Umfjöllun, viðtöl og myndir: Stjarnan - Celtic 1-4 | Skotarnir kláruðu skylduverkið Eiríkur Stefán Ásgeirsson á Samsung-vellinum skrifar 22. júlí 2015 22:30 Ólafur Karl skorar eftir átta mínútur í kvöld. vísir/andri marinó Þrátt fyrir draumabyrjun Stjörnumanna í síðari leik liðsins gegn skoska liðinu Celtic í 2. umferð forkeppni Meistaradeildar Evrópu eru Íslandsmeistararnir úr leik. Ólafur Karl Finsen skoraði fyrir Stjörnuna snemma leiks eftir frábæra sókn. Celtic var þó mun meira með boltann og pressan bar árangur á 33. mínútu er Nir Biton skoraði með skalla eftir hornspyrnu. Charlie Mulgrew gerði svo endanlega út um vonir Garðbæinga er fast skot hans rataði í markið í byrjun síðari hálfleiks. Stjörnumenn settu meira púður í sóknarleikinn eftir þetta og Celtic fékk færi til að skora fleiri mörk áður en það þriðja kom á 88. mínútu. Varamaðurinn Leigh Griffiths gerði það eftir snarpa sókn Skotanna áður en Stefan Johansen bætti því fjórða við fyrir Celtic í uppbótartíma, sem fer heim með 6-1 samanlagðan sigur.Andri Marinó Karlsson, ljósmyndari Fréttablaðsins og Vísis, var á Samsung-vellinum í kvöld og fangaði hina mögnuðu stemningu sem ríkti þar.Stjörnumenn voru í sjöunda himni þegar Ólafur Karl kom þeim yfir á sjöundu mínútu. Sóknin var einkar vel útfærð og uppspilið snarpt hjá þeim Pablo Punyed og Jeppe Hansen. Ólafur Karl átti þó heilmikið eftir þegar hann fékk boltann í teignum en gerði allt hárrétt og afgreiddi knöttinn í netið af mikilli yfirvegun. Það var sjálfsagt ekki hægt að reikna með því að upplegg þjálfara Stjörnunnar hafi borið árangur svo snemma en það gerðist engu að síður. Stjörnumenn lögðu áherslu á að vera þéttir til baka og beita skyndisóknum og það var greinilegt frá fyrstu mínútu. Eftir markið urðu Stjörnumenn jafnvel enn varnaðarsinnaðri en áður og hleyptu Skotunum oft á tíðum ótrúlega nálægt sér. Celtic fékk hverja hornspyrnuna á fætur annarri og Skotarnir gerðu sig líklega. Á 22. mínútu endaði boltinn í netinu eftir hornspyrnu en Dedryck Boyata var réttilega dæmdur rangstæður. Fögnuður Skota var skammvinnur. Ellefu mínútum síðar kom svo markið og aftur skapaðist hætta eftir hornspyrnu. Stefan Johansen sendi boltann beint á kollinn á Nir Biton sem skallaði í markið af stuttu færi. Það þótti reyndar umdeilanlegt hvort markið ætti að standa þar sem að Pablo virtist ýtt af Nadir Cifcti, tyrkneska sóknarmanni Celtic, á Gunnar Nielsen í markinu sem var þá ekki í stöðu til að verja skalla Biton.Rothögg leiksins kom svo strax á upphafsmínútum síðari hálfleiks er Charlie Mulgrew skoraði með föstu skoti úr vítateigshorninu. Skotarnir vissu að öruggur sigur væri í höfn og slökuðu á klónni eftir það. Stjörnumenn reyndu eftir það að setja einhvern kraft í sóknarleikinn og fékk tvö ágæt hálffæri um miðjan síðari hálfleikinn. Veigar Páll Gunnarsson kom inn með ágætan kraft í lið Garðbæinga en ekki náðu þeir að ógna marki gestanna að verulegu ráði. Leikurinn var að renna út þegar Skotarnir bættu við tveimur mörkum í lokin en þá var Norðmaðurinn Stefan Johansen nánast að leika sér að þeim bláklæddu. Hann hafði leikið vörn Stjörnumanna grátt allan leikinn og gerði það í þriðja markinu þegar hann átti ríkan þátt í uppbyggingunni sem skapaði mark Griffiths. Það var svo viðeigandi að Johansen sjálfur skoraði fjórða markið í blálok leiksins er hann skoraði með fínu skoti eftir sendingu Mackay-Steven sem lagði upp tvö síðustu mörk Celtic. Stjörnumenn reyndu að nálgast leikinn eins skynsamlega og þeir gátu og vörnin þeirra hélt í 30 mínútur eða svo. Mark Ólafs Karls var einkar laglegt og kryddaði rimmu liðanna svo um munar en það var aldrei nokkur spurning um hvort liðið væri verðskuldaður sigurvegari eftir leikina tvo. Ólafur Karl Finsen átti einn sinn allra besta leik í langan tíma í kvöld og var mikill drifkraftur í sóknarleik Stjörnumanna í stöðunni 2-1. Það veit á gott fyrir Stjörnumenn ef hann kemst almennilega í gang í Pepsi-deildinni, sérstaklega með Guðjón Baldvinsson og Jeppe Hansen með sér í stórhættulegri sóknarlínu.vísir/andri marinóDeila vildi blautan völl: Vatnslögnin sprakk Celtic vann í kvöld Stjörnuna, 4-1, og 6-1 samanlagt í 2. umferð forkeppni Meistaradeildar Evrópu í kvöld. Leikurinn fór fram á Samsung-vellinum í Garðabæ en fyrir leikinn í kvöld fékk gervigrasvöllur Stjörnumanna mikla athygli í skoskum fjölmiðlum. Rúnar Páll Sigmundsson, þjálfari Stjörnunnar, gantaðist með það á blaðamannafundi fyrir leikinn að völlurinn yrði ekki vökvaður enda hafði vatnslögn sprungið í bænum. Svo fór að völlurinn var ekki vökvaður og Ronny Deila, þjálfari Celtic, segir að það hefði gerbreytt leiknum. „Það var erfitt að meta frammistöðu leikmanna því það er erfitt að spila á þurrum gervigrasvelli. Það hægir mikið á leiknum,“ sagði Deila á blaðamannafundinum í kvöld. „við vorum kærulausir í upphafi leiks og stressaðir í fyrri hálfleik. En við fengum markið og töluðum um það í hálfleik að við þyrftum að bæta hraðann í síðari hálfleik.“ „Það var bara eitt lið á vellinum í seinni hálfleik og við unnum nokkuð þægilegan sigur þegar uppi var staðið.“ Deila segir að Celtic-menn hafi beðið um að láta vökva völlinn. „Ég geri það alltaf, hvert sem við förum. En það var bilað í þetta skiptið.“ Hvað var bilað? „Vatnslögnin var biluð.“vísir/andri marinóRúnar Páll: Dómarinn var drullulélegur Rúnar Páll Sigmundsson, þjálfari Stjörnunnar, var stoltur af sínu liði þrátt fyrir 4-1 tap fyrir Celtic í kvöld og 6-1 samanlagt. Stjarnan komst yfir með marki Ólafs Karls Finsen snemma leiks en Celtic jafnaði metin á 33. mínútu. Rúnar Páll segir að það mark hafi aldrei átt að standa. „Við spiluðum vel í leiknum, sérstaklega í fyrri hálfleik. Varnarleikurinn var ekki góður þegar þeir skoruðu í upphafi síðari hálfleiks en heilt yfir var ég mjög stoltur af strákunum,“ sagði Rúnar Páll eftir leikinn í kvöld. „Þeir sköpuðu engin færi í fyrri hálfleik nema í föstum leikatriðum. Mér fannst fyrsta markið þeirra vera brot og mér fannst dómgæslan bregðast þar.“ Hann segir að 4-1 tap gefi slæma mynd af leiknum. „Þeir refsuðu okkur um leið og við gefum færi á okkur. Það var óþarfi að fá þessi tvö síðustu mörk á okkur því við spiluðum vel í stöðunni 2-1. Við hefðum getað jafnað þá og það hefði verið mjög skemmtilegt fyrir okkur.“ „Á 80. mínútu var ég mjög ánægður með liðið og stöðuna í leiknum. Það skemmdi augnablikið að fá síðustu tvö mörkin.“ Hann hrósaði sínum mönnum, sérstaklega fyrir markið og varnarleikinn í fyrri hálfleik. Þá segir hann ljóst að það var brotið á Stjörnumönnum í fyrsta marki Skotanna. „Hann [Ciftci] ýtir Pablo á Gunnar. Það er bara fríspark. Það er leiðinlegt að fá svoleiðis mark á sig.“ „Dómarinn var drullulélegur í þessum leik. Hann dæmdi illa og var óöruggur í öllum aðgerðum. Það bitnaði á báðum liðum þó svo að það hafi hallað aðeins meira á okkur.“ „Svona er þetta. Það er stutt á milli í þessu en eftir stendur að ég er hreykinn og stoltur af mínum mönnum í þessum tveimur viðureignum.“ „Ég vona að þetta gefi okkur kraft fyrir Pepsi-deildina því við höfum verið að spila feykilega vel. Auðvitað gefur það okkur byr undir báða vængi, sérstaklega ef við getum sýnt að við getum spilað góða vörn.“vísir/andri marinóBrynjar Gauti: Þetta eru stórir kallar Brynjar Gauti Guðjónsson stóð í ströngu í vörn Stjörnumanna gegn Celtic í kvöld. Skotarnir unnu, 4-1, og 6-1 samanlagt. „Það var skemmtilegt að spila við þá en erfitt því Celtic er með marga sterka leikmenn,“ sagði varnarmaðurinn eftir leik. „En mér fannst við gefa þeim hörkuleik og 4-1 var full stórt tap. Stjörnumenn kunna að búa til Evrópustemningu á þessum velli og eftir að við skorum þá gefum við þeim leik í 25-30 mínútur.“ „Mér fannst fyrri hálfleikurinn ganga vel enda fengu þeir engin færi úr opnu spili. Þeir eru öflugir í föstum leikatriðum og nýta þau vel en mér fannst þeir ekki ná að komast í gegnum okkur.“ Brynjar Gauti segir að dómari leiksins hafi borið full mikla virðingu fyrir leikmönnum Celtic. „Svona er þetta - við erum litla liðið frá Íslandi.“ Hann játar því að hafa orðið var við virðingarleysi hjá Skotunum. „Það er einhver smá hroki í þeim. Þetta eru stórir kallar og það var smá hroki í þeim þegar þeir koma á svona völl.“ Brynjar Gauti segir ljóst að með sömu baráttu og frammistöðu og þeir sýndu gegn Celtic muni gengi liðsins í Pepsi-deild karla batna. „Við héldum boltanum vel gegn þessu liði og ef við gerum það gegn íslensku liðunum þá verðum við í flottum málum.“vísir/andri marinóÓlafur Karl: Hrokinn skein af þeim Ólafur Karl Finsen, markaskorari Stjörnunnar í kvöld „Þetta var gaman. Við eigum að njóta þess að spila svona leiki. En úrslitin voru frekar leiðinleg,“ sagði Ólafur Karl og bætti við að það hefði verið óþarfi að fá tvö mörk á sig undir lok leiksins. „Þetta þurfti ekki að fara svona.“ Hann var ekki hrifinn af framkomu Skotanna, né heldur frammistöðu þeirra inni á vellinum. „Mér fannst þeir ekkert frábærir. Mér fannst hrokinn skína af þeim. Þeir höguðu sér ekki nógu vel og mikið verið að gera lítið úr okkur - bæði fjölmiðlar og aðrir. Það er bara óþarfi.“ „Mér fannst þetta virðingaleysi, bæði frá leikmönnum og öðrum fyrir utan liðið.“ Hann segir að miðað við reynslu Stjörnunnar af Evrópukeppninni í fyrra hafi hegðun Celtic-manna fölnað í þeim samanburði, sérstaklega gegn ítalska stórliðinu Inter. „Þeir voru jákvæðir og höfðu gaman að okkur. Celtic var bara með hroka.“ Hann segir gaman að hafa skorað í leiknum og komið Stjörnunni yfir. „En það varð okkur að falli að ná ekki útivallarmarki.“ Ólafur Karl átti góðan leik í kvöld og segir að hann þurfi ef til vill að skoða hvernig hann nálgast aðra leiki. „Maður er alltaf að læra og ég hef lært mun meira af þessu tímabili en því síðasta.“ „Ég sé margt jákvætt þó að okkur hafi gengið illa. Þessir leikir munu hjálpa okkur. Ég fann að Evrópuleikirnir í fyrra gáfu okkur aukakraft.“Ólafur Karl fagnar markinu með Heiðari Ægissyni og Arnari Má Björgvinssyni.vísir/andri marinóScott Brown, fyrirliði Celtic, með boltann á Samsung-vellinum í kvöld.vísir/andri marinó Meistaradeild Evrópu Tengdar fréttir Stjóri Celtic: Leikmennirnir mínir eru vanir að spila fyrir framan þúsund manns Ronny Deila segir að það verði ekkert mál fyrir Celtic að gíra sig upp í leikinn gegn Stjörnunni á Samsung-vellinum annað kvöld. 21. júlí 2015 20:03 Rúnar Páll um gervigrasið: Það verður vatnslaust í Garðabæ á morgun Skoskir blaðamenn létu spurningum um gervigrasið rigna yfir þjálfara Stjörnumanna á blaðamannafundi í dag. 21. júlí 2015 19:32 Præst setur pressu á Silfurskeiðina Michael Præst, fyrirliði Stjörnunnar, sagði skoskum blaðamönnum að stuðningurinn við Íslandsmeistarana úr stúkunni ætti eftir að koma þeim á óvart. 21. júlí 2015 20:30 Stjóri Celtic stýrði fyrsta leiknum sínum á Íslandi í fyrra | Myndir Ronny Deila hóf ferilinn með Celtic gegn KR í Meistaradeildinni í fyrra og er nú mættur aftur til Íslands ári síðar. 22. júlí 2015 06:30 Skoskir fjölmiðlar gera lítið úr gervigrasvelli Stjörnunnar Segja aðstæður í Garðbæ í sama gæðaflokki og utandeildar- og "bumbubolti“ í Skotlandi. 22. júlí 2015 10:00 Mest lesið „Mikilvægasta ráðning í langan tíma“ Fótbolti Fyrrum vonarstjarna Rússa lést á víglínunni í Úkraínu Fótbolti Dagur hundóánægður eftir sigur og saknar lykilmanns Handbolti Kane þrumaði yfir samherjunum: „Hvar er helvítis hjartað ykkar og kjarkurinn?“ Körfubolti Högmo kom ekki í viðtal hjá KSÍ Fótbolti Fengið spark í rassgatið frá Guðjóni Val Handbolti Arnar fundar með KSÍ Fótbolti Sögufrægur golfvöllur í hættu vegna eldanna í Los Angeles Golf Hljóp beint í fang systur sinnar eftir að hafa haldið hreinu gegn Liverpool Enski boltinn Rooney bað Coleen á bensínstöð Enski boltinn Fleiri fréttir Everton rak Sean Dyche aðeins nokkrum klukkutímum fyrir leik Liverpool vill fá Kimmich Rooney bað Coleen á bensínstöð Högmo kom ekki í viðtal hjá KSÍ Alex Þór aftur í Stjörnuna „Mikilvægasta ráðning í langan tíma“ Reyna að lokka Arnór aftur til Svíþjóðar Arnar fundar með KSÍ Freyr til Noregs í viðræður og Högmo tekinn við Molde Sjáðu sigurmark Bergvall gegn Liverpool Maguire tvisvar tekinn fyrir hraðakstur á þremur dögum Hljóp beint í fang systur sinnar eftir að hafa haldið hreinu gegn Liverpool Gerði grín að gagnrýni Arteta á boltann Jón Daði á báðum áttum en opinn fyrir heimkomu Fyrrum vonarstjarna Rússa lést á víglínunni í Úkraínu Van Dijk: Átti augljóslega að vera hans annað gula spjald Slapp við annað gula spjaldið og var hetja Tottenahm stuttu síðar Mörk frá Gavi og Yamal komu Barcelona í úrslitaleikinn Yfirgefur æskufélagið og semur við Þrótt AC Milan og Dortmund sögð hafa áhuga á að fá Rashford Lið Jóhanns Berg kært til FIFA Rekinn frá West Ham og Potter að taka við Ronaldo hvetur Al-Nassr til að kaupa Casemiro Zidane líklegastur til að taka við af Deschamps Rosický gæti snúið aftur til Arsenal Situr inni með morðingjum og misyndismönnum í fangelsi hinna frægu Hjörtur þriðji úr vörn landsliðsins í Grikklandi Sjáðu mörk Newcastle gegn Arsenal „Jafnvel Salah væri í vandræðum hjá Tottenham“ Kennir boltanum um slaka færanýtingu Arsenal Sjá meira
Þrátt fyrir draumabyrjun Stjörnumanna í síðari leik liðsins gegn skoska liðinu Celtic í 2. umferð forkeppni Meistaradeildar Evrópu eru Íslandsmeistararnir úr leik. Ólafur Karl Finsen skoraði fyrir Stjörnuna snemma leiks eftir frábæra sókn. Celtic var þó mun meira með boltann og pressan bar árangur á 33. mínútu er Nir Biton skoraði með skalla eftir hornspyrnu. Charlie Mulgrew gerði svo endanlega út um vonir Garðbæinga er fast skot hans rataði í markið í byrjun síðari hálfleiks. Stjörnumenn settu meira púður í sóknarleikinn eftir þetta og Celtic fékk færi til að skora fleiri mörk áður en það þriðja kom á 88. mínútu. Varamaðurinn Leigh Griffiths gerði það eftir snarpa sókn Skotanna áður en Stefan Johansen bætti því fjórða við fyrir Celtic í uppbótartíma, sem fer heim með 6-1 samanlagðan sigur.Andri Marinó Karlsson, ljósmyndari Fréttablaðsins og Vísis, var á Samsung-vellinum í kvöld og fangaði hina mögnuðu stemningu sem ríkti þar.Stjörnumenn voru í sjöunda himni þegar Ólafur Karl kom þeim yfir á sjöundu mínútu. Sóknin var einkar vel útfærð og uppspilið snarpt hjá þeim Pablo Punyed og Jeppe Hansen. Ólafur Karl átti þó heilmikið eftir þegar hann fékk boltann í teignum en gerði allt hárrétt og afgreiddi knöttinn í netið af mikilli yfirvegun. Það var sjálfsagt ekki hægt að reikna með því að upplegg þjálfara Stjörnunnar hafi borið árangur svo snemma en það gerðist engu að síður. Stjörnumenn lögðu áherslu á að vera þéttir til baka og beita skyndisóknum og það var greinilegt frá fyrstu mínútu. Eftir markið urðu Stjörnumenn jafnvel enn varnaðarsinnaðri en áður og hleyptu Skotunum oft á tíðum ótrúlega nálægt sér. Celtic fékk hverja hornspyrnuna á fætur annarri og Skotarnir gerðu sig líklega. Á 22. mínútu endaði boltinn í netinu eftir hornspyrnu en Dedryck Boyata var réttilega dæmdur rangstæður. Fögnuður Skota var skammvinnur. Ellefu mínútum síðar kom svo markið og aftur skapaðist hætta eftir hornspyrnu. Stefan Johansen sendi boltann beint á kollinn á Nir Biton sem skallaði í markið af stuttu færi. Það þótti reyndar umdeilanlegt hvort markið ætti að standa þar sem að Pablo virtist ýtt af Nadir Cifcti, tyrkneska sóknarmanni Celtic, á Gunnar Nielsen í markinu sem var þá ekki í stöðu til að verja skalla Biton.Rothögg leiksins kom svo strax á upphafsmínútum síðari hálfleiks er Charlie Mulgrew skoraði með föstu skoti úr vítateigshorninu. Skotarnir vissu að öruggur sigur væri í höfn og slökuðu á klónni eftir það. Stjörnumenn reyndu eftir það að setja einhvern kraft í sóknarleikinn og fékk tvö ágæt hálffæri um miðjan síðari hálfleikinn. Veigar Páll Gunnarsson kom inn með ágætan kraft í lið Garðbæinga en ekki náðu þeir að ógna marki gestanna að verulegu ráði. Leikurinn var að renna út þegar Skotarnir bættu við tveimur mörkum í lokin en þá var Norðmaðurinn Stefan Johansen nánast að leika sér að þeim bláklæddu. Hann hafði leikið vörn Stjörnumanna grátt allan leikinn og gerði það í þriðja markinu þegar hann átti ríkan þátt í uppbyggingunni sem skapaði mark Griffiths. Það var svo viðeigandi að Johansen sjálfur skoraði fjórða markið í blálok leiksins er hann skoraði með fínu skoti eftir sendingu Mackay-Steven sem lagði upp tvö síðustu mörk Celtic. Stjörnumenn reyndu að nálgast leikinn eins skynsamlega og þeir gátu og vörnin þeirra hélt í 30 mínútur eða svo. Mark Ólafs Karls var einkar laglegt og kryddaði rimmu liðanna svo um munar en það var aldrei nokkur spurning um hvort liðið væri verðskuldaður sigurvegari eftir leikina tvo. Ólafur Karl Finsen átti einn sinn allra besta leik í langan tíma í kvöld og var mikill drifkraftur í sóknarleik Stjörnumanna í stöðunni 2-1. Það veit á gott fyrir Stjörnumenn ef hann kemst almennilega í gang í Pepsi-deildinni, sérstaklega með Guðjón Baldvinsson og Jeppe Hansen með sér í stórhættulegri sóknarlínu.vísir/andri marinóDeila vildi blautan völl: Vatnslögnin sprakk Celtic vann í kvöld Stjörnuna, 4-1, og 6-1 samanlagt í 2. umferð forkeppni Meistaradeildar Evrópu í kvöld. Leikurinn fór fram á Samsung-vellinum í Garðabæ en fyrir leikinn í kvöld fékk gervigrasvöllur Stjörnumanna mikla athygli í skoskum fjölmiðlum. Rúnar Páll Sigmundsson, þjálfari Stjörnunnar, gantaðist með það á blaðamannafundi fyrir leikinn að völlurinn yrði ekki vökvaður enda hafði vatnslögn sprungið í bænum. Svo fór að völlurinn var ekki vökvaður og Ronny Deila, þjálfari Celtic, segir að það hefði gerbreytt leiknum. „Það var erfitt að meta frammistöðu leikmanna því það er erfitt að spila á þurrum gervigrasvelli. Það hægir mikið á leiknum,“ sagði Deila á blaðamannafundinum í kvöld. „við vorum kærulausir í upphafi leiks og stressaðir í fyrri hálfleik. En við fengum markið og töluðum um það í hálfleik að við þyrftum að bæta hraðann í síðari hálfleik.“ „Það var bara eitt lið á vellinum í seinni hálfleik og við unnum nokkuð þægilegan sigur þegar uppi var staðið.“ Deila segir að Celtic-menn hafi beðið um að láta vökva völlinn. „Ég geri það alltaf, hvert sem við förum. En það var bilað í þetta skiptið.“ Hvað var bilað? „Vatnslögnin var biluð.“vísir/andri marinóRúnar Páll: Dómarinn var drullulélegur Rúnar Páll Sigmundsson, þjálfari Stjörnunnar, var stoltur af sínu liði þrátt fyrir 4-1 tap fyrir Celtic í kvöld og 6-1 samanlagt. Stjarnan komst yfir með marki Ólafs Karls Finsen snemma leiks en Celtic jafnaði metin á 33. mínútu. Rúnar Páll segir að það mark hafi aldrei átt að standa. „Við spiluðum vel í leiknum, sérstaklega í fyrri hálfleik. Varnarleikurinn var ekki góður þegar þeir skoruðu í upphafi síðari hálfleiks en heilt yfir var ég mjög stoltur af strákunum,“ sagði Rúnar Páll eftir leikinn í kvöld. „Þeir sköpuðu engin færi í fyrri hálfleik nema í föstum leikatriðum. Mér fannst fyrsta markið þeirra vera brot og mér fannst dómgæslan bregðast þar.“ Hann segir að 4-1 tap gefi slæma mynd af leiknum. „Þeir refsuðu okkur um leið og við gefum færi á okkur. Það var óþarfi að fá þessi tvö síðustu mörk á okkur því við spiluðum vel í stöðunni 2-1. Við hefðum getað jafnað þá og það hefði verið mjög skemmtilegt fyrir okkur.“ „Á 80. mínútu var ég mjög ánægður með liðið og stöðuna í leiknum. Það skemmdi augnablikið að fá síðustu tvö mörkin.“ Hann hrósaði sínum mönnum, sérstaklega fyrir markið og varnarleikinn í fyrri hálfleik. Þá segir hann ljóst að það var brotið á Stjörnumönnum í fyrsta marki Skotanna. „Hann [Ciftci] ýtir Pablo á Gunnar. Það er bara fríspark. Það er leiðinlegt að fá svoleiðis mark á sig.“ „Dómarinn var drullulélegur í þessum leik. Hann dæmdi illa og var óöruggur í öllum aðgerðum. Það bitnaði á báðum liðum þó svo að það hafi hallað aðeins meira á okkur.“ „Svona er þetta. Það er stutt á milli í þessu en eftir stendur að ég er hreykinn og stoltur af mínum mönnum í þessum tveimur viðureignum.“ „Ég vona að þetta gefi okkur kraft fyrir Pepsi-deildina því við höfum verið að spila feykilega vel. Auðvitað gefur það okkur byr undir báða vængi, sérstaklega ef við getum sýnt að við getum spilað góða vörn.“vísir/andri marinóBrynjar Gauti: Þetta eru stórir kallar Brynjar Gauti Guðjónsson stóð í ströngu í vörn Stjörnumanna gegn Celtic í kvöld. Skotarnir unnu, 4-1, og 6-1 samanlagt. „Það var skemmtilegt að spila við þá en erfitt því Celtic er með marga sterka leikmenn,“ sagði varnarmaðurinn eftir leik. „En mér fannst við gefa þeim hörkuleik og 4-1 var full stórt tap. Stjörnumenn kunna að búa til Evrópustemningu á þessum velli og eftir að við skorum þá gefum við þeim leik í 25-30 mínútur.“ „Mér fannst fyrri hálfleikurinn ganga vel enda fengu þeir engin færi úr opnu spili. Þeir eru öflugir í föstum leikatriðum og nýta þau vel en mér fannst þeir ekki ná að komast í gegnum okkur.“ Brynjar Gauti segir að dómari leiksins hafi borið full mikla virðingu fyrir leikmönnum Celtic. „Svona er þetta - við erum litla liðið frá Íslandi.“ Hann játar því að hafa orðið var við virðingarleysi hjá Skotunum. „Það er einhver smá hroki í þeim. Þetta eru stórir kallar og það var smá hroki í þeim þegar þeir koma á svona völl.“ Brynjar Gauti segir ljóst að með sömu baráttu og frammistöðu og þeir sýndu gegn Celtic muni gengi liðsins í Pepsi-deild karla batna. „Við héldum boltanum vel gegn þessu liði og ef við gerum það gegn íslensku liðunum þá verðum við í flottum málum.“vísir/andri marinóÓlafur Karl: Hrokinn skein af þeim Ólafur Karl Finsen, markaskorari Stjörnunnar í kvöld „Þetta var gaman. Við eigum að njóta þess að spila svona leiki. En úrslitin voru frekar leiðinleg,“ sagði Ólafur Karl og bætti við að það hefði verið óþarfi að fá tvö mörk á sig undir lok leiksins. „Þetta þurfti ekki að fara svona.“ Hann var ekki hrifinn af framkomu Skotanna, né heldur frammistöðu þeirra inni á vellinum. „Mér fannst þeir ekkert frábærir. Mér fannst hrokinn skína af þeim. Þeir höguðu sér ekki nógu vel og mikið verið að gera lítið úr okkur - bæði fjölmiðlar og aðrir. Það er bara óþarfi.“ „Mér fannst þetta virðingaleysi, bæði frá leikmönnum og öðrum fyrir utan liðið.“ Hann segir að miðað við reynslu Stjörnunnar af Evrópukeppninni í fyrra hafi hegðun Celtic-manna fölnað í þeim samanburði, sérstaklega gegn ítalska stórliðinu Inter. „Þeir voru jákvæðir og höfðu gaman að okkur. Celtic var bara með hroka.“ Hann segir gaman að hafa skorað í leiknum og komið Stjörnunni yfir. „En það varð okkur að falli að ná ekki útivallarmarki.“ Ólafur Karl átti góðan leik í kvöld og segir að hann þurfi ef til vill að skoða hvernig hann nálgast aðra leiki. „Maður er alltaf að læra og ég hef lært mun meira af þessu tímabili en því síðasta.“ „Ég sé margt jákvætt þó að okkur hafi gengið illa. Þessir leikir munu hjálpa okkur. Ég fann að Evrópuleikirnir í fyrra gáfu okkur aukakraft.“Ólafur Karl fagnar markinu með Heiðari Ægissyni og Arnari Má Björgvinssyni.vísir/andri marinóScott Brown, fyrirliði Celtic, með boltann á Samsung-vellinum í kvöld.vísir/andri marinó
Meistaradeild Evrópu Tengdar fréttir Stjóri Celtic: Leikmennirnir mínir eru vanir að spila fyrir framan þúsund manns Ronny Deila segir að það verði ekkert mál fyrir Celtic að gíra sig upp í leikinn gegn Stjörnunni á Samsung-vellinum annað kvöld. 21. júlí 2015 20:03 Rúnar Páll um gervigrasið: Það verður vatnslaust í Garðabæ á morgun Skoskir blaðamenn létu spurningum um gervigrasið rigna yfir þjálfara Stjörnumanna á blaðamannafundi í dag. 21. júlí 2015 19:32 Præst setur pressu á Silfurskeiðina Michael Præst, fyrirliði Stjörnunnar, sagði skoskum blaðamönnum að stuðningurinn við Íslandsmeistarana úr stúkunni ætti eftir að koma þeim á óvart. 21. júlí 2015 20:30 Stjóri Celtic stýrði fyrsta leiknum sínum á Íslandi í fyrra | Myndir Ronny Deila hóf ferilinn með Celtic gegn KR í Meistaradeildinni í fyrra og er nú mættur aftur til Íslands ári síðar. 22. júlí 2015 06:30 Skoskir fjölmiðlar gera lítið úr gervigrasvelli Stjörnunnar Segja aðstæður í Garðbæ í sama gæðaflokki og utandeildar- og "bumbubolti“ í Skotlandi. 22. júlí 2015 10:00 Mest lesið „Mikilvægasta ráðning í langan tíma“ Fótbolti Fyrrum vonarstjarna Rússa lést á víglínunni í Úkraínu Fótbolti Dagur hundóánægður eftir sigur og saknar lykilmanns Handbolti Kane þrumaði yfir samherjunum: „Hvar er helvítis hjartað ykkar og kjarkurinn?“ Körfubolti Högmo kom ekki í viðtal hjá KSÍ Fótbolti Fengið spark í rassgatið frá Guðjóni Val Handbolti Arnar fundar með KSÍ Fótbolti Sögufrægur golfvöllur í hættu vegna eldanna í Los Angeles Golf Hljóp beint í fang systur sinnar eftir að hafa haldið hreinu gegn Liverpool Enski boltinn Rooney bað Coleen á bensínstöð Enski boltinn Fleiri fréttir Everton rak Sean Dyche aðeins nokkrum klukkutímum fyrir leik Liverpool vill fá Kimmich Rooney bað Coleen á bensínstöð Högmo kom ekki í viðtal hjá KSÍ Alex Þór aftur í Stjörnuna „Mikilvægasta ráðning í langan tíma“ Reyna að lokka Arnór aftur til Svíþjóðar Arnar fundar með KSÍ Freyr til Noregs í viðræður og Högmo tekinn við Molde Sjáðu sigurmark Bergvall gegn Liverpool Maguire tvisvar tekinn fyrir hraðakstur á þremur dögum Hljóp beint í fang systur sinnar eftir að hafa haldið hreinu gegn Liverpool Gerði grín að gagnrýni Arteta á boltann Jón Daði á báðum áttum en opinn fyrir heimkomu Fyrrum vonarstjarna Rússa lést á víglínunni í Úkraínu Van Dijk: Átti augljóslega að vera hans annað gula spjald Slapp við annað gula spjaldið og var hetja Tottenahm stuttu síðar Mörk frá Gavi og Yamal komu Barcelona í úrslitaleikinn Yfirgefur æskufélagið og semur við Þrótt AC Milan og Dortmund sögð hafa áhuga á að fá Rashford Lið Jóhanns Berg kært til FIFA Rekinn frá West Ham og Potter að taka við Ronaldo hvetur Al-Nassr til að kaupa Casemiro Zidane líklegastur til að taka við af Deschamps Rosický gæti snúið aftur til Arsenal Situr inni með morðingjum og misyndismönnum í fangelsi hinna frægu Hjörtur þriðji úr vörn landsliðsins í Grikklandi Sjáðu mörk Newcastle gegn Arsenal „Jafnvel Salah væri í vandræðum hjá Tottenham“ Kennir boltanum um slaka færanýtingu Arsenal Sjá meira
Stjóri Celtic: Leikmennirnir mínir eru vanir að spila fyrir framan þúsund manns Ronny Deila segir að það verði ekkert mál fyrir Celtic að gíra sig upp í leikinn gegn Stjörnunni á Samsung-vellinum annað kvöld. 21. júlí 2015 20:03
Rúnar Páll um gervigrasið: Það verður vatnslaust í Garðabæ á morgun Skoskir blaðamenn létu spurningum um gervigrasið rigna yfir þjálfara Stjörnumanna á blaðamannafundi í dag. 21. júlí 2015 19:32
Præst setur pressu á Silfurskeiðina Michael Præst, fyrirliði Stjörnunnar, sagði skoskum blaðamönnum að stuðningurinn við Íslandsmeistarana úr stúkunni ætti eftir að koma þeim á óvart. 21. júlí 2015 20:30
Stjóri Celtic stýrði fyrsta leiknum sínum á Íslandi í fyrra | Myndir Ronny Deila hóf ferilinn með Celtic gegn KR í Meistaradeildinni í fyrra og er nú mættur aftur til Íslands ári síðar. 22. júlí 2015 06:30
Skoskir fjölmiðlar gera lítið úr gervigrasvelli Stjörnunnar Segja aðstæður í Garðbæ í sama gæðaflokki og utandeildar- og "bumbubolti“ í Skotlandi. 22. júlí 2015 10:00