Ferðamiðlun: Harmar að ferðamenn hafi misboðið ábúendum á Skjöldólfsstöðum Atli Ísleifsson skrifar 20. júlí 2015 15:02 Ferðamenn á Íslandi. Myndin tengist fréttinni ekki beint. Vísir/Pjetur Ferðaþjónustufyrirtækið Ferðamiðlun harmar að einstaklingar í hópi ferðamanna á vegum fyrirtækisins hafi misboðið ábúendum á Skjöldólfsstöðum á Jökuldal síðastliðinn laugardag með því að létta á sér á landareigninni þegar hópferðabifreið gerði þar stutt stopp til að taka eldsneyti. Þetta kemur fram í yfirlýsingu frá fyrirtækinu þar sem jafnframt kemur fram að ábúendur hafi verið beðnir afsökunar. Ingunn Snædal birti mynd af rútu Ferðamiðlunar á Facebook-síðu sinni um helgina og sagði íslenskan fararstjóra fyrirtækisins hafa sent viðskiptavini sína upp í garð til foreldra hennar á Skjöldólfsstöðum til að gera þarfir sínar. Ferðamiðlun vísar aftur á móti þeirri ásökun á bug að fararstjórinn hafi beint farþegum inn á landareignina í þeim tilgangi. „Fyrirtækið skipuleggur árlega ferðir um 250 hópa um Ísland og þetta er einstakt tilvik í sögu þess. Ferðir á vegum Ferðamiðlunar ehf. eru alltaf skipulagðar þannig að farþegar komist á salerni með reglulegu millibili. Sökum eldsneytisskorts var þarna brugðið út af venjunni en Skjöldólfsstaðir eru ekki á meðal áningarstaða í ferðum fyrirtækisins. Þetta atvik varpar hins vegar ljósi á stærra vandamál, sem ítrekað hefur ratað í fréttir að undanförnu, en það er viðvarandi skortur á salernis- og hreinlætisaðstöðu fyrir ferðamenn um allt land. Ferðamiðlun ehf. hefur um árabil verið í fararbroddi þeirra sem talað hafa fyrir daufum eyrum um bætta aðstöðu fyrir ferðamenn á Íslandi. Yfirvöld ferðamála verða að opna augun fyrir knýjandi þörf um úrbætur,“ segir í yfirlýsingunni sem undirrituð er af Úlfari Antonssyni, framkvæmdastjóra Ferðamiðlunar. Ferðamennska á Íslandi Tengdar fréttir Ferðamenn sendir í garða fólks til að gera þarfir sínar: "Væri fínt að vera með háþrýstidælu til að spúla liðið“ Ingunn Snædal segir fararstjóra ferðaþjónustufyrirtækis hafa sent ferðamenn upp í garð fólks í Jökuldal til að gera þarfir sínar. 18. júlí 2015 22:03 Mest lesið Amma gerandans svarar ákalli föður Bryndísar Klöru Innlent Viðbrögð Evrópu: „Í dag varð það ljóst að hinn frjálsi heimur þarf nýjan leiðtoga“ Erlent Selinskí mætti í viðtal hjá Fox: Ítrekaði þakklæti sitt til Bandaríkjanna Erlent Ákærðir fyrir fullt af fíkniefnum í bala Innlent Banaslys varð í Vík í Mýrdal Innlent Tvö ung börn í bíl ölvaðs ökumanns Innlent Selenskí þakkar fjórum sinnum fyrir sig Erlent Ríkisútvarpið leggur niður störf í miðri kosningabaráttu Erlent Hvernig skiptast fylkingarnar? Innlent Sigu um borð og tóku yfir stjórn íslensks skips Innlent Fleiri fréttir Tvö ung börn í bíl ölvaðs ökumanns Ákærðir fyrir fullt af fíkniefnum í bala „Við gefumst ekki upp á ykkur“ „Nöturlegt að horfa upp á þetta“ Utanríkisráðherra tjáir sig um hitafundinn í Washington Náttúruverndarstofnun með höfuðstöðvar sínar á Hvolsvelli „Fyrir óæft auga mætti halda að þetta væri venjulegt barn“ Banaslys varð í Vík í Mýrdal Bjarni kveður, gervigreind nýtt í barnaníð og bílastæðagjöld Gerði stólpagrín að ríkisstjórnarflokkunum Hvernig skiptast fylkingarnar? Í verkfalli sem stjórnarmaður þar til að Halla víkur Sigu um borð og tóku yfir stjórn íslensks skips Bein útsending: Landsfundur Sjálfstæðisflokksins Notuðu rafvopn til að yfirbuga ógnandi mann með hamra Veðrið hefur áhrif á landsfundargesti eftir allt saman Lítur ekki svo á að kennarar séu bundnir af kjarasamningum annarra stétta Netöryggissveitin flutt í utanríkisráðuneytið Fækkað um sex hundruð í aðgerðum MAST „Rosalega íslensk umræða“ Íslendingur handtekinn vegna barnaníðsefnis sem var búið til af gervigreind Nokkrar staðsetningar til skoðunar fyrir skóla Hjallastefnunnar Afleiðingar kjarasamnings kennara og rætt við nýjan landlækni Segir Viðskiptablaðið og Moggann ljúga upp á hann pólitískri hlutdrægni Bein útsending: Lærdómur dreginn af Covid-19 Hagræðingartillögur í yfirlestri Væri ekki óviðeigandi að þeir hvíldu saman „Hvor þeirra er líklegri til að geta skákað Kristrúnu Frostadóttur?“ Foreldrar hvattir á neyðarfundi skólans til að flytja börnin Séra Vigfús Þór Árnason látinn Sjá meira
Ferðaþjónustufyrirtækið Ferðamiðlun harmar að einstaklingar í hópi ferðamanna á vegum fyrirtækisins hafi misboðið ábúendum á Skjöldólfsstöðum á Jökuldal síðastliðinn laugardag með því að létta á sér á landareigninni þegar hópferðabifreið gerði þar stutt stopp til að taka eldsneyti. Þetta kemur fram í yfirlýsingu frá fyrirtækinu þar sem jafnframt kemur fram að ábúendur hafi verið beðnir afsökunar. Ingunn Snædal birti mynd af rútu Ferðamiðlunar á Facebook-síðu sinni um helgina og sagði íslenskan fararstjóra fyrirtækisins hafa sent viðskiptavini sína upp í garð til foreldra hennar á Skjöldólfsstöðum til að gera þarfir sínar. Ferðamiðlun vísar aftur á móti þeirri ásökun á bug að fararstjórinn hafi beint farþegum inn á landareignina í þeim tilgangi. „Fyrirtækið skipuleggur árlega ferðir um 250 hópa um Ísland og þetta er einstakt tilvik í sögu þess. Ferðir á vegum Ferðamiðlunar ehf. eru alltaf skipulagðar þannig að farþegar komist á salerni með reglulegu millibili. Sökum eldsneytisskorts var þarna brugðið út af venjunni en Skjöldólfsstaðir eru ekki á meðal áningarstaða í ferðum fyrirtækisins. Þetta atvik varpar hins vegar ljósi á stærra vandamál, sem ítrekað hefur ratað í fréttir að undanförnu, en það er viðvarandi skortur á salernis- og hreinlætisaðstöðu fyrir ferðamenn um allt land. Ferðamiðlun ehf. hefur um árabil verið í fararbroddi þeirra sem talað hafa fyrir daufum eyrum um bætta aðstöðu fyrir ferðamenn á Íslandi. Yfirvöld ferðamála verða að opna augun fyrir knýjandi þörf um úrbætur,“ segir í yfirlýsingunni sem undirrituð er af Úlfari Antonssyni, framkvæmdastjóra Ferðamiðlunar.
Ferðamennska á Íslandi Tengdar fréttir Ferðamenn sendir í garða fólks til að gera þarfir sínar: "Væri fínt að vera með háþrýstidælu til að spúla liðið“ Ingunn Snædal segir fararstjóra ferðaþjónustufyrirtækis hafa sent ferðamenn upp í garð fólks í Jökuldal til að gera þarfir sínar. 18. júlí 2015 22:03 Mest lesið Amma gerandans svarar ákalli föður Bryndísar Klöru Innlent Viðbrögð Evrópu: „Í dag varð það ljóst að hinn frjálsi heimur þarf nýjan leiðtoga“ Erlent Selinskí mætti í viðtal hjá Fox: Ítrekaði þakklæti sitt til Bandaríkjanna Erlent Ákærðir fyrir fullt af fíkniefnum í bala Innlent Banaslys varð í Vík í Mýrdal Innlent Tvö ung börn í bíl ölvaðs ökumanns Innlent Selenskí þakkar fjórum sinnum fyrir sig Erlent Ríkisútvarpið leggur niður störf í miðri kosningabaráttu Erlent Hvernig skiptast fylkingarnar? Innlent Sigu um borð og tóku yfir stjórn íslensks skips Innlent Fleiri fréttir Tvö ung börn í bíl ölvaðs ökumanns Ákærðir fyrir fullt af fíkniefnum í bala „Við gefumst ekki upp á ykkur“ „Nöturlegt að horfa upp á þetta“ Utanríkisráðherra tjáir sig um hitafundinn í Washington Náttúruverndarstofnun með höfuðstöðvar sínar á Hvolsvelli „Fyrir óæft auga mætti halda að þetta væri venjulegt barn“ Banaslys varð í Vík í Mýrdal Bjarni kveður, gervigreind nýtt í barnaníð og bílastæðagjöld Gerði stólpagrín að ríkisstjórnarflokkunum Hvernig skiptast fylkingarnar? Í verkfalli sem stjórnarmaður þar til að Halla víkur Sigu um borð og tóku yfir stjórn íslensks skips Bein útsending: Landsfundur Sjálfstæðisflokksins Notuðu rafvopn til að yfirbuga ógnandi mann með hamra Veðrið hefur áhrif á landsfundargesti eftir allt saman Lítur ekki svo á að kennarar séu bundnir af kjarasamningum annarra stétta Netöryggissveitin flutt í utanríkisráðuneytið Fækkað um sex hundruð í aðgerðum MAST „Rosalega íslensk umræða“ Íslendingur handtekinn vegna barnaníðsefnis sem var búið til af gervigreind Nokkrar staðsetningar til skoðunar fyrir skóla Hjallastefnunnar Afleiðingar kjarasamnings kennara og rætt við nýjan landlækni Segir Viðskiptablaðið og Moggann ljúga upp á hann pólitískri hlutdrægni Bein útsending: Lærdómur dreginn af Covid-19 Hagræðingartillögur í yfirlestri Væri ekki óviðeigandi að þeir hvíldu saman „Hvor þeirra er líklegri til að geta skákað Kristrúnu Frostadóttur?“ Foreldrar hvattir á neyðarfundi skólans til að flytja börnin Séra Vigfús Þór Árnason látinn Sjá meira
Ferðamenn sendir í garða fólks til að gera þarfir sínar: "Væri fínt að vera með háþrýstidælu til að spúla liðið“ Ingunn Snædal segir fararstjóra ferðaþjónustufyrirtækis hafa sent ferðamenn upp í garð fólks í Jökuldal til að gera þarfir sínar. 18. júlí 2015 22:03