Daily Record stráir salti í sár Stjörnunnar með háði Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar 23. júlí 2015 10:30 Vísir/Getty „Mér fannst hrokinn skína af þeim. Þeir höguðu sér ekki nógu vel og mikið verið að gera lítið úr okkur - bæði fjölmiðlar og aðrir. Það er bara óþarfi.“ Þetta sagði Ólafur Karl Finsen, markaskorari Stjörnunnar, eftir tapið gegn Celtic á heimavelli í gær. Stjarnan er úr leik í forkeppni Meistaradeildar Evrópu en getur gengið frá verkefninu með reisn. Ef mark má umfjöllun skoskra fjölmiðla í morgun, sérstaklega götublaðsins Daily Record, hitti Ólafur Karl naglann á höfuðið. Skrif Gary Ralston um viðureign gærkvöldsins á Samsung-vellinum er gegnumsýrð af virðingaleysi um íslenska knattspyrnu, Stjörnuna og heimavöll félagsins. „Ísland má eiga öskuna [e. ash], skosku meistaranir eru enn með augastað á seðlunum [e. cash],“ skrifaði hann meðal annars og sagði að Celtic gæti enn leyft sér dreyma um þann gríðarlega fjárhagslega vinning sem lið í riðlakeppni Meistaradeildar Evrópu fá. Ralston sagði að í samanburði við Samsung-völlinn, heimavöll Stjörnunnar, liti heimavöllur Inverness Caledonian Thistle eins og Santiago Bernabeu í Madríd. „Það er sundlaug fyrir aftan einu stúkuna við völlinn, leikvöllur fyrir aftan annað markið og trjágróður við einn enda vallarins sem skýlir honum álíka mikið fyrir vindinum og netabolur.“ Rolston heldur að Stjarnan sé úthverfi Reykjavíkuborgar sem heiti „Goldabaer“ og nefnir að Latibær eigi rætur sínar að rekja til Garðabæjar. „En um leið og Bitton kom Celtic 3-1 yfir samanlagt hafi sjálfur íþróttaálfurinn ekki einu sinni náð að koma Stjörnumönnum til bjargar.“ Ralston má þó eiga að hann hrósaði Silfurskeiðinni, stuðningsmannasveit Stjörnunnar, sem sungu látlaust allan leikinn. „Þeir eru mögulega fyrstu stuðningsmenn sögunnar sem kyrja lag eftir Leonard Cohen í stúkunni. Útgáfa þeirra af laginu Hallelujah hefði fengið gamla manninn til að brosa.“ Meistaradeild Evrópu Tengdar fréttir Rúnar Páll: Dómarinn var drullulélegur Þjálfari Stjörnunnar segir augljóst að brotið var á leikmönnum Stjörnunnar þegar Celtic jafnaði metin í kvöld. 22. júlí 2015 22:05 Umfjöllun, viðtöl og myndir: Stjarnan - Celtic 1-4 | Skotarnir kláruðu skylduverkið Stjarnan er úr leik í forkeppni Meistaradeild Evrópu eftir 6-1 samanlagt tap fyrir Celtic frá Skotlandi. 22. júlí 2015 22:30 Deila vildi blautan völl: Vatnslögnin sprakk Segir að það gerbreytir aðstæðum að spila á þurrum gervigrasvelli en blautum. 22. júlí 2015 21:58 Stjóri Celtic stýrði fyrsta leiknum sínum á Íslandi í fyrra | Myndir Ronny Deila hóf ferilinn með Celtic gegn KR í Meistaradeildinni í fyrra og er nú mættur aftur til Íslands ári síðar. 22. júlí 2015 06:30 Skoskir fjölmiðlar gera lítið úr gervigrasvelli Stjörnunnar Segja aðstæður í Garðbæ í sama gæðaflokki og utandeildar- og "bumbubolti“ í Skotlandi. 22. júlí 2015 10:00 Ólafur Karl: Skotarnir eru hrokafullir og dónalegir Markaskorari Stjörnunnar var ósáttur við framkomu Skotanna í einvíginu gegn Celtic í forkeppni Meistaradeildarinnar. 22. júlí 2015 21:14 Mest lesið „Mikilvægasta ráðning í langan tíma“ Fótbolti Fyrrum vonarstjarna Rússa lést á víglínunni í Úkraínu Fótbolti Dagur hundóánægður eftir sigur og saknar lykilmanns Handbolti Kane þrumaði yfir samherjunum: „Hvar er helvítis hjartað ykkar og kjarkurinn?“ Körfubolti Högmo kom ekki í viðtal hjá KSÍ Fótbolti Fengið spark í rassgatið frá Guðjóni Val Handbolti Arnar fundar með KSÍ Fótbolti Sögufrægur golfvöllur í hættu vegna eldanna í Los Angeles Golf Hljóp beint í fang systur sinnar eftir að hafa haldið hreinu gegn Liverpool Enski boltinn Jón Daði á báðum áttum en opinn fyrir heimkomu Fótbolti Fleiri fréttir Liverpool vill fá Kimmich Rooney bað Coleen á bensínstöð Högmo kom ekki í viðtal hjá KSÍ Alex Þór aftur í Stjörnuna „Mikilvægasta ráðning í langan tíma“ Reyna að lokka Arnór aftur til Svíþjóðar Arnar fundar með KSÍ Freyr til Noregs í viðræður og Högmo tekinn við Molde Sjáðu sigurmark Bergvall gegn Liverpool Maguire tvisvar tekinn fyrir hraðakstur á þremur dögum Hljóp beint í fang systur sinnar eftir að hafa haldið hreinu gegn Liverpool Gerði grín að gagnrýni Arteta á boltann Jón Daði á báðum áttum en opinn fyrir heimkomu Fyrrum vonarstjarna Rússa lést á víglínunni í Úkraínu Van Dijk: Átti augljóslega að vera hans annað gula spjald Slapp við annað gula spjaldið og var hetja Tottenahm stuttu síðar Mörk frá Gavi og Yamal komu Barcelona í úrslitaleikinn Yfirgefur æskufélagið og semur við Þrótt AC Milan og Dortmund sögð hafa áhuga á að fá Rashford Lið Jóhanns Berg kært til FIFA Rekinn frá West Ham og Potter að taka við Ronaldo hvetur Al-Nassr til að kaupa Casemiro Zidane líklegastur til að taka við af Deschamps Rosický gæti snúið aftur til Arsenal Situr inni með morðingjum og misyndismönnum í fangelsi hinna frægu Hjörtur þriðji úr vörn landsliðsins í Grikklandi Sjáðu mörk Newcastle gegn Arsenal „Jafnvel Salah væri í vandræðum hjá Tottenham“ Kennir boltanum um slaka færanýtingu Arsenal Valdi Ísland ekki Danmörku: „Snerist um hvað mig langaði mest að gera“ Sjá meira
„Mér fannst hrokinn skína af þeim. Þeir höguðu sér ekki nógu vel og mikið verið að gera lítið úr okkur - bæði fjölmiðlar og aðrir. Það er bara óþarfi.“ Þetta sagði Ólafur Karl Finsen, markaskorari Stjörnunnar, eftir tapið gegn Celtic á heimavelli í gær. Stjarnan er úr leik í forkeppni Meistaradeildar Evrópu en getur gengið frá verkefninu með reisn. Ef mark má umfjöllun skoskra fjölmiðla í morgun, sérstaklega götublaðsins Daily Record, hitti Ólafur Karl naglann á höfuðið. Skrif Gary Ralston um viðureign gærkvöldsins á Samsung-vellinum er gegnumsýrð af virðingaleysi um íslenska knattspyrnu, Stjörnuna og heimavöll félagsins. „Ísland má eiga öskuna [e. ash], skosku meistaranir eru enn með augastað á seðlunum [e. cash],“ skrifaði hann meðal annars og sagði að Celtic gæti enn leyft sér dreyma um þann gríðarlega fjárhagslega vinning sem lið í riðlakeppni Meistaradeildar Evrópu fá. Ralston sagði að í samanburði við Samsung-völlinn, heimavöll Stjörnunnar, liti heimavöllur Inverness Caledonian Thistle eins og Santiago Bernabeu í Madríd. „Það er sundlaug fyrir aftan einu stúkuna við völlinn, leikvöllur fyrir aftan annað markið og trjágróður við einn enda vallarins sem skýlir honum álíka mikið fyrir vindinum og netabolur.“ Rolston heldur að Stjarnan sé úthverfi Reykjavíkuborgar sem heiti „Goldabaer“ og nefnir að Latibær eigi rætur sínar að rekja til Garðabæjar. „En um leið og Bitton kom Celtic 3-1 yfir samanlagt hafi sjálfur íþróttaálfurinn ekki einu sinni náð að koma Stjörnumönnum til bjargar.“ Ralston má þó eiga að hann hrósaði Silfurskeiðinni, stuðningsmannasveit Stjörnunnar, sem sungu látlaust allan leikinn. „Þeir eru mögulega fyrstu stuðningsmenn sögunnar sem kyrja lag eftir Leonard Cohen í stúkunni. Útgáfa þeirra af laginu Hallelujah hefði fengið gamla manninn til að brosa.“
Meistaradeild Evrópu Tengdar fréttir Rúnar Páll: Dómarinn var drullulélegur Þjálfari Stjörnunnar segir augljóst að brotið var á leikmönnum Stjörnunnar þegar Celtic jafnaði metin í kvöld. 22. júlí 2015 22:05 Umfjöllun, viðtöl og myndir: Stjarnan - Celtic 1-4 | Skotarnir kláruðu skylduverkið Stjarnan er úr leik í forkeppni Meistaradeild Evrópu eftir 6-1 samanlagt tap fyrir Celtic frá Skotlandi. 22. júlí 2015 22:30 Deila vildi blautan völl: Vatnslögnin sprakk Segir að það gerbreytir aðstæðum að spila á þurrum gervigrasvelli en blautum. 22. júlí 2015 21:58 Stjóri Celtic stýrði fyrsta leiknum sínum á Íslandi í fyrra | Myndir Ronny Deila hóf ferilinn með Celtic gegn KR í Meistaradeildinni í fyrra og er nú mættur aftur til Íslands ári síðar. 22. júlí 2015 06:30 Skoskir fjölmiðlar gera lítið úr gervigrasvelli Stjörnunnar Segja aðstæður í Garðbæ í sama gæðaflokki og utandeildar- og "bumbubolti“ í Skotlandi. 22. júlí 2015 10:00 Ólafur Karl: Skotarnir eru hrokafullir og dónalegir Markaskorari Stjörnunnar var ósáttur við framkomu Skotanna í einvíginu gegn Celtic í forkeppni Meistaradeildarinnar. 22. júlí 2015 21:14 Mest lesið „Mikilvægasta ráðning í langan tíma“ Fótbolti Fyrrum vonarstjarna Rússa lést á víglínunni í Úkraínu Fótbolti Dagur hundóánægður eftir sigur og saknar lykilmanns Handbolti Kane þrumaði yfir samherjunum: „Hvar er helvítis hjartað ykkar og kjarkurinn?“ Körfubolti Högmo kom ekki í viðtal hjá KSÍ Fótbolti Fengið spark í rassgatið frá Guðjóni Val Handbolti Arnar fundar með KSÍ Fótbolti Sögufrægur golfvöllur í hættu vegna eldanna í Los Angeles Golf Hljóp beint í fang systur sinnar eftir að hafa haldið hreinu gegn Liverpool Enski boltinn Jón Daði á báðum áttum en opinn fyrir heimkomu Fótbolti Fleiri fréttir Liverpool vill fá Kimmich Rooney bað Coleen á bensínstöð Högmo kom ekki í viðtal hjá KSÍ Alex Þór aftur í Stjörnuna „Mikilvægasta ráðning í langan tíma“ Reyna að lokka Arnór aftur til Svíþjóðar Arnar fundar með KSÍ Freyr til Noregs í viðræður og Högmo tekinn við Molde Sjáðu sigurmark Bergvall gegn Liverpool Maguire tvisvar tekinn fyrir hraðakstur á þremur dögum Hljóp beint í fang systur sinnar eftir að hafa haldið hreinu gegn Liverpool Gerði grín að gagnrýni Arteta á boltann Jón Daði á báðum áttum en opinn fyrir heimkomu Fyrrum vonarstjarna Rússa lést á víglínunni í Úkraínu Van Dijk: Átti augljóslega að vera hans annað gula spjald Slapp við annað gula spjaldið og var hetja Tottenahm stuttu síðar Mörk frá Gavi og Yamal komu Barcelona í úrslitaleikinn Yfirgefur æskufélagið og semur við Þrótt AC Milan og Dortmund sögð hafa áhuga á að fá Rashford Lið Jóhanns Berg kært til FIFA Rekinn frá West Ham og Potter að taka við Ronaldo hvetur Al-Nassr til að kaupa Casemiro Zidane líklegastur til að taka við af Deschamps Rosický gæti snúið aftur til Arsenal Situr inni með morðingjum og misyndismönnum í fangelsi hinna frægu Hjörtur þriðji úr vörn landsliðsins í Grikklandi Sjáðu mörk Newcastle gegn Arsenal „Jafnvel Salah væri í vandræðum hjá Tottenham“ Kennir boltanum um slaka færanýtingu Arsenal Valdi Ísland ekki Danmörku: „Snerist um hvað mig langaði mest að gera“ Sjá meira
Rúnar Páll: Dómarinn var drullulélegur Þjálfari Stjörnunnar segir augljóst að brotið var á leikmönnum Stjörnunnar þegar Celtic jafnaði metin í kvöld. 22. júlí 2015 22:05
Umfjöllun, viðtöl og myndir: Stjarnan - Celtic 1-4 | Skotarnir kláruðu skylduverkið Stjarnan er úr leik í forkeppni Meistaradeild Evrópu eftir 6-1 samanlagt tap fyrir Celtic frá Skotlandi. 22. júlí 2015 22:30
Deila vildi blautan völl: Vatnslögnin sprakk Segir að það gerbreytir aðstæðum að spila á þurrum gervigrasvelli en blautum. 22. júlí 2015 21:58
Stjóri Celtic stýrði fyrsta leiknum sínum á Íslandi í fyrra | Myndir Ronny Deila hóf ferilinn með Celtic gegn KR í Meistaradeildinni í fyrra og er nú mættur aftur til Íslands ári síðar. 22. júlí 2015 06:30
Skoskir fjölmiðlar gera lítið úr gervigrasvelli Stjörnunnar Segja aðstæður í Garðbæ í sama gæðaflokki og utandeildar- og "bumbubolti“ í Skotlandi. 22. júlí 2015 10:00
Ólafur Karl: Skotarnir eru hrokafullir og dónalegir Markaskorari Stjörnunnar var ósáttur við framkomu Skotanna í einvíginu gegn Celtic í forkeppni Meistaradeildarinnar. 22. júlí 2015 21:14