Fótbolti

Ramos er ekki til sölu

Kristinn Páll Teitsson skrifar
Ramos, Benitez og Florentino Perez, forseti Real Madrid.
Ramos, Benitez og Florentino Perez, forseti Real Madrid. Vísir/Getty
Rafa Benitez, nýjasti knattspyrnustjóri Real Madrid, greindi frá því á blaðamannafundi í nótt að spænski miðvörðurinn Sergio Ramos væri einfaldlega ekki til sölu. Ramos hefur undanfarnar vikur verið sterklega orðaður við Manchester United.

Ramos sem er 29 árs hefur verið á mála hjá Real Madrid í tíu ár en Real Madrid greiddi á sínum tíma 27 milljónir fyrir hann er hann var keyptur frá Sevilla. Hefur hann leikið 445 leiki í treyju Real Madrid og skorað í þeim 55 mörk en Ramos þykir afar góður í vítateig andstæðinganna fyrir varnarmann.

Ramos var á dögunum sagður óánægður í herbúðum Real Madrid og að hann gæti hugsað sér að leika með Manchester United. Hefur hann verið nefndur til sögunnar sem mögulegur hluti af félagsskiptum David De Gea, markmanns Manchester United, til Real Madrid en Louis Van Gaal, knattspyrnustjóri Manchester United, hefur ýtt undir sögusagnirnar um að félagið sé á eftir á Ramos.

„Það er enginn vafi á því, ég er hundrað prósent viss um að hann verði áfram. Ég krefst þess að hann verði hér áfram fyrir bæði mig og félagið, hann er leikmaður okkar og fyrirliði og ég hlakka til að sjá hann í byrjun tímabilsins því hann er einn af lykilleikmönnum liðsins.“




Fleiri fréttir

Sjá meira


×