Bergþór Pálsson hefur velt forsetaembættinu mikið fyrir sér Nanna Elísa Jakobsdóttir skrifar 15. ágúst 2015 21:49 Bergþór Pálsson hefur engar ákvarðanir tekið en hefur velt hlutverki forseta mikið fyrir sér sökum fjölmargra áskorana um að taka forsetaslaginn á næsta ári. Vísir/Stefán Margir hafa komið að máli við Bergþór Pálsson, óperusöngvara, og hvatt hann til þess að bjóða sig fram til embættis forseta Íslands. Hann segist þó í samtali við Vísi telja það ótímabært fyrir nokkurn að ákveða forsetaframboð þar sem sitjandi forseti hefur ekki gefið upp sinn hug enn. Söngvarinn hefur þó velt hlutverkinu mikið fyrir sér og mikilvægi þess fyrir þjóðina. Forsetakosningar fara fram á næsta ári, 2016, en Ólafur Ragnar Grímsson hefur gegnt embættinu frá árinu 1996 líkt og hvert mannsbarn á Íslandi þekkir. Enginn veit hvað Ólafur er að hugsa en margir hafa verið orðaðir sem mögulegir arftakar hans auk Bergþórs; Katrín Jakobsdóttir, formaður Vinstri grænna og Jón Gnarr, fyrrverandi borgarstjóri, til dæmis. „Ég hef undrast það mjög hvað fólk sér mér til tekna í þessu embætti,“ segir Bergþór. Hann segist hafa til gamans skoðað kosti sína og galla þegar kemur að forsetahlutverkinu. „Ég veit að ég get alveg lúkkað vel,“ segir hann hlæjandi. „Ef ég fer í mín spariföt og svona og get haldið glaðlegar og snobblausar veislur. Ég get svosem bjargað mér á nokkrum tungumálum. Svo hafa margir sagt að það væri voða flott fyrir Íslendinga að geta sagst eiga fyrsta kvenforsetann og svo fyrsta samkynhneigða forsetann. Ég er svona að nefna þá kosti sem ég tel að fólk sjái í mér, skilurðu?“ Hann nefnir einnig sparnað sem fylgja myndi ef hann og maki hans Albert Eiríksson tækju við hlutverkum forseta.Það var eins og við manninn mælt, að ef ég var síðastur að borðinu, stóðu ferðafélagar mínir sl. 2 vikur upp. Alveg sama...Posted by Bergþór Pálsson on Saturday, August 15, 2015„Albert myndi steikja kleinur í eldhúsinu og ég syngja fyrir þjóðhöfðingjana. Og svo værum við auðvitað alltaf á hjóli.“ Bergþór hefur meira að segja pælt í því hvort hann myndi standast álagið sem fylgir því að vera forseti. „Maður þarf alltaf að vera í sínu fínasta pússi, en jú jú ég hugsa nú að ég myndi alveg geta þolað það.“ Vandasamt að sinna „pepp“- hlutverki forseta Hann telur þó kosti sína ekki fleiri í embættið heldur en gallana. „Það sem mér finnst mig vanta er að mér finnst ég ekki vera nógu fróður. Forsetinn þarf að segja eitthvað af viti þar sem hann kemur.“ Forsetinn þarf einnig að mati Bergþórs að þurfa að hafa burði í að „peppa“ þjóðina upp, það krefjist mikillar orku og vinnu. „Ég hef þurft að pæla í þessu af því að það eru svo margir sem hafa skorað á mig.“ Hann hefur ákveðnar hugmyndir um hvert hlutverk forseta er og hvaða kosti manneskja sem tæki að sér hlutverkið þyrfti að hafa.Forseti Íslands, Ólafur Ragnar Grímsson.Vísir/Valli„Ég lít á þetta svolítið þannig að þetta er ekki aðalgaurinn. Þetta er ekki forstjórinn í fyrirtækinu ef við lítum á fyrirtækjalýsinguna. Þetta er meira þjónustufulltrúinn, andlit fyrirtækisins út á við. Þetta er manneskjan sem tekur á móti gestum, heldur uppi húmornum í fyrirtækinu og er tengiliður milli fólksins og aðalgaursins. Hann þarf að vera í góðu skapi fyrir gesti og gangandi og hann þarf að vera svo mikið pepp. Það er vandasamt.“ Forsetinn þarf að rífa þjóðina upp úr neikvæðni og minnimáttarkennd. „Það er algjörlega nauðsynlegt í þeirri stöðu sem við höfum verið undanfarin ár. Við höfum svolítið misst sjónar á því sem við höfum hvert og eitt. Það er erfitt að segja frá því í stuttu máli en mér finnst við of mikið einblína á lítil mál og eitt í einu. Það verða hneyksli sem vekja mikla athygli á Facebook, þau standa yfir í þrjá daga og svo allt í einu er allt búið. Þetta er eins og bóla sem springur og svo kemur næsta og það sama gerist aftur og aftur. Við þurfum einvhern veginn að komast upp úr þessum hjólförum. Fara að líta inn á við á hæfileikana í okkur sjálfum. Guð ég er farinn að tala alveg eins og einhver forsetaframbjóðandi,“ segir Bergþór hlæjandi.Albert J. Eiríksson og Bergþór Pálsson.Mikið persónulegt álag að taka þátt í kosningabaráttu „Ég er ekkert að segja að ég sé rétti maðurinn til að gera þetta. En það þarf einhvern til að peppa þjóðina upp og fá hana til að átta sig á hvað hún hefur mikla mannauð og hvað hún er æðisleg. Við þurfum að setjast niður og finna þennan styrk sem við eigum. Og það þýðir ekki að við eigum að hætta að gagnrýna, ég er ekki að segja það. Við getum haldið áfram að standa saman um að það eigi að vera hér réttlátt þjóðfélag og allt það og það eigi ekki að ræna okkur.“Þjóðerniskenndin komin upp í söngvaranum núna? „Já. En ekki þessi sem oft hefur verið talað um undanfarið. Ekki að við séum best í heimi heldur þurfum við að komast út úr þessari vanmetakennd og þessari reiði og æsingnum. Við þurfum að sjá hlutina í stærra samhengi og það er það sem mér finnst forsetinn þurfa að hafa. Meiri yfirsýn en til dæmis stjórnmálamenn hafa.“En hvort er líklegra að Bergþór fari fram eða ekki? „Mér finnst ég ekki vera kominn að þeirri niðurstöðu að kostir mínir vegi þyngra. Mér finnst þetta líka mikið á sig lagt í kosningum, það er farið ofan í allskonar persónuleg mál og jafnvel búið til bull úr þeim. Þetta er rosalega mikið persónulegt álag. Ef fólk vill fara út í það þá er það alveg sjálfsagt, ég er ekkert viss um að ég vilji fara út í það. Þó ég hafi ekkert að fela.“ En Bergþór endurtekur það að sér þyki ekki tímabært að ákveða eitt né neitt. „Ólafur Ragnar hefur ekki gefið neitt út og hann getur örugglega sinnt þessu vel áfram. Hann hefur átt í þessu glæsilegan feril á sinn hátt.“ Forsetakosningar 2016 Tengdar fréttir Ólafur Ragnar sæmdur heiðurverðlaunum Vestnorræna ráðsins Verðlaunin voru afhent við hátíðlega athöfn í Runavik í Færeyjum. 11. ágúst 2015 10:34 Jón Gnarr með tvöfalt meira fylgi en Ólafur Borgarstjórinn fyrrverandi nýtur stuðnings 21 prósent aðspurðra, samanborið við 11 prósent Ólafs Ragnars Grímssonar. Þingmaðurinn Katrín Jakobsdóttir er næst oftast nefnd á nafn. 28. júlí 2015 19:25 Bergþór og Albert bjóða fólki heim "Við höfum bara verið að gera þetta í smáum stíl, það var svolítið fyrir jól. Aðalhausverkurinn er bara sá að hvorki ég né Albert [Eiríksson] höfum tíma fyrir þetta,“ segir Bergþór Pálsson óperusöngvari. 2. janúar 2012 15:00 Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Vaktin: Totur farnar að teygja sig til norðurs Innlent Eldri maður á gamalli Corollu ógnaði ekki lífi hjóna á nýjum Ram Innlent Sigmundur hafi viljað í kennslustund með nemendum Innlent Hörð viðbrögð við vaxtahækkunum Innlent Segir íbúafundinn ekki hafa verið nægilega upplýsandi Innlent „Allt athafnasvæði Bláa lónsins er innan varnargarða“ Innlent Með hundruð kílóa af þýfi heima hjá sér Innlent Ákærður fyrir að nauðga og myrða þrettán ára stúlku Erlent Tilbúin að aflýsa verkföllum í fjórum leikskólum Innlent Fleiri fréttir Ætla að opna Bláa lónið 29. nóvember Rafmagnsmastur í hættu vegna hraunflæðis Segist svikin af Viðreisn og segir sig úr flokknum Tilbúin að aflýsa verkföllum í fjórum leikskólum Hörð viðbrögð við vaxtahækkunum Boða verkföll í tíu leikskólum í desember Í beinni frá gosstöðvum, undrun á vegferð seðlabankans og lokasprettur Atburðarás gærdagsins í myndum Eldri maður á gamalli Corollu ógnaði ekki lífi hjóna á nýjum Ram Virkni í þremur gígum og mest í miðjunni Mikill meirihluti vill ekki sjá sjókvíaeldi í Seyðisfirði Segir íbúafundinn ekki hafa verið nægilega upplýsandi FA klagar Willum Þór til umboðsmanns Með hundruð kílóa af þýfi heima hjá sér Bílar og byggingariðnaður losar mest í Reykjavík „Allt athafnasvæði Bláa lónsins er innan varnargarða“ Rokk og ról í Rockville holunni frestast fram í janúar Framsókn með þriggja prósenta fylgi í borginni Gist í um tuttugu húsum í Grindavík Njarðvíkuræðin heldur sem stendur og vaxtakjörin útskýrð á mannamáli Útkall vegna reyks við Borgarholtsbraut Ekki þörf enn á að stækka varnargarða við Bláa lónið Bein útsending: Heilbrigðisstarfsfólk grillar frambjóðendur Meirihluti styður verkfallsaðgerðir kennara Jafnast ekki út að vera með annan fótinn í hrauni og hinn í ís Stöðug virkni í nótt og og litlar breytingar Hótaði heimilismönnum með skærum Sigmundur hafi viljað í kennslustund með nemendum Gætu kosið strategískt þegar svo margir flokkar eru á mörkunum Funda áfram hjá sáttasemjara á morgun Sjá meira
Margir hafa komið að máli við Bergþór Pálsson, óperusöngvara, og hvatt hann til þess að bjóða sig fram til embættis forseta Íslands. Hann segist þó í samtali við Vísi telja það ótímabært fyrir nokkurn að ákveða forsetaframboð þar sem sitjandi forseti hefur ekki gefið upp sinn hug enn. Söngvarinn hefur þó velt hlutverkinu mikið fyrir sér og mikilvægi þess fyrir þjóðina. Forsetakosningar fara fram á næsta ári, 2016, en Ólafur Ragnar Grímsson hefur gegnt embættinu frá árinu 1996 líkt og hvert mannsbarn á Íslandi þekkir. Enginn veit hvað Ólafur er að hugsa en margir hafa verið orðaðir sem mögulegir arftakar hans auk Bergþórs; Katrín Jakobsdóttir, formaður Vinstri grænna og Jón Gnarr, fyrrverandi borgarstjóri, til dæmis. „Ég hef undrast það mjög hvað fólk sér mér til tekna í þessu embætti,“ segir Bergþór. Hann segist hafa til gamans skoðað kosti sína og galla þegar kemur að forsetahlutverkinu. „Ég veit að ég get alveg lúkkað vel,“ segir hann hlæjandi. „Ef ég fer í mín spariföt og svona og get haldið glaðlegar og snobblausar veislur. Ég get svosem bjargað mér á nokkrum tungumálum. Svo hafa margir sagt að það væri voða flott fyrir Íslendinga að geta sagst eiga fyrsta kvenforsetann og svo fyrsta samkynhneigða forsetann. Ég er svona að nefna þá kosti sem ég tel að fólk sjái í mér, skilurðu?“ Hann nefnir einnig sparnað sem fylgja myndi ef hann og maki hans Albert Eiríksson tækju við hlutverkum forseta.Það var eins og við manninn mælt, að ef ég var síðastur að borðinu, stóðu ferðafélagar mínir sl. 2 vikur upp. Alveg sama...Posted by Bergþór Pálsson on Saturday, August 15, 2015„Albert myndi steikja kleinur í eldhúsinu og ég syngja fyrir þjóðhöfðingjana. Og svo værum við auðvitað alltaf á hjóli.“ Bergþór hefur meira að segja pælt í því hvort hann myndi standast álagið sem fylgir því að vera forseti. „Maður þarf alltaf að vera í sínu fínasta pússi, en jú jú ég hugsa nú að ég myndi alveg geta þolað það.“ Vandasamt að sinna „pepp“- hlutverki forseta Hann telur þó kosti sína ekki fleiri í embættið heldur en gallana. „Það sem mér finnst mig vanta er að mér finnst ég ekki vera nógu fróður. Forsetinn þarf að segja eitthvað af viti þar sem hann kemur.“ Forsetinn þarf einnig að mati Bergþórs að þurfa að hafa burði í að „peppa“ þjóðina upp, það krefjist mikillar orku og vinnu. „Ég hef þurft að pæla í þessu af því að það eru svo margir sem hafa skorað á mig.“ Hann hefur ákveðnar hugmyndir um hvert hlutverk forseta er og hvaða kosti manneskja sem tæki að sér hlutverkið þyrfti að hafa.Forseti Íslands, Ólafur Ragnar Grímsson.Vísir/Valli„Ég lít á þetta svolítið þannig að þetta er ekki aðalgaurinn. Þetta er ekki forstjórinn í fyrirtækinu ef við lítum á fyrirtækjalýsinguna. Þetta er meira þjónustufulltrúinn, andlit fyrirtækisins út á við. Þetta er manneskjan sem tekur á móti gestum, heldur uppi húmornum í fyrirtækinu og er tengiliður milli fólksins og aðalgaursins. Hann þarf að vera í góðu skapi fyrir gesti og gangandi og hann þarf að vera svo mikið pepp. Það er vandasamt.“ Forsetinn þarf að rífa þjóðina upp úr neikvæðni og minnimáttarkennd. „Það er algjörlega nauðsynlegt í þeirri stöðu sem við höfum verið undanfarin ár. Við höfum svolítið misst sjónar á því sem við höfum hvert og eitt. Það er erfitt að segja frá því í stuttu máli en mér finnst við of mikið einblína á lítil mál og eitt í einu. Það verða hneyksli sem vekja mikla athygli á Facebook, þau standa yfir í þrjá daga og svo allt í einu er allt búið. Þetta er eins og bóla sem springur og svo kemur næsta og það sama gerist aftur og aftur. Við þurfum einvhern veginn að komast upp úr þessum hjólförum. Fara að líta inn á við á hæfileikana í okkur sjálfum. Guð ég er farinn að tala alveg eins og einhver forsetaframbjóðandi,“ segir Bergþór hlæjandi.Albert J. Eiríksson og Bergþór Pálsson.Mikið persónulegt álag að taka þátt í kosningabaráttu „Ég er ekkert að segja að ég sé rétti maðurinn til að gera þetta. En það þarf einhvern til að peppa þjóðina upp og fá hana til að átta sig á hvað hún hefur mikla mannauð og hvað hún er æðisleg. Við þurfum að setjast niður og finna þennan styrk sem við eigum. Og það þýðir ekki að við eigum að hætta að gagnrýna, ég er ekki að segja það. Við getum haldið áfram að standa saman um að það eigi að vera hér réttlátt þjóðfélag og allt það og það eigi ekki að ræna okkur.“Þjóðerniskenndin komin upp í söngvaranum núna? „Já. En ekki þessi sem oft hefur verið talað um undanfarið. Ekki að við séum best í heimi heldur þurfum við að komast út úr þessari vanmetakennd og þessari reiði og æsingnum. Við þurfum að sjá hlutina í stærra samhengi og það er það sem mér finnst forsetinn þurfa að hafa. Meiri yfirsýn en til dæmis stjórnmálamenn hafa.“En hvort er líklegra að Bergþór fari fram eða ekki? „Mér finnst ég ekki vera kominn að þeirri niðurstöðu að kostir mínir vegi þyngra. Mér finnst þetta líka mikið á sig lagt í kosningum, það er farið ofan í allskonar persónuleg mál og jafnvel búið til bull úr þeim. Þetta er rosalega mikið persónulegt álag. Ef fólk vill fara út í það þá er það alveg sjálfsagt, ég er ekkert viss um að ég vilji fara út í það. Þó ég hafi ekkert að fela.“ En Bergþór endurtekur það að sér þyki ekki tímabært að ákveða eitt né neitt. „Ólafur Ragnar hefur ekki gefið neitt út og hann getur örugglega sinnt þessu vel áfram. Hann hefur átt í þessu glæsilegan feril á sinn hátt.“
Forsetakosningar 2016 Tengdar fréttir Ólafur Ragnar sæmdur heiðurverðlaunum Vestnorræna ráðsins Verðlaunin voru afhent við hátíðlega athöfn í Runavik í Færeyjum. 11. ágúst 2015 10:34 Jón Gnarr með tvöfalt meira fylgi en Ólafur Borgarstjórinn fyrrverandi nýtur stuðnings 21 prósent aðspurðra, samanborið við 11 prósent Ólafs Ragnars Grímssonar. Þingmaðurinn Katrín Jakobsdóttir er næst oftast nefnd á nafn. 28. júlí 2015 19:25 Bergþór og Albert bjóða fólki heim "Við höfum bara verið að gera þetta í smáum stíl, það var svolítið fyrir jól. Aðalhausverkurinn er bara sá að hvorki ég né Albert [Eiríksson] höfum tíma fyrir þetta,“ segir Bergþór Pálsson óperusöngvari. 2. janúar 2012 15:00 Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Vaktin: Totur farnar að teygja sig til norðurs Innlent Eldri maður á gamalli Corollu ógnaði ekki lífi hjóna á nýjum Ram Innlent Sigmundur hafi viljað í kennslustund með nemendum Innlent Hörð viðbrögð við vaxtahækkunum Innlent Segir íbúafundinn ekki hafa verið nægilega upplýsandi Innlent „Allt athafnasvæði Bláa lónsins er innan varnargarða“ Innlent Með hundruð kílóa af þýfi heima hjá sér Innlent Ákærður fyrir að nauðga og myrða þrettán ára stúlku Erlent Tilbúin að aflýsa verkföllum í fjórum leikskólum Innlent Fleiri fréttir Ætla að opna Bláa lónið 29. nóvember Rafmagnsmastur í hættu vegna hraunflæðis Segist svikin af Viðreisn og segir sig úr flokknum Tilbúin að aflýsa verkföllum í fjórum leikskólum Hörð viðbrögð við vaxtahækkunum Boða verkföll í tíu leikskólum í desember Í beinni frá gosstöðvum, undrun á vegferð seðlabankans og lokasprettur Atburðarás gærdagsins í myndum Eldri maður á gamalli Corollu ógnaði ekki lífi hjóna á nýjum Ram Virkni í þremur gígum og mest í miðjunni Mikill meirihluti vill ekki sjá sjókvíaeldi í Seyðisfirði Segir íbúafundinn ekki hafa verið nægilega upplýsandi FA klagar Willum Þór til umboðsmanns Með hundruð kílóa af þýfi heima hjá sér Bílar og byggingariðnaður losar mest í Reykjavík „Allt athafnasvæði Bláa lónsins er innan varnargarða“ Rokk og ról í Rockville holunni frestast fram í janúar Framsókn með þriggja prósenta fylgi í borginni Gist í um tuttugu húsum í Grindavík Njarðvíkuræðin heldur sem stendur og vaxtakjörin útskýrð á mannamáli Útkall vegna reyks við Borgarholtsbraut Ekki þörf enn á að stækka varnargarða við Bláa lónið Bein útsending: Heilbrigðisstarfsfólk grillar frambjóðendur Meirihluti styður verkfallsaðgerðir kennara Jafnast ekki út að vera með annan fótinn í hrauni og hinn í ís Stöðug virkni í nótt og og litlar breytingar Hótaði heimilismönnum með skærum Sigmundur hafi viljað í kennslustund með nemendum Gætu kosið strategískt þegar svo margir flokkar eru á mörkunum Funda áfram hjá sáttasemjara á morgun Sjá meira
Ólafur Ragnar sæmdur heiðurverðlaunum Vestnorræna ráðsins Verðlaunin voru afhent við hátíðlega athöfn í Runavik í Færeyjum. 11. ágúst 2015 10:34
Jón Gnarr með tvöfalt meira fylgi en Ólafur Borgarstjórinn fyrrverandi nýtur stuðnings 21 prósent aðspurðra, samanborið við 11 prósent Ólafs Ragnars Grímssonar. Þingmaðurinn Katrín Jakobsdóttir er næst oftast nefnd á nafn. 28. júlí 2015 19:25
Bergþór og Albert bjóða fólki heim "Við höfum bara verið að gera þetta í smáum stíl, það var svolítið fyrir jól. Aðalhausverkurinn er bara sá að hvorki ég né Albert [Eiríksson] höfum tíma fyrir þetta,“ segir Bergþór Pálsson óperusöngvari. 2. janúar 2012 15:00