Matur

Grillaður portóbellósveppur fylltur með beikoni, spínati og eggi

Rikka skrifar
vísir

Gómsætur fylltur og grillaður portobellósveppur að hætti Eyþórs Rúnarssonar. Þessi réttur hentar vel í dögurðinn um helgina.

Grillaður og portóbellósveppur fylltur með beikoni, spínati og eggi

4 stk portóbellósveppir

1 pakki beikon

1 poki spínat

3 stk skallotlaukur (fínt skornir)

4 stk egg 

1 stk kryddjurtarjómaostur

Sjávarsalt

Svartur pipar úr kvörn

Setjið portóbellósveppina á heitt grillið og grillið í 4 mín á hvorri hlið. Grillið beikonið í 1-2 mín á hvorri hlið eða þar til það er orðið stökkt. Skerið beikonið niður og setjið í skál ásamt skallotlauknum, spínatinu og kryddjurtaostinum. Blandið öllu saman og smakkið til með saltinu og piparnum. Takið sveppina af grillinu og setjið í álbakka. Skiptið fyllingunni jafnt á milli sveppanna og skiljð eftir holu í miðjunni á öllum sveppunum. Brjótið eggin varlega ofan í holurnar og kryddið yfir með salti og pipar og setjið bakann á heitt grillið í ca. 8 mín.

Grillaður tómatur með hvítlauksolíu

2 stk tómatar

Hvítlauksolía

Sjávarsalt

Svartur pipar úr kvörn.

Skerið tómatinn til helminga og setjið á heitt grillið og grillið þar til skinnið fer að losna. Takið skinnið af tómötunum hellið smá hvítlauksolíu yfir þá og kryddið með salti og pipar.


Tengdar fréttir

Blómkálssushi með grillaðri risarækju að hætti Eyþórs

Eyþór Rúnarsson býr hér til frábært sushi. Eva Laufey kíkir í heimsókn til Eyþórs Rúnarssonar en hann sýndi henni snilldartakta í eldhúsinu. Eyþór er mættur aftur á skjáinn á Stöð 2 á fimmtudagskvöldum með gómsæta sumar og grillrétti við allra hæfi.

Grilluð risahörpuskel með misodressingu að hætti Eyþórs

Eyþór Rúnarsson hefur svo sannarlega slegið í gegn með þáttum sínum Sumar- og grillréttir Eyþórs á Stöð 2. Hann er með girnilegar hugmyndir sem henta fullkomlega á sumarhlaðborðið nú eða bara á sumarborðið inni ef það rignir úti.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.