Ásdís: Hélt að ferillinn væri búinn Tómas Þór Þórðarson skrifar 26. júlí 2015 17:01 Ásdís Hjálmsdóttir vann spjótið í gær og kúlu og kringlu í dag. vísir/anton brink „Þetta var heldur betur góður dagur,“ sagði Ásdís Hjálmsdóttir í samtali við Vísi, en hún vann gullverðlaun bæði í kringlukasti og kúluvarpi á 89. Meistaramóti Íslands í frjálsíþróttum sem lauk á Kópavogsvelli í dag. Í heildina vann Ásdís þrenn gullverðlaun, en hún pakkaði saman aðalgrein sinni spjótkastinu í gær. „Þetta er búið að vera ógeðslega gaman. Í dag gerði ég þetta meira til gamans því þetta eru ekki greinar sem ég æfi. Ég hef samt æft þær áður þannig það er ekki eins og ég hafi aldrei gert þetta,“ sagði Ásdís brosmild rétt áður en hún stökk upp á verðlaunapallinn.Beðin um að koma á kringlukastmót Ásdís keppti í kringlukasti og kúluvarpi á sama tíma en hreint magnað var að fylgjast með henni rölta á milli greina. Hún hafði ekkert fyrir þessu. „Við vorum óvenju margar í kringlukastinu þannig það tók lengri tíma. Vanalega fáum við klukkutíma upphitun fyrir kúluvarpið. Það var líka smá töf þannig þetta fór svona,“ sagði Ásdís sem er ánægð með árangurinn. „Ég bætti mig í kringlunni í dag í fyrsta skipti síðan 2005 og bætti mig líka í kúluvarpinu utanhúss þannig ég er bara rosa sátt.“ „Ég kastaði kringlu mikið þegar ég var yngri. Ég hef þetta í mér og er svo sterk bara og í frábæru formi. Ég er ekki mjög stöðug í kringlukastinu því ég æfi það ekki en ég get alveg kastað langt yfir 50 metra ef ég hitti á daginn.“ „Eggert Bogason er mjög æstur í að fá mig til að taka nokkur mótí kringlunni í haust eftir tímabilið þannig það er aldrei að vita nema maður gerir það,“ sagði Ásdís.Skiptir máli að verða Íslandsmeistari Þessi frjálsíþróttadrottning hefur ekkert fyrir því að vinna allar greinar sem hún keppir í á Íslandi en það skiptir hana samt miklu máli. „Ég er á styrk hjá ÍSÍ þannig ég þarf að keppa á Meistaramótinu en ég er bara Íslendingur þó ég búi erlendis. Það að verða Íslandsmeistari er alltaf sérstakt,“ sagði hún. „Ég geri ekkert lítið úr þessu þó ég sé að vinna þetta allt mjög örugglega og þess vegna borga ég það úr eigin vasa að koma hingað bara til að keppa á þessu móti. Þetta er eitthvað sem ég vil ekki sleppa.“Slys á æfingu Ásdísi keppir á svissneska meistaramótinu áður en hún heldur til Peking á HM seinni partinn í ágúst. Hún segist vera í fínu formi miðað við atvik sem kom upp á æfingu fyrir nokkrum vikum. „Ég lenti í slysi fyrir þremur vikum síðan á æfingu sem hristi aðeins upp í mér. Ég er að koma til baka eftir það. Tæknin fór aðeins í rugl. Ég hélt að ferilinn væri búinn en ég er sem betur fer alveg heil. Þetta var aðallega sjokk,“ sagði Ásdís. „Það er kraftur í mér eins og sést á bætingunum. Ég er að kasta langt í spjótinu og náði 58 metrum með lélegu svifi á æfingu á þriðjudaginn. Ég þarf bara að laga það sem er að núna og aðeins að fínpússa tæknina,“ sagði Ásdís Hjálmsdóttir. Frjálsar íþróttir Tengdar fréttir Fyrri dagur meistaramótsins í frjálsum: Arna Stefanía stal senunni Arna Stefanía Guðmundsdóttir vann til ferna verðlauna á fyrri degi 89. Meistaramóts Íslands í frjálsum. 25. júlí 2015 17:00 Vigdís: Markmiðið í sumar að fara yfir 60 metrana Sleggjukastarinn úr FH varð fyrsti Íslandsmeistarinn á Meistaramóti Íslands í frjálsíþróttum þessa helgina. 25. júlí 2015 13:21 Hafdís: Með tárin í augunum eftir langstökkið Frjálsíþróttadrottningin vann tvenn gullverðlaun á innan við fimm mínútum á 89. Meistaramótinu í frjálsum. 25. júlí 2015 15:38 Mest lesið Albert sagður á óskalista Everton og Inter Fótbolti Brynjar Karl tekur slaginn og segist ætla að bjóða sig fram sem forseta ÍSÍ Körfubolti Veðbankar vestanhafs halda með mótherjum Lakers Körfubolti Sara Björk skoraði tvö í stórsigri Fótbolti Leeds og Burnley skrefi nær ensku úrvalsdeildinni Enski boltinn Lena Margrét til Svíþjóðar Handbolti Stjarnan og Vestri áfram eftir fjölda marka og mikla dramatík Íslenski boltinn Bellingham í efsta sæti listans en Ísak Bergmann er áttundi Fótbolti Gummi Ben fór hamförum yfir endurkomu United Fótbolti KR einum sigri frá því að komast upp í Bónus-deildina Körfubolti Fleiri fréttir Albert sagður á óskalista Everton og Inter Lena Margrét til Svíþjóðar Veðbankar vestanhafs halda með mótherjum Lakers Leeds og Burnley skrefi nær ensku úrvalsdeildinni Sara Björk skoraði tvö í stórsigri KR einum sigri frá því að komast upp í Bónus-deildina Stjarnan og Vestri áfram eftir fjölda marka og mikla dramatík Brynjar Karl tekur slaginn og segist ætla að bjóða sig fram sem forseta ÍSÍ Orri Freyr skaut Sporting í undanúrslitin Breiðablik ekki í vandræðum og mögnuð endurkoma Þróttar James missir af mikilvægum leikjum meðan Chelsea eltir fernuna „Því miður verðið þið að þola mig aðeins lengur“ Skagamenn og Selfyssingar í sextán liða úrslit Fjöldi stuðningsmanna Man. United fór of snemma af vellinum í gærkvöldi Fór holu í höggi á LPGA mótaröðinni Bellingham í efsta sæti listans en Ísak Bergmann er áttundi Bestu mörkin: Helena hélt að Þóra hefði allt aðra skoðun á þessu Arne Slot: Samningarnir við Van Dijk og Salah sýna okkar metnað Ætlar að nota krakka í síðustu leikjum Man. United í ensku deildinni Haiden Palmer kemur aftur til Íslands en nú sem þjálfari Heldur áfram að spila komin fimm mánuði á leið Garðabæjargrýla Grindvíkinga hefur stækkað og stækkað í 86 mánuði Ítalíudvölin tók á andlegu hliðina: „Vil finna gleðina aftur“ Fjögurra ára strákur gerði allt brjálað í höllinni Heilinn fer að „borða“ sjálfan sig í maraþonhlaupi Gummi Ben fór hamförum yfir endurkomu United Eygló verður síðasti Evrópumeistarinn í sögunni Max svaraði Marko fullum hálsi Hefði fengið 20 ára bann fyrir samskonar mál og Sinner Dagskráin í dag: Umspilið í NBA, 1. deild kvenna í körfubolta og margt fleira Sjá meira
„Þetta var heldur betur góður dagur,“ sagði Ásdís Hjálmsdóttir í samtali við Vísi, en hún vann gullverðlaun bæði í kringlukasti og kúluvarpi á 89. Meistaramóti Íslands í frjálsíþróttum sem lauk á Kópavogsvelli í dag. Í heildina vann Ásdís þrenn gullverðlaun, en hún pakkaði saman aðalgrein sinni spjótkastinu í gær. „Þetta er búið að vera ógeðslega gaman. Í dag gerði ég þetta meira til gamans því þetta eru ekki greinar sem ég æfi. Ég hef samt æft þær áður þannig það er ekki eins og ég hafi aldrei gert þetta,“ sagði Ásdís brosmild rétt áður en hún stökk upp á verðlaunapallinn.Beðin um að koma á kringlukastmót Ásdís keppti í kringlukasti og kúluvarpi á sama tíma en hreint magnað var að fylgjast með henni rölta á milli greina. Hún hafði ekkert fyrir þessu. „Við vorum óvenju margar í kringlukastinu þannig það tók lengri tíma. Vanalega fáum við klukkutíma upphitun fyrir kúluvarpið. Það var líka smá töf þannig þetta fór svona,“ sagði Ásdís sem er ánægð með árangurinn. „Ég bætti mig í kringlunni í dag í fyrsta skipti síðan 2005 og bætti mig líka í kúluvarpinu utanhúss þannig ég er bara rosa sátt.“ „Ég kastaði kringlu mikið þegar ég var yngri. Ég hef þetta í mér og er svo sterk bara og í frábæru formi. Ég er ekki mjög stöðug í kringlukastinu því ég æfi það ekki en ég get alveg kastað langt yfir 50 metra ef ég hitti á daginn.“ „Eggert Bogason er mjög æstur í að fá mig til að taka nokkur mótí kringlunni í haust eftir tímabilið þannig það er aldrei að vita nema maður gerir það,“ sagði Ásdís.Skiptir máli að verða Íslandsmeistari Þessi frjálsíþróttadrottning hefur ekkert fyrir því að vinna allar greinar sem hún keppir í á Íslandi en það skiptir hana samt miklu máli. „Ég er á styrk hjá ÍSÍ þannig ég þarf að keppa á Meistaramótinu en ég er bara Íslendingur þó ég búi erlendis. Það að verða Íslandsmeistari er alltaf sérstakt,“ sagði hún. „Ég geri ekkert lítið úr þessu þó ég sé að vinna þetta allt mjög örugglega og þess vegna borga ég það úr eigin vasa að koma hingað bara til að keppa á þessu móti. Þetta er eitthvað sem ég vil ekki sleppa.“Slys á æfingu Ásdísi keppir á svissneska meistaramótinu áður en hún heldur til Peking á HM seinni partinn í ágúst. Hún segist vera í fínu formi miðað við atvik sem kom upp á æfingu fyrir nokkrum vikum. „Ég lenti í slysi fyrir þremur vikum síðan á æfingu sem hristi aðeins upp í mér. Ég er að koma til baka eftir það. Tæknin fór aðeins í rugl. Ég hélt að ferilinn væri búinn en ég er sem betur fer alveg heil. Þetta var aðallega sjokk,“ sagði Ásdís. „Það er kraftur í mér eins og sést á bætingunum. Ég er að kasta langt í spjótinu og náði 58 metrum með lélegu svifi á æfingu á þriðjudaginn. Ég þarf bara að laga það sem er að núna og aðeins að fínpússa tæknina,“ sagði Ásdís Hjálmsdóttir.
Frjálsar íþróttir Tengdar fréttir Fyrri dagur meistaramótsins í frjálsum: Arna Stefanía stal senunni Arna Stefanía Guðmundsdóttir vann til ferna verðlauna á fyrri degi 89. Meistaramóts Íslands í frjálsum. 25. júlí 2015 17:00 Vigdís: Markmiðið í sumar að fara yfir 60 metrana Sleggjukastarinn úr FH varð fyrsti Íslandsmeistarinn á Meistaramóti Íslands í frjálsíþróttum þessa helgina. 25. júlí 2015 13:21 Hafdís: Með tárin í augunum eftir langstökkið Frjálsíþróttadrottningin vann tvenn gullverðlaun á innan við fimm mínútum á 89. Meistaramótinu í frjálsum. 25. júlí 2015 15:38 Mest lesið Albert sagður á óskalista Everton og Inter Fótbolti Brynjar Karl tekur slaginn og segist ætla að bjóða sig fram sem forseta ÍSÍ Körfubolti Veðbankar vestanhafs halda með mótherjum Lakers Körfubolti Sara Björk skoraði tvö í stórsigri Fótbolti Leeds og Burnley skrefi nær ensku úrvalsdeildinni Enski boltinn Lena Margrét til Svíþjóðar Handbolti Stjarnan og Vestri áfram eftir fjölda marka og mikla dramatík Íslenski boltinn Bellingham í efsta sæti listans en Ísak Bergmann er áttundi Fótbolti Gummi Ben fór hamförum yfir endurkomu United Fótbolti KR einum sigri frá því að komast upp í Bónus-deildina Körfubolti Fleiri fréttir Albert sagður á óskalista Everton og Inter Lena Margrét til Svíþjóðar Veðbankar vestanhafs halda með mótherjum Lakers Leeds og Burnley skrefi nær ensku úrvalsdeildinni Sara Björk skoraði tvö í stórsigri KR einum sigri frá því að komast upp í Bónus-deildina Stjarnan og Vestri áfram eftir fjölda marka og mikla dramatík Brynjar Karl tekur slaginn og segist ætla að bjóða sig fram sem forseta ÍSÍ Orri Freyr skaut Sporting í undanúrslitin Breiðablik ekki í vandræðum og mögnuð endurkoma Þróttar James missir af mikilvægum leikjum meðan Chelsea eltir fernuna „Því miður verðið þið að þola mig aðeins lengur“ Skagamenn og Selfyssingar í sextán liða úrslit Fjöldi stuðningsmanna Man. United fór of snemma af vellinum í gærkvöldi Fór holu í höggi á LPGA mótaröðinni Bellingham í efsta sæti listans en Ísak Bergmann er áttundi Bestu mörkin: Helena hélt að Þóra hefði allt aðra skoðun á þessu Arne Slot: Samningarnir við Van Dijk og Salah sýna okkar metnað Ætlar að nota krakka í síðustu leikjum Man. United í ensku deildinni Haiden Palmer kemur aftur til Íslands en nú sem þjálfari Heldur áfram að spila komin fimm mánuði á leið Garðabæjargrýla Grindvíkinga hefur stækkað og stækkað í 86 mánuði Ítalíudvölin tók á andlegu hliðina: „Vil finna gleðina aftur“ Fjögurra ára strákur gerði allt brjálað í höllinni Heilinn fer að „borða“ sjálfan sig í maraþonhlaupi Gummi Ben fór hamförum yfir endurkomu United Eygló verður síðasti Evrópumeistarinn í sögunni Max svaraði Marko fullum hálsi Hefði fengið 20 ára bann fyrir samskonar mál og Sinner Dagskráin í dag: Umspilið í NBA, 1. deild kvenna í körfubolta og margt fleira Sjá meira
Fyrri dagur meistaramótsins í frjálsum: Arna Stefanía stal senunni Arna Stefanía Guðmundsdóttir vann til ferna verðlauna á fyrri degi 89. Meistaramóts Íslands í frjálsum. 25. júlí 2015 17:00
Vigdís: Markmiðið í sumar að fara yfir 60 metrana Sleggjukastarinn úr FH varð fyrsti Íslandsmeistarinn á Meistaramóti Íslands í frjálsíþróttum þessa helgina. 25. júlí 2015 13:21
Hafdís: Með tárin í augunum eftir langstökkið Frjálsíþróttadrottningin vann tvenn gullverðlaun á innan við fimm mínútum á 89. Meistaramótinu í frjálsum. 25. júlí 2015 15:38