50 Volvo XC90 jeppar seldir Finnur Thorlacius skrifar 24. júlí 2015 09:07 Volvo XC90. Lúxusjeppinn Volvo XC90 sem Brimborg frumsýndi í byrjun júní hefur selst gríðarlega vel en um 50 bílar hafa nú þegar verið seldir. Í heild hefur Brimborg pantað 78 nýja XC90 en heildarverðmæti bílanna er um það bil 1,2 milljarðar.Sparneytin D5 dísilvél Volvo XC90 er meðal annars í boði með sérstaklega skemmtilegri og aflmikilli D5 dísilvél. Hún skilar 225 hestöflum með hröðun frá 0-100 km á 7,8 sekúndum. Eldsneytiseyðslan er einungis 5,8 l/100 sem er gríðarlega gott fyrir bíl í þessum stærðarflokki. Rafdrifinn XC90 með T8 tvinnvélinni 20 eintök hafa verið seld af rafdrifnu T8 tvinnútgáfunni en fyrstu bílarnir af þeirri gerð verða afhentir í byrjun næsta árs. Nýi Volvo XC90 T8 býður upp á samsetningu af afli, eyðslu og lítilli mengun sem ekki hefur verið í boði áður. Aflið er geysimikið eða 407 hestöfl og fæst það með rafmótór og bensínvél. Hröðun bílsins frá 0-100 km er 5,6 sekúndum og hann togar 640 Nm. Eldsneytiseyðsla XC90 T8 AWD er í blönduðum akstri er aðeins 2,1 l/100 km og losunin er einungis 49 g/km. Þess má geta að Volvo XC90 með T8 vélinni er uppseldur á heimsvísu til vors 2016.Margverðlaunaður XC90 Nýr Volvo XC90 hefur fengið yfir tuttugu verðlaun og viðurkenningar frá því hann var fyrst kynntur. Hann hefur meðal annars verið valinn Bíll ársins af Auto Express. Nýr Volvo XC90 markar nýtt upphaf fyrir Volvo en þróun bílsins tók 4 ár og fjárfest var fyrir meira en 11 milljarða dollara í verkefninu.7 sæta lúxusjeppi frá Volvo Volvo XC90 er 7 sæta lúxusjeppi með öllu því besta frá Volvo. Hann er búinn nýrri tækni, nýjum öryggiskerfum og er jafnframt með nýju útliti. Volvo XC90 er fyrsti bíllinn sem er byggður með nýrri undirvagnstækni Volvo sem kallast Scalable Products Architecture eða SPA. Hann er í boði með nýrri silkimjúkri 8 þrepa sjálfskiptingu og nýrri kynslóð Drive-E véla sem eru sérstaklega eyðslugrannar en skila frábærri akstursupplifun. Innanrýmið er líka sérstaklega glæsilegt, en aldrei fyrr hefur Volvo hannað innanrými með jafn miklum lúxus. Það má heldur ekki gleyma því að XC90 er búinn fullkomnasta öryggis-staðalbúnaðinum á markaðnum. Þar á meðal eru tvær nýjungar sem aldrei hafa verið í boði áður: annars vegar vörn við útafakstri og hins vegar sjálfvirk bremsa ef beygt er í veg fyrir ökutæki úr gagnstæðri átt.Reynsluakstur í boði Hægt er að bóka Volvo XC90 reynsluakstur með því að senda póst á volvo@brimborg.is.Fleiri spennandi Volvo frumsýningar framundan í ár Margt spennandi er framundan hjá Volvo en seinna á þessu ári mun Brimborg frumsýna Volvo V60 Cross Country og Volvo S60 Cross Country en þeir hafa hvorugir verið í boði áður. Mest lesið Ása hyggst selja húsið og flytur ásamt börnum sínum Erlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Læknar á lokastigi og nýr taktur hjá kennurum Innlent Ráku háttsettan herforingja sem sakaður var um lygar Erlent Sundhnúksgígaröðin að verða búin Innlent Enginn drukkinn jólasveinn í jólaþorpi Hafnarfjarðar Innlent Frægasti köttur landsins týndur Innlent Kæla öll „hraunaugu“ og loka þeim Innlent Ögurstund runnin upp í Karphúsinu Innlent Engar ruslatunnur í Grindavík Innlent
Lúxusjeppinn Volvo XC90 sem Brimborg frumsýndi í byrjun júní hefur selst gríðarlega vel en um 50 bílar hafa nú þegar verið seldir. Í heild hefur Brimborg pantað 78 nýja XC90 en heildarverðmæti bílanna er um það bil 1,2 milljarðar.Sparneytin D5 dísilvél Volvo XC90 er meðal annars í boði með sérstaklega skemmtilegri og aflmikilli D5 dísilvél. Hún skilar 225 hestöflum með hröðun frá 0-100 km á 7,8 sekúndum. Eldsneytiseyðslan er einungis 5,8 l/100 sem er gríðarlega gott fyrir bíl í þessum stærðarflokki. Rafdrifinn XC90 með T8 tvinnvélinni 20 eintök hafa verið seld af rafdrifnu T8 tvinnútgáfunni en fyrstu bílarnir af þeirri gerð verða afhentir í byrjun næsta árs. Nýi Volvo XC90 T8 býður upp á samsetningu af afli, eyðslu og lítilli mengun sem ekki hefur verið í boði áður. Aflið er geysimikið eða 407 hestöfl og fæst það með rafmótór og bensínvél. Hröðun bílsins frá 0-100 km er 5,6 sekúndum og hann togar 640 Nm. Eldsneytiseyðsla XC90 T8 AWD er í blönduðum akstri er aðeins 2,1 l/100 km og losunin er einungis 49 g/km. Þess má geta að Volvo XC90 með T8 vélinni er uppseldur á heimsvísu til vors 2016.Margverðlaunaður XC90 Nýr Volvo XC90 hefur fengið yfir tuttugu verðlaun og viðurkenningar frá því hann var fyrst kynntur. Hann hefur meðal annars verið valinn Bíll ársins af Auto Express. Nýr Volvo XC90 markar nýtt upphaf fyrir Volvo en þróun bílsins tók 4 ár og fjárfest var fyrir meira en 11 milljarða dollara í verkefninu.7 sæta lúxusjeppi frá Volvo Volvo XC90 er 7 sæta lúxusjeppi með öllu því besta frá Volvo. Hann er búinn nýrri tækni, nýjum öryggiskerfum og er jafnframt með nýju útliti. Volvo XC90 er fyrsti bíllinn sem er byggður með nýrri undirvagnstækni Volvo sem kallast Scalable Products Architecture eða SPA. Hann er í boði með nýrri silkimjúkri 8 þrepa sjálfskiptingu og nýrri kynslóð Drive-E véla sem eru sérstaklega eyðslugrannar en skila frábærri akstursupplifun. Innanrýmið er líka sérstaklega glæsilegt, en aldrei fyrr hefur Volvo hannað innanrými með jafn miklum lúxus. Það má heldur ekki gleyma því að XC90 er búinn fullkomnasta öryggis-staðalbúnaðinum á markaðnum. Þar á meðal eru tvær nýjungar sem aldrei hafa verið í boði áður: annars vegar vörn við útafakstri og hins vegar sjálfvirk bremsa ef beygt er í veg fyrir ökutæki úr gagnstæðri átt.Reynsluakstur í boði Hægt er að bóka Volvo XC90 reynsluakstur með því að senda póst á volvo@brimborg.is.Fleiri spennandi Volvo frumsýningar framundan í ár Margt spennandi er framundan hjá Volvo en seinna á þessu ári mun Brimborg frumsýna Volvo V60 Cross Country og Volvo S60 Cross Country en þeir hafa hvorugir verið í boði áður.
Mest lesið Ása hyggst selja húsið og flytur ásamt börnum sínum Erlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Læknar á lokastigi og nýr taktur hjá kennurum Innlent Ráku háttsettan herforingja sem sakaður var um lygar Erlent Sundhnúksgígaröðin að verða búin Innlent Enginn drukkinn jólasveinn í jólaþorpi Hafnarfjarðar Innlent Frægasti köttur landsins týndur Innlent Kæla öll „hraunaugu“ og loka þeim Innlent Ögurstund runnin upp í Karphúsinu Innlent Engar ruslatunnur í Grindavík Innlent