Mikið mannvirki á lóð Tollhússins Linda Blöndal skrifar 29. júlí 2015 19:30 Mikið mannvirki hefur komið í ljós við uppgröft á lóð við Tollhúsið í Reykjavík í sumar. Sjötíu metra langur hafnargarður er þar vel varðveittur auk annarra minja frá nítjándu öld. Algerlega óvíst er hins vegar hvort eða hvernig garðurinn verður varðveittur. Heilmikið mannvirkiUppgröftur hófst í vor á tíu þúsund fermetra lóð við höfnina. Sjá má leifar íshúss, bólverks og stórs og mikils hafnargarðs sem er afar heillegur. Hann er úr stóru holtagrjóti sem flutt var með lestum úr Öskjuhlíðinni á fyrri hluta tuttugustu aldar. Allt eru þetta þekktar sögulega minjar, að sögn Ragnheiðar Traustadóttur, fornleifafræðings sem hefur stýrt uppgreftrinum sem er nýlokið. „Hér er hafnargarðurinn sem var gerður 1913 til 1917 og þetta er með stærri mannvirkjum sem ég hef grafið upp hér á svæðinu. Hann er 73 metrar að lengd og næstum fjórir metrar að hæð. Við erum komin alveg niður í botn að honum og þetta er heilmikið mannvirki“, sagði Ragnheiður í fréttum Stöðvar 2 í kvöld. Hún segir það sem helst hafi komið á óvart hafi verið hve vel lagið undir garðinum hafi varðveist.Elstu minjar fránítjánduöldÍshús og svokallað bólverk er það elsta sem hefur fundist á staðnum eða frá nítjándu öld. „Íshúsið var byggt 1894 og stóð alveg til 1945, eða alla vega hluti af því. Þetta var frystihús og ísinn var sóttur í tjörnina. Þetta var svona frystihús þess tíma“, segir Ragnheiður. Óvíst um varðveisluMinjastofnun Íslands hefur úrskurðarvald um hvað verður um garðinn, útskýrir Ragnheiður og allt óvíst enn hvað verður um hann. En gert er ráð fyrir að sex hæða íbúða- og verslunarbygging rísi þarna auk bílakjallara á lóðinni. „Það er verið að vinna að hugmyndum hvernig megi varðveita garðinn eða alla vega hluta af honum. Þetta er flókin aðgerð vegna þess að hann liggur undir núverandi sjávarmáli þannig að það er kannski ekki hægt a varðveita hann í heild sinni“, segir Ragnheiður. FlöskurífelumÍ hafnargarðinum hefur leynst ýmislegt í gegnum tíðina og höfðu menn geymt brennivínsflöskur á milli stórra grjóthnullungunna, eitthvað sem sjá má í dag þegar vel er að gáð. Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Fundu gríðarlegt magn fíkniefna í skrifstofuhúsnæði í Kópavogi Innlent Danska leiðin vekur lukku meðal bakhjarla Úkraínu Erlent Allt á suðupunkti í Þorlákshöfn vegna kosninganna Innlent Erlendir fjárfestar buðu fúlgur fjár Innlent Sauð upp úr í morgunumferðinni Innlent Mega lækka lífeyrisgreiðslur mismikið eftir aldri Innlent Settu bílslys á svið Innlent Ríkar kröfur gerðar í nýrri auglýsingu um sendiherraembætti Innlent Kannast ekki við áform um brjóstmynd úr bronsi Innlent Fleiri fréttir Söngelskir nemendur í Menntaskólanum að Laugarvatni Þjóðvegurinn upp í Þjórsárdal færist vegna Hvammsvirkjunar „Verðum að bregðast við áður en það verður of seint“ Fimmta vika verkfalls: Erfiðast fyrir börnin sem sakna vina sinna Fjögur andlát vegna bóluefnis við kórónuveiru til skoðunar Sendi dóttur sína til Suður-Afríku því biðin hefði kostað hana lífið Erlendir fjárfestar buðu fúlgur fjár Trump sérstaklega áhugasamur um íslenska menningu Móðir grípur til örþrifaráða og bóndi hafnar erlendum fjárfestum Kannast ekki við áform um brjóstmynd úr bronsi Krefjast úrbóta á leikskólastarfi í leikskólanum Lundi Gasmengun gæti náð á höfuðborgarsvæðið Skyndimóttaka myndi ekki leysa vanda Landspítalans Alls 70 prósent grunnskóla í Reykjavík símalausir Mega lækka lífeyrisgreiðslur mismikið eftir aldri Aðhafast ekkert vegna leyniupptakanna Segist sækja fé í aukafjárveitingu vegna inngildingar Læknar á lokasprettinum í kjaraviðræðum Tvær sviðsmyndir á kjördag Alls 914 umsóknir um uppkaup í Grindavík samþykktar Iðgjöld til NTÍ munu hækka um fimmtíu prósent Allt á suðupunkti í Þorlákshöfn vegna kosninganna Veðrið gæti sett strik í reikninginn á kjördag Bein útsending: HÍ og heimsmarkmiðin - Ofbeldi meðal barna og ungmenna á Íslandi Verulega dregið úr hættu á að hraun nái innviðum Settu bílslys á svið Segir „taugaveikluðum“ Framsóknarmönnum að róa sig Ríkar kröfur gerðar í nýrri auglýsingu um sendiherraembætti Þveraði Krýsuvíkurveg í mikilli hálku Fundu gríðarlegt magn fíkniefna í skrifstofuhúsnæði í Kópavogi Sjá meira
Mikið mannvirki hefur komið í ljós við uppgröft á lóð við Tollhúsið í Reykjavík í sumar. Sjötíu metra langur hafnargarður er þar vel varðveittur auk annarra minja frá nítjándu öld. Algerlega óvíst er hins vegar hvort eða hvernig garðurinn verður varðveittur. Heilmikið mannvirkiUppgröftur hófst í vor á tíu þúsund fermetra lóð við höfnina. Sjá má leifar íshúss, bólverks og stórs og mikils hafnargarðs sem er afar heillegur. Hann er úr stóru holtagrjóti sem flutt var með lestum úr Öskjuhlíðinni á fyrri hluta tuttugustu aldar. Allt eru þetta þekktar sögulega minjar, að sögn Ragnheiðar Traustadóttur, fornleifafræðings sem hefur stýrt uppgreftrinum sem er nýlokið. „Hér er hafnargarðurinn sem var gerður 1913 til 1917 og þetta er með stærri mannvirkjum sem ég hef grafið upp hér á svæðinu. Hann er 73 metrar að lengd og næstum fjórir metrar að hæð. Við erum komin alveg niður í botn að honum og þetta er heilmikið mannvirki“, sagði Ragnheiður í fréttum Stöðvar 2 í kvöld. Hún segir það sem helst hafi komið á óvart hafi verið hve vel lagið undir garðinum hafi varðveist.Elstu minjar fránítjánduöldÍshús og svokallað bólverk er það elsta sem hefur fundist á staðnum eða frá nítjándu öld. „Íshúsið var byggt 1894 og stóð alveg til 1945, eða alla vega hluti af því. Þetta var frystihús og ísinn var sóttur í tjörnina. Þetta var svona frystihús þess tíma“, segir Ragnheiður. Óvíst um varðveisluMinjastofnun Íslands hefur úrskurðarvald um hvað verður um garðinn, útskýrir Ragnheiður og allt óvíst enn hvað verður um hann. En gert er ráð fyrir að sex hæða íbúða- og verslunarbygging rísi þarna auk bílakjallara á lóðinni. „Það er verið að vinna að hugmyndum hvernig megi varðveita garðinn eða alla vega hluta af honum. Þetta er flókin aðgerð vegna þess að hann liggur undir núverandi sjávarmáli þannig að það er kannski ekki hægt a varðveita hann í heild sinni“, segir Ragnheiður. FlöskurífelumÍ hafnargarðinum hefur leynst ýmislegt í gegnum tíðina og höfðu menn geymt brennivínsflöskur á milli stórra grjóthnullungunna, eitthvað sem sjá má í dag þegar vel er að gáð.
Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Fundu gríðarlegt magn fíkniefna í skrifstofuhúsnæði í Kópavogi Innlent Danska leiðin vekur lukku meðal bakhjarla Úkraínu Erlent Allt á suðupunkti í Þorlákshöfn vegna kosninganna Innlent Erlendir fjárfestar buðu fúlgur fjár Innlent Sauð upp úr í morgunumferðinni Innlent Mega lækka lífeyrisgreiðslur mismikið eftir aldri Innlent Settu bílslys á svið Innlent Ríkar kröfur gerðar í nýrri auglýsingu um sendiherraembætti Innlent Kannast ekki við áform um brjóstmynd úr bronsi Innlent Fleiri fréttir Söngelskir nemendur í Menntaskólanum að Laugarvatni Þjóðvegurinn upp í Þjórsárdal færist vegna Hvammsvirkjunar „Verðum að bregðast við áður en það verður of seint“ Fimmta vika verkfalls: Erfiðast fyrir börnin sem sakna vina sinna Fjögur andlát vegna bóluefnis við kórónuveiru til skoðunar Sendi dóttur sína til Suður-Afríku því biðin hefði kostað hana lífið Erlendir fjárfestar buðu fúlgur fjár Trump sérstaklega áhugasamur um íslenska menningu Móðir grípur til örþrifaráða og bóndi hafnar erlendum fjárfestum Kannast ekki við áform um brjóstmynd úr bronsi Krefjast úrbóta á leikskólastarfi í leikskólanum Lundi Gasmengun gæti náð á höfuðborgarsvæðið Skyndimóttaka myndi ekki leysa vanda Landspítalans Alls 70 prósent grunnskóla í Reykjavík símalausir Mega lækka lífeyrisgreiðslur mismikið eftir aldri Aðhafast ekkert vegna leyniupptakanna Segist sækja fé í aukafjárveitingu vegna inngildingar Læknar á lokasprettinum í kjaraviðræðum Tvær sviðsmyndir á kjördag Alls 914 umsóknir um uppkaup í Grindavík samþykktar Iðgjöld til NTÍ munu hækka um fimmtíu prósent Allt á suðupunkti í Þorlákshöfn vegna kosninganna Veðrið gæti sett strik í reikninginn á kjördag Bein útsending: HÍ og heimsmarkmiðin - Ofbeldi meðal barna og ungmenna á Íslandi Verulega dregið úr hættu á að hraun nái innviðum Settu bílslys á svið Segir „taugaveikluðum“ Framsóknarmönnum að róa sig Ríkar kröfur gerðar í nýrri auglýsingu um sendiherraembætti Þveraði Krýsuvíkurveg í mikilli hálku Fundu gríðarlegt magn fíkniefna í skrifstofuhúsnæði í Kópavogi Sjá meira