Handbolti

Björgvin á leið til Dúbaí

Henry Birgir Gunnarsson skrifar
Björgvin í leik með ÍR.
Björgvin í leik með ÍR. vísir/andri
Handknattleikskappinn Björgvin Hólmgeirsson skrifaði í dag undir samning við Al Wasl SC frá Dúbaí.

Björgvin skrifaði undir tíu mánaða samning við félagið. Hann verður fyrsti Íslendingurinn til þess að spila með liði í Sameinuðu arabísku furstadæmunum.

„Ég var að skrifa undir og fer út eftir tvo daga. Þetta er mjög spennandi en ég veit ekkert hvað ég er að fara út í," segir Björgvin glaðhlakkalegur í samtali við Vísi.

„Þetta er skemmtilegt ævintýri og við fjölskyldan ákváðum að taka slaginn. Það er hægt að fara á verri staði til þess að spila handbolta."

Björgvin er ÍR-ingur og missirinn mikill fyrir Breiðhyltinga. Stórskyttan hafði áður hafnað tilboðum frá sænska félaginu Skövde og rúmenska liðinu Dinamo Búkarest.


Tengdar fréttir




Fleiri fréttir

Sjá meira


×