Þúsund dollara bónus ef vinur kaupir Tesla Finnur Thorlacius skrifar 30. júlí 2015 09:34 Tesla Model S. Ef eigandi Tesla bíls í Bandaríkjunum sannfærir einhvern kunningja sinn að kaupa Tesla bíl fær hann greiddan 1.000 dollara bónus. Það sem meira er, það fær kaupandinn líka sem afslátt af bílnum. Þetta fyrirkomulag verður við líði frá og með gærdeginum og út september. Upphæðin, samtals 2.000 dollarar er táknræn þar sem Tesla segir að bílaframleiðendur greiði í raun um 2.000 dollara fyrir hvern þann bíl sem bílasalar þar vestra selja. Tesla selur hinsvegar beint til almennings og sparar með því þessa 2.000 dollara. Elon Musk forstjóri Tesla vill meina að hver einasti eigandi Tesla Model S bíls segi að minnsta kosti 10 vinum sínum frá ágæti bílsins og því séu núverandi eigendur bílsins bestu sölumenn hans. Því ættu þeir einmitt að græða á veittum upplýsingum um bílinn og sölu samskonar bíls til vina sinna, en ekki einhver bílasala. Í sumum ríkjum Bandaríkjanna hefur Tesla ekki fengið leyfi til að selja bíla sína beint frá verksmiðjunni heldur kveða lög þar á um að allir seldir bílar þurfi að fara í gegnum viðurkenndar bílasölur. Það á t.d. við um ríki eins og Texas og Connecticut. Með þessum aðgerðum nú er Tesla að skera upp herör gegn þeim fáu fylkjum sem viðhalda þessum einkennilegu lögum í von um breytingar. Mest lesið „Skóli barnanna er farinn, flestar verslanir og ég veit ekki hversu mörg hús“ Erlent Bíll illa farinn eftir að hafa verið ekið á vegrið Innlent Högum þykir miður að byggingin valdi óþægindum Innlent Myndasyrpa: Að minnsta kosti tvö þúsund hús brunnin í Los Angeles Erlent Græna „gímaldið“ við Álfabakka: Hvernig gat þetta gerst? Innlent Þjóðaröryggisráðgjafi Trumps: „Þetta snýst um sjaldgæfa málma, þetta snýst um auðlindir“ Erlent Spjallaði við hæstaréttardómara rétt fyrir áfrýjun Erlent Rektor MH tekur við skólamálum borgarinnar Innlent Titringur á Alþingi Innlent Fimm forsetar viðstaddir útför Carters Erlent
Ef eigandi Tesla bíls í Bandaríkjunum sannfærir einhvern kunningja sinn að kaupa Tesla bíl fær hann greiddan 1.000 dollara bónus. Það sem meira er, það fær kaupandinn líka sem afslátt af bílnum. Þetta fyrirkomulag verður við líði frá og með gærdeginum og út september. Upphæðin, samtals 2.000 dollarar er táknræn þar sem Tesla segir að bílaframleiðendur greiði í raun um 2.000 dollara fyrir hvern þann bíl sem bílasalar þar vestra selja. Tesla selur hinsvegar beint til almennings og sparar með því þessa 2.000 dollara. Elon Musk forstjóri Tesla vill meina að hver einasti eigandi Tesla Model S bíls segi að minnsta kosti 10 vinum sínum frá ágæti bílsins og því séu núverandi eigendur bílsins bestu sölumenn hans. Því ættu þeir einmitt að græða á veittum upplýsingum um bílinn og sölu samskonar bíls til vina sinna, en ekki einhver bílasala. Í sumum ríkjum Bandaríkjanna hefur Tesla ekki fengið leyfi til að selja bíla sína beint frá verksmiðjunni heldur kveða lög þar á um að allir seldir bílar þurfi að fara í gegnum viðurkenndar bílasölur. Það á t.d. við um ríki eins og Texas og Connecticut. Með þessum aðgerðum nú er Tesla að skera upp herör gegn þeim fáu fylkjum sem viðhalda þessum einkennilegu lögum í von um breytingar.
Mest lesið „Skóli barnanna er farinn, flestar verslanir og ég veit ekki hversu mörg hús“ Erlent Bíll illa farinn eftir að hafa verið ekið á vegrið Innlent Högum þykir miður að byggingin valdi óþægindum Innlent Myndasyrpa: Að minnsta kosti tvö þúsund hús brunnin í Los Angeles Erlent Græna „gímaldið“ við Álfabakka: Hvernig gat þetta gerst? Innlent Þjóðaröryggisráðgjafi Trumps: „Þetta snýst um sjaldgæfa málma, þetta snýst um auðlindir“ Erlent Spjallaði við hæstaréttardómara rétt fyrir áfrýjun Erlent Rektor MH tekur við skólamálum borgarinnar Innlent Titringur á Alþingi Innlent Fimm forsetar viðstaddir útför Carters Erlent