Klerkur líkir bardaga Gunnars Nelsons við klám jakob bjarnar skrifar 13. júlí 2015 09:19 Séra Bjarni Karlsson segir sömu kenndir að verki sem fá menn til að horfa á klám og svo bardagaíþróttir. Séra Bjarni Karlsson segir sömu kenndir að verki sem fá menn til að horfa á klám og svo bardagaíþróttir. Séra Bjarni Karlsson, fyrrverandi sóknarprestur í Laugarneskirkju, segir á Facebooksíðu sinni að nú þurfi að ræða Gunnar Nelson; hvaðan hann spretti þessi fögnuður sem margir skynji þegar þetta ofbeldi gengur yfir? „Hvað er þetta,“ spyr séra Bjarni. Hann kemst að því að sömu hvatir búi að baki, þær sem fá fólk til að vilja horfa á klám og þær að vilja horfa á blóðug slagsmálin. Hvoru tveggja forheimsk valdbeiting sem ali á sundrungu.Nú þarf að ræða um Gunnar Nelson. Hann er flottur ungur maður úr Langholtshverfinu og ég þekki marga sem þekkja hann úr...Posted by Bjarni Karlsson on Sunday, July 12, 2015 Sannleikur kláms og sannleikur UFC Þó mikill fögnuður ríki nú á Íslandi í kjölfar sigurs Gunnars Nelson á Brandon Thatch í Las Vegas um helgina eru ekki allir jafn hrifnir. Það sést á viðbrögðum við hugleiðingum Bjarna, nokkrir hafa deilt hugleiðingum hans og margir eru sammála. „Sannleikur klámsins og sannleikur UFC bardagans er sami sannleikurinn og hann býr í samvitund okkar,“ segir Bjarni en þessi tegund af samskiptum er ekki allur sannleikurinn. „Það má einmitt færa fyrir því gild rök að samskiptin í UFC séu ekki góð samskipti. Ekki frekar en samskipti í klámi. En þetta er þarna samt og þetta er hluti af mennskum veruleika.Heimsk og þreytandi valdbeiting Séra Bjarni segir að þeir sem keppa í UFC séu skylmingaþrælar nútímans og við búum í heimi þar sem víðtækt samkomulag ríki um gildi valdbeitingar. „Menning valdbeitingarinnar bitnar á konum og börnum og skapar ekki vernd fyrir neinn. Hollywood-klisjan, klámið og UFC menningin er andstæð hagsmunum kvenna og barna og hún er líka andstæð hagsmunum karla. Valdbeiting er yfir höfuð ekki góð vinnutilgáta í glímunni við veruleikann. Hún er heimsk, fyrirsjáanleg, þreytandi og bitnar á fólki og náttúru.“ Bjarni telur þetta svikasátt, syndsamlega og synd sundri. „Samt vekur bardaginn með mér kenndir og, já, ég er búinn að horfa á höggin tvö í slow motion. Fann mig bara knúinn til þess.“ Mest lesið Læknir ekki séð aðra eins áverka á þrjátíu ára starfsferli Innlent Átta ungmenni handtekin í Seljahverfi Innlent „Algjörlega brjálæðislegt að sjá“ Innlent Afsökunarbeiðni og einræðisherra í skiptum fyrir flotastöð? Erlent Nauðgunardómi snúið við: „Gæfi allt til að taka þetta til baka“ Innlent Ömmur og afar Bryndísar Klöru: „Tími aðgerða þegar liðinn“ Innlent Einn fluttur með þyrlu vegna slyssins Innlent Sendiherra látinn fjúka vegna brandara á kostnað Trump Erlent Íslendingar eigi eitt tromp gegn Trump Innlent 30 milljarðar safnast upp á reikningum Menntasjóðs Innlent Fleiri fréttir Vilja færa skipulagsvald alþjóðaflugvalla til ríkis Nauðgunardómi snúið við: „Gæfi allt til að taka þetta til baka“ Tekist á um vopnastuðning við Úkraínu Hættulegustu gatnamótin við Miklubraut Skilur ekkert í afstöðu samtakanna Bjarkargata varð Bjargargötu að falli Tímamótadómur og flugeldahöll björgunarsveitanna Biðin eftir ökuskírteinum senn á enda Tók að sér að skipta búi móður sinnar og hafði tugi milljóna af því Einn fluttur með þyrlu vegna slyssins Óttast að Íslendingar þurfi að halla sér að Evrópusambandinu Veraldarvinir ætla að byggja upp Sunnutorg Sindri og Ísidór sýknaðir í hryðjuverkamálinu Sagðist nýskilinn og þyrfti því að fróa sér á almannafæri Til skoðunar að flytja skóla Hjallastefnunnar í Engjateig Leikskólarnir ekki fyrst og fremst fyrir foreldra Aukið fjármagn til að stytta bið Ræddi við Hegseth og hefur óskaði eftir samtali við Rubio Hagræðingartillögur gagnrýndar og heimsmálin rædd Ná ekki í hundrað milljónir með fækkun í Hæstarétti Dæmdur fyrir kylfuárás í Kringlunni Pallborðið á Vísi: Hvar stendur Ísland gagnvart Trump, tollastríði og breyttri heimsmynd? 30 milljarðar safnast upp á reikningum Menntasjóðs Árekstur á Vesturlandsvegi „Algjörlega brjálæðislegt að sjá“ Sorglegt að ekki verði af vinnustaðaleikskólum Ömmur og afar Bryndísar Klöru: „Tími aðgerða þegar liðinn“ Læknir ekki séð aðra eins áverka á þrjátíu ára starfsferli Langflest börn brjóti ekki aftur á öðrum börnum eftir meðferð Átta ungmenni handtekin í Seljahverfi Sjá meira
Séra Bjarni Karlsson segir sömu kenndir að verki sem fá menn til að horfa á klám og svo bardagaíþróttir. Séra Bjarni Karlsson, fyrrverandi sóknarprestur í Laugarneskirkju, segir á Facebooksíðu sinni að nú þurfi að ræða Gunnar Nelson; hvaðan hann spretti þessi fögnuður sem margir skynji þegar þetta ofbeldi gengur yfir? „Hvað er þetta,“ spyr séra Bjarni. Hann kemst að því að sömu hvatir búi að baki, þær sem fá fólk til að vilja horfa á klám og þær að vilja horfa á blóðug slagsmálin. Hvoru tveggja forheimsk valdbeiting sem ali á sundrungu.Nú þarf að ræða um Gunnar Nelson. Hann er flottur ungur maður úr Langholtshverfinu og ég þekki marga sem þekkja hann úr...Posted by Bjarni Karlsson on Sunday, July 12, 2015 Sannleikur kláms og sannleikur UFC Þó mikill fögnuður ríki nú á Íslandi í kjölfar sigurs Gunnars Nelson á Brandon Thatch í Las Vegas um helgina eru ekki allir jafn hrifnir. Það sést á viðbrögðum við hugleiðingum Bjarna, nokkrir hafa deilt hugleiðingum hans og margir eru sammála. „Sannleikur klámsins og sannleikur UFC bardagans er sami sannleikurinn og hann býr í samvitund okkar,“ segir Bjarni en þessi tegund af samskiptum er ekki allur sannleikurinn. „Það má einmitt færa fyrir því gild rök að samskiptin í UFC séu ekki góð samskipti. Ekki frekar en samskipti í klámi. En þetta er þarna samt og þetta er hluti af mennskum veruleika.Heimsk og þreytandi valdbeiting Séra Bjarni segir að þeir sem keppa í UFC séu skylmingaþrælar nútímans og við búum í heimi þar sem víðtækt samkomulag ríki um gildi valdbeitingar. „Menning valdbeitingarinnar bitnar á konum og börnum og skapar ekki vernd fyrir neinn. Hollywood-klisjan, klámið og UFC menningin er andstæð hagsmunum kvenna og barna og hún er líka andstæð hagsmunum karla. Valdbeiting er yfir höfuð ekki góð vinnutilgáta í glímunni við veruleikann. Hún er heimsk, fyrirsjáanleg, þreytandi og bitnar á fólki og náttúru.“ Bjarni telur þetta svikasátt, syndsamlega og synd sundri. „Samt vekur bardaginn með mér kenndir og, já, ég er búinn að horfa á höggin tvö í slow motion. Fann mig bara knúinn til þess.“
Mest lesið Læknir ekki séð aðra eins áverka á þrjátíu ára starfsferli Innlent Átta ungmenni handtekin í Seljahverfi Innlent „Algjörlega brjálæðislegt að sjá“ Innlent Afsökunarbeiðni og einræðisherra í skiptum fyrir flotastöð? Erlent Nauðgunardómi snúið við: „Gæfi allt til að taka þetta til baka“ Innlent Ömmur og afar Bryndísar Klöru: „Tími aðgerða þegar liðinn“ Innlent Einn fluttur með þyrlu vegna slyssins Innlent Sendiherra látinn fjúka vegna brandara á kostnað Trump Erlent Íslendingar eigi eitt tromp gegn Trump Innlent 30 milljarðar safnast upp á reikningum Menntasjóðs Innlent Fleiri fréttir Vilja færa skipulagsvald alþjóðaflugvalla til ríkis Nauðgunardómi snúið við: „Gæfi allt til að taka þetta til baka“ Tekist á um vopnastuðning við Úkraínu Hættulegustu gatnamótin við Miklubraut Skilur ekkert í afstöðu samtakanna Bjarkargata varð Bjargargötu að falli Tímamótadómur og flugeldahöll björgunarsveitanna Biðin eftir ökuskírteinum senn á enda Tók að sér að skipta búi móður sinnar og hafði tugi milljóna af því Einn fluttur með þyrlu vegna slyssins Óttast að Íslendingar þurfi að halla sér að Evrópusambandinu Veraldarvinir ætla að byggja upp Sunnutorg Sindri og Ísidór sýknaðir í hryðjuverkamálinu Sagðist nýskilinn og þyrfti því að fróa sér á almannafæri Til skoðunar að flytja skóla Hjallastefnunnar í Engjateig Leikskólarnir ekki fyrst og fremst fyrir foreldra Aukið fjármagn til að stytta bið Ræddi við Hegseth og hefur óskaði eftir samtali við Rubio Hagræðingartillögur gagnrýndar og heimsmálin rædd Ná ekki í hundrað milljónir með fækkun í Hæstarétti Dæmdur fyrir kylfuárás í Kringlunni Pallborðið á Vísi: Hvar stendur Ísland gagnvart Trump, tollastríði og breyttri heimsmynd? 30 milljarðar safnast upp á reikningum Menntasjóðs Árekstur á Vesturlandsvegi „Algjörlega brjálæðislegt að sjá“ Sorglegt að ekki verði af vinnustaðaleikskólum Ömmur og afar Bryndísar Klöru: „Tími aðgerða þegar liðinn“ Læknir ekki séð aðra eins áverka á þrjátíu ára starfsferli Langflest börn brjóti ekki aftur á öðrum börnum eftir meðferð Átta ungmenni handtekin í Seljahverfi Sjá meira