Björgunarsveitirnar áttu að fá tæp fjögur prósent af tekjum vegna náttúrupassans Jakob Bjarnar skrifar 21. júlí 2015 10:04 Málefni björgunarsveitanna heyra einkum undir þær Ólöfu, sem er í fríi og Ragnheiði Elínu sem segir að það hafi staðið til að sveitirnar fengju skerf af tekjum af náttúrupassanum. Vísir greindi frá því í gær að björgunarsveitirnar séu komnar upp við vegg vegna sprengingar í útköllum vegna ferðamanna í nauðum. Útköll hjá björgunarsveitum sem boðuð voru af Neyðarlínu voru nær tvöfalt fleiri árið 2014 miðað við árið 2013. Björgunarsveitir sinntu 1.386 slíkum verkefnum á síðasta ári. Smári Sigurðsson, formaður Slysavarnafélagsins Landsbjargar, segir það hljóta að koma til álita að þeir sem lendi í hremmingum borgi fyrir björgunina.Ólöf erífríiEn, hvernig horfir þessi vandi við hinu opinbera? Málefni björgunarsveitanna heyra helst undir tvö ráðuneyti. Úr innanríkisráðuneytinu bárust eftirfarandi skilaboð þegar falast var eftir viðbrögðum ráðherra: „Ólöf [Nordal] tjáir sig ekki um málið – hún er í fríi.“ Starfsemi björgunarsveitanna kemur einnig á borð atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneytisins. Ragnheiður Elín Árnadóttir ráðherra segir þessa umræðu ekki koma sér á óvart: „Við höfum séð æ fleiri tilvik á undanförnum árum þar sem björgunarsveitir eru kallaðar til í aðstæður þar sem sá sem er í vanda hefði mátt sýna meiri fyrirhyggju varðandi búnað og veður. Eins þar sem bann við utanvegaakstri er ekki virt. Í slíkum tilvikum, þar sem segja má að gáleysi og fyrirhyggjuleysi sé meginorsök þess að kalla þurfi út björgunarsveit, hef ég skilning á því að sveitirnar vilji fá greitt fyrir. En það má þó ekki verða til þess að fólk veigri sér við að kalla eftir hjálp í neyð – jafnvel þó neyðin sé tilkomin vegna eigin gáleysis.“Smári hjá Landsbjörgu segir takmörk fyrir því hversu margar rakettur sé hægt að selja landsmönnum til að fjármagna starfsemina.Björgunarsveitirnar áttu að fá skerf af náttúrupassaRáðherra segir jafnframt að auðvitað séu mörg dæmi um að fólk lendi óvænt í neyð og „þá er okkur lífsnauðsynlegt að kerfið virki eins og í dag. Björgunarsveitirnar eru að vinna stórkostlegt starf um allt land og án þeirra viljum við ekki vera. Þess vegna þurfum við að huga vel að því að þær geti rekið sig og fjármagnað kaup á þeim búnaði sem þeim er nauðsynlegur. Þetta höfðum við í huga þegar við unnum að frumvarpi um náttúrupassa. Eitt af markmiðunum með honum var að bregðast við þessari þróun. Björgunarsveitir áttu að fá með beinum hætti 3,75% af tekjunum og önnur 3,75% áttu að fara í þætti sem snúa að öryggismálum almennt.“ Eins og kunnugt er voru hugmyndir Ragnheiðar Elínar um að taka upp náttúrupassa slegnar út af borðinu eftir mikla umræðu. Ragnheiður Elín segir að við getum staðið okkur betur í forvörnum og fræðslu. „Við höfum verið að leggja fjármagn til björgunarsveitanna í verkefnið „Safe Travel“ sem hefur heppnast afar vel. En ég er ekki í vafa um að við gætum hugað betur að þessum þáttum og að fyrir meira fjármagn mætti gera enn betur.“Pétur Óskarsson. Forsvarsmenn í ferðaþjónustunni myndu ganga í það að ferðamenn væru tryggðir fyrir skakkaföllum, ef það væri reglan að þeir sem þurfi björgun borgi.Ferðaþjónustan vill tryggja sitt fólkSmári Sigurðsson hjá Landsbjörgu segir takmörk fyrir því hversu margar rakettur hægt sé að selja landsmönnum til að fjármagna starfsemina. Og talsmenn ferðaþjónustunnar hafa fullan skilning á þessari þröngu stöðu sveitanna. Pétur Óskarsson er framkvæmdastjóri Kötlu TMD ferðaskrifstofu: „Ég hef í raun aldrei skilið af hverju þessi útköll björgunarsveitanna hafa verið ókeypis. Það er meira en sjálfsagt að þeir sem þurfi á björgun að halda, að þeir greiði fyrir hana. Ég sé í raun ekkert nema kosti við það að þetta sé látið kosta,“ segir Pétur. Hann segir ferðamenn að einhverju leyti tryggða fyrir skakkaföllum af þessu tagi. „En, ef til kæmi, að það yrði standard að það yrði greitt fyrir þetta myndum við tryggja að þeir hafi þær tryggingar sem til þarf til að greiða þennan kostnað,“ segir Pétur. Ferðamennska á Íslandi Mest lesið Appelsínugular viðvaranir og heiðar lokaðar Veður „Skiptir sannleikurinn engu máli?“ Innlent Mínútu fyrr á ferðinni væri Tómas allur Innlent Aðfangadagur: Hvar er opið og hve lengi? Innlent Mette óskaði Kristrúnu til hamingju Innlent Stolið hálsmen Tolla dúkkaði upp tuttugu árum síðar Innlent Men Tolla komið í leitirnar: „Sannkölluð jólasaga“ Innlent Clinton lagður inn á sjúkrahús Erlent Í sumum tilfellum eina hátíðlega stund dagsins Innlent Samstarfsmaður Escobar frjáls ferða sinna Erlent Fleiri fréttir Varað við ferðalögum víða um land Margir á síðasta snúningi með jólapakkana Í sumum tilfellum eina hátíðlega stund dagsins Men Tolla komið í leitirnar: „Sannkölluð jólasaga“ Vonskuveður og þau sem eru á síðasta snúningi Fjúgandi hálka í kirkjugörðum Reykjavíkur Stolið hálsmen Tolla dúkkaði upp tuttugu árum síðar Nóg að gera hjá slökkviliðinu í nótt Mette óskaði Kristrúnu til hamingju Aðfangadagur: Hvar er opið og hve lengi? „Skiptir sannleikurinn engu máli?“ Fjölmenni gekk fyrir frið í miðborginni Rútur skildar eftir á Holtavörðuheiði og leiðinni lokað Vísnabók gefin til nýrra Hvergerðinga frá Hveragerðisbæ Vandræðamál sem ríkisstjórnin fær í arf Komust með flugvélinni á ögurstundu Stærstu mál stjórnarinnar bíða til 2026 Mínútu fyrr á ferðinni væri Tómas allur Allt kapp lagt á að landsmenn komist heim fyrir jól Segir ríkisstjórnarsáttmálana keimlíka Eitt Egilsstaðaflug en annars öllu aflýst Hvalveiðilögin barn síns tíma Hyggst greiða atkvæði með bókun 35 Sigurður Ingi segir áberandi glufur í sáttmálanum Endurskoða lög um hvalveiðar á kjörtímabilinu Bagalegt að Sigríður og Helgi Magnús geti ekki unnið saman „Skítaveður á aðfangadagskvöld og jóladag“ Óveður um jólin og Inga tók lagið á fyrsta fundi ríkisstjórnar Brást of harkalega við dyraati Inga tók jólalag á fyrsta fundi Sjá meira
Vísir greindi frá því í gær að björgunarsveitirnar séu komnar upp við vegg vegna sprengingar í útköllum vegna ferðamanna í nauðum. Útköll hjá björgunarsveitum sem boðuð voru af Neyðarlínu voru nær tvöfalt fleiri árið 2014 miðað við árið 2013. Björgunarsveitir sinntu 1.386 slíkum verkefnum á síðasta ári. Smári Sigurðsson, formaður Slysavarnafélagsins Landsbjargar, segir það hljóta að koma til álita að þeir sem lendi í hremmingum borgi fyrir björgunina.Ólöf erífríiEn, hvernig horfir þessi vandi við hinu opinbera? Málefni björgunarsveitanna heyra helst undir tvö ráðuneyti. Úr innanríkisráðuneytinu bárust eftirfarandi skilaboð þegar falast var eftir viðbrögðum ráðherra: „Ólöf [Nordal] tjáir sig ekki um málið – hún er í fríi.“ Starfsemi björgunarsveitanna kemur einnig á borð atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneytisins. Ragnheiður Elín Árnadóttir ráðherra segir þessa umræðu ekki koma sér á óvart: „Við höfum séð æ fleiri tilvik á undanförnum árum þar sem björgunarsveitir eru kallaðar til í aðstæður þar sem sá sem er í vanda hefði mátt sýna meiri fyrirhyggju varðandi búnað og veður. Eins þar sem bann við utanvegaakstri er ekki virt. Í slíkum tilvikum, þar sem segja má að gáleysi og fyrirhyggjuleysi sé meginorsök þess að kalla þurfi út björgunarsveit, hef ég skilning á því að sveitirnar vilji fá greitt fyrir. En það má þó ekki verða til þess að fólk veigri sér við að kalla eftir hjálp í neyð – jafnvel þó neyðin sé tilkomin vegna eigin gáleysis.“Smári hjá Landsbjörgu segir takmörk fyrir því hversu margar rakettur sé hægt að selja landsmönnum til að fjármagna starfsemina.Björgunarsveitirnar áttu að fá skerf af náttúrupassaRáðherra segir jafnframt að auðvitað séu mörg dæmi um að fólk lendi óvænt í neyð og „þá er okkur lífsnauðsynlegt að kerfið virki eins og í dag. Björgunarsveitirnar eru að vinna stórkostlegt starf um allt land og án þeirra viljum við ekki vera. Þess vegna þurfum við að huga vel að því að þær geti rekið sig og fjármagnað kaup á þeim búnaði sem þeim er nauðsynlegur. Þetta höfðum við í huga þegar við unnum að frumvarpi um náttúrupassa. Eitt af markmiðunum með honum var að bregðast við þessari þróun. Björgunarsveitir áttu að fá með beinum hætti 3,75% af tekjunum og önnur 3,75% áttu að fara í þætti sem snúa að öryggismálum almennt.“ Eins og kunnugt er voru hugmyndir Ragnheiðar Elínar um að taka upp náttúrupassa slegnar út af borðinu eftir mikla umræðu. Ragnheiður Elín segir að við getum staðið okkur betur í forvörnum og fræðslu. „Við höfum verið að leggja fjármagn til björgunarsveitanna í verkefnið „Safe Travel“ sem hefur heppnast afar vel. En ég er ekki í vafa um að við gætum hugað betur að þessum þáttum og að fyrir meira fjármagn mætti gera enn betur.“Pétur Óskarsson. Forsvarsmenn í ferðaþjónustunni myndu ganga í það að ferðamenn væru tryggðir fyrir skakkaföllum, ef það væri reglan að þeir sem þurfi björgun borgi.Ferðaþjónustan vill tryggja sitt fólkSmári Sigurðsson hjá Landsbjörgu segir takmörk fyrir því hversu margar rakettur hægt sé að selja landsmönnum til að fjármagna starfsemina. Og talsmenn ferðaþjónustunnar hafa fullan skilning á þessari þröngu stöðu sveitanna. Pétur Óskarsson er framkvæmdastjóri Kötlu TMD ferðaskrifstofu: „Ég hef í raun aldrei skilið af hverju þessi útköll björgunarsveitanna hafa verið ókeypis. Það er meira en sjálfsagt að þeir sem þurfi á björgun að halda, að þeir greiði fyrir hana. Ég sé í raun ekkert nema kosti við það að þetta sé látið kosta,“ segir Pétur. Hann segir ferðamenn að einhverju leyti tryggða fyrir skakkaföllum af þessu tagi. „En, ef til kæmi, að það yrði standard að það yrði greitt fyrir þetta myndum við tryggja að þeir hafi þær tryggingar sem til þarf til að greiða þennan kostnað,“ segir Pétur.
Ferðamennska á Íslandi Mest lesið Appelsínugular viðvaranir og heiðar lokaðar Veður „Skiptir sannleikurinn engu máli?“ Innlent Mínútu fyrr á ferðinni væri Tómas allur Innlent Aðfangadagur: Hvar er opið og hve lengi? Innlent Mette óskaði Kristrúnu til hamingju Innlent Stolið hálsmen Tolla dúkkaði upp tuttugu árum síðar Innlent Men Tolla komið í leitirnar: „Sannkölluð jólasaga“ Innlent Clinton lagður inn á sjúkrahús Erlent Í sumum tilfellum eina hátíðlega stund dagsins Innlent Samstarfsmaður Escobar frjáls ferða sinna Erlent Fleiri fréttir Varað við ferðalögum víða um land Margir á síðasta snúningi með jólapakkana Í sumum tilfellum eina hátíðlega stund dagsins Men Tolla komið í leitirnar: „Sannkölluð jólasaga“ Vonskuveður og þau sem eru á síðasta snúningi Fjúgandi hálka í kirkjugörðum Reykjavíkur Stolið hálsmen Tolla dúkkaði upp tuttugu árum síðar Nóg að gera hjá slökkviliðinu í nótt Mette óskaði Kristrúnu til hamingju Aðfangadagur: Hvar er opið og hve lengi? „Skiptir sannleikurinn engu máli?“ Fjölmenni gekk fyrir frið í miðborginni Rútur skildar eftir á Holtavörðuheiði og leiðinni lokað Vísnabók gefin til nýrra Hvergerðinga frá Hveragerðisbæ Vandræðamál sem ríkisstjórnin fær í arf Komust með flugvélinni á ögurstundu Stærstu mál stjórnarinnar bíða til 2026 Mínútu fyrr á ferðinni væri Tómas allur Allt kapp lagt á að landsmenn komist heim fyrir jól Segir ríkisstjórnarsáttmálana keimlíka Eitt Egilsstaðaflug en annars öllu aflýst Hvalveiðilögin barn síns tíma Hyggst greiða atkvæði með bókun 35 Sigurður Ingi segir áberandi glufur í sáttmálanum Endurskoða lög um hvalveiðar á kjörtímabilinu Bagalegt að Sigríður og Helgi Magnús geti ekki unnið saman „Skítaveður á aðfangadagskvöld og jóladag“ Óveður um jólin og Inga tók lagið á fyrsta fundi ríkisstjórnar Brást of harkalega við dyraati Inga tók jólalag á fyrsta fundi Sjá meira