Er Golf R betri í braut en Audi RS3? Finnur Thorlacius skrifar 5. ágúst 2015 11:10 Tveir af athygliverðustu „hot hatch“ bílum sem fá má í dag eru Audi RS3 og Volkswagen Golf R, en báðir þessir bílar tilheyra stóru Volkswagen bílafjölskyldunni og sitja þeir báðir á sama undirvagni. Audi RS3 er 367 hestafla kraftaköggull en Golf R er 300 hestöfl. Þarna munar slatta af hestöflum en dugar það Audi RS3 til að slá við Golf R í brautarakstri? Þetta lék breska bílatímaritinu EVO forvitni á að vita og tók þá báða til kostanna á aksturbraut til að finna út hvor þeirra væri sneggri í slíkum akstri og hvor þeirra væri skemmtilegri. Til að gera langa sögu stutta þá náði Volkswagen Golf R betri tíma í brautinni þrátt fyrir talsvert minna afl og reynsluökumanni bílanna beggja fannst hann að auki skemmtilegri bíll, með betri skiptingu, betri bremsur, undirstýrir minna, er með betri stýringu og betur uppsettri fjöðrun. Þetta er ekki slæmur dómur fyrir bíl sem kostar talsvert minna en Audi RS3, en í Bretlandi munar um 10.000 pundum á bílunum í verði, eða um 2 milljónum króna. Sjá má brautarakstur bílanna beggja og dóm reynsluökumanns þeirra í myndskeiðinu hér að ofan. Bílar Mest lesið Eldar brenna stjórnlaust um alla Los Angeles Erlent Græna „gímaldið“ við Álfabakka: Hvernig gat þetta gerst? Innlent Líklega búi meira að baki hugmyndum Trumps Innlent Titringur á Alþingi Innlent Banna fjölmiðlum að nota full nöfn og myndir af hermönnum Erlent Forstjóri OpenAI sakaður um áralangt ofbeldi gegn systur sinni Erlent Fékk krampa og drapst vegna fuglaflensu Innlent Lagðist með hendur fyrir aftan bak eftir að hafa stungið mann Innlent Handtekinn grunaður um líkamsárás, eignaspjöll og fjársvik Innlent Fólk boðað í sýnatökur vegna fuglaflensu Innlent
Tveir af athygliverðustu „hot hatch“ bílum sem fá má í dag eru Audi RS3 og Volkswagen Golf R, en báðir þessir bílar tilheyra stóru Volkswagen bílafjölskyldunni og sitja þeir báðir á sama undirvagni. Audi RS3 er 367 hestafla kraftaköggull en Golf R er 300 hestöfl. Þarna munar slatta af hestöflum en dugar það Audi RS3 til að slá við Golf R í brautarakstri? Þetta lék breska bílatímaritinu EVO forvitni á að vita og tók þá báða til kostanna á aksturbraut til að finna út hvor þeirra væri sneggri í slíkum akstri og hvor þeirra væri skemmtilegri. Til að gera langa sögu stutta þá náði Volkswagen Golf R betri tíma í brautinni þrátt fyrir talsvert minna afl og reynsluökumanni bílanna beggja fannst hann að auki skemmtilegri bíll, með betri skiptingu, betri bremsur, undirstýrir minna, er með betri stýringu og betur uppsettri fjöðrun. Þetta er ekki slæmur dómur fyrir bíl sem kostar talsvert minna en Audi RS3, en í Bretlandi munar um 10.000 pundum á bílunum í verði, eða um 2 milljónum króna. Sjá má brautarakstur bílanna beggja og dóm reynsluökumanns þeirra í myndskeiðinu hér að ofan.
Bílar Mest lesið Eldar brenna stjórnlaust um alla Los Angeles Erlent Græna „gímaldið“ við Álfabakka: Hvernig gat þetta gerst? Innlent Líklega búi meira að baki hugmyndum Trumps Innlent Titringur á Alþingi Innlent Banna fjölmiðlum að nota full nöfn og myndir af hermönnum Erlent Forstjóri OpenAI sakaður um áralangt ofbeldi gegn systur sinni Erlent Fékk krampa og drapst vegna fuglaflensu Innlent Lagðist með hendur fyrir aftan bak eftir að hafa stungið mann Innlent Handtekinn grunaður um líkamsárás, eignaspjöll og fjársvik Innlent Fólk boðað í sýnatökur vegna fuglaflensu Innlent