Bill Gates skoðaði Gullfoss og fór í nætursund í Bláa lóninu Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 27. júlí 2015 14:30 Bill og Melinda Gates stíga inn í Mercedes Benz við Gullfoss á föstudag. Vísir Bandaríski auðjöfurinn Bill Gates hefur farið um víðan völl í heimsókn sinni til landsins. Gates er staddur hér á landi ásamt fríðu föruneyti og má þar meðal annars nefna eiginkonuna Melindu Gates. Vísir greindi fyrst frá væntanlegri komu Gates til landsins fyrir tveimur vikum. Gates mætti til landsins fyrir helgi og skoðaði Gullfoss á föstudaginn á för sinni um Suðurlandið. Hópurinn ók um á glæsilegum Mercedes Benz V-Class. Síðar um kvöldið sótti Gates svo hestasýningu sem sett var sérstaklega upp fyrir fjölskylduna á Friðheimum í Reykholti í Biskupstungum.Bill og Melinda Gates á leið upp í bíl eftir að hafa virt Gullfoss fyrir sér.VísirUm helgina skellti Gates sér svo í Bláa Lónið að loknum auglýstum opnunartíma. Nokkuð algengt er að vel stæðir einstaklingar leigi lónið út fyrir sig og sína þegar á að gera sér glaðan dag. Naut Bill Gates sín í rökkrinu í lóninu ásamt fjölskyldu sinni. Gates, sem er ríkasti maður heims samkvæmt nýjustu úttekt Forbes, heldur til í The Trophy Lodge sumarbústaðnum í Úthlíð á meðan á veru hans hér á landi stendur. Bústaðurinn er í eigu Jóhannesar Stefánssonar, veitingamanns og eiganda Múlakaffis. Parið Jay-Z og Beyonce dvöldu þar í desember síðastliðnum. Þau heimsóttu líka Bláa lónið en gerðu það reyndar að degi til.Trophy Lodge í desember síðastliðnum þegar Beyonce og Jay-Z sóttu landið heim.Vísir/ErnirBústaðurinn er skreyttur með höfðum hinna og þessara dýra en þaðan mun nafnið Trophy Lodge vera komið. Samkvæmt heimildum Vísis hefur ýmsu verið tjaldað til hvað varðar mat og drykk í bústaðnum en umstangið þykir einmitt svipa til þess þegar Beyonce og Jay-Z dvöldu hér á landi. Notast hefur verið við þyrlu vegna heimsóknar Gates hjónanna en Beyonce og Jay-Z gerðu slíkt hið sama í heimsókn sinni. Íslandsvinir Tengdar fréttir Bill Gates á hestasýningu á Friðheimum Sýningin var sett upp sérstaklega fyrir Gates og fjölskyldu hans. 24. júlí 2015 20:57 Bill Gates borðaði í Æðahelli Skoðaði sig um í Vestmannaeyjum. 25. júlí 2015 22:53 Bill Gates á leið til landsins með fjölskyldu sína Ríkasti maður heims mun dvelja í sumarbústað á Suðurlandi í nokkra daga. 14. júlí 2015 10:20 Gefur frá sér 4.237 milljarða Bill og Melinda Gates veittu prinsinum Alwaleed bin Talal mikinn innblástur. 3. júlí 2015 07:00 Mest lesið „Gæti stofnað nýjan stjórnmálaflokk og búið til podcast þátt“ Lífið Herra Hnetusmjör með stærsta lag ársins Tónlist Orri Steinn og Sylvía Rós eiga von á stúlku Lífið Dísella „loksins“ trúlofuð Lífið Angus MacInnes er látinn Lífið Pitt og Jolie loksins skilin Lífið Álfurinn á slæmum stað: „Þetta voru erfið jól“ Lífið Jólagjafir íslenskra vinnustaða Lífið Steindi og Saga í stjörnuprýddum skets um typpalokk Lífið Dóra Júlía og Bára gengu í það heilaga Lífið Fleiri fréttir „Gæti stofnað nýjan stjórnmálaflokk og búið til podcast þátt“ Orri Steinn og Sylvía Rós eiga von á stúlku Angus MacInnes er látinn Pitt og Jolie loksins skilin Álfurinn á slæmum stað: „Þetta voru erfið jól“ Innblástur fyrir áramótapartýið Eftirréttur ársins að hætti Elenoru Dísella „loksins“ trúlofuð Steindi og Saga í stjörnuprýddum skets um typpalokk Sonur Völu og Óskars Loga kominn með nafn Stjörnulífið: Svona voru jólin hjá stjörnum landsins Æskudraumurinn varð að veruleika Dóra Júlía og Bára gengu í það heilaga Blökastið hringir inn nýja árið með Nýársbingó Viðtöl ársins 2024: Óvænt andlát, ófrjósemi og flutningar til Bandaríkjanna Margmenni í Bláfjöllum Andrew Garfield á Íslandi Katrín Tanja trúlofuð Steven og Guðný Ósk eru nýtt par Fræga fólkið streymdi á hápunkt ársins í Þjóðleikhúsinu Sjáðu Sandler snúa aftur sem Happy Gilmore í nýrri kitlu Björn Ingi leikur í ofurhetjumynd Eiga nú glöðustu hunda í heimi Lést eftir að hafa fallið úr bíl á ferð Brúðkaup ársins 2024 Bestu, stærstu, slökustu og verstu myndir ársins 2024 Króli trúlofaður Jólagjafir íslenskra vinnustaða Jólagjöf ársins er stóllinn sem getur allt nema flogið Besta jólagjöfin að sjá bata foreldranna Sjá meira
Bandaríski auðjöfurinn Bill Gates hefur farið um víðan völl í heimsókn sinni til landsins. Gates er staddur hér á landi ásamt fríðu föruneyti og má þar meðal annars nefna eiginkonuna Melindu Gates. Vísir greindi fyrst frá væntanlegri komu Gates til landsins fyrir tveimur vikum. Gates mætti til landsins fyrir helgi og skoðaði Gullfoss á föstudaginn á för sinni um Suðurlandið. Hópurinn ók um á glæsilegum Mercedes Benz V-Class. Síðar um kvöldið sótti Gates svo hestasýningu sem sett var sérstaklega upp fyrir fjölskylduna á Friðheimum í Reykholti í Biskupstungum.Bill og Melinda Gates á leið upp í bíl eftir að hafa virt Gullfoss fyrir sér.VísirUm helgina skellti Gates sér svo í Bláa Lónið að loknum auglýstum opnunartíma. Nokkuð algengt er að vel stæðir einstaklingar leigi lónið út fyrir sig og sína þegar á að gera sér glaðan dag. Naut Bill Gates sín í rökkrinu í lóninu ásamt fjölskyldu sinni. Gates, sem er ríkasti maður heims samkvæmt nýjustu úttekt Forbes, heldur til í The Trophy Lodge sumarbústaðnum í Úthlíð á meðan á veru hans hér á landi stendur. Bústaðurinn er í eigu Jóhannesar Stefánssonar, veitingamanns og eiganda Múlakaffis. Parið Jay-Z og Beyonce dvöldu þar í desember síðastliðnum. Þau heimsóttu líka Bláa lónið en gerðu það reyndar að degi til.Trophy Lodge í desember síðastliðnum þegar Beyonce og Jay-Z sóttu landið heim.Vísir/ErnirBústaðurinn er skreyttur með höfðum hinna og þessara dýra en þaðan mun nafnið Trophy Lodge vera komið. Samkvæmt heimildum Vísis hefur ýmsu verið tjaldað til hvað varðar mat og drykk í bústaðnum en umstangið þykir einmitt svipa til þess þegar Beyonce og Jay-Z dvöldu hér á landi. Notast hefur verið við þyrlu vegna heimsóknar Gates hjónanna en Beyonce og Jay-Z gerðu slíkt hið sama í heimsókn sinni.
Íslandsvinir Tengdar fréttir Bill Gates á hestasýningu á Friðheimum Sýningin var sett upp sérstaklega fyrir Gates og fjölskyldu hans. 24. júlí 2015 20:57 Bill Gates borðaði í Æðahelli Skoðaði sig um í Vestmannaeyjum. 25. júlí 2015 22:53 Bill Gates á leið til landsins með fjölskyldu sína Ríkasti maður heims mun dvelja í sumarbústað á Suðurlandi í nokkra daga. 14. júlí 2015 10:20 Gefur frá sér 4.237 milljarða Bill og Melinda Gates veittu prinsinum Alwaleed bin Talal mikinn innblástur. 3. júlí 2015 07:00 Mest lesið „Gæti stofnað nýjan stjórnmálaflokk og búið til podcast þátt“ Lífið Herra Hnetusmjör með stærsta lag ársins Tónlist Orri Steinn og Sylvía Rós eiga von á stúlku Lífið Dísella „loksins“ trúlofuð Lífið Angus MacInnes er látinn Lífið Pitt og Jolie loksins skilin Lífið Álfurinn á slæmum stað: „Þetta voru erfið jól“ Lífið Jólagjafir íslenskra vinnustaða Lífið Steindi og Saga í stjörnuprýddum skets um typpalokk Lífið Dóra Júlía og Bára gengu í það heilaga Lífið Fleiri fréttir „Gæti stofnað nýjan stjórnmálaflokk og búið til podcast þátt“ Orri Steinn og Sylvía Rós eiga von á stúlku Angus MacInnes er látinn Pitt og Jolie loksins skilin Álfurinn á slæmum stað: „Þetta voru erfið jól“ Innblástur fyrir áramótapartýið Eftirréttur ársins að hætti Elenoru Dísella „loksins“ trúlofuð Steindi og Saga í stjörnuprýddum skets um typpalokk Sonur Völu og Óskars Loga kominn með nafn Stjörnulífið: Svona voru jólin hjá stjörnum landsins Æskudraumurinn varð að veruleika Dóra Júlía og Bára gengu í það heilaga Blökastið hringir inn nýja árið með Nýársbingó Viðtöl ársins 2024: Óvænt andlát, ófrjósemi og flutningar til Bandaríkjanna Margmenni í Bláfjöllum Andrew Garfield á Íslandi Katrín Tanja trúlofuð Steven og Guðný Ósk eru nýtt par Fræga fólkið streymdi á hápunkt ársins í Þjóðleikhúsinu Sjáðu Sandler snúa aftur sem Happy Gilmore í nýrri kitlu Björn Ingi leikur í ofurhetjumynd Eiga nú glöðustu hunda í heimi Lést eftir að hafa fallið úr bíl á ferð Brúðkaup ársins 2024 Bestu, stærstu, slökustu og verstu myndir ársins 2024 Króli trúlofaður Jólagjafir íslenskra vinnustaða Jólagjöf ársins er stóllinn sem getur allt nema flogið Besta jólagjöfin að sjá bata foreldranna Sjá meira
Bill Gates á hestasýningu á Friðheimum Sýningin var sett upp sérstaklega fyrir Gates og fjölskyldu hans. 24. júlí 2015 20:57
Bill Gates á leið til landsins með fjölskyldu sína Ríkasti maður heims mun dvelja í sumarbústað á Suðurlandi í nokkra daga. 14. júlí 2015 10:20
Gefur frá sér 4.237 milljarða Bill og Melinda Gates veittu prinsinum Alwaleed bin Talal mikinn innblástur. 3. júlí 2015 07:00