Innlent

Ekkert fjármagn í baráttu gegn mansali

Kristjana Guðbrandsdóttir skrifar
Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu hefur ekki fengið fjármagn til að framfylgja áætlunum stjórnvalda gegn mansali.

Stjórnvöld samþykktu ítarlega áætlun gegn mansali árið 2013 en í nýrri skýrslu bandarískra stjórnvalda er gagnrýnt að lítið sé gert til að framfylgja henni. Aldís Hilmarsdóttir, aðstoðaryfirlögregluþjónn hjá lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu segir embættið ekki geta beitt sér að fullu í málaflokknum án þess að það bitni á öðrum verkefnum.

„Það er náttúrulega fjárskortur í löggæslu almennt. Fjárframlög til þessa embættis, lögreglunnar á höfuborgarsvæðinu frá stofnun 2007 hefur verið tuttugu prósent, þannig að með auknum íbúafjölda, fjölgun ferðamanna og flóknari brotum, þá segir sig sjálft að það er fjárskortur.“

Hefur fjármagn ekki fylgt aðgerðaáætluninni til lögreglu? „Nei, það hefur ekki gert það. Hún gildir frá 2013-2016, þar eru ýmis verkefni sem okkur eru falin og áætlunin mjög metnaðarfull. En engar aukafjárveitingar hafa fylgt þessu. Það eru bara auknar kröfur en minna fé. Þessi stóri viðkvæmi málaflokkur sem við viljum berjast gegn, við eigum erfitt með að sinna honum nema þá að það komi niður á öðrum verkefnum.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×