Handbolti

Leó Snær semur við HK í Svíþjóð

Kristinn Páll Teitsson skrifar
Leó í leik með HK í vetur.
Leó í leik með HK í vetur. Vísir/Vilhelm
Hornamaðurinn Leó Snær Pétursson gekk í dag til liðs við HK Malmö frá HK í Kópavogi en hann hóf að æfa með liðinu á mánudaginn síðastliðinn.

Leó sem er fæddur árið 1992 er uppalinn í HK og varð Íslandsmeistari með liðinu árið 2012 en hann fékk stærra hlutverk með liðinu með árunum. Á nýafstöðnu tímabili í Olís-deildinni lék Leó 26 af 27 leikjum HK sem lenti í neðsta sæti Olís-deildarinnar. Í þessum 26 leikjum skoraði hann alls 106 mark eða rúmlega 4 mörk að meðatali í leik.

Leó hefur verið á reynslu hjá félaginu undanfarnar vikur og var ákveðið að semja við hann eftir góða frammistöðu á æfingum ásamt þeim meðmælum sem þjálfari HK Malmö fékk frá Íslandi.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×