Honda með þriggja sætaraða B-RV Finnur Thorlacius skrifar 1. júlí 2015 09:46 Teikning af tilvonandi Honda B-RV. Honda ætlar að framleiða sjö sæta og þriggja sætaraða jeppling sem fær nafnið Honda B-RV og verður hann fyrst markaðssettur í Indónesíu. Honda framleiðir reyndar nú þegar þriggja sætaraða bíl fyrir Bandaríkjamarkað sem heitir Pilot, en þessi bíll verður ekkert líkur honum og mun fallegri. Ekki verður vélin stór í þessum nýja bíl, eða aðeins 1,5 lítra bensínvél og mun hann fást bæði beinskiptur og sjálfskiptur. Ekki er ljóst hvort að bíllinn verði í boði fjórhjóladrifinn, framhjóladrifinn eða bæði. Þó er ljóst að hann mun standa hátt frá vegi svo líklegt er að fjórhjóladrif verði í boði. Honda ætlar að frumsýna þennan nýja jeppling á bílasýningunni á Gaikindo Indonesian International Auto Show í ágúst og því er ekki langt að bíða þess að sjá hvernig hann lítur endanlega út og verður útbúinn. Mest lesið „Skóli barnanna er farinn, flestar verslanir og ég veit ekki hversu mörg hús“ Erlent Bíll illa farinn eftir að hafa verið ekið á vegrið Innlent Högum þykir miður að byggingin valdi óþægindum Innlent Myndasyrpa: Að minnsta kosti tvö þúsund hús brunnin í Los Angeles Erlent Græna „gímaldið“ við Álfabakka: Hvernig gat þetta gerst? Innlent Grunuð um að setja milljónir af opinberu fé inn á veðmálasíður Innlent Þjóðaröryggisráðgjafi Trumps: „Þetta snýst um sjaldgæfa málma, þetta snýst um auðlindir“ Erlent Rektor MH tekur við skólamálum borgarinnar Innlent Spjallaði við hæstaréttardómara rétt fyrir áfrýjun Erlent Titringur á Alþingi Innlent
Honda ætlar að framleiða sjö sæta og þriggja sætaraða jeppling sem fær nafnið Honda B-RV og verður hann fyrst markaðssettur í Indónesíu. Honda framleiðir reyndar nú þegar þriggja sætaraða bíl fyrir Bandaríkjamarkað sem heitir Pilot, en þessi bíll verður ekkert líkur honum og mun fallegri. Ekki verður vélin stór í þessum nýja bíl, eða aðeins 1,5 lítra bensínvél og mun hann fást bæði beinskiptur og sjálfskiptur. Ekki er ljóst hvort að bíllinn verði í boði fjórhjóladrifinn, framhjóladrifinn eða bæði. Þó er ljóst að hann mun standa hátt frá vegi svo líklegt er að fjórhjóladrif verði í boði. Honda ætlar að frumsýna þennan nýja jeppling á bílasýningunni á Gaikindo Indonesian International Auto Show í ágúst og því er ekki langt að bíða þess að sjá hvernig hann lítur endanlega út og verður útbúinn.
Mest lesið „Skóli barnanna er farinn, flestar verslanir og ég veit ekki hversu mörg hús“ Erlent Bíll illa farinn eftir að hafa verið ekið á vegrið Innlent Högum þykir miður að byggingin valdi óþægindum Innlent Myndasyrpa: Að minnsta kosti tvö þúsund hús brunnin í Los Angeles Erlent Græna „gímaldið“ við Álfabakka: Hvernig gat þetta gerst? Innlent Grunuð um að setja milljónir af opinberu fé inn á veðmálasíður Innlent Þjóðaröryggisráðgjafi Trumps: „Þetta snýst um sjaldgæfa málma, þetta snýst um auðlindir“ Erlent Rektor MH tekur við skólamálum borgarinnar Innlent Spjallaði við hæstaréttardómara rétt fyrir áfrýjun Erlent Titringur á Alþingi Innlent