Audi skiptir út forstjóranum í Kína vegna dvínandi sölu Finnur Thorlacius skrifar 22. júlí 2015 16:00 Audi A8 í Kína. Hér hafa verið færðar fréttir af því að bílasala í Kína fer nú dvínandi og hafa margir bílaframleiðendur miklar áhyggjur þar sem Kína er langstærsti markaður fyrir bíla í heiminum. Sem dæmi seldi Audi 578.900 bíla í Kína á síðasta ári, sem þá var 18% aukning og ætlaði að selja vel yfir 600.000 bíla í ár. Það er reyndar fátt sem bendir til þess og því hefur Audi ákveðið að forstjóri þeirra í Kína, Dietmar Voggenreiter, stígi til hliðar og við honum taki Joachim Wedler. Hann hefur fram að þessu stjórnað því hvaða bílgerðir Audi eru framleiddar. Í júní seldi Audi 47.831 bíl í Kína, fall um 5,8% frá fyrra ári og í maí var 1,6% minni sala. Á meðan jókst sala Mercedes Benz í Kína um 39% og seldi fyrirtækið 32.507 bíla. Sala BMW minnkaði eins og hjá Audi og það um 1,3% og seldi BMW 36.887 bíla. Það dregur því hratt á milli Mercedes Benz og hinna tveggja þýsku lúxusbílaframleiðendanna í Kína og á fjöldi nýrra bílgerða Mercedes Benz mestan þátt í því en svo virðist sem of margar bílgerðir Audi og BMW séu farnir að eldast um of. Því er reyndar spáð að Audi muni þjást meira en hinir tveir þýsku framleiðendurnir af minnkandi eftirspurn í Kína á næstu árum. Audi náði þeim frábæra árangri að auka sölu sína í Kína um 147% milli áranna 2010 og 2014, en því er nú spáð að aukningin milli 2014 og 2020 verði aðeins 25%. Sambærileg spá fyrir BMW er 31% en 65% hjá Mercedes Benz. Ef sú spá gengur eftir mun Audi selja 725.000 á ári við lok áratugarins, BMW 579.000 og Benz 458.000. Því má lengi bíða eftir því að BMW og Benz nái Audi í sölu bíla í Kína. Mest lesið „Skóli barnanna er farinn, flestar verslanir og ég veit ekki hversu mörg hús“ Erlent Högum þykir miður að byggingin valdi óþægindum Innlent Bíll illa farinn eftir að hafa verið ekið á vegrið Innlent Græna „gímaldið“ við Álfabakka: Hvernig gat þetta gerst? Innlent Þjóðaröryggisráðgjafi Trumps: „Þetta snýst um sjaldgæfa málma, þetta snýst um auðlindir“ Erlent Myndasyrpa: Að minnsta kosti tvö þúsund hús brunnin í Los Angeles Erlent Spjallaði við hæstaréttardómara rétt fyrir áfrýjun Erlent Titringur á Alþingi Innlent Eldar brenna stjórnlaust um alla Los Angeles Erlent Rektor MH tekur við skólamálum borgarinnar Innlent
Hér hafa verið færðar fréttir af því að bílasala í Kína fer nú dvínandi og hafa margir bílaframleiðendur miklar áhyggjur þar sem Kína er langstærsti markaður fyrir bíla í heiminum. Sem dæmi seldi Audi 578.900 bíla í Kína á síðasta ári, sem þá var 18% aukning og ætlaði að selja vel yfir 600.000 bíla í ár. Það er reyndar fátt sem bendir til þess og því hefur Audi ákveðið að forstjóri þeirra í Kína, Dietmar Voggenreiter, stígi til hliðar og við honum taki Joachim Wedler. Hann hefur fram að þessu stjórnað því hvaða bílgerðir Audi eru framleiddar. Í júní seldi Audi 47.831 bíl í Kína, fall um 5,8% frá fyrra ári og í maí var 1,6% minni sala. Á meðan jókst sala Mercedes Benz í Kína um 39% og seldi fyrirtækið 32.507 bíla. Sala BMW minnkaði eins og hjá Audi og það um 1,3% og seldi BMW 36.887 bíla. Það dregur því hratt á milli Mercedes Benz og hinna tveggja þýsku lúxusbílaframleiðendanna í Kína og á fjöldi nýrra bílgerða Mercedes Benz mestan þátt í því en svo virðist sem of margar bílgerðir Audi og BMW séu farnir að eldast um of. Því er reyndar spáð að Audi muni þjást meira en hinir tveir þýsku framleiðendurnir af minnkandi eftirspurn í Kína á næstu árum. Audi náði þeim frábæra árangri að auka sölu sína í Kína um 147% milli áranna 2010 og 2014, en því er nú spáð að aukningin milli 2014 og 2020 verði aðeins 25%. Sambærileg spá fyrir BMW er 31% en 65% hjá Mercedes Benz. Ef sú spá gengur eftir mun Audi selja 725.000 á ári við lok áratugarins, BMW 579.000 og Benz 458.000. Því má lengi bíða eftir því að BMW og Benz nái Audi í sölu bíla í Kína.
Mest lesið „Skóli barnanna er farinn, flestar verslanir og ég veit ekki hversu mörg hús“ Erlent Högum þykir miður að byggingin valdi óþægindum Innlent Bíll illa farinn eftir að hafa verið ekið á vegrið Innlent Græna „gímaldið“ við Álfabakka: Hvernig gat þetta gerst? Innlent Þjóðaröryggisráðgjafi Trumps: „Þetta snýst um sjaldgæfa málma, þetta snýst um auðlindir“ Erlent Myndasyrpa: Að minnsta kosti tvö þúsund hús brunnin í Los Angeles Erlent Spjallaði við hæstaréttardómara rétt fyrir áfrýjun Erlent Titringur á Alþingi Innlent Eldar brenna stjórnlaust um alla Los Angeles Erlent Rektor MH tekur við skólamálum borgarinnar Innlent