Bíó og sjónvarp

Klifurgarpar í kröppum dansi í nýjustu stiklunni úr Everest

Birgir Olgeirsson skrifar
Vísir/YouTube
Nú er búið að gefa út aðra stiklu fyrir nýjustu kvikmynd Baltasars Kormáks sem nefnist Everest.  Myndin segir frá leiðangri hóps göngumanna upp á topp Everest-fjallsins árið 1996 þar sem átta létu lífið. Með helstu hlutverk fara Jake Gyllenhaal, Jason Clarke, Josh Brolin og John Hawkes.

Hún verður opnunarmynd kvikmyndahátíðarinnar í Feneyjum í ár sem hefst 2. september. Opnunarmyndir þessarar hátíðar undanfarin tvö ár hafa notið mikillar velgengni á Óskarsverðlaunahátíðinni en þær eru Gravity og Birdman.

Þá hefur breska dagblaðið The Guardian sett myndina á lista yfir fjörutíu kvikmyndir sem blaðið telur líklegar til að hljóta tilnefningar til Óskarsverðlauna á næsta ári.


Tengdar fréttir






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.