Pedersen: Við munum spila til að vinna í öllum leikjum í sumar Tómas Þór Þórðarson skrifar 21. júlí 2015 09:15 Craig Pedersen stýrir æfingu landsliðsins í gær. vísir/andri marinó „Það er gott að við séum loksins komnir af stað,“ sagði glaðbeittur Craig Pedersen, þjálfari karlalandsliðsins í körfubolta, við Vísi rétt eftir að hann kom æfingu liðsins af stað í Ásgarði í Garðabæ í gær. Pedersen og aðstoðarmenn hans; Arnar Guðjónsson og Finnur Freyr Stefánsson, hafa nú sex vikur til að undirbúa íslenska liðið fyrir stóru stundina í Berlín 5. september þegar EM hefst. Þar verður Ísland í fyrsta sinn í sögunni.Æfingahópurinn var tilkynntur í gær rétt fyrir fyrstu æfinguna, en í honum eru allir af sterkustu leikmönnum þjóðarinnar. Jón Anór Stefánsson fær þó nokkurra daga hvíld til viðbótar. Síðasta verkefni landsliðsins voru Smáþjóðaleikarnir þar sem strákarnir höfnuðu í öðru sæti eftir tap gegn Svartfjallalandi í úrslitaleik.Ragnar Nathanaelsson, Haukur Helgi Pálsson og Martin Hermansson léttir á æfingunni í gær.vísir/andri marinóÍslenskir leikmenn leggja mikið á sig „Við erum mikið búnir að vera að hugsa eftir þann leik. Þar var gott að sjá hvað við gátum gert vel og hvað við áttum í vandræðum með gegn jafn stóru og sterku liði. Ég hafði um ýmislegt hugsa eftir þann leik,“ sagði Pedersen. Elvar Már Friðriksson gefur ekki kost á sér í hópinn að þessu sinni en vonin er enn á lífi um að Kristófer Acox verði með. „Hann verður samt að mæta á æfingu og vinna sér inn sæti,“ sagði Pedersen, en aðeins tólf leikmenn fara með til Berlínar. Alls voru 21 leikmaður valdir í æfingahópinn. Baráttan um sætin í EM-hópnum verður væntanlega rosaleg á æfingum liðsins enda vilja allir taka þátt í þessu ævintýri. Pedersen hefur þó engar áhyggjur að sjóða muni upp úr. „Ég býst ekki við að menn verði of heitir. Íslenskir körfuboltamenn leggja alltaf gríðarlega mikið á sig og það breytist ekkert. Það er eitt af því sem ég var svo hrifinn þegar ég tók fyrst við liðinu,“ sagði Pedersen. „Ég býst bara við að þetta verði eins núna. Þessir strákar leggja sig alltaf alla fram enda verða þeir að gera það þar sem þeir hafa ekki hæðina til dæmis í baráttu við bestu leikmenn heims.“Æfingahópurinn sem berst um sæti á EM.vísir/andri marinóKeyrum okkur í gang ef við töpum Ísland dróst í dauðariðilinn á EM og spilar þar á móti Þýskalandi, Ítalíu, Serbíu, Tyrklandi og Spáni. Þessar þjóðir eru allar mun betri en Ísland og því þarf að hugsa út fyrir kassann. „Við munum spila fast, leggja okkur alla fram og spila til að vinna. Við verðum að pæla mikið í taktík og hvernig við ætlum að fara upp á móti þessum stóru og sterku liðum. Við þurfum að gera eitthvað öðruvísi og sú er pælingin.“ Búast má við að róðurinn verði þungur fyrir íslenska liðið í Berlín, en Pedersen er ekkert að undirbúa liðið fyrir að tapa. Liðið spilar æfingaleiki í sumar gegn Hollandi, Eistlandi, Ísrael, Póllandi, Belgíu og Líbanon og er stefnan tekin á að spila af krafti í öllum leikjum. „Við erum ekkert að pæla í því hvernig það verður ef okkur gengur illa. Eitt af markmiðunum er að spila af krafti og vel gegn öllum liðunum í sumar því þau eru öll mjög góð,“ segir Pedersen. „Við megum ekkert dvelja við hlutina í sumar. Ef við töpum gegn Þýskalandi í fyrsta leik á EM megum við ekkert hugsa um það lengi.“ „Ef það gerist hefur það bara áhrif á næsta leik. Ef illa fer í einhverjum leik verðum við bara að gleyma því og keyra okkur í gang fyrir næsta leik,“ sagði Pedersen. Íslenski körfuboltinn Mest lesið „Besti íþróttamaður Íslands gleymdist“ Sport Fjármálastjórinn hágrét þegar hann gekk frá uppsögninni Fótbolti Ver jólunum í faðmi fjölskyldunnar og vonast eftir lóðasetti Fótbolti Klopp sýndi Red Bull áhuga þegar hann var enn þjálfari Liverpool Enski boltinn Músaskítur í leikhúsi draumanna Enski boltinn Misreiknaði sig á mjög mikilvægum tímapunkti Sport Hækkaði um tæp hundrað sæti á heimslistanum í ár Sport Ruddi Wembanyama og var rekinn af velli fyrir reiðiskast Körfubolti Aldrei eins margir á heimslistanum fallið úr leik fyrir jól Sport Manchester United skoðar Malasíuferð strax eftir tímabilið Enski boltinn Fleiri fréttir Ruddi Wembanyama og var rekinn af velli fyrir reiðiskast Wagner með slitið krossband og úr leik út tímabilið Martin og félagar burstuðu botnslaginn Fimm töp í röð hjá Elvari og félögum Versta frumraun í úrvalsdeild? Segist bara hafa óskað dómurunum gleðilegra jóla Selfoss fær leikmann sem hefur spilað meira en hundrað NBA leiki „Sást frekar bersýnilega að það er ekki mikið sjálfstraust í liðinu“ „Valsararnir voru bara betri“ „Við þurfum að girða okkur í jólafríinu“ Enn eitt tapið og Martin í minna hlutverki en vanalega Uppgjörið: Valur - Tindastóll 89-80 | Meistararnir upp úr fallsæti „Fyrirgefðu að ég var ekki pabbinn sem þú vildir að ég værir“ Körfuboltakvöld í beinni frá Minigarðinum „Nánast afsökuðu meðdómara sinn“ „Setjið stóra mynd af honum á skjáinn og leyfið fólki að horfa“ „Spiluðum glimrandi vel í sókn“ Uppgjörið: Keflavík - Þór Þ. 105-86 | Keflavík fór illa með Jordan-lausa Þórsara „Við þurfum bara að finna lausnir og bæta okkar leik“ Uppgjörið: Njarðvík - Stjarnan 90-100 | Hilmar Smári í ham Uppgjörið: Álftanes - Höttur 89-92 | Ótrúleg endurkoma hjá Hetti „Leikurinn þróaðist eins og við hefðum viljað að hann þróist“ Uppgjörið: KR - Grindavík 120-112 | KR fór með sigur úr framlengingu gegn fáliðuðum Grindvíkingum Thelma og Tryggvi best í fyrsta sinn Hornets gaf dreng PlayStation 5 en tók gjöfina síðan til baka Pippen stríddi dómurunum á NBA leik Ho You Fat vill spila áfram á Íslandi: „Ég er að skoða hvað er í boði“ Þorleifur: Þetta er ákveðin skita Uppgjörið: ÍR - Haukar 93-96 | Haukar enduðu sigurgöngu ÍR Haukamaðurinn Ho You Fat í tveggja leikja bann Sjá meira
„Það er gott að við séum loksins komnir af stað,“ sagði glaðbeittur Craig Pedersen, þjálfari karlalandsliðsins í körfubolta, við Vísi rétt eftir að hann kom æfingu liðsins af stað í Ásgarði í Garðabæ í gær. Pedersen og aðstoðarmenn hans; Arnar Guðjónsson og Finnur Freyr Stefánsson, hafa nú sex vikur til að undirbúa íslenska liðið fyrir stóru stundina í Berlín 5. september þegar EM hefst. Þar verður Ísland í fyrsta sinn í sögunni.Æfingahópurinn var tilkynntur í gær rétt fyrir fyrstu æfinguna, en í honum eru allir af sterkustu leikmönnum þjóðarinnar. Jón Anór Stefánsson fær þó nokkurra daga hvíld til viðbótar. Síðasta verkefni landsliðsins voru Smáþjóðaleikarnir þar sem strákarnir höfnuðu í öðru sæti eftir tap gegn Svartfjallalandi í úrslitaleik.Ragnar Nathanaelsson, Haukur Helgi Pálsson og Martin Hermansson léttir á æfingunni í gær.vísir/andri marinóÍslenskir leikmenn leggja mikið á sig „Við erum mikið búnir að vera að hugsa eftir þann leik. Þar var gott að sjá hvað við gátum gert vel og hvað við áttum í vandræðum með gegn jafn stóru og sterku liði. Ég hafði um ýmislegt hugsa eftir þann leik,“ sagði Pedersen. Elvar Már Friðriksson gefur ekki kost á sér í hópinn að þessu sinni en vonin er enn á lífi um að Kristófer Acox verði með. „Hann verður samt að mæta á æfingu og vinna sér inn sæti,“ sagði Pedersen, en aðeins tólf leikmenn fara með til Berlínar. Alls voru 21 leikmaður valdir í æfingahópinn. Baráttan um sætin í EM-hópnum verður væntanlega rosaleg á æfingum liðsins enda vilja allir taka þátt í þessu ævintýri. Pedersen hefur þó engar áhyggjur að sjóða muni upp úr. „Ég býst ekki við að menn verði of heitir. Íslenskir körfuboltamenn leggja alltaf gríðarlega mikið á sig og það breytist ekkert. Það er eitt af því sem ég var svo hrifinn þegar ég tók fyrst við liðinu,“ sagði Pedersen. „Ég býst bara við að þetta verði eins núna. Þessir strákar leggja sig alltaf alla fram enda verða þeir að gera það þar sem þeir hafa ekki hæðina til dæmis í baráttu við bestu leikmenn heims.“Æfingahópurinn sem berst um sæti á EM.vísir/andri marinóKeyrum okkur í gang ef við töpum Ísland dróst í dauðariðilinn á EM og spilar þar á móti Þýskalandi, Ítalíu, Serbíu, Tyrklandi og Spáni. Þessar þjóðir eru allar mun betri en Ísland og því þarf að hugsa út fyrir kassann. „Við munum spila fast, leggja okkur alla fram og spila til að vinna. Við verðum að pæla mikið í taktík og hvernig við ætlum að fara upp á móti þessum stóru og sterku liðum. Við þurfum að gera eitthvað öðruvísi og sú er pælingin.“ Búast má við að róðurinn verði þungur fyrir íslenska liðið í Berlín, en Pedersen er ekkert að undirbúa liðið fyrir að tapa. Liðið spilar æfingaleiki í sumar gegn Hollandi, Eistlandi, Ísrael, Póllandi, Belgíu og Líbanon og er stefnan tekin á að spila af krafti í öllum leikjum. „Við erum ekkert að pæla í því hvernig það verður ef okkur gengur illa. Eitt af markmiðunum er að spila af krafti og vel gegn öllum liðunum í sumar því þau eru öll mjög góð,“ segir Pedersen. „Við megum ekkert dvelja við hlutina í sumar. Ef við töpum gegn Þýskalandi í fyrsta leik á EM megum við ekkert hugsa um það lengi.“ „Ef það gerist hefur það bara áhrif á næsta leik. Ef illa fer í einhverjum leik verðum við bara að gleyma því og keyra okkur í gang fyrir næsta leik,“ sagði Pedersen.
Íslenski körfuboltinn Mest lesið „Besti íþróttamaður Íslands gleymdist“ Sport Fjármálastjórinn hágrét þegar hann gekk frá uppsögninni Fótbolti Ver jólunum í faðmi fjölskyldunnar og vonast eftir lóðasetti Fótbolti Klopp sýndi Red Bull áhuga þegar hann var enn þjálfari Liverpool Enski boltinn Músaskítur í leikhúsi draumanna Enski boltinn Misreiknaði sig á mjög mikilvægum tímapunkti Sport Hækkaði um tæp hundrað sæti á heimslistanum í ár Sport Ruddi Wembanyama og var rekinn af velli fyrir reiðiskast Körfubolti Aldrei eins margir á heimslistanum fallið úr leik fyrir jól Sport Manchester United skoðar Malasíuferð strax eftir tímabilið Enski boltinn Fleiri fréttir Ruddi Wembanyama og var rekinn af velli fyrir reiðiskast Wagner með slitið krossband og úr leik út tímabilið Martin og félagar burstuðu botnslaginn Fimm töp í röð hjá Elvari og félögum Versta frumraun í úrvalsdeild? Segist bara hafa óskað dómurunum gleðilegra jóla Selfoss fær leikmann sem hefur spilað meira en hundrað NBA leiki „Sást frekar bersýnilega að það er ekki mikið sjálfstraust í liðinu“ „Valsararnir voru bara betri“ „Við þurfum að girða okkur í jólafríinu“ Enn eitt tapið og Martin í minna hlutverki en vanalega Uppgjörið: Valur - Tindastóll 89-80 | Meistararnir upp úr fallsæti „Fyrirgefðu að ég var ekki pabbinn sem þú vildir að ég værir“ Körfuboltakvöld í beinni frá Minigarðinum „Nánast afsökuðu meðdómara sinn“ „Setjið stóra mynd af honum á skjáinn og leyfið fólki að horfa“ „Spiluðum glimrandi vel í sókn“ Uppgjörið: Keflavík - Þór Þ. 105-86 | Keflavík fór illa með Jordan-lausa Þórsara „Við þurfum bara að finna lausnir og bæta okkar leik“ Uppgjörið: Njarðvík - Stjarnan 90-100 | Hilmar Smári í ham Uppgjörið: Álftanes - Höttur 89-92 | Ótrúleg endurkoma hjá Hetti „Leikurinn þróaðist eins og við hefðum viljað að hann þróist“ Uppgjörið: KR - Grindavík 120-112 | KR fór með sigur úr framlengingu gegn fáliðuðum Grindvíkingum Thelma og Tryggvi best í fyrsta sinn Hornets gaf dreng PlayStation 5 en tók gjöfina síðan til baka Pippen stríddi dómurunum á NBA leik Ho You Fat vill spila áfram á Íslandi: „Ég er að skoða hvað er í boði“ Þorleifur: Þetta er ákveðin skita Uppgjörið: ÍR - Haukar 93-96 | Haukar enduðu sigurgöngu ÍR Haukamaðurinn Ho You Fat í tveggja leikja bann Sjá meira
Uppgjörið: KR - Grindavík 120-112 | KR fór með sigur úr framlengingu gegn fáliðuðum Grindvíkingum