Jón Gnarr með tvöfalt meira fylgi en Ólafur Stefán Ó. Jónsson skrifar 28. júlí 2015 19:25 Liðlega ár er til forsetakosninganna en Jón og Ólafur hafa báðir gefið það út að þeir muni ekki gefa kost á sér. vísir Næstum því tvöfalt fleiri vilja sjá Jón Gnarr sem forseta Íslands en Ólaf Ragnar Grímsson, núverandi forseta, ef marka má nýjan þjóðarpúls Gallup og þá nýtur þingmaðurinn Katrín Jakobsdóttir, formaður Vinstri Grænna, um helmingi meira fylgi en sitjandi forseti.Sjónvarpsfréttir RÚV greindu frá niðurstöðum könnunarinnar í kvöld en hún leiðir í ljós að 21 prósent aðspurðra vilja sjá Jón Gnarr sem forseta, um 17 prósent myndu kjósa Katrínu Jakobsdóttur en um 11 prósent vilja áframhaldandi setu Ólafs Ragnar. Þá nýtur sjónvarpskonan og fyrrum forsetaframbjóðandinn Þóra Arnórsdóttir 8 prósent fylgis, Ragna Árnadóttir aðstoðarforstjóri Landsvirkjunar er með 6 prósent fylgi og ritstjórinn og forsætisráðherrann fyrrverandi Davíð Oddsson nýtur 3 prósenta stuðnings í embættið. Þórarinn Eldjárn og Kristín Ingólfsdóttir fyrrverandi rektor eru hvort um sig með 2 prósent fylgi. Athygli vekur að fáir vildu gefa upp afstöðu sína í könnuninni, einungis 38 prósent. Þá minntust þeir sem teknir voru tali 28 prósent á önnur nöfn en þau sem greint hefur verið frá hér að ofan.Var með 47 prósent fylgi í nóvemberFylgi Jóns hefur þó fallið töluvert ef miðað er við sambærilega könnun á vegum Fréttablaðsins sem framkvæmd var undir lok síðasta árs. Þá sögðust 47 prósent styðja borgarstjórann fyrrverandi sem næsta forseta Íslands. Í sömu könnun naut Ólafur Ragnar 9 prósenta fylgis, rétt eins og Ragna Árnadóttir. Þóra Arnórsdóttir virðist auka fylgi sitt ef þessar tvær kannanir eru bornar saman en í könnun Fréttablaðsins var hún með 3 prósent stuðning en nýtur nú hylli 8 prósent fólks sem fyrr segir.Sagði í fyrra ekki ætla að bjóða sig framÓlafur Ragnar sagði í samtali við fréttamanninn Sölva Tryggvason á Hringbraut að hann hygðist bíða með að lýsa því yfir hvort hann ætlaði að gefa kost á sér á nýju. Ólafur segir í viðtalinu við Sölva að hann hafi verið lengi í embætti en „formleg tilkynning af minni hálfu mun fylgja þeim hefðum sem forverar mínir og þjóðin hafa komið sér sama” og má lesa úr því sem svo að hann muni taka af allan vafa í nýársávarpi sínu. Hann hefur þó áður lýst því yfir að hann muni ekki bjóða sig fram að ári, til að mynda í samtali við tímaritið Monocle í júní í fyrra.Í viðtalinu var hann spurður að því hvort hann hyggi á framboð í sjötta sinn. Hann sagði svo ekki vera, hann hafi ekki ætlað að bjóða sig fram að nýju í síðustu kosningum en hafi verið hvattur til þess í undirskriftarsöfnun. „En tuttugu ár í þessum bransa er langur tími,“ sagði Ólafur. Ólafur sagði í nýársávarpi sínu árið 2012 að hann hygðist snúa til annarra starfa og myndi því ekki bjóða sig til forseta að nýju, sjötta tímabilið í röð. Efnt var til undirskriftasöfnunar og rituðu um þrjátíu og eitt þúsund manns nafn sitt á listann.Jón Gnarr gaf það út í mars síðastliðnum að hann muni ekki bjóða sig fram til forseta á næsta ári. Þá var hann á dögunum ráðinn sem nýr ritstjóri hjá 365. Katrín Jakobsdóttir hefur þá einnig stígið fram og sagst ekki geta séð sig í embætti forseta. Það gerði hún til að mynda í samtali við Sigurjón M. Egilsson í útvarpsþættinum Sprengisandi á Bylgjunni í apríl á þessu ári. Gallup spurði í rúmlega 1400 manns í netkönnun 19. júní til 1. júlí: Hvern myndir þú vilja sjá sem næsta forseta Íslands? Forsetakosningar 2016 Mest lesið Mannskæðasta árásin á Húta hingað til Erlent Uggandi vegna atlögu að háskólum: „Við ætlum ekki að lifa í ótta“ Erlent „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ Innlent Gamall ráðherra vildi nýtt hús, en nýr ráðherra gæti fengið gamalt hús Innlent Náðist á upptöku þegar skipulagðir þjófar tóku sjóðsvél Innlent Bað fyrir friðsamlegum kosningum meðan hann hékk á krossinum Erlent „Rosalega erfitt“ að keppa við innflutt grænmeti Innlent Við Íslendingar fórum bara á vertíð og drifum þetta af Innlent Bresk systkini létust í kláfferjuslysinu Erlent Diddy ekki veittur aukafrestur Erlent Fleiri fréttir Við Íslendingar fórum bara á vertíð og drifum þetta af Náðist á upptöku þegar skipulagðir þjófar tóku sjóðsvél „Rosalega erfitt“ að keppa við innflutt grænmeti Stígvél og tækniframfarir Hótanir gegn háskólum og krossfestingar Gamall ráðherra vildi nýtt hús, en nýr ráðherra gæti fengið gamalt hús „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ „Ágæt ábending“ um bótaþega en tekur ekki undir allar athugasemdir fjármálaráðs Háholt sett aftur á sölu Skjólstæðingur heilbrigðisstofnunar veittist að starfsfólki Ráðherra bregst við athugasemdum, leikur ársins og ódýrt grænmeti „Stórtækir íbúðareigendur“ eiga 20 prósent íbúða í borginni Handtekinn grunaður um vasaþjófnað í miðborginni Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Rafmennt í samstarf og kaupir eignir þrotabúsins Kartöflugeymsla orðin að menningarhúsi Selfyssinga Hafa áhyggjur af því að sýn Veitna á Heiðmörk sé of þröng Skortur á reglum um sæðisgjafir og menningarmiðstöð í kartöflugeymslu Háværar framkvæmdir stöðvaðar Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbrigðum“ Rannsaka ólöglegt fiskeldi Áformin dragi verulega úr möguleikum til útivistar Geti haft í för með sér „ónæði, mengun og álag á fráveitu“ Ofbeldi í nánum samböndum og mótmæli á Tenerife Einhleypir karlmenn standa verst Misskilnings gætt um breytingar á lögum um innritun í framhaldsskóla Andstaða forstjóra Flugleiða við Cargolux réð því að hluturinn fór Bað lögreglu um að bjarga kettinum úr klóm nágrannans Vantar sjálfboðaliða til að laga 500 hjól handa efnaminni fjölskyldum Sjá meira
Næstum því tvöfalt fleiri vilja sjá Jón Gnarr sem forseta Íslands en Ólaf Ragnar Grímsson, núverandi forseta, ef marka má nýjan þjóðarpúls Gallup og þá nýtur þingmaðurinn Katrín Jakobsdóttir, formaður Vinstri Grænna, um helmingi meira fylgi en sitjandi forseti.Sjónvarpsfréttir RÚV greindu frá niðurstöðum könnunarinnar í kvöld en hún leiðir í ljós að 21 prósent aðspurðra vilja sjá Jón Gnarr sem forseta, um 17 prósent myndu kjósa Katrínu Jakobsdóttur en um 11 prósent vilja áframhaldandi setu Ólafs Ragnar. Þá nýtur sjónvarpskonan og fyrrum forsetaframbjóðandinn Þóra Arnórsdóttir 8 prósent fylgis, Ragna Árnadóttir aðstoðarforstjóri Landsvirkjunar er með 6 prósent fylgi og ritstjórinn og forsætisráðherrann fyrrverandi Davíð Oddsson nýtur 3 prósenta stuðnings í embættið. Þórarinn Eldjárn og Kristín Ingólfsdóttir fyrrverandi rektor eru hvort um sig með 2 prósent fylgi. Athygli vekur að fáir vildu gefa upp afstöðu sína í könnuninni, einungis 38 prósent. Þá minntust þeir sem teknir voru tali 28 prósent á önnur nöfn en þau sem greint hefur verið frá hér að ofan.Var með 47 prósent fylgi í nóvemberFylgi Jóns hefur þó fallið töluvert ef miðað er við sambærilega könnun á vegum Fréttablaðsins sem framkvæmd var undir lok síðasta árs. Þá sögðust 47 prósent styðja borgarstjórann fyrrverandi sem næsta forseta Íslands. Í sömu könnun naut Ólafur Ragnar 9 prósenta fylgis, rétt eins og Ragna Árnadóttir. Þóra Arnórsdóttir virðist auka fylgi sitt ef þessar tvær kannanir eru bornar saman en í könnun Fréttablaðsins var hún með 3 prósent stuðning en nýtur nú hylli 8 prósent fólks sem fyrr segir.Sagði í fyrra ekki ætla að bjóða sig framÓlafur Ragnar sagði í samtali við fréttamanninn Sölva Tryggvason á Hringbraut að hann hygðist bíða með að lýsa því yfir hvort hann ætlaði að gefa kost á sér á nýju. Ólafur segir í viðtalinu við Sölva að hann hafi verið lengi í embætti en „formleg tilkynning af minni hálfu mun fylgja þeim hefðum sem forverar mínir og þjóðin hafa komið sér sama” og má lesa úr því sem svo að hann muni taka af allan vafa í nýársávarpi sínu. Hann hefur þó áður lýst því yfir að hann muni ekki bjóða sig fram að ári, til að mynda í samtali við tímaritið Monocle í júní í fyrra.Í viðtalinu var hann spurður að því hvort hann hyggi á framboð í sjötta sinn. Hann sagði svo ekki vera, hann hafi ekki ætlað að bjóða sig fram að nýju í síðustu kosningum en hafi verið hvattur til þess í undirskriftarsöfnun. „En tuttugu ár í þessum bransa er langur tími,“ sagði Ólafur. Ólafur sagði í nýársávarpi sínu árið 2012 að hann hygðist snúa til annarra starfa og myndi því ekki bjóða sig til forseta að nýju, sjötta tímabilið í röð. Efnt var til undirskriftasöfnunar og rituðu um þrjátíu og eitt þúsund manns nafn sitt á listann.Jón Gnarr gaf það út í mars síðastliðnum að hann muni ekki bjóða sig fram til forseta á næsta ári. Þá var hann á dögunum ráðinn sem nýr ritstjóri hjá 365. Katrín Jakobsdóttir hefur þá einnig stígið fram og sagst ekki geta séð sig í embætti forseta. Það gerði hún til að mynda í samtali við Sigurjón M. Egilsson í útvarpsþættinum Sprengisandi á Bylgjunni í apríl á þessu ári. Gallup spurði í rúmlega 1400 manns í netkönnun 19. júní til 1. júlí: Hvern myndir þú vilja sjá sem næsta forseta Íslands?
Forsetakosningar 2016 Mest lesið Mannskæðasta árásin á Húta hingað til Erlent Uggandi vegna atlögu að háskólum: „Við ætlum ekki að lifa í ótta“ Erlent „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ Innlent Gamall ráðherra vildi nýtt hús, en nýr ráðherra gæti fengið gamalt hús Innlent Náðist á upptöku þegar skipulagðir þjófar tóku sjóðsvél Innlent Bað fyrir friðsamlegum kosningum meðan hann hékk á krossinum Erlent „Rosalega erfitt“ að keppa við innflutt grænmeti Innlent Við Íslendingar fórum bara á vertíð og drifum þetta af Innlent Bresk systkini létust í kláfferjuslysinu Erlent Diddy ekki veittur aukafrestur Erlent Fleiri fréttir Við Íslendingar fórum bara á vertíð og drifum þetta af Náðist á upptöku þegar skipulagðir þjófar tóku sjóðsvél „Rosalega erfitt“ að keppa við innflutt grænmeti Stígvél og tækniframfarir Hótanir gegn háskólum og krossfestingar Gamall ráðherra vildi nýtt hús, en nýr ráðherra gæti fengið gamalt hús „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ „Ágæt ábending“ um bótaþega en tekur ekki undir allar athugasemdir fjármálaráðs Háholt sett aftur á sölu Skjólstæðingur heilbrigðisstofnunar veittist að starfsfólki Ráðherra bregst við athugasemdum, leikur ársins og ódýrt grænmeti „Stórtækir íbúðareigendur“ eiga 20 prósent íbúða í borginni Handtekinn grunaður um vasaþjófnað í miðborginni Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Rafmennt í samstarf og kaupir eignir þrotabúsins Kartöflugeymsla orðin að menningarhúsi Selfyssinga Hafa áhyggjur af því að sýn Veitna á Heiðmörk sé of þröng Skortur á reglum um sæðisgjafir og menningarmiðstöð í kartöflugeymslu Háværar framkvæmdir stöðvaðar Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbrigðum“ Rannsaka ólöglegt fiskeldi Áformin dragi verulega úr möguleikum til útivistar Geti haft í för með sér „ónæði, mengun og álag á fráveitu“ Ofbeldi í nánum samböndum og mótmæli á Tenerife Einhleypir karlmenn standa verst Misskilnings gætt um breytingar á lögum um innritun í framhaldsskóla Andstaða forstjóra Flugleiða við Cargolux réð því að hluturinn fór Bað lögreglu um að bjarga kettinum úr klóm nágrannans Vantar sjálfboðaliða til að laga 500 hjól handa efnaminni fjölskyldum Sjá meira