Framlög til heilbrigðismála aukast á næsta ári Gunnar Atli Gunnarsson skrifar 13. ágúst 2015 19:15 Gert er ráð fyrir að framlög til heilbrigðismála hækki umfram verðlag í fjárlagafrumvarpi næsta árs, samkvæmt heimildum fréttastofu. Sérstök áhersla verður á að tryggja starfsemi heilsugæslustöðva og framlög til þeirra aukin. Vinna við gerð fjárlagafrumvarps fyrir næsta ár er í fullum gangi hér í fjármálaráðuneytinu. Bjarni Benediktsson mun kynna frumvarpið í byrjun september en þó efni þess sé að mestu óljóst, liggja nokkur atriði þegar fyrir. Meðal þess sem verður í frumvarpinu, og aðgerðir sem gripið verður til samhliða því, er afnám tolla á fatnað og skó frá 1. janúar 2016. Þá verða gerðar breytingar á tekjuskattskerfinu. Skattprósenta í lægra þrepi verður lækkuð úr 22,86% í 22,68%. Þá verður milliskattsþrepið einnig lækkað um næstu áramót en það síðan fellt niður í árslok 2016. Samhliða þessu mun persónuafsláttur hækka til samræmis við verðlagsbreytingar. Þá verða húsnæðisbætur hækkaðar til að lækka húsnæðiskostnað efnaminni leigjenda.Aukin fjárframlög til heilbrigðismálaEn ein stærstu tíðindin í hverju fjárlagafrumvarpi eru framlög til heilbrigðismála. Gert er ráð fyrir að þau muni aukast umtalsvert á fjárlögum næsta árs, þá sérstaklega vegna launahækkanna. Samkvæmt heimildum fréttastofu verður, þrátt fyrir þessa útgjaldaaukningu, ekki skorið niður til heilbrigðismála, heldur þvert á móti er gert ráð fyrir raunaukningu á framlögum milli ára, þ.e. aukningu umfram verðlag. Undanfarin tvö ár hefur ríkisstjórnin lagt sérstaka áherslu á að auka fjárframlög til heilbrigðisstofnanna, meðal annars Landspítalans. Samkvæmt heimildum fréttastofu verður í fjárlagafrumvarpi næsta árs lögð sérstök áhersla á að tryggja starfsemi heilsugæslustöðva, og framlög til þeirra aukin. Einnig er í fjárlagavinnu gert ráð fyrir umtalsverðum fjármunum vegna húsnæðismálafrumvarpa félagsmálaráðherra, en kostnaður við frumvörpin nemur milljörðum króna. Fjárlagafrumvarp 2015 Fjárlagafrumvarp 2016 Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent „RÚV er sá fjölmiðill sem er líklega einna lengst til vinstri á Íslandi“ Innlent Ætla að opna Bláa lónið 29. nóvember Innlent Rafmagnsmastur í hættu vegna hraunflæðis Innlent Hörð viðbrögð við vaxtahækkunum Innlent Tilbúin að aflýsa verkföllum í fjórum leikskólum Innlent Segist svikin af Viðreisn og segir sig úr flokknum Innlent Eldri maður á gamalli Corollu ógnaði ekki lífi hjóna á nýjum Ram Innlent Vaktin: Totur farnar að teygja sig til norðurs Innlent Atburðarás gærdagsins í myndum Innlent Fleiri fréttir „RÚV er sá fjölmiðill sem er líklega einna lengst til vinstri á Íslandi“ Ætla að opna Bláa lónið 29. nóvember Rafmagnsmastur í hættu vegna hraunflæðis Segist svikin af Viðreisn og segir sig úr flokknum Tilbúin að aflýsa verkföllum í fjórum leikskólum Hörð viðbrögð við vaxtahækkunum Boða verkföll í tíu leikskólum í desember Í beinni frá gosstöðvum, undrun á vegferð seðlabankans og lokasprettur Atburðarás gærdagsins í myndum Eldri maður á gamalli Corollu ógnaði ekki lífi hjóna á nýjum Ram Virkni í þremur gígum og mest í miðjunni Mikill meirihluti vill ekki sjá sjókvíaeldi í Seyðisfirði Segir íbúafundinn ekki hafa verið nægilega upplýsandi FA klagar Willum Þór til umboðsmanns Með hundruð kílóa af þýfi heima hjá sér Bílar og byggingariðnaður losar mest í Reykjavík „Allt athafnasvæði Bláa lónsins er innan varnargarða“ Rokk og ról í Rockville holunni frestast fram í janúar Framsókn með þriggja prósenta fylgi í borginni Gist í um tuttugu húsum í Grindavík Njarðvíkuræðin heldur sem stendur og vaxtakjörin útskýrð á mannamáli Útkall vegna reyks við Borgarholtsbraut Ekki þörf enn á að stækka varnargarða við Bláa lónið Bein útsending: Heilbrigðisstarfsfólk grillar frambjóðendur Meirihluti styður verkfallsaðgerðir kennara Jafnast ekki út að vera með annan fótinn í hrauni og hinn í ís Stöðug virkni í nótt og og litlar breytingar Hótaði heimilismönnum með skærum Sigmundur hafi viljað í kennslustund með nemendum Gætu kosið strategískt þegar svo margir flokkar eru á mörkunum Sjá meira
Gert er ráð fyrir að framlög til heilbrigðismála hækki umfram verðlag í fjárlagafrumvarpi næsta árs, samkvæmt heimildum fréttastofu. Sérstök áhersla verður á að tryggja starfsemi heilsugæslustöðva og framlög til þeirra aukin. Vinna við gerð fjárlagafrumvarps fyrir næsta ár er í fullum gangi hér í fjármálaráðuneytinu. Bjarni Benediktsson mun kynna frumvarpið í byrjun september en þó efni þess sé að mestu óljóst, liggja nokkur atriði þegar fyrir. Meðal þess sem verður í frumvarpinu, og aðgerðir sem gripið verður til samhliða því, er afnám tolla á fatnað og skó frá 1. janúar 2016. Þá verða gerðar breytingar á tekjuskattskerfinu. Skattprósenta í lægra þrepi verður lækkuð úr 22,86% í 22,68%. Þá verður milliskattsþrepið einnig lækkað um næstu áramót en það síðan fellt niður í árslok 2016. Samhliða þessu mun persónuafsláttur hækka til samræmis við verðlagsbreytingar. Þá verða húsnæðisbætur hækkaðar til að lækka húsnæðiskostnað efnaminni leigjenda.Aukin fjárframlög til heilbrigðismálaEn ein stærstu tíðindin í hverju fjárlagafrumvarpi eru framlög til heilbrigðismála. Gert er ráð fyrir að þau muni aukast umtalsvert á fjárlögum næsta árs, þá sérstaklega vegna launahækkanna. Samkvæmt heimildum fréttastofu verður, þrátt fyrir þessa útgjaldaaukningu, ekki skorið niður til heilbrigðismála, heldur þvert á móti er gert ráð fyrir raunaukningu á framlögum milli ára, þ.e. aukningu umfram verðlag. Undanfarin tvö ár hefur ríkisstjórnin lagt sérstaka áherslu á að auka fjárframlög til heilbrigðisstofnanna, meðal annars Landspítalans. Samkvæmt heimildum fréttastofu verður í fjárlagafrumvarpi næsta árs lögð sérstök áhersla á að tryggja starfsemi heilsugæslustöðva, og framlög til þeirra aukin. Einnig er í fjárlagavinnu gert ráð fyrir umtalsverðum fjármunum vegna húsnæðismálafrumvarpa félagsmálaráðherra, en kostnaður við frumvörpin nemur milljörðum króna.
Fjárlagafrumvarp 2015 Fjárlagafrumvarp 2016 Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent „RÚV er sá fjölmiðill sem er líklega einna lengst til vinstri á Íslandi“ Innlent Ætla að opna Bláa lónið 29. nóvember Innlent Rafmagnsmastur í hættu vegna hraunflæðis Innlent Hörð viðbrögð við vaxtahækkunum Innlent Tilbúin að aflýsa verkföllum í fjórum leikskólum Innlent Segist svikin af Viðreisn og segir sig úr flokknum Innlent Eldri maður á gamalli Corollu ógnaði ekki lífi hjóna á nýjum Ram Innlent Vaktin: Totur farnar að teygja sig til norðurs Innlent Atburðarás gærdagsins í myndum Innlent Fleiri fréttir „RÚV er sá fjölmiðill sem er líklega einna lengst til vinstri á Íslandi“ Ætla að opna Bláa lónið 29. nóvember Rafmagnsmastur í hættu vegna hraunflæðis Segist svikin af Viðreisn og segir sig úr flokknum Tilbúin að aflýsa verkföllum í fjórum leikskólum Hörð viðbrögð við vaxtahækkunum Boða verkföll í tíu leikskólum í desember Í beinni frá gosstöðvum, undrun á vegferð seðlabankans og lokasprettur Atburðarás gærdagsins í myndum Eldri maður á gamalli Corollu ógnaði ekki lífi hjóna á nýjum Ram Virkni í þremur gígum og mest í miðjunni Mikill meirihluti vill ekki sjá sjókvíaeldi í Seyðisfirði Segir íbúafundinn ekki hafa verið nægilega upplýsandi FA klagar Willum Þór til umboðsmanns Með hundruð kílóa af þýfi heima hjá sér Bílar og byggingariðnaður losar mest í Reykjavík „Allt athafnasvæði Bláa lónsins er innan varnargarða“ Rokk og ról í Rockville holunni frestast fram í janúar Framsókn með þriggja prósenta fylgi í borginni Gist í um tuttugu húsum í Grindavík Njarðvíkuræðin heldur sem stendur og vaxtakjörin útskýrð á mannamáli Útkall vegna reyks við Borgarholtsbraut Ekki þörf enn á að stækka varnargarða við Bláa lónið Bein útsending: Heilbrigðisstarfsfólk grillar frambjóðendur Meirihluti styður verkfallsaðgerðir kennara Jafnast ekki út að vera með annan fótinn í hrauni og hinn í ís Stöðug virkni í nótt og og litlar breytingar Hótaði heimilismönnum með skærum Sigmundur hafi viljað í kennslustund með nemendum Gætu kosið strategískt þegar svo margir flokkar eru á mörkunum Sjá meira