Fótbolti

Ólafur: Með góða tilfinningu í maganum

Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar
Ólafur Kristjánsson, þjálfari Norsjælland.
Ólafur Kristjánsson, þjálfari Norsjælland. Vísir/Getty
Ólafur Kristjánsson segist vera spenntur fyrir nýju tímabili í dönsku úrvalsdeildinni en opnunarleikur mótsins verður á morgun en Nordsjælland, lið Ólafs, tekur á móti SönderjyskE.

Nordsjælland endaði í sjötta sæti deildarinnar á síðasta tímabili en því lauk í byrjun síðasta mánaðar. „Ég hef góða tilfinningu í maganum. Undirbúningurinn hefur verið virkilega góður og hópurinn hefur ekki breyst mikið frá því í vor,“ sagði Ólafur í viðtali á heimasíðu Nordsjælland.

„Ég get lofað því að við munum gera allt sem í okkar valdi stendur til að vinna SönderjyskE. Sigurinn í fyrstu umferð í fyrra færði okkur mikið fyrir framhaldið og við vitum hversu mikilvægt það er að byrja á sigri.“

„Við ætlum að reyna að spila leikinn á okkar forsendum. Við viljum stjórna hraðanum í leiknum og byggja á því sem við gerðum í vor. Við höfum tekið því rólega síðustu daga og fínpússað nokkur atriði. Við ættlum því að vera frískir fyrir leikinn á morgun.“




Fleiri fréttir

Sjá meira


×