Toyota og Honda loks með forþjöppur Finnur Thorlacius skrifar 27. júlí 2015 11:30 Svona mun nýr Honda Civic líklega líta út. Á meðan flestir aðrir bílaframleiðendur hafa nýtt sér forþjöppur í miklum mæli í bíla sína til að auka afl þeirra og minnka eyðslu hafa japönsku bílaframleiðendurnir Toyota og Honda ekki verið með forþjöppur í bílum sínum. Það er nú að breytast og margir hafa furðað sig á því hve seint það gerist. Reyndar má segja það sama um einn japanskan bílaframleiðanda enn, Nissan, þó með þeirri undantekningu að Nissan Juke og Nissan GT-R má fá með forþjöppudrifnum vélum. Engu að síður hefur þessum japönsku framleiðendum lukkast mjög vel að selja bíla sína. Í staðinn hafa vélar japönsku framleiðendanna verið með beina innspýtingu og reimaskiptingar sem gert hafa vélar þeirra sparneytnar. Á næstu 5 árum mun mikið breytast í þessum efnum hjá þessum þremur japönsku bílaframleiðendum. Honda er sagt leiða þessa braut og sem dæmi mun nýr Honda Civic fást með 1,5 lítra forþjöppudrifinni vél í ár og honum fylgja svo Accord og CR-V jepplingurinn með forþjöppum. Með forþjöppum má einnig minnka verulega vigt bíla, en með auknu afli geta bílaframleiðendur minnkað vélar sínar til muna án þess að aflminnkun fylgi. Hjá Toyota mun 2,0 lítra forþjöppudrifin fjögurra strokka vél leysa af hólmi mun þyngri V6 vél í nokkrum bílum Toyota og Lexus. Mest lesið Hugsi yfir ríflegum launahækkunum kennara Innlent Leggur til íslenskan her, leyniþjónustu og herskyldu Innlent „Þetta er bara það sem aðrir hópar hjá okkur hafa fengið í gegnum tíðina“ Innlent Lítil huggun í svörum sendiráðsins og íþróttafólki hótað lífstíðarbanni Innlent Engin röð á Læknavaktinni Innlent Vilja að RÚV feti í fótspor Slóveníu Innlent Nágranni vill banna kylfingum að nota veginn að Bakkakotsvelli Innlent Ógeðslega stoltur af kennurum Innlent Sturluðu myndskeiði af „Nýja-Gasa“ deilt á samfélagsmiðlum Trump Erlent Jakob Reynir Aftur reyndi aftur og fær að reyna aftur Innlent
Á meðan flestir aðrir bílaframleiðendur hafa nýtt sér forþjöppur í miklum mæli í bíla sína til að auka afl þeirra og minnka eyðslu hafa japönsku bílaframleiðendurnir Toyota og Honda ekki verið með forþjöppur í bílum sínum. Það er nú að breytast og margir hafa furðað sig á því hve seint það gerist. Reyndar má segja það sama um einn japanskan bílaframleiðanda enn, Nissan, þó með þeirri undantekningu að Nissan Juke og Nissan GT-R má fá með forþjöppudrifnum vélum. Engu að síður hefur þessum japönsku framleiðendum lukkast mjög vel að selja bíla sína. Í staðinn hafa vélar japönsku framleiðendanna verið með beina innspýtingu og reimaskiptingar sem gert hafa vélar þeirra sparneytnar. Á næstu 5 árum mun mikið breytast í þessum efnum hjá þessum þremur japönsku bílaframleiðendum. Honda er sagt leiða þessa braut og sem dæmi mun nýr Honda Civic fást með 1,5 lítra forþjöppudrifinni vél í ár og honum fylgja svo Accord og CR-V jepplingurinn með forþjöppum. Með forþjöppum má einnig minnka verulega vigt bíla, en með auknu afli geta bílaframleiðendur minnkað vélar sínar til muna án þess að aflminnkun fylgi. Hjá Toyota mun 2,0 lítra forþjöppudrifin fjögurra strokka vél leysa af hólmi mun þyngri V6 vél í nokkrum bílum Toyota og Lexus.
Mest lesið Hugsi yfir ríflegum launahækkunum kennara Innlent Leggur til íslenskan her, leyniþjónustu og herskyldu Innlent „Þetta er bara það sem aðrir hópar hjá okkur hafa fengið í gegnum tíðina“ Innlent Lítil huggun í svörum sendiráðsins og íþróttafólki hótað lífstíðarbanni Innlent Engin röð á Læknavaktinni Innlent Vilja að RÚV feti í fótspor Slóveníu Innlent Nágranni vill banna kylfingum að nota veginn að Bakkakotsvelli Innlent Ógeðslega stoltur af kennurum Innlent Sturluðu myndskeiði af „Nýja-Gasa“ deilt á samfélagsmiðlum Trump Erlent Jakob Reynir Aftur reyndi aftur og fær að reyna aftur Innlent