Sport

Formaður lyfjaeftirlitsins: 10% íþróttamanna í fremstu röð nota ólögleg efni

Kristinn Páll Teitsson skrifar
Eitt stærsta lyfjahneyksli sögunnar var þegar Lance Armstrong viðurkenndi að hafa ítrekað notað ólögleg efni.
Eitt stærsta lyfjahneyksli sögunnar var þegar Lance Armstrong viðurkenndi að hafa ítrekað notað ólögleg efni. Vísir/Getty
Formaður Alþjóðalyfjaeftirlitsins (e. World Anti-Doping Agency), David Howman, telur að rúmlega 10% íþróttamanna í fremstu röð notist við ólögleg efni til þess að bæta eigin frammistöðu.

Howman hefur áhyggjur af því að með auknu fjármagni í íþróttum út um allan heim aukist freistingin fyrir unga íþróttamenn að taka inn ólögleg efni til þess að komast í fremstu röð. Markmið lyfjaeftirlitsins er að brot á reglugerð sambandsins verði flokkað sem lögbrot.

„Samkvæmt okkar rannsóknum eru mun fleiri en áætlað er að taka inn ólögleg efni, rúmlega 10% íþróttamanna í fremstu röð. Þetta er mikið áhyggjuefni, það eru ekki næstum því allir sem taka inn þessi efni staðnir að verki,“ sagði Howman sem hefur áhyggjur af því að eftirlitið væri lítið í ýmsum íþróttum.

„Ég hef mestar áhyggjur af ungum íþróttamönnum sem gengur illa að taka næsta skref og komast í fremstu röð í íþróttagreinum sínum. Þeir eru oft hvattir til þess af þjálfurum, æfingarfélögum sem og fjölskyldu því með því ertu að fara flýtileið í von um frægð og frama.“




Fleiri fréttir

Sjá meira


×