Þetta snýst ekki um ölmusu Ellert B. Schram skrifar 18. ágúst 2015 00:01 Ég tek ofan fyrir Björgvin Guðmundssyni, fyrrum borgarfulltrúa og starfsmanni í utanríkisþjónustunni. Björgvin er kominn á níræðisaldur en lætur ekki deigan síga, þegar kemur að málefnum eldri borgara. Skrifar grein eftir grein í Fréttablaðið um kjör og hagsmuni fullorðinna og vekur athygli á þeirri staðreynd að hlutur hins opinbera og framlag ríkisins hafa dregist aftur úr öðrum kjarabótum á árunum eftir hrun. Björgvin heldur því fram að þær upphæðir skipti milljörðum króna. Ekki bara vegna launahækkana á vinnumarkaðnum, heldur áhrifa hrunsins á fjárhagsstöðu aldraðra, þar sem lífeyrir var skertur og hefur ekki verið bættur síðan. Sem skyldi. Fyrr í sumar var gengið frá launamálum langflestra vinnandi manna og kvenna með hækkunum á grunnlaunum. Lífeyrisgreiðslur til eldri borgara standa hinsvegar í stað og svörin frá ráðamönnum eru þau, að hendur þeirra séu bundnar við afgreiðslu fjárlaga, og ekkert sé hægt að gera fyrr en um næstu áramót, þegar fjárlög næsta árs liggja fyrir. Gefið er út að lífeyrir Almannatrygginga hækki þá um 8.9%, (með vísan til neysluvísitölu) sem er auðvitað langt undir þeim launahækkunum, sem vinnumarkaðurinn hefur samið um. Ef einhver ágreiningur er varðandi málflutning Björgvins Guðmundssonar, sem talar í nafni Félags eldri borgara, þá skora ég á fjármálaráðuneytið og ríkisstjórnina að skjóta saman nefnd beggja aðila, (ríkisins og FEB) sem reikni það skilmerkilega og heiðarlega út, hvort eða hvernig, kjör eldri borgara hafa þróast frá hruni. Heiðarleg úttekt á stöðunni eins og hún er. Ég skora líka á einstaklinga, úr hópi fólks, sem er komið á lífeyrisaldur, að láta í sér heyra og taka undir þær kröfur, sem Björgvin hefur í eins manns hljóði, borið fram af kjarki og rökum. Út um víðan völl samfélagsins er að finna eldra fólk, sem lifir við skort og fátækt. Auðvitað eru líka margir sem hafa komið ár sinni fyrir borð enda snýst þessi umræði ekki um hækkanir á lífeyri á alla línuna, heldur er hér um að ræða velferð, lífsskilyrði og mannúð gagnvart öldruðum einstaklingum, sem eiga varla til hnífs og skeiðar. Stjórnvöld hrósa sér fyrir bættan hag landsmanna og víst er það rétt að okkur hefur tekist að rétta úr kútnum og fjáhagsstaða hins opinbera fer batnandi. Ætti það þá ekki að vera metnaður og vilji til að rétta því fólki hjálparhönd, sem þarf mest á því að halda. Þetta snýst ekki um ölmusu heldur um sóma og réttlæti. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Ellert B. Schram Fjárlög Mest lesið Það er verið að ljúga að okkur Hildur Þórðardóttir Skoðun „Við andlát manns lýkur skattskyldu hans“ Þórður Gunnarsson Skoðun Dýrkeyptur aðgangur Stella Guðmundsdóttir Skoðun Aðgangur bannaður Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir Skoðun Íslenskufræðingurinn Sigmundur Davíð Hákon Darri Egilsson Skoðun Styrkleiki íslensku grunnskólanna Jón Páll Haraldsson,Linda Heiðarsdóttir,Ómar Örn Magnússon Skoðun 100 þúsund á mánuði Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir Skoðun Með háskólapróf til að snýta og skeina? Hildur Sólmundsdóttir Skoðun Sjálfstæðisflokkurinn boðar skattalækkanir á þá efnamestu Haukur V. Alfreðsson Skoðun Hvers vegna hefur frammistöðu íslenskra nemenda í PISA farið hrakandi? Jón Páll Haraldsson,Linda Heiðarsdóttir,Ómar Örn Magnússon Skoðun Skoðun Skoðun Að kjósa með nútíma hugsunarhætti Ragnhildur Katla Jónsdóttir skrifar Skoðun Í upphafi skal endinn skoða.. Sigurður F. Sigurðarson skrifar Skoðun Stjórnvöld, virðið frumbyggjaréttinn í íslensku samfélagi Sæmundur Einarsson skrifar Skoðun Handleiðsla og vellíðan í starfi Sveindís Anna Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Eldgos og innviðir: Tryggjum öryggi Suðurnesja Halla Hrund Logadóttir skrifar Skoðun Er aukin einkavæðing lausnin? Reynir Böðvarsson skrifar Skoðun Samfélag á krossgötum Finnbjörn A. Hermannsson,Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar Skoðun Hvað er vandamálið? Alexandra Briem skrifar Skoðun Au pair fyrirkomulagið – barn síns tíma? Hlöðver Skúli Hákonarson skrifar Skoðun Fontur – hiti þrjú stig Stefán Steingrímur Bergsson skrifar Skoðun Bankinn gefur, bankinn tekur Breki Karlsson skrifar Skoðun Hægt og hljótt Dofri Hermannsson skrifar Skoðun Kennaraverkfall – sparka í dekkin eða setja meira bensín á bílinn? Melkorka Mjöll Kristinsdóttir skrifar Skoðun Gervigóðmennska fyrir almannafé Kári Allansson skrifar Skoðun Góður granni, gulli betri! Jóna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Frelsi er alls konar Jón Óskar Sólnes skrifar Skoðun Betra plan í ríkisfjármálum Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar Skoðun Íslenskufræðingurinn Sigmundur Davíð Hákon Darri Egilsson skrifar Skoðun Dýrkeyptur aðgangur Stella Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Þarf Alþingi að vera í óvissu? Haukur Arnþórsson skrifar Skoðun Stöndum með einyrkjum og sjálfstætt starfandi Kristján Þórður Snæbjarnarson skrifar Skoðun Ætla Íslendingar að standa vörð um orkuauðlindir sínar? Ágústa Ágústsdóttir skrifar Skoðun Evrópa og sjálfstæði Íslands Anna Sofía Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Heilnæmt samfélag, betri lífskjör og jöfn tækifæri fyrir öll Unnur Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Mölunarverksmiðja eða umhverfisvæn matvælaframleiðsla Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun Lifað með reisn - Frá starfslokum til æviloka Þorsteinn Sæmundsson skrifar Skoðun Viðreisn, evran og Finnland Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Fleiri staðreyndir um jafnlaunavottun – íþyngjandi og kostnaðarsamt regluverk Gunnar Ármannsson skrifar Skoðun Við þurfum þingmann eins og Ágúst Bjarna Valdimar Víðisson skrifar Skoðun Sagnaarfur Biblíunnar – Heildræn sýn á sköpunina Sigurvin Lárus Jónsson skrifar Sjá meira
Ég tek ofan fyrir Björgvin Guðmundssyni, fyrrum borgarfulltrúa og starfsmanni í utanríkisþjónustunni. Björgvin er kominn á níræðisaldur en lætur ekki deigan síga, þegar kemur að málefnum eldri borgara. Skrifar grein eftir grein í Fréttablaðið um kjör og hagsmuni fullorðinna og vekur athygli á þeirri staðreynd að hlutur hins opinbera og framlag ríkisins hafa dregist aftur úr öðrum kjarabótum á árunum eftir hrun. Björgvin heldur því fram að þær upphæðir skipti milljörðum króna. Ekki bara vegna launahækkana á vinnumarkaðnum, heldur áhrifa hrunsins á fjárhagsstöðu aldraðra, þar sem lífeyrir var skertur og hefur ekki verið bættur síðan. Sem skyldi. Fyrr í sumar var gengið frá launamálum langflestra vinnandi manna og kvenna með hækkunum á grunnlaunum. Lífeyrisgreiðslur til eldri borgara standa hinsvegar í stað og svörin frá ráðamönnum eru þau, að hendur þeirra séu bundnar við afgreiðslu fjárlaga, og ekkert sé hægt að gera fyrr en um næstu áramót, þegar fjárlög næsta árs liggja fyrir. Gefið er út að lífeyrir Almannatrygginga hækki þá um 8.9%, (með vísan til neysluvísitölu) sem er auðvitað langt undir þeim launahækkunum, sem vinnumarkaðurinn hefur samið um. Ef einhver ágreiningur er varðandi málflutning Björgvins Guðmundssonar, sem talar í nafni Félags eldri borgara, þá skora ég á fjármálaráðuneytið og ríkisstjórnina að skjóta saman nefnd beggja aðila, (ríkisins og FEB) sem reikni það skilmerkilega og heiðarlega út, hvort eða hvernig, kjör eldri borgara hafa þróast frá hruni. Heiðarleg úttekt á stöðunni eins og hún er. Ég skora líka á einstaklinga, úr hópi fólks, sem er komið á lífeyrisaldur, að láta í sér heyra og taka undir þær kröfur, sem Björgvin hefur í eins manns hljóði, borið fram af kjarki og rökum. Út um víðan völl samfélagsins er að finna eldra fólk, sem lifir við skort og fátækt. Auðvitað eru líka margir sem hafa komið ár sinni fyrir borð enda snýst þessi umræði ekki um hækkanir á lífeyri á alla línuna, heldur er hér um að ræða velferð, lífsskilyrði og mannúð gagnvart öldruðum einstaklingum, sem eiga varla til hnífs og skeiðar. Stjórnvöld hrósa sér fyrir bættan hag landsmanna og víst er það rétt að okkur hefur tekist að rétta úr kútnum og fjáhagsstaða hins opinbera fer batnandi. Ætti það þá ekki að vera metnaður og vilji til að rétta því fólki hjálparhönd, sem þarf mest á því að halda. Þetta snýst ekki um ölmusu heldur um sóma og réttlæti.
Styrkleiki íslensku grunnskólanna Jón Páll Haraldsson,Linda Heiðarsdóttir,Ómar Örn Magnússon Skoðun
Hvers vegna hefur frammistöðu íslenskra nemenda í PISA farið hrakandi? Jón Páll Haraldsson,Linda Heiðarsdóttir,Ómar Örn Magnússon Skoðun
Skoðun Kennaraverkfall – sparka í dekkin eða setja meira bensín á bílinn? Melkorka Mjöll Kristinsdóttir skrifar
Skoðun Mölunarverksmiðja eða umhverfisvæn matvælaframleiðsla Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar
Skoðun Fleiri staðreyndir um jafnlaunavottun – íþyngjandi og kostnaðarsamt regluverk Gunnar Ármannsson skrifar
Styrkleiki íslensku grunnskólanna Jón Páll Haraldsson,Linda Heiðarsdóttir,Ómar Örn Magnússon Skoðun
Hvers vegna hefur frammistöðu íslenskra nemenda í PISA farið hrakandi? Jón Páll Haraldsson,Linda Heiðarsdóttir,Ómar Örn Magnússon Skoðun