Hvetja fjölskyldur til virkrar samveru 30. júlí 2015 14:00 Saman Hópurinn hefur látið framleiða skemmtilegar auglýsingar sem sýna samveru barna og foreldra. Saman Hópurinn hvetur til virkrar samveru foreldrar og barna um helgina en rannsóknir hafa sýnt að hún er ein besta forvörnin gegn óreglu barna- og unglinga. „Virk samvera fjölskyldna er þegar börn og foreldrar verja tíma saman og allir taka þátt." Þetta segir Edda Davíðsdóttir, tómstundarfulltrúi Mosfellsbæjar en hún ásamt fleirum stendur að Saman hópnum. Saman Hópurinn er grasrótarhreyfing fólks sem stofnuð var 1999 og hefur verið virk allar götur síðan. Markmið starfsins er að styrkja og styðja foreldra í uppeldishlutverkinu. Hópurinn hefur frá stofnun sent frá sér skilaboð á tímamótum eins og um jól og áramót, fyrir verslunarmannahelgi og viðburði á borð við Menningarnótt. Árið 2014 lét Saman Hópurinn framleiða skemmtilegar auglýsingar sem sýna samveru barna og foreldra en þær eru áberandi um þessar mundir á Facebook síðu hópsins. „Við vildum vekja athygli á nokkrum hlutum sem fjölskyldur geta gert saman með skemmtilegu ívafi," segir Edda og bætir því við að ekki þurfi alltaf að gera eitthvað sem kosti peninga. „Aðalatriðið er að verja frítíma sínum saman, lesa góða bók eða eitthvað annað en oft eru fjölskyldur inni á sama heimilinu í sitthvoru horninu og gætu alveg eins verið í sitthvoru landshorninu."Rannsóknir hafa sýnt að virk samvera barna og foreldra sé ein besta forvörnin gegn óreglu barna og unglinga og hafi jákvæð og þroskandi áhrif á kynslóðina sem er að vaxa úr grasi. „Það er líka bara svo skemmtilegt að verja tíma með börnunum sínum," segir Inga Vildís Bjarnadóttir, félagsráðgjafi hjá Borgarbyggð en hún ásamt Eddu og fleirum stendur að hópnum. „Okkur finnst leitt að sjá þegar unglingar fara einir og eftirlitslausir á útihátíðir. Það er svo margt annað hægt að gera skemmtilegt í faðmi fjölskyldunnar. Útihátíðarnar fara ekki neitt, um að gera að fara seinna þegar maður hefur aldur til." Fjölmargir aðilar og samtök standa við bakið á Saman Hópnum. Má þar nefna Akureyrarbæ, Borgarbyggð, Grindavík, GuðjónÓ - Vistvæna prentsmiðjan, Kópavogsbær, Landsbankann, Lýðheilsusjóð, Reykjavíkurborg, Súðavíkurhrepp, Seyðisfjarðarkaupstað og Vestmannaeyjabæ. Hægt er að kynna sér allt um hópinn á samanhopurinn.is „Stuðningurinn hefur verið ómetanlegur í gegnum árin og við sjáum jákvæða þróun í þessum málum sem okkur er svo annt um," segir Inga. „Ég vona að fjölskyldur verji verslunarmannahelginni saman í að gera eitthvað skemmtilegt. Saman Hópurinn hefur mjög heilbrigð og jákvæð skilaboð fram að færa sem ég vona að sem flestir tileinki sér."Hér fylgir ein af auglýsingum hópsins. Mest lesið Bíllinn fannst þremur vikum eftir þjófnaðinn og þá lögfræðibók með Lífið Elti ástina til Íslands Tónlist Taka ákvörðun á hverjum degi að elska hvort annað Lífið Bryan Adams breytti Eldborg í grátkór íslenskra karla Gagnrýni Hjartaknúsarinn tileinkaði íslenskri fyrirsætu rómantískan slagara Lífið Tólf og þrettán ára fatahönnuðir á Akureyri slá í gegn Lífið „Gæti skrifað bókaseríu um vandræðileg stefnumót“ Makamál Viðar Örn og Sylvía Rós eiga von á barni Lífið Ósamþykkt kjallaraíbúð á rúmar 44 milljónir Lífið Laufey Lín skartaði íslenska fánanum á Coachella Lífið Fleiri fréttir Persónuleg gjafakort sem renna aldrei út Viltu vinna skemmtilegar gjafir fyrir sumardaginn fyrsta? Ný fjarlækningaþjónusta fyrir sykursýkissjúklinga á Selfossi Fullkomnar sögur fyrir páskafríið Fyrsta 100% rafútgáfan af Porsche Macan Lúxus heilsulind á heimsmælikvarða fyrir Íslendinga Hátt í þúsund bangsar fengu hjarta fyrstu helgina Hollywood speglarnir slá í gegn Fullkomið tan og tryllt partý Krílaeggið er nýjasta páskaeggið frá Freyju Stórstjarnan Limahl mætir í N1 höllina í september Frábær fermingartilboð á hágæða sængum og koddum Polestar tekur þátt í HönnunarMars 2025 Tónlist, græjur og Ari Eldjárn í sviðsljósinu Upp á svið í háum hælum eftir Osteostrong Grillað ofan í helstu áhrifavalda landsins Gott gloss getur gert kraftaverk! Brúnkukremið frá Bondi Sands getur framkallað töfra Áhrifaríkari leið til að auka D-vítamínmagn í líkamanum Tork gaur driftar á ísilögðu stöðuvatni í Jokkmokk „Digest Complete hefur gjörsamlega bjargað mér“ Gjafalisti fermingarbarnsins Allt fyrir ferminguna á einum stað Glæsilegar fermingargjafir sem endast vel Gaf Meat Loaf uppskrift af laxarétti og reif kjaft við Billy Idol „Við köllum þetta töfra náttúrunnar“ Hágæða rúmfatnaður fyrir lúxussvefn Kíkir stundum á mannskapinn og rífur kjaft Tilkynna nafn nýfæddrar dóttur á umhverfisskilti í dag Fáðu að vita strax hvort þú hafir efni á draumaeigninni Sjá meira
Saman Hópurinn hvetur til virkrar samveru foreldrar og barna um helgina en rannsóknir hafa sýnt að hún er ein besta forvörnin gegn óreglu barna- og unglinga. „Virk samvera fjölskyldna er þegar börn og foreldrar verja tíma saman og allir taka þátt." Þetta segir Edda Davíðsdóttir, tómstundarfulltrúi Mosfellsbæjar en hún ásamt fleirum stendur að Saman hópnum. Saman Hópurinn er grasrótarhreyfing fólks sem stofnuð var 1999 og hefur verið virk allar götur síðan. Markmið starfsins er að styrkja og styðja foreldra í uppeldishlutverkinu. Hópurinn hefur frá stofnun sent frá sér skilaboð á tímamótum eins og um jól og áramót, fyrir verslunarmannahelgi og viðburði á borð við Menningarnótt. Árið 2014 lét Saman Hópurinn framleiða skemmtilegar auglýsingar sem sýna samveru barna og foreldra en þær eru áberandi um þessar mundir á Facebook síðu hópsins. „Við vildum vekja athygli á nokkrum hlutum sem fjölskyldur geta gert saman með skemmtilegu ívafi," segir Edda og bætir því við að ekki þurfi alltaf að gera eitthvað sem kosti peninga. „Aðalatriðið er að verja frítíma sínum saman, lesa góða bók eða eitthvað annað en oft eru fjölskyldur inni á sama heimilinu í sitthvoru horninu og gætu alveg eins verið í sitthvoru landshorninu."Rannsóknir hafa sýnt að virk samvera barna og foreldra sé ein besta forvörnin gegn óreglu barna og unglinga og hafi jákvæð og þroskandi áhrif á kynslóðina sem er að vaxa úr grasi. „Það er líka bara svo skemmtilegt að verja tíma með börnunum sínum," segir Inga Vildís Bjarnadóttir, félagsráðgjafi hjá Borgarbyggð en hún ásamt Eddu og fleirum stendur að hópnum. „Okkur finnst leitt að sjá þegar unglingar fara einir og eftirlitslausir á útihátíðir. Það er svo margt annað hægt að gera skemmtilegt í faðmi fjölskyldunnar. Útihátíðarnar fara ekki neitt, um að gera að fara seinna þegar maður hefur aldur til." Fjölmargir aðilar og samtök standa við bakið á Saman Hópnum. Má þar nefna Akureyrarbæ, Borgarbyggð, Grindavík, GuðjónÓ - Vistvæna prentsmiðjan, Kópavogsbær, Landsbankann, Lýðheilsusjóð, Reykjavíkurborg, Súðavíkurhrepp, Seyðisfjarðarkaupstað og Vestmannaeyjabæ. Hægt er að kynna sér allt um hópinn á samanhopurinn.is „Stuðningurinn hefur verið ómetanlegur í gegnum árin og við sjáum jákvæða þróun í þessum málum sem okkur er svo annt um," segir Inga. „Ég vona að fjölskyldur verji verslunarmannahelginni saman í að gera eitthvað skemmtilegt. Saman Hópurinn hefur mjög heilbrigð og jákvæð skilaboð fram að færa sem ég vona að sem flestir tileinki sér."Hér fylgir ein af auglýsingum hópsins.
Mest lesið Bíllinn fannst þremur vikum eftir þjófnaðinn og þá lögfræðibók með Lífið Elti ástina til Íslands Tónlist Taka ákvörðun á hverjum degi að elska hvort annað Lífið Bryan Adams breytti Eldborg í grátkór íslenskra karla Gagnrýni Hjartaknúsarinn tileinkaði íslenskri fyrirsætu rómantískan slagara Lífið Tólf og þrettán ára fatahönnuðir á Akureyri slá í gegn Lífið „Gæti skrifað bókaseríu um vandræðileg stefnumót“ Makamál Viðar Örn og Sylvía Rós eiga von á barni Lífið Ósamþykkt kjallaraíbúð á rúmar 44 milljónir Lífið Laufey Lín skartaði íslenska fánanum á Coachella Lífið Fleiri fréttir Persónuleg gjafakort sem renna aldrei út Viltu vinna skemmtilegar gjafir fyrir sumardaginn fyrsta? Ný fjarlækningaþjónusta fyrir sykursýkissjúklinga á Selfossi Fullkomnar sögur fyrir páskafríið Fyrsta 100% rafútgáfan af Porsche Macan Lúxus heilsulind á heimsmælikvarða fyrir Íslendinga Hátt í þúsund bangsar fengu hjarta fyrstu helgina Hollywood speglarnir slá í gegn Fullkomið tan og tryllt partý Krílaeggið er nýjasta páskaeggið frá Freyju Stórstjarnan Limahl mætir í N1 höllina í september Frábær fermingartilboð á hágæða sængum og koddum Polestar tekur þátt í HönnunarMars 2025 Tónlist, græjur og Ari Eldjárn í sviðsljósinu Upp á svið í háum hælum eftir Osteostrong Grillað ofan í helstu áhrifavalda landsins Gott gloss getur gert kraftaverk! Brúnkukremið frá Bondi Sands getur framkallað töfra Áhrifaríkari leið til að auka D-vítamínmagn í líkamanum Tork gaur driftar á ísilögðu stöðuvatni í Jokkmokk „Digest Complete hefur gjörsamlega bjargað mér“ Gjafalisti fermingarbarnsins Allt fyrir ferminguna á einum stað Glæsilegar fermingargjafir sem endast vel Gaf Meat Loaf uppskrift af laxarétti og reif kjaft við Billy Idol „Við köllum þetta töfra náttúrunnar“ Hágæða rúmfatnaður fyrir lúxussvefn Kíkir stundum á mannskapinn og rífur kjaft Tilkynna nafn nýfæddrar dóttur á umhverfisskilti í dag Fáðu að vita strax hvort þú hafir efni á draumaeigninni Sjá meira