Þýskir bílaframleiðendur gagnrýndir fyrir mengandi bíla Finnur Thorlacius skrifar 5. ágúst 2015 09:39 Mercedes Benz G-Class er einn af stórum bílum sem þýskir bílaframleiðendur framleiða. Umhverfisstofnun Þýskalands gagnrýnir þarlenda bílaframleiðendur fyrir framleiðslu mengandi bíla með of stórar vélar og of stóra bíla sem menga meira en bílar annarra þjóða. Einnig eru þeir gagnrýndir fyrir framleiðslu stórra flutningatrukka sem stuðla að fimmtungi allrar kvoltvísýringsmengunar landsins og að í þeim geira hefur enginn árangur náðst í lækkun útblásturs frá árinu 1990. Sífellt meiri varningur er fluttur með stórum flutningabílum sem ýtt hefur undir framleiðslu sífellt stærri flutningabíla sem menga mikið, þrátt fyrir að í þeim séu sparneytnari vélar en áður. Stofnunin hefur bent á það að skynsamlegra væri að færa flutning vara í meira mæli í lestir eða með skipum. Sú breyting er þó ekki á valdi framleiðendanna sjálfra, en þeir framleiða að sjálfsögðu þau flutningatæki sem óskað er eftir og til þurfi að koma tilskipanir frá hinu opinbera til að breyta flutningsaðferðum á vörum. Einnig leggur stofnunin til vegatolla á flutningabíla sem eru þyngri en 3,5 tonn til að minnka umferð flutningabíla í landinu. Þýsk yfirvöld boðaði nýja reglugerð í desember síðastliðnum fyrir flutningaiðnaðinn sem gert er að minnka útblástur sinn um 10 milljónir tonna til ársins 2020. Með því á að tryggja að stærsta hagkerfi Evrópu leggi sitt af mörkum til umhverfisverndar í álfunni. Mest lesið Ása hyggst selja húsið og flytur ásamt börnum sínum Erlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Læknar á lokastigi og nýr taktur hjá kennurum Innlent Sundhnúksgígaröðin að verða búin Innlent Ráku háttsettan herforingja sem sakaður var um lygar Erlent Kæla öll „hraunaugu“ og loka þeim Innlent Ögurstund runnin upp í Karphúsinu Innlent Fjölskyldan brást vel við nýju húðflúri þingmannsins Innlent Vinstrið muni bera sigur úr býtum að öllu óbreyttu Innlent „Þetta var mjög skrýtin stemning“ Erlent
Umhverfisstofnun Þýskalands gagnrýnir þarlenda bílaframleiðendur fyrir framleiðslu mengandi bíla með of stórar vélar og of stóra bíla sem menga meira en bílar annarra þjóða. Einnig eru þeir gagnrýndir fyrir framleiðslu stórra flutningatrukka sem stuðla að fimmtungi allrar kvoltvísýringsmengunar landsins og að í þeim geira hefur enginn árangur náðst í lækkun útblásturs frá árinu 1990. Sífellt meiri varningur er fluttur með stórum flutningabílum sem ýtt hefur undir framleiðslu sífellt stærri flutningabíla sem menga mikið, þrátt fyrir að í þeim séu sparneytnari vélar en áður. Stofnunin hefur bent á það að skynsamlegra væri að færa flutning vara í meira mæli í lestir eða með skipum. Sú breyting er þó ekki á valdi framleiðendanna sjálfra, en þeir framleiða að sjálfsögðu þau flutningatæki sem óskað er eftir og til þurfi að koma tilskipanir frá hinu opinbera til að breyta flutningsaðferðum á vörum. Einnig leggur stofnunin til vegatolla á flutningabíla sem eru þyngri en 3,5 tonn til að minnka umferð flutningabíla í landinu. Þýsk yfirvöld boðaði nýja reglugerð í desember síðastliðnum fyrir flutningaiðnaðinn sem gert er að minnka útblástur sinn um 10 milljónir tonna til ársins 2020. Með því á að tryggja að stærsta hagkerfi Evrópu leggi sitt af mörkum til umhverfisverndar í álfunni.
Mest lesið Ása hyggst selja húsið og flytur ásamt börnum sínum Erlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Læknar á lokastigi og nýr taktur hjá kennurum Innlent Sundhnúksgígaröðin að verða búin Innlent Ráku háttsettan herforingja sem sakaður var um lygar Erlent Kæla öll „hraunaugu“ og loka þeim Innlent Ögurstund runnin upp í Karphúsinu Innlent Fjölskyldan brást vel við nýju húðflúri þingmannsins Innlent Vinstrið muni bera sigur úr býtum að öllu óbreyttu Innlent „Þetta var mjög skrýtin stemning“ Erlent