Körfubolti

Guðlaug lokar Suðurnesjahringnum fyrir 19 ára afmælið

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Guðlaug Björt Júlíusdóttir, lengst til hægri, fagnar bikarmeistaratitlinum með Grindavík.
Guðlaug Björt Júlíusdóttir, lengst til hægri, fagnar bikarmeistaratitlinum með Grindavík. Vísir/Þórdís Inga
Guðlaug Björt Júlíusdóttir hefur ákveðið að spila með Keflavík í Dominos-deild kvenna á komandi tímabili. Þetta kemur fram á heimasíðu Keflavíkur.

Guðlaugu Björt er 18 ára unglingalandsliðskona sem er uppalin í Njarðvík en spilaði með Grindavík á síðasta tímabili.

Guðlaugu Björt er 172 sentímetrar á hæð og spilar sem bakvörður eða lítill framherji.

Guðlaug Björt lokar með þessu Suðurnesjahringnum en hún er þá að ná að spila með öllum þremur Suðurnesjaliðunum í Dominos-deildinni áður en hún fagnar nítján ára afmæli sínu.

Guðlaug Björt var með 6,2 stig, 3,8 fráköst og 3,4 stoðsendingar að meðaltali á 21,1 mínútu með Grindavík í Dominos-deildinni á síðustu leiktíð. Tímabilið á undan var hún með 8,9 stig, 3,4 fráköst og 2,6 stoðsendingar á 23,5 mínútum með Njarðvík.

Guðlaug Björt varð bikarmeistari með Grindavík í fyrravetur en hún var með 4 stig og 3 stoðsendingar í úrslitaleiknum þegar Grindavík vann Keflavík í úrslitaleiknum.

Guðlaugu Björt spilaði með tuttugu ára landsliði Íslands í sumar en liðið tók þá þátt í Norðurlandamóti í Danmörku.

Keflavík og Grindavík hafa þar með einskonar leikmannaskipti en Ingunn Embla Kristínardóttir, bakvörður Keflavíkur, ákvað á dögunum að skipta úr Keflavík yfir í Grindavík.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×