Heilbrigðisráðherra ætlar að berjast gegn niðurskurði á fjárlögum 2016 Birgir Olgeirsson skrifar 21. júlí 2015 14:14 Á fundinn voru boðaðir forstjóri Landspítalans, heilbrigðisráðherra og landlæknir. Vísir Kristján Þór Júlíusson heilbrigðisráðherra mun berjast gegn frekari niðurskurði í heilbrigðisþjónustunni. Þetta kom fram á fundi velferðarnefndar í dag vegna uppsagna heilbrigðisstarfsfólks og kjaramála heilbrigðisstétta en 260 hjúkrunarfræðingar hafa sagt upp störfum á Landspítalanum. Á fundinn voru boðaðir heilbrigðisráðherra, landlæknir og forstjóri Landspítalans. Kristján Þór sagðist vonast til þess að með skipan gerðardóms myndi nást fram sátt milli deiluaðila en það væri hlutverk gerðardóms samkvæmt lögum að ná fram samtali á milli deiluaðila, þau efni sem ekki næst sátt um fari í úrskurð.Fráfarandi þingmaður lét heyra í sér Jón Þór Ólafsson, fráfarandi þingmaður Pírata, var mættur á fundinn þar sem hann benti á að árin 2013 og 2014 hefði öryggi sjúklinga verið tryggt. Það væri lögbundin skylda þeirra sem fara með heilbrigðismál að veita fullkomnustu heilbrigðisþjónustu sem unnt er að veita. Nú árið 2015 væri þetta öryggi ekki tryggt og spurði hann því hvort þessi aðilar líta á það sem hlutverk sitt að tryggja öryggi sjúklinga og að veita fullkomnustu heilbrigðisþjónustu hverju sinni. Kristján Þór sagði það vera rétt hjá Jóni Þór að samkvæmt ákvæði laga eigi að veita fullkomnustu heilbrigðisþjónustu sem unnt er að veita. Hann benti þó á að ráðuneytið þurfi að fara eftir því svigrúmi sem Alþingi skapar með fjárveitingu á hverju ári. Hann sagði rétt að árin 2013 og 2014 hefði öryggi sjúklinga verið tryggt en nú árið 2015 hefði það ekki verið svo vegna þeirra stöðu sem er uppi vegna kjaradeilna.Sagði ráðherra móta rammann Jón Þór benti ráðherra á ramminn sem heilbrigðisyfirvöldum sé settur sé unninn af löggjafanum og Kristján Þór vinni að breytingartillögum hverju sinni. Jón Þór segist hafa sett sig í samband við allar heilbrigðisstofnanir á landinu og fengið þær upplýsingar að ramminn sé of þröngur til að geta veitt fullkomnustu heilbrigðisþjónustu hverju sinni. Kristján Þór svaraði því að hann telji sig vera að sinna sínu lögbundna hlutverki. Þegar voru bornar undir hann fréttir þess efnis að 700 milljóna króna aðhaldskrafa verði gerð á heilbrigðiskerfið svaraði Kristján því að slíka krafa lægi ekki fyrir. Hann sagði vissulega þá stefnu ríkja að almennt væri gerð aðhaldskrafa á ríkisrekstur hverju sinni en á móti væri veitt ákveðið útgjalda svigrúm sem hefur þó jafnan ekki náð að mæta þeirri aðhaldskröfu sem er gerð hverju sinni. Hann sagði að hann myndi berjast gegn niðurskurði í fjárlögum árið 2016.Nefndarmenn á fundinum í dag.vísirRáðherra sammála Valgerði um erlenda starfsmenn Valgerður Bjarnadóttir, þingmaður Samfylkingarinnar, spurði hvort verið væri að íhuga að ráða hjúkrunarfræðinga frá útlöndum. Hún sagði það vera ákveðna veruleikafirringu því almennt væru lægri laun hér á landi en annars staðar og auk þess dýrara að lifa. Kristján Þór sagðist vera Valgerði sammála og sagði það enga lausn fyrir 300 þúsund manna þjóðfélag að leita til útlanda eftir heilbrigðisstarfsfólki. „Við erum á þannig markaði að það er alltaf dýrara að kaupa þannig aðföng en fóstra.“ Verra fyrir pyngju þjóðarinnarPáll Matthíasson forstjóri Landspítalans sagði vissulega hægt að finna útlent heilbrigðisstarfsfólk en sagði að það yrði verra fyrir pyngju þjóðarinnar. Páll sagði að ekki væri tímabært að ræða 700 milljóna króna aðhaldskröfu því hún væri ekki komin fram. Hann benti á að skorið hefði verið niður á Landspítalanum frá árinu 2001 fram að árinu 2014. Hann sagði forstöðumenn Landspítalans vita hvað það kostar að framleiða hverja einingu og það sé ódýrara á Íslandi en í nágrannalöndum. Hann sagði skilvirkni á Landspítalanum góða en hann þurfi meira fé. Hann sagði nauðsynlegt að fjölga starfsmönnum á Landspítalanum. Ef það yrði gert með því að fá starfsfólk úr starfsmannaleigum eða starfsfólk frá útlöndum væri það ekki langtímalausn. Hann sagði nauðsynlegast í stöðunni að samningar náist.Sér ekki fyrir sér að hægt sé að reka heilbrigðiskerfið með verktöku Heilbrigðisráðherra var svo spurður út í orð Sigríðar Andersen, þingmanns Sjálfstæðisflokksins, í gær en hún sér tækifæri í uppsögnum hjúkrunarfræðinga og hvetur þá til að fara í auknum mæli út í einkarekstur. Kristján Þór sagðist hafa óljósa mynd í gegnum fjölmiðla af þeirri hugmynd hjúkrunarfræðinga að leigja sig út sjálfir. Hann sagði öllum frjálst að stofna sjálfseignarfélög en sagðist ekki sjá fyrir sér að hægt yrði að reka jafnþunga og lífsnauðsynlega þjónustu og nú er veitt með verktöku. Alþingi Tengdar fréttir Tækifæri fyrir hjúkrunarfræðinga Fátt er svo með öllu illt að ekki boði nokkurt gott. Hjúkrunarfræðingar eru óánægðir með kjör sín hjá ríkisspítalanum. Ríkið telur sér ekki fært að hækka launin jafn mikið og hjúkrunarfræðingar krefjast. Hjúkrunarfræðingar virðast ekki vilja að höggvið sé á hnútinn með gerðardómi sem þó myndi takmarka tjón beggja deiluaðila. Þess í stað kjósa sumir þeirra að segja upp störfum. Í þessari erfiðu stöðu felast þó kannski tækifæri fyrir alla. 20. júlí 2015 07:00 Hjúkrunarfræðingar leigi sig út sjálfir: Vinna hafin við stofnun hjúkrunarmiðlunar Hópur hjúkrunarfræðinga vinnur nú að því að koma á fót sjálfseignarstofnun þar sem þeir myndu leigja út starfsemi sína á eigin taxta. Segjast finna fyrir miklum meðbyr innan stéttarinnar. 16. júlí 2015 23:04 Var sjúkraliði en lærði hjúkrun og uppskar launalækkun Ungar konur undirbúa stofnun starfsmannaleigu fyrir hjúkrunarfræðinga til að bregðast við yfirlýsingum stjórnenda Landsspítalans um að leitað verði eftir erlendum starfskröftum vegna uppsagna hjúkrunarfræðing 17. júlí 2015 20:00 Formaður hjúkrunarráðs segir ummæli þingmanns lýsa vanþekkingu á rekstri spítala Segir reynslu Landspítalans af starfsmannaleigum ekki góða. 20. júlí 2015 21:15 Heilbrigðisráðherra gagnrýnir neikvæða umræðu í fjölmiðlum: „Fólk er skíthrætt við stöðuna í heilbrigðiskerfinu“ Kristján Þór Júlíusson, heilbrigðisráðherra, gagnrýnir neikvæða umræðu um heilbrigðiskerfið og spyr hversu lengi fyrirsagnir á borð við þær sem prýða forsíður blaðanna í dag hafi dunið á Íslendingum. 16. júlí 2015 11:48 Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Fundu gríðarlegt magn fíkniefna í skrifstofuhúsnæði í Kópavogi Innlent Danska leiðin vekur lukku meðal bakhjarla Úkraínu Erlent Allt á suðupunkti í Þorlákshöfn vegna kosninganna Innlent Erlendir fjárfestar buðu fúlgur fjár Innlent Sauð upp úr í morgunumferðinni Innlent Mega lækka lífeyrisgreiðslur mismikið eftir aldri Innlent Settu bílslys á svið Innlent Ríkar kröfur gerðar í nýrri auglýsingu um sendiherraembætti Innlent Kannast ekki við áform um brjóstmynd úr bronsi Innlent Fleiri fréttir Söngelskir nemendur í Menntaskólanum að Laugarvatni Þjóðvegurinn upp í Þjórsárdal færist vegna Hvammsvirkjunar „Verðum að bregðast við áður en það verður of seint“ Fimmta vika verkfalls: Erfiðast fyrir börnin sem sakna vina sinna Fjögur andlát vegna bóluefnis við kórónuveiru til skoðunar Sendi dóttur sína til Suður-Afríku því biðin hefði kostað hana lífið Erlendir fjárfestar buðu fúlgur fjár Trump sérstaklega áhugasamur um íslenska menningu Móðir grípur til örþrifaráða og bóndi hafnar erlendum fjárfestum Kannast ekki við áform um brjóstmynd úr bronsi Krefjast úrbóta á leikskólastarfi í leikskólanum Lundi Gasmengun gæti náð á höfuðborgarsvæðið Skyndimóttaka myndi ekki leysa vanda Landspítalans Alls 70 prósent grunnskóla í Reykjavík símalausir Mega lækka lífeyrisgreiðslur mismikið eftir aldri Aðhafast ekkert vegna leyniupptakanna Segist sækja fé í aukafjárveitingu vegna inngildingar Læknar á lokasprettinum í kjaraviðræðum Tvær sviðsmyndir á kjördag Alls 914 umsóknir um uppkaup í Grindavík samþykktar Iðgjöld til NTÍ munu hækka um fimmtíu prósent Allt á suðupunkti í Þorlákshöfn vegna kosninganna Veðrið gæti sett strik í reikninginn á kjördag Bein útsending: HÍ og heimsmarkmiðin - Ofbeldi meðal barna og ungmenna á Íslandi Verulega dregið úr hættu á að hraun nái innviðum Settu bílslys á svið Segir „taugaveikluðum“ Framsóknarmönnum að róa sig Ríkar kröfur gerðar í nýrri auglýsingu um sendiherraembætti Þveraði Krýsuvíkurveg í mikilli hálku Fundu gríðarlegt magn fíkniefna í skrifstofuhúsnæði í Kópavogi Sjá meira
Kristján Þór Júlíusson heilbrigðisráðherra mun berjast gegn frekari niðurskurði í heilbrigðisþjónustunni. Þetta kom fram á fundi velferðarnefndar í dag vegna uppsagna heilbrigðisstarfsfólks og kjaramála heilbrigðisstétta en 260 hjúkrunarfræðingar hafa sagt upp störfum á Landspítalanum. Á fundinn voru boðaðir heilbrigðisráðherra, landlæknir og forstjóri Landspítalans. Kristján Þór sagðist vonast til þess að með skipan gerðardóms myndi nást fram sátt milli deiluaðila en það væri hlutverk gerðardóms samkvæmt lögum að ná fram samtali á milli deiluaðila, þau efni sem ekki næst sátt um fari í úrskurð.Fráfarandi þingmaður lét heyra í sér Jón Þór Ólafsson, fráfarandi þingmaður Pírata, var mættur á fundinn þar sem hann benti á að árin 2013 og 2014 hefði öryggi sjúklinga verið tryggt. Það væri lögbundin skylda þeirra sem fara með heilbrigðismál að veita fullkomnustu heilbrigðisþjónustu sem unnt er að veita. Nú árið 2015 væri þetta öryggi ekki tryggt og spurði hann því hvort þessi aðilar líta á það sem hlutverk sitt að tryggja öryggi sjúklinga og að veita fullkomnustu heilbrigðisþjónustu hverju sinni. Kristján Þór sagði það vera rétt hjá Jóni Þór að samkvæmt ákvæði laga eigi að veita fullkomnustu heilbrigðisþjónustu sem unnt er að veita. Hann benti þó á að ráðuneytið þurfi að fara eftir því svigrúmi sem Alþingi skapar með fjárveitingu á hverju ári. Hann sagði rétt að árin 2013 og 2014 hefði öryggi sjúklinga verið tryggt en nú árið 2015 hefði það ekki verið svo vegna þeirra stöðu sem er uppi vegna kjaradeilna.Sagði ráðherra móta rammann Jón Þór benti ráðherra á ramminn sem heilbrigðisyfirvöldum sé settur sé unninn af löggjafanum og Kristján Þór vinni að breytingartillögum hverju sinni. Jón Þór segist hafa sett sig í samband við allar heilbrigðisstofnanir á landinu og fengið þær upplýsingar að ramminn sé of þröngur til að geta veitt fullkomnustu heilbrigðisþjónustu hverju sinni. Kristján Þór svaraði því að hann telji sig vera að sinna sínu lögbundna hlutverki. Þegar voru bornar undir hann fréttir þess efnis að 700 milljóna króna aðhaldskrafa verði gerð á heilbrigðiskerfið svaraði Kristján því að slíka krafa lægi ekki fyrir. Hann sagði vissulega þá stefnu ríkja að almennt væri gerð aðhaldskrafa á ríkisrekstur hverju sinni en á móti væri veitt ákveðið útgjalda svigrúm sem hefur þó jafnan ekki náð að mæta þeirri aðhaldskröfu sem er gerð hverju sinni. Hann sagði að hann myndi berjast gegn niðurskurði í fjárlögum árið 2016.Nefndarmenn á fundinum í dag.vísirRáðherra sammála Valgerði um erlenda starfsmenn Valgerður Bjarnadóttir, þingmaður Samfylkingarinnar, spurði hvort verið væri að íhuga að ráða hjúkrunarfræðinga frá útlöndum. Hún sagði það vera ákveðna veruleikafirringu því almennt væru lægri laun hér á landi en annars staðar og auk þess dýrara að lifa. Kristján Þór sagðist vera Valgerði sammála og sagði það enga lausn fyrir 300 þúsund manna þjóðfélag að leita til útlanda eftir heilbrigðisstarfsfólki. „Við erum á þannig markaði að það er alltaf dýrara að kaupa þannig aðföng en fóstra.“ Verra fyrir pyngju þjóðarinnarPáll Matthíasson forstjóri Landspítalans sagði vissulega hægt að finna útlent heilbrigðisstarfsfólk en sagði að það yrði verra fyrir pyngju þjóðarinnar. Páll sagði að ekki væri tímabært að ræða 700 milljóna króna aðhaldskröfu því hún væri ekki komin fram. Hann benti á að skorið hefði verið niður á Landspítalanum frá árinu 2001 fram að árinu 2014. Hann sagði forstöðumenn Landspítalans vita hvað það kostar að framleiða hverja einingu og það sé ódýrara á Íslandi en í nágrannalöndum. Hann sagði skilvirkni á Landspítalanum góða en hann þurfi meira fé. Hann sagði nauðsynlegt að fjölga starfsmönnum á Landspítalanum. Ef það yrði gert með því að fá starfsfólk úr starfsmannaleigum eða starfsfólk frá útlöndum væri það ekki langtímalausn. Hann sagði nauðsynlegast í stöðunni að samningar náist.Sér ekki fyrir sér að hægt sé að reka heilbrigðiskerfið með verktöku Heilbrigðisráðherra var svo spurður út í orð Sigríðar Andersen, þingmanns Sjálfstæðisflokksins, í gær en hún sér tækifæri í uppsögnum hjúkrunarfræðinga og hvetur þá til að fara í auknum mæli út í einkarekstur. Kristján Þór sagðist hafa óljósa mynd í gegnum fjölmiðla af þeirri hugmynd hjúkrunarfræðinga að leigja sig út sjálfir. Hann sagði öllum frjálst að stofna sjálfseignarfélög en sagðist ekki sjá fyrir sér að hægt yrði að reka jafnþunga og lífsnauðsynlega þjónustu og nú er veitt með verktöku.
Alþingi Tengdar fréttir Tækifæri fyrir hjúkrunarfræðinga Fátt er svo með öllu illt að ekki boði nokkurt gott. Hjúkrunarfræðingar eru óánægðir með kjör sín hjá ríkisspítalanum. Ríkið telur sér ekki fært að hækka launin jafn mikið og hjúkrunarfræðingar krefjast. Hjúkrunarfræðingar virðast ekki vilja að höggvið sé á hnútinn með gerðardómi sem þó myndi takmarka tjón beggja deiluaðila. Þess í stað kjósa sumir þeirra að segja upp störfum. Í þessari erfiðu stöðu felast þó kannski tækifæri fyrir alla. 20. júlí 2015 07:00 Hjúkrunarfræðingar leigi sig út sjálfir: Vinna hafin við stofnun hjúkrunarmiðlunar Hópur hjúkrunarfræðinga vinnur nú að því að koma á fót sjálfseignarstofnun þar sem þeir myndu leigja út starfsemi sína á eigin taxta. Segjast finna fyrir miklum meðbyr innan stéttarinnar. 16. júlí 2015 23:04 Var sjúkraliði en lærði hjúkrun og uppskar launalækkun Ungar konur undirbúa stofnun starfsmannaleigu fyrir hjúkrunarfræðinga til að bregðast við yfirlýsingum stjórnenda Landsspítalans um að leitað verði eftir erlendum starfskröftum vegna uppsagna hjúkrunarfræðing 17. júlí 2015 20:00 Formaður hjúkrunarráðs segir ummæli þingmanns lýsa vanþekkingu á rekstri spítala Segir reynslu Landspítalans af starfsmannaleigum ekki góða. 20. júlí 2015 21:15 Heilbrigðisráðherra gagnrýnir neikvæða umræðu í fjölmiðlum: „Fólk er skíthrætt við stöðuna í heilbrigðiskerfinu“ Kristján Þór Júlíusson, heilbrigðisráðherra, gagnrýnir neikvæða umræðu um heilbrigðiskerfið og spyr hversu lengi fyrirsagnir á borð við þær sem prýða forsíður blaðanna í dag hafi dunið á Íslendingum. 16. júlí 2015 11:48 Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Fundu gríðarlegt magn fíkniefna í skrifstofuhúsnæði í Kópavogi Innlent Danska leiðin vekur lukku meðal bakhjarla Úkraínu Erlent Allt á suðupunkti í Þorlákshöfn vegna kosninganna Innlent Erlendir fjárfestar buðu fúlgur fjár Innlent Sauð upp úr í morgunumferðinni Innlent Mega lækka lífeyrisgreiðslur mismikið eftir aldri Innlent Settu bílslys á svið Innlent Ríkar kröfur gerðar í nýrri auglýsingu um sendiherraembætti Innlent Kannast ekki við áform um brjóstmynd úr bronsi Innlent Fleiri fréttir Söngelskir nemendur í Menntaskólanum að Laugarvatni Þjóðvegurinn upp í Þjórsárdal færist vegna Hvammsvirkjunar „Verðum að bregðast við áður en það verður of seint“ Fimmta vika verkfalls: Erfiðast fyrir börnin sem sakna vina sinna Fjögur andlát vegna bóluefnis við kórónuveiru til skoðunar Sendi dóttur sína til Suður-Afríku því biðin hefði kostað hana lífið Erlendir fjárfestar buðu fúlgur fjár Trump sérstaklega áhugasamur um íslenska menningu Móðir grípur til örþrifaráða og bóndi hafnar erlendum fjárfestum Kannast ekki við áform um brjóstmynd úr bronsi Krefjast úrbóta á leikskólastarfi í leikskólanum Lundi Gasmengun gæti náð á höfuðborgarsvæðið Skyndimóttaka myndi ekki leysa vanda Landspítalans Alls 70 prósent grunnskóla í Reykjavík símalausir Mega lækka lífeyrisgreiðslur mismikið eftir aldri Aðhafast ekkert vegna leyniupptakanna Segist sækja fé í aukafjárveitingu vegna inngildingar Læknar á lokasprettinum í kjaraviðræðum Tvær sviðsmyndir á kjördag Alls 914 umsóknir um uppkaup í Grindavík samþykktar Iðgjöld til NTÍ munu hækka um fimmtíu prósent Allt á suðupunkti í Þorlákshöfn vegna kosninganna Veðrið gæti sett strik í reikninginn á kjördag Bein útsending: HÍ og heimsmarkmiðin - Ofbeldi meðal barna og ungmenna á Íslandi Verulega dregið úr hættu á að hraun nái innviðum Settu bílslys á svið Segir „taugaveikluðum“ Framsóknarmönnum að róa sig Ríkar kröfur gerðar í nýrri auglýsingu um sendiherraembætti Þveraði Krýsuvíkurveg í mikilli hálku Fundu gríðarlegt magn fíkniefna í skrifstofuhúsnæði í Kópavogi Sjá meira
Tækifæri fyrir hjúkrunarfræðinga Fátt er svo með öllu illt að ekki boði nokkurt gott. Hjúkrunarfræðingar eru óánægðir með kjör sín hjá ríkisspítalanum. Ríkið telur sér ekki fært að hækka launin jafn mikið og hjúkrunarfræðingar krefjast. Hjúkrunarfræðingar virðast ekki vilja að höggvið sé á hnútinn með gerðardómi sem þó myndi takmarka tjón beggja deiluaðila. Þess í stað kjósa sumir þeirra að segja upp störfum. Í þessari erfiðu stöðu felast þó kannski tækifæri fyrir alla. 20. júlí 2015 07:00
Hjúkrunarfræðingar leigi sig út sjálfir: Vinna hafin við stofnun hjúkrunarmiðlunar Hópur hjúkrunarfræðinga vinnur nú að því að koma á fót sjálfseignarstofnun þar sem þeir myndu leigja út starfsemi sína á eigin taxta. Segjast finna fyrir miklum meðbyr innan stéttarinnar. 16. júlí 2015 23:04
Var sjúkraliði en lærði hjúkrun og uppskar launalækkun Ungar konur undirbúa stofnun starfsmannaleigu fyrir hjúkrunarfræðinga til að bregðast við yfirlýsingum stjórnenda Landsspítalans um að leitað verði eftir erlendum starfskröftum vegna uppsagna hjúkrunarfræðing 17. júlí 2015 20:00
Formaður hjúkrunarráðs segir ummæli þingmanns lýsa vanþekkingu á rekstri spítala Segir reynslu Landspítalans af starfsmannaleigum ekki góða. 20. júlí 2015 21:15
Heilbrigðisráðherra gagnrýnir neikvæða umræðu í fjölmiðlum: „Fólk er skíthrætt við stöðuna í heilbrigðiskerfinu“ Kristján Þór Júlíusson, heilbrigðisráðherra, gagnrýnir neikvæða umræðu um heilbrigðiskerfið og spyr hversu lengi fyrirsagnir á borð við þær sem prýða forsíður blaðanna í dag hafi dunið á Íslendingum. 16. júlí 2015 11:48