Sprengjuhótun í vélaverksmiðju Ford Finnur Thorlacius skrifar 30. júlí 2015 16:16 Vélaverksmiðja Ford í Romeo í Michican. Loka varð einni vélaverksmiðju Ford í Bandaríkjunum í gær vegna sprengjuhótunar og voru 500 starfsmenn hennar sendir heim. Aðrir 500 starfsmenn sem áttu að leysa fyrri vakt dagsins af voru beðnir um að mæta ekki í vinnuna þann daginn. Ford fékk sprengjuhótunina uppúr kl. 7 að staðartíma í gær. Er síðast var vitað hafði engin sprengja fundist en leit stóð yfir. Lögregla og leitarteymi var kvatt á staðinn, en Ford hefur varist fréttum af þessari hótun og vinnustöðvuninni. Vélaverksmiðja þessi er í bænum með skondna nafnið, þ.e. Romeo í Michican fylki, en víst er að sá sem tilkynnti um sprengjuna er ekki sérlega rómantískur. Í verksmiðjunni hafa verið smíðaðar Ford vélar frá árinu 1973. Mest lesið Hugsi yfir ríflegum launahækkunum kennara Innlent Leggur til íslenskan her, leyniþjónustu og herskyldu Innlent „Þetta er bara það sem aðrir hópar hjá okkur hafa fengið í gegnum tíðina“ Innlent Lítil huggun í svörum sendiráðsins og íþróttafólki hótað lífstíðarbanni Innlent Engin röð á Læknavaktinni Innlent Vilja að RÚV feti í fótspor Slóveníu Innlent Nágranni vill banna kylfingum að nota veginn að Bakkakotsvelli Innlent Ógeðslega stoltur af kennurum Innlent Sturluðu myndskeiði af „Nýja-Gasa“ deilt á samfélagsmiðlum Trump Erlent Jakob Reynir Aftur reyndi aftur og fær að reyna aftur Innlent
Loka varð einni vélaverksmiðju Ford í Bandaríkjunum í gær vegna sprengjuhótunar og voru 500 starfsmenn hennar sendir heim. Aðrir 500 starfsmenn sem áttu að leysa fyrri vakt dagsins af voru beðnir um að mæta ekki í vinnuna þann daginn. Ford fékk sprengjuhótunina uppúr kl. 7 að staðartíma í gær. Er síðast var vitað hafði engin sprengja fundist en leit stóð yfir. Lögregla og leitarteymi var kvatt á staðinn, en Ford hefur varist fréttum af þessari hótun og vinnustöðvuninni. Vélaverksmiðja þessi er í bænum með skondna nafnið, þ.e. Romeo í Michican fylki, en víst er að sá sem tilkynnti um sprengjuna er ekki sérlega rómantískur. Í verksmiðjunni hafa verið smíðaðar Ford vélar frá árinu 1973.
Mest lesið Hugsi yfir ríflegum launahækkunum kennara Innlent Leggur til íslenskan her, leyniþjónustu og herskyldu Innlent „Þetta er bara það sem aðrir hópar hjá okkur hafa fengið í gegnum tíðina“ Innlent Lítil huggun í svörum sendiráðsins og íþróttafólki hótað lífstíðarbanni Innlent Engin röð á Læknavaktinni Innlent Vilja að RÚV feti í fótspor Slóveníu Innlent Nágranni vill banna kylfingum að nota veginn að Bakkakotsvelli Innlent Ógeðslega stoltur af kennurum Innlent Sturluðu myndskeiði af „Nýja-Gasa“ deilt á samfélagsmiðlum Trump Erlent Jakob Reynir Aftur reyndi aftur og fær að reyna aftur Innlent