Vill að Landsbankinn greiði meiri arð í ríkissjóð í stað þess að byggja "glæsihöll“ Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 13. júlí 2015 17:44 Vigdís Hauksdóttir, formaður fjárlaganefndar. vísir/pjetur „Ég er alveg orðin gapandi á kröfunni um ráðstöfun ríkisfjár í hin og þessi gæluverkefni. Landsbankinn er núna nýjasta dæmið. Það er ein frétt í viku má segja þar sem er verið að sólunda skattfé okkar landsmanna. Það hefði verið nær að fyrir Landsbankann að hann myndi greiða meiri arð inn í ríkissjóð í stað þess að byggja þarna einhverja glæsihöll sem kemur til með að vera stærstu höfuðstöðvar íslensks banka þegar öll bankaviðskipti eru komin á netið,“ segir Vigdís Hauksdóttir, formaður fjárlaganefndar og þingmaður Framsóknarflokksins. Hún bætist þar með í hóp þeirra sem hafa gagnrýnt byggingu nýrra höfðustöðva Landsbankans sem er nær alfarið í eigu íslenska ríkisins. Vigdís segir forgangsröðunina í ríkisfjármálum vera alveg skýra. „En það virðist vera ósköp erfitt fyrir nokkuð stóran hóp í opinbera geiranum að viðurkenna raunverulega þá stefnu. Við getum alveg sagt að stjórnvöldum sé ekki hlýtt,“ segir Vigdís. Agaleysi ríkisstofnanna sem fari fram úr fjárheimildum sínum drepi áætlanir ríkisstjórnarinnar um að skila ríkissjóði hallalausum. Hún segir að ef til vill sé nú komið að tímamótum þar sem þurfi að fara að beita þær stofnanir refsiaðgerðum sem fara fram úr fjárlögum. „Nú erum við komin með stuðning frá ríkisendurskoðanda í þessa átt. Haldið þið að það sé ekki hundleiðinlegt fyrir okkur í fjárlaganefnd að vera með sömu stofnanirnar inni á gólfi hjá okkur að spyrja hvað þær séu að gera og hvernig eigi að leysa vandamálið því það er ekki til meira fé í ríkissjóði. Svo koma þær ári síðar eða á hálfs árs fresti en það eru engin svör,“ segir Vigdís. Viðtalið við Vigdísi má heyra í heild sinni í spilaranum hér að neðan. Tengdar fréttir Stjórnarþingmaður segir milljarðana nýtast betur í nýjan Landspítala Elín Hirst, þingmaður Sjálfstæðisflokksins, segir það „vera út í hött“ að ræða byggingu nýrra höfuðstöðva Landsbankans við Austurhöfn og kallar eftir alvöru samkeppni á bankamarkaði 12. júlí 2015 15:00 Segir anda Hrunsins svífa yfir vötnum Ómar Ragnarsson er vægast sagt ósáttur við fyrirhugaða byggingu nýrra höfuðstöðva Landsbankans sem hann kallar „stærsta gullkálf í sögu norrænna þjóða“ 11. júlí 2015 19:18 Landsbankinn byggir nýjar höfuðstöðvar við Austurhöfn Kostnaður við byggingu áætlaður um átta milljarðar króna. Óskað eftir hugmyndum um nýtingu gamla Landsbankahússins við Austurstræti. 9. júlí 2015 15:41 Mest lesið Hneykslaðist á „óútfærðum afkomubætandi aðgerðum“ Viðskipti innlent Plasttappamálið flaug í gegnum þingið Neytendur Í fullkomnu frelsi: „Þar sem er heyskapur er ég“ Atvinnulíf Íhuga hærri tolla á alla Viðskipti erlent Ræðst í byggingu átta húsa í Hvammsvík Viðskipti innlent Einn vinsælasti tengiltvinnbíll Íslendinga snýr aftur Samstarf Vörur gerðar af meisturum fyrir meistara Samstarf Eldisfiskur fluttur út fyrir 54 milljarða króna Viðskipti innlent Deila um þvottahús stöðvar ekki Hreint í bili Viðskipti innlent BYKO opnar nýja og glæsilega timburverslun Samstarf Fleiri fréttir Hneykslaðist á „óútfærðum afkomubætandi aðgerðum“ Deila um þvottahús stöðvar ekki Hreint í bili Eldisfiskur fluttur út fyrir 54 milljarða króna Ræðst í byggingu átta húsa í Hvammsvík Trúir ekki að menn loki fiskvinnslu til að mótmæla veiðigjöldum „Þetta er afnotagjald“ Play komið með flugrekstrarleyfi á Möltu Jón Ólafur í framboði til formanns SA Eigendaskipti hjá Fótbolta.net Feðgarnir nú aftur einu hluthafarnir í Eyri Invest Eyjólfur Árni hættir hjá SA Hagnaðist um tvo milljarða: Ljóst að greinin megi ekki við hækkunum Verðbólga heldur áfram að hjaðna Versta sviðsmyndin sé að lenda á milli Evrópu og Bandaríkjanna í tollastríði Íhuga að sameina lífeyrissjóði „Reiðarslag fyrir þau þorp þar sem stundaðar eru veiðar og vinnsla“ Tollastríðið gæti vel haft áhrif á lífskjör almennings Salóme tekur við af stofnanda Ísorku Helgi ráðinn sölustjóri Bein útsending: Kynna yfirlýsingu fjármálastöðugleikanefndar Kemur nýr inn í fjármálastöðugleikanefnd Mikil óvissa í alþjóðamálum gæti reynt á þjóðarbúið Segir útlitið svart fyrir sjávarútveginn og breytingarnar illa unnar „Íslenskur sjávarútvegur er burðarás í atvinnulífinu“ Lýsa yfir verulegum áhyggjum af tvöföldun veiðigjalda Allt að tvöfalda veiðigjöldin og segja útgerðina þola það vel Aflinn verði verkaður annars staðar eftir breytingar stjórnarinnar Sækja á sjötta milljarð króna Laun eftir kjarasamningi „gervistéttarfélags“ sögð tugum þúsunda lægri Spá 1,8 prósent hagvexti í ár og 2,7 prósent verðbólgu á næsta ári Sjá meira
„Ég er alveg orðin gapandi á kröfunni um ráðstöfun ríkisfjár í hin og þessi gæluverkefni. Landsbankinn er núna nýjasta dæmið. Það er ein frétt í viku má segja þar sem er verið að sólunda skattfé okkar landsmanna. Það hefði verið nær að fyrir Landsbankann að hann myndi greiða meiri arð inn í ríkissjóð í stað þess að byggja þarna einhverja glæsihöll sem kemur til með að vera stærstu höfuðstöðvar íslensks banka þegar öll bankaviðskipti eru komin á netið,“ segir Vigdís Hauksdóttir, formaður fjárlaganefndar og þingmaður Framsóknarflokksins. Hún bætist þar með í hóp þeirra sem hafa gagnrýnt byggingu nýrra höfðustöðva Landsbankans sem er nær alfarið í eigu íslenska ríkisins. Vigdís segir forgangsröðunina í ríkisfjármálum vera alveg skýra. „En það virðist vera ósköp erfitt fyrir nokkuð stóran hóp í opinbera geiranum að viðurkenna raunverulega þá stefnu. Við getum alveg sagt að stjórnvöldum sé ekki hlýtt,“ segir Vigdís. Agaleysi ríkisstofnanna sem fari fram úr fjárheimildum sínum drepi áætlanir ríkisstjórnarinnar um að skila ríkissjóði hallalausum. Hún segir að ef til vill sé nú komið að tímamótum þar sem þurfi að fara að beita þær stofnanir refsiaðgerðum sem fara fram úr fjárlögum. „Nú erum við komin með stuðning frá ríkisendurskoðanda í þessa átt. Haldið þið að það sé ekki hundleiðinlegt fyrir okkur í fjárlaganefnd að vera með sömu stofnanirnar inni á gólfi hjá okkur að spyrja hvað þær séu að gera og hvernig eigi að leysa vandamálið því það er ekki til meira fé í ríkissjóði. Svo koma þær ári síðar eða á hálfs árs fresti en það eru engin svör,“ segir Vigdís. Viðtalið við Vigdísi má heyra í heild sinni í spilaranum hér að neðan.
Tengdar fréttir Stjórnarþingmaður segir milljarðana nýtast betur í nýjan Landspítala Elín Hirst, þingmaður Sjálfstæðisflokksins, segir það „vera út í hött“ að ræða byggingu nýrra höfuðstöðva Landsbankans við Austurhöfn og kallar eftir alvöru samkeppni á bankamarkaði 12. júlí 2015 15:00 Segir anda Hrunsins svífa yfir vötnum Ómar Ragnarsson er vægast sagt ósáttur við fyrirhugaða byggingu nýrra höfuðstöðva Landsbankans sem hann kallar „stærsta gullkálf í sögu norrænna þjóða“ 11. júlí 2015 19:18 Landsbankinn byggir nýjar höfuðstöðvar við Austurhöfn Kostnaður við byggingu áætlaður um átta milljarðar króna. Óskað eftir hugmyndum um nýtingu gamla Landsbankahússins við Austurstræti. 9. júlí 2015 15:41 Mest lesið Hneykslaðist á „óútfærðum afkomubætandi aðgerðum“ Viðskipti innlent Plasttappamálið flaug í gegnum þingið Neytendur Í fullkomnu frelsi: „Þar sem er heyskapur er ég“ Atvinnulíf Íhuga hærri tolla á alla Viðskipti erlent Ræðst í byggingu átta húsa í Hvammsvík Viðskipti innlent Einn vinsælasti tengiltvinnbíll Íslendinga snýr aftur Samstarf Vörur gerðar af meisturum fyrir meistara Samstarf Eldisfiskur fluttur út fyrir 54 milljarða króna Viðskipti innlent Deila um þvottahús stöðvar ekki Hreint í bili Viðskipti innlent BYKO opnar nýja og glæsilega timburverslun Samstarf Fleiri fréttir Hneykslaðist á „óútfærðum afkomubætandi aðgerðum“ Deila um þvottahús stöðvar ekki Hreint í bili Eldisfiskur fluttur út fyrir 54 milljarða króna Ræðst í byggingu átta húsa í Hvammsvík Trúir ekki að menn loki fiskvinnslu til að mótmæla veiðigjöldum „Þetta er afnotagjald“ Play komið með flugrekstrarleyfi á Möltu Jón Ólafur í framboði til formanns SA Eigendaskipti hjá Fótbolta.net Feðgarnir nú aftur einu hluthafarnir í Eyri Invest Eyjólfur Árni hættir hjá SA Hagnaðist um tvo milljarða: Ljóst að greinin megi ekki við hækkunum Verðbólga heldur áfram að hjaðna Versta sviðsmyndin sé að lenda á milli Evrópu og Bandaríkjanna í tollastríði Íhuga að sameina lífeyrissjóði „Reiðarslag fyrir þau þorp þar sem stundaðar eru veiðar og vinnsla“ Tollastríðið gæti vel haft áhrif á lífskjör almennings Salóme tekur við af stofnanda Ísorku Helgi ráðinn sölustjóri Bein útsending: Kynna yfirlýsingu fjármálastöðugleikanefndar Kemur nýr inn í fjármálastöðugleikanefnd Mikil óvissa í alþjóðamálum gæti reynt á þjóðarbúið Segir útlitið svart fyrir sjávarútveginn og breytingarnar illa unnar „Íslenskur sjávarútvegur er burðarás í atvinnulífinu“ Lýsa yfir verulegum áhyggjum af tvöföldun veiðigjalda Allt að tvöfalda veiðigjöldin og segja útgerðina þola það vel Aflinn verði verkaður annars staðar eftir breytingar stjórnarinnar Sækja á sjötta milljarð króna Laun eftir kjarasamningi „gervistéttarfélags“ sögð tugum þúsunda lægri Spá 1,8 prósent hagvexti í ár og 2,7 prósent verðbólgu á næsta ári Sjá meira
Stjórnarþingmaður segir milljarðana nýtast betur í nýjan Landspítala Elín Hirst, þingmaður Sjálfstæðisflokksins, segir það „vera út í hött“ að ræða byggingu nýrra höfuðstöðva Landsbankans við Austurhöfn og kallar eftir alvöru samkeppni á bankamarkaði 12. júlí 2015 15:00
Segir anda Hrunsins svífa yfir vötnum Ómar Ragnarsson er vægast sagt ósáttur við fyrirhugaða byggingu nýrra höfuðstöðva Landsbankans sem hann kallar „stærsta gullkálf í sögu norrænna þjóða“ 11. júlí 2015 19:18
Landsbankinn byggir nýjar höfuðstöðvar við Austurhöfn Kostnaður við byggingu áætlaður um átta milljarðar króna. Óskað eftir hugmyndum um nýtingu gamla Landsbankahússins við Austurstræti. 9. júlí 2015 15:41