Fyrsti körfuboltalandsleikurinn á Suðurlandi í tvo áratugi Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 7. ágúst 2015 17:45 Jakob Örn Sigurðarson. Vísir/Andri Marinó Íslenska körfuboltalandsliðið er komið á fulla ferð í lokaundirbúningi sínum fyrir Evrópumótið en riðill Íslands fer fram í Berlín í næsta mánuði. Íslenska liðið leikur fyrsta undirbúningsleik sinn í kvöld þegar liðið mætir Hollandi í æfingaleik í Icelandic Glacial höllinni í Þorlákshöfn. Leikurinn hefst klukkan 19.15. Það er ekki á hverjum degi sem körfuboltalandsliðið spilar á Suðurlandi og í raun eru liðnir tveir áratugir síðan að það gerðist síðast. Íslenska landsliði mætti þá Englandi í Hveragerði í lok ársins 1994. Sá leikur endaði reyndar aldrei eftir mikinn slagsmálaleik sem var sá þriðji hjá liðum á þremur dögum. Ísland og England höfðu bæði fagnað sigri í fyrstu tveimur leikjunum, Ísland vann fyrsta leikinn í Keflavík en Bretar unnu annan leikinn í Smáranum daginn eftir. Þriðji leikurinn fór síðan fram í Hveragerði 29. desember 1994. Ísland var komið yfir á lokakaflanum og þegar 24 sekúndur voru eftir var brotið á Herberti Arnarsyni og fékk hann tvö skot. Herbert skoraði úr fyrra vítinu og kom íslenska liðinu í 105-101 en Herbert fékk aldrei tækifæri til að taka síðara vítið. Aðstoðarmaður Lazlo Nemeth, þjálfara enska liðsins, var þá rekinn út úr húsi fyrir að mótmæla því að hafa ekki fengið leikhlé fyrir vítið og í framhaldi af því var Nemeth rekinn út úr húsi fyrir að bregðast harkalega við þeirri ákvörðun. Í framhaldinu gekk allt enska liðið af velli og leikurinn var flautaður af. Þetta verður jafnframt aðeins annar landsleikurinn sem fer fram í Þorlákshöfn en Ísland vann frábæran 32 stiga sigur á Austurríkismönnum, 99-67, þegar var spilað þar síðan í apríl 1991. Falur Harðarson var þá stigahæstur í íslenska liðinu með 19 stig. Tveir síðustu leikir á Suðurlandi hafa unnist og nú er að sjá hvort íslensku strákarnir haldi sigurgöngunni á Suðurlandi áfram á móti Hollandi í kvöld. Hollendingar eru eins og Íslendingar á leiðinni á EM og því er von á flottum og skemmtilegum leik. Í hollenska hópnum eru meðal annars fyrrum NBA-leikmaðurinn og fyrrum samherji Jóns Arnórs Stefánssonar, Henk Norel, en þeir léku saman hjá CAI Zaragoza á Spáni. Einnig eru þar tveir íslandsvinir sem hafa leikið hér á landi. KR-ingurinn Jason Dourisseau (2008-2009) er í hópnum sem og Sean Cunningham sem lék með Tindastól (2010-2011) og eru þeir báðir á leið til landsins að nýju.Körfuboltalandsleikir á Suðurlandi:29. desember 1994 - Hveragerði 105-101 sigur á Englandi (Guðmundur Bragason 24 stig, Herbert Arnarson 21 stig, Valur Ingimundarson 15 stig)24. apríl 1991 - Þorlákshöfn 99-67 sigur á Austurríki (Falur Harðarson 19 stig, Valur Ingimundarson 12 stig, Guðni Guðnason 12 stig, Guðjón Skúlason 12 stig)29. desember 1981 - Selfoss 70-77 tap fyrir Hollandi (Símon Ólafsson 19 stig, Valur Ingimundarson 16 stig)23. mars 1980 - Selfoss 64-67 tap fyrir Armeníu (Pétur Guðmundsson 22 stig, Símon Ólafsson 9 stig) EM 2015 í Berlín Íslenski körfuboltinn Mest lesið McGregor fundinn sekur og þarf að borga tugi milljóna í skaðabætur Sport Aðalþjálfari Ítalíu var með hausverk og horfði ekki á seinni hálfleik Körfubolti Amorim fullur sjálfstrausts á fyrsta blaðamannafundinum Enski boltinn Fer á mjög dimman stað þegar lið hans tapar Körfubolti Uppgjörið: Ísland - Ítalía 71-95 | Afleitur fyrri hálfleikur gerði Íslandi erfitt fyrir Körfubolti „Auðvitað söknum við okkar besta og reynslumesta manns“ Körfubolti „Fannst þeir sýna meiri hörku, sem ég átti erfitt með“ Körfubolti Olís-deild karla: FH vann stórsigur í Breiðholti og önnur úrslit Handbolti Uppgjörið: Haukar - Valur 29-33 | Valur heldur í við toppliðin með sigri gegn Haukum Handbolti Eina félagið án útlendinga: „Þurfum vettvang fyrir unga leikmenn“ Körfubolti Fleiri fréttir Aðalþjálfari Ítalíu var með hausverk og horfði ekki á seinni hálfleik Fer á mjög dimman stað þegar lið hans tapar „Fannst þeir sýna meiri hörku, sem ég átti erfitt með“ „Auðvitað söknum við okkar besta og reynslumesta manns“ Uppgjörið: Ísland - Ítalía 71-95 | Afleitur fyrri hálfleikur gerði Íslandi erfitt fyrir „Eins og þeim finnist ekkert gaman að spila körfubolta“ Mæta sitthvoru ítalska liðinu í leikjunum tveimur „Löngu kominn tími til að fara á EuroBasket“ Ævintýraleg upphafsár Kananna í körfu á Íslandi „Hvernig eigum við að ná á EM ef að landsliðsmenn okkar eru ekki í liðinu?“ Eina félagið án útlendinga: „Þurfum vettvang fyrir unga leikmenn“ „Margir með konur en eru kannski einir í útlöndum“ „Sá sem lak þessu er skíthæll“ Gafst upp á að læra frönskuna Tekst á við lífið á nýjum stað: „Svolítið óstabílt umhverfi“ LeBron James hættur á samfélagsmiðlum Fékk tæknivillu fyrir að horfa á mótherja Gerði betur en Curry, jafnaði NBA met og hermdi eftir Jordan „Þurftu að þora að vera til“ Þjálfaraskipti hjá ÍR og Fjölni í körfunni Stjörnukonur flottar á Hlíðarenda og Þórskonur fögnuðu áfram fyrir norðan Uppgjörið: Keflavík - Tindastóll 90-89 | Spennutryllir Áhrifavaldur til liðs við nýliðana í Vesturbænum Celtics stöðvaði fimmtán leikja sigurgöngu Cavs Uppgjörið: Grindavík - Haukar 68-85 | Gestirnir unnu vængbrotið lið Grindavíkur Fjórði sigur Njarðvíkurstelpna í röð Sækja allar ruslatunnur úr Grindavík Höttur á Egilsstöðum eða „hawk tuah“? Borce Ilievski snýr aftur í Breiðholtið og tekur við ÍR Bónus Körfuboltakvöld: Völdu besta varnarmanninn og skemmtilegasta liðið Sjá meira
Íslenska körfuboltalandsliðið er komið á fulla ferð í lokaundirbúningi sínum fyrir Evrópumótið en riðill Íslands fer fram í Berlín í næsta mánuði. Íslenska liðið leikur fyrsta undirbúningsleik sinn í kvöld þegar liðið mætir Hollandi í æfingaleik í Icelandic Glacial höllinni í Þorlákshöfn. Leikurinn hefst klukkan 19.15. Það er ekki á hverjum degi sem körfuboltalandsliðið spilar á Suðurlandi og í raun eru liðnir tveir áratugir síðan að það gerðist síðast. Íslenska landsliði mætti þá Englandi í Hveragerði í lok ársins 1994. Sá leikur endaði reyndar aldrei eftir mikinn slagsmálaleik sem var sá þriðji hjá liðum á þremur dögum. Ísland og England höfðu bæði fagnað sigri í fyrstu tveimur leikjunum, Ísland vann fyrsta leikinn í Keflavík en Bretar unnu annan leikinn í Smáranum daginn eftir. Þriðji leikurinn fór síðan fram í Hveragerði 29. desember 1994. Ísland var komið yfir á lokakaflanum og þegar 24 sekúndur voru eftir var brotið á Herberti Arnarsyni og fékk hann tvö skot. Herbert skoraði úr fyrra vítinu og kom íslenska liðinu í 105-101 en Herbert fékk aldrei tækifæri til að taka síðara vítið. Aðstoðarmaður Lazlo Nemeth, þjálfara enska liðsins, var þá rekinn út úr húsi fyrir að mótmæla því að hafa ekki fengið leikhlé fyrir vítið og í framhaldi af því var Nemeth rekinn út úr húsi fyrir að bregðast harkalega við þeirri ákvörðun. Í framhaldinu gekk allt enska liðið af velli og leikurinn var flautaður af. Þetta verður jafnframt aðeins annar landsleikurinn sem fer fram í Þorlákshöfn en Ísland vann frábæran 32 stiga sigur á Austurríkismönnum, 99-67, þegar var spilað þar síðan í apríl 1991. Falur Harðarson var þá stigahæstur í íslenska liðinu með 19 stig. Tveir síðustu leikir á Suðurlandi hafa unnist og nú er að sjá hvort íslensku strákarnir haldi sigurgöngunni á Suðurlandi áfram á móti Hollandi í kvöld. Hollendingar eru eins og Íslendingar á leiðinni á EM og því er von á flottum og skemmtilegum leik. Í hollenska hópnum eru meðal annars fyrrum NBA-leikmaðurinn og fyrrum samherji Jóns Arnórs Stefánssonar, Henk Norel, en þeir léku saman hjá CAI Zaragoza á Spáni. Einnig eru þar tveir íslandsvinir sem hafa leikið hér á landi. KR-ingurinn Jason Dourisseau (2008-2009) er í hópnum sem og Sean Cunningham sem lék með Tindastól (2010-2011) og eru þeir báðir á leið til landsins að nýju.Körfuboltalandsleikir á Suðurlandi:29. desember 1994 - Hveragerði 105-101 sigur á Englandi (Guðmundur Bragason 24 stig, Herbert Arnarson 21 stig, Valur Ingimundarson 15 stig)24. apríl 1991 - Þorlákshöfn 99-67 sigur á Austurríki (Falur Harðarson 19 stig, Valur Ingimundarson 12 stig, Guðni Guðnason 12 stig, Guðjón Skúlason 12 stig)29. desember 1981 - Selfoss 70-77 tap fyrir Hollandi (Símon Ólafsson 19 stig, Valur Ingimundarson 16 stig)23. mars 1980 - Selfoss 64-67 tap fyrir Armeníu (Pétur Guðmundsson 22 stig, Símon Ólafsson 9 stig)
EM 2015 í Berlín Íslenski körfuboltinn Mest lesið McGregor fundinn sekur og þarf að borga tugi milljóna í skaðabætur Sport Aðalþjálfari Ítalíu var með hausverk og horfði ekki á seinni hálfleik Körfubolti Amorim fullur sjálfstrausts á fyrsta blaðamannafundinum Enski boltinn Fer á mjög dimman stað þegar lið hans tapar Körfubolti Uppgjörið: Ísland - Ítalía 71-95 | Afleitur fyrri hálfleikur gerði Íslandi erfitt fyrir Körfubolti „Auðvitað söknum við okkar besta og reynslumesta manns“ Körfubolti „Fannst þeir sýna meiri hörku, sem ég átti erfitt með“ Körfubolti Olís-deild karla: FH vann stórsigur í Breiðholti og önnur úrslit Handbolti Uppgjörið: Haukar - Valur 29-33 | Valur heldur í við toppliðin með sigri gegn Haukum Handbolti Eina félagið án útlendinga: „Þurfum vettvang fyrir unga leikmenn“ Körfubolti Fleiri fréttir Aðalþjálfari Ítalíu var með hausverk og horfði ekki á seinni hálfleik Fer á mjög dimman stað þegar lið hans tapar „Fannst þeir sýna meiri hörku, sem ég átti erfitt með“ „Auðvitað söknum við okkar besta og reynslumesta manns“ Uppgjörið: Ísland - Ítalía 71-95 | Afleitur fyrri hálfleikur gerði Íslandi erfitt fyrir „Eins og þeim finnist ekkert gaman að spila körfubolta“ Mæta sitthvoru ítalska liðinu í leikjunum tveimur „Löngu kominn tími til að fara á EuroBasket“ Ævintýraleg upphafsár Kananna í körfu á Íslandi „Hvernig eigum við að ná á EM ef að landsliðsmenn okkar eru ekki í liðinu?“ Eina félagið án útlendinga: „Þurfum vettvang fyrir unga leikmenn“ „Margir með konur en eru kannski einir í útlöndum“ „Sá sem lak þessu er skíthæll“ Gafst upp á að læra frönskuna Tekst á við lífið á nýjum stað: „Svolítið óstabílt umhverfi“ LeBron James hættur á samfélagsmiðlum Fékk tæknivillu fyrir að horfa á mótherja Gerði betur en Curry, jafnaði NBA met og hermdi eftir Jordan „Þurftu að þora að vera til“ Þjálfaraskipti hjá ÍR og Fjölni í körfunni Stjörnukonur flottar á Hlíðarenda og Þórskonur fögnuðu áfram fyrir norðan Uppgjörið: Keflavík - Tindastóll 90-89 | Spennutryllir Áhrifavaldur til liðs við nýliðana í Vesturbænum Celtics stöðvaði fimmtán leikja sigurgöngu Cavs Uppgjörið: Grindavík - Haukar 68-85 | Gestirnir unnu vængbrotið lið Grindavíkur Fjórði sigur Njarðvíkurstelpna í röð Sækja allar ruslatunnur úr Grindavík Höttur á Egilsstöðum eða „hawk tuah“? Borce Ilievski snýr aftur í Breiðholtið og tekur við ÍR Bónus Körfuboltakvöld: Völdu besta varnarmanninn og skemmtilegasta liðið Sjá meira
Uppgjörið: Ísland - Ítalía 71-95 | Afleitur fyrri hálfleikur gerði Íslandi erfitt fyrir Körfubolti
Uppgjörið: Ísland - Ítalía 71-95 | Afleitur fyrri hálfleikur gerði Íslandi erfitt fyrir Körfubolti