Viðskipti innlent

Engin kona meðal 270 tekjuhæstu útgerðarmanna landsins

Bjarki Ármannsson skrifar
Fiskvinnsla á Tálknafirði.
Fiskvinnsla á Tálknafirði. Vísir/Egill Aðalsteinsson
Meðal þeirra 270 sem finna má á lista tekjublaðs Frjálsrar verslunar yfir tekjuhæstu sjó- og útgerðarmenn landsins er ekki ein kona. Magnús Ómar Sigurðsson, skipstjóri í Fjarðabyggð, trónir á toppi listans með tæplega 4,1 milljón króna í tekjur á mánuði.

Næst á eftir honum fylgja skipstjórarnir Bergur Einarsson með tæpar 3,9 milljónir á mánuði, Arnþór Hjörleifsson einnig með tæplega 3,9 milljónir og Guðlaugur Jónsson með tæpar 3,5 milljónir á mánuði. Í fimmta sæti er Ingi Jóhann Guðmundsson, framkvæmdastjóri fiskvinnslunnar Gjögur.

Athygli vekur að Guðbjörg M. Matthíasdóttir, útgerðarkona í Vestmannaeyjum og skattadrottning Íslands fyrir nokkrum árum, er ekki á listanum. Listi Frjálsrar verslunar er byggður á útsvarsskyldum tekjum á árinu 2014 og þurfa þær því ekki að endurspegla föst laun viðkomandi. Í einhverjum tilvikum kann skattstjóri að hafa áætlað tekjur.


Tengdar fréttir

Kári tekjuhæstur á árinu

Kári Stefánsson, stofnandi og forstjóri Íslenskrar erfðagreiningar, er með rúmlega 29 milljónir króna í mánaðarlaun samkvæmt nýjasta tekjublaði Frjálsar verslunar.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×