það 101 hótel sem mér, og viðurkennir höfundur greinar þessarar að þar er hann ekki hlutlaus, finnst með eindæmum vel heppnaðar og gerðar af eiganda hótelsins og innhúshönnuðinum Ingibjörgu Pálma. Hún er í mínum huga og þó víðar væri leitað ein smekklegasta manneskja sem undirritaður hefur haft þá ánægju að vinna með. Vel gert og vel við haldið öll þessi ár. Ekkert er ömurlegra en niðurnítt hótel sem má muna tímana tvenna. Auk þess hefur Hákon Már Örvarsson tekið við eldhúsinu þar, sem eru mjög góðar fréttir. Ég að sjálfsögðu get eðli málsins samkvæmt ekki „kommentað“ á öll þau íbúðahótel sem virðast mörg hver ansi vel heppnuð líka og gerð af smekkvísi, t.d. eins og Kvosin og K-bar við Laugaveg. Íslendingar þurfa að hætta að hampa meðalmennskunni hér ef þeir vilja ná lengra á þessum fræga íslenska heimsmælikvarða, hver svo sem hann er nú!Að lokum Ég sá það nýlega að mig minnir í tölum frá Hagstofunni að mestur fjöldi erlendra ferðamanna til Íslands kæmi nú frá Bandaríkjunum, Bretlandi og Þýskalandi. Og hefði fjölgunin á komum Bandaríkjamanna undanfarin ár aldrei verið meiri, eða að þeim hafi fjölgað um allt að 70% undanfarin ár. Enda hefur framboð milli Íslands til USA eða Norður-Ameríku og Kanada aldrei verið meira. Delta flýgur nú frá maí í ár og út september, að ég held daglega frá JFK. Icelandair er með tvö flug á dag frá JKF, NY, og eitt frá Newark flugvelli í NJ, sem er bara hinum megin við Hudson ána. Sömuleiðis allt að þrjú flug frá Boston Logan. Sem og er það fagnaðarefni að þeir ætla að byrja á Chicago aftur eftir öll þessi ár. Bravó! Og nú hafa Wow-menn einnig hafið flug til Boston og BWI við Baltimore, svo að það er ekki skrýtið að Bandaríkjamönnum hafi fjölgað hér. Góðu fréttirnar hér eru þær að Bandaríkjamenn eru góðir túristar ef svo mætti að orði komast. Þeir eru tilbúnir að eyða aðeins, vilja versla, skoða sig um og borða líka á veitingahúsum og gista almennt á hótelum Þeim líður vel í dag, þar sem þeir eru ekki með forseta sem er æstur í að fara stríð heldur hefur frekar viljað friðmælast við lönd eins og Kúbu og Íran, þrátt fyrir harða mótstöðu heimafyrir. Og olíuverð er lágt sem stendur. Með öðrum orðum, þeir hafa ekki orðið fyrir neinum skakkaföllum eins og er og eru ekki í stríðsrekstri víða um heim nú um stundir og heima fyrir hefur efnahagurinn batnað. En þeir eru viðkvæmir túristar líka og geta horfið eins og fljótt og þeim fjölgaði. Það þarf ekki nema eitt stykki Donald Trump eða stríðsæstan Repúblíkana með „complexa“ sem settist í Hvíta húsið eftir eitt og hálft ár og vill sanna sig og sýna gagnvart umheiminum hver ræður í heimi þessum og fleiri hryðjuverk til þess að Bandaríkjamenn haldi sig heima fyrir. Nú næstir koma svo Bretar og Þjóðverjar sem hvorugt eru þjóðir sem eru þekktar fyrir að „spreða“ í ferðalögum sínum. En eins og flestir vita er Easy Jet þriðja stærsta flugfélagið í Leifsstöðinni á Keflavíkurflugvelli og þó það sé í sjálfu sér ánægjulegt fyrir okkur öll er það meira magnið en gæðin kannski. Þeir sýnist mér líka koma meira utan háannatímans sem er gott. Þjóðverjana þarf ég ekki að fjölyrða um, þ.e.a.s þá sem koma til Íslands, þó það sé til allt önnur gerð þjóðverja sem ferðast mikið í reynd og eyða meira en þeir sem hingað koma. Ég sá einnig að komum Norðurlandabúa til Íslands hafði fækkað og það eru í mínum huga ekki góðar fréttir. Því það er fólk sem er okkur líkt, vant háu verðlagi og kaupir sér hótelgistingu, út að borða og annars konar afþreyingu og er ekki að reyna að fá allt fyrir ekki neitt. Þegar undirritaður stóð í verslunarrekstri var alltaf áhugavert að skoða tölur frá „tax free“ aðilanum vegna þess að þar sá maður hverjar af þeim þjóðum sem versluðu í búðinni eyddu mestu. Og þar voru Norðmenn og Danir efstir á blaði. Kom mér á óvart að það væru Norðmenn ár eftir ár. Skýringin sem ég fékk var sú að þeir væru vanir háu verðlagi heima fyrir. Verum þakklátt náttúru landsins og sérstaklega gosinu í Eyjafjallajökli sem og núna bankahruninu með hagstæðara gengi, Björk, Sigur Rós, Of Monster and Men og fleirum og ekki síst öllum þeim stórkvikmyndum á borð bið Noah, Prometheus, Game of Thrones og fleirum sem eru án efa þær bestu landkynningar sem Íslendingar geta fengið. Kapp er best með forsjá, göngum hægt um gleðinnar dyr og eins og hann afi minn sálugi sagði alltaf; sígandi lukka er best!
Lífsstílslæknar og samsæriskenningar um mettaða fitu Guðrún Nanna Egilsdóttir,Thor Aspelund,Jóhanna E. Torfadóttir Skoðun
Skoðun Samtrygging verkalýðshreyfingar og samtaka atvinnulífsins í eftirlaunasjóðum launafólks Kári Jónsson skrifar
Skoðun Agaleysi í íslenskum skólum - Kennarar þurfa valdið til baka Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir skrifar
Skoðun Svar við greininni „Lífsstílslæknar og samsæriskenningar um mettaða fitu“ Hópur lækna skrifar
Skoðun Viðreisn, Sjálfstæðisflokkurinn og fátæka fólkið Yngvi Ómar Sighvatsson ,Jón Ferdínand Estherarson skrifar
Skoðun Meiri rökræður, minni áróður: Borgaraþing fyrir þjóðaratkvæðagreiðslu um ESB-aðild Valgerður Björk Pálsdóttir skrifar
Skoðun Mannekla á leikskólum Rakel Björk Benediktsdóttir Borg,Margrét Edda Gnarr,Hannes Daði Haraldsson skrifar
Skoðun Tillaga um endurskoðun á virðisaukaskattskerfi deilihagkerfisins Þórir Garðarsson skrifar
Skoðun Umsögn um breytingar á ýmsum lögum vegna einföldunar og samræmingar leyfisferla á sviði umhverfis- og orkumála Erla Björk Þorgeirsdóttir skrifar
Lífsstílslæknar og samsæriskenningar um mettaða fitu Guðrún Nanna Egilsdóttir,Thor Aspelund,Jóhanna E. Torfadóttir Skoðun