Ný stikla: Hjartaknúsari leikur uppljóstrara Stefán Ó. Jónsson skrifar 1. júlí 2015 10:06 Joseph Gordon-Levitt er hér í gervi hermannsins Snowden. Fáir menn hafa vakið meiri athygli á undanförnum árum en uppljóstrarinn Edward Snowden sem varpaði ljósi á starfsemi og hleranir Þjóðaröryggisstofnunar Bandaríkjanna (NSA) árið 2013. Nú vinnur hinn margverlaunaði leikstjóri Oliver Stone að kvikmynd um kappann, sem einfaldlega ber nafnið Snowden, og fyrirhugað er að frumsýna hana síðar á þessu ári. Oliver Stone hefur sérhæft sig í kvikmyndum sem byggðar eru, að einhverju leyti, á sannsögulegum atburðum svo sem myndir hans um forsetana John F. Kennedy og Richard Nixon og því ljóst að hann verður á heimavelli í kvikmynd sinni um Snowden. Hjartaknúsarinn Joseph Gordon-Levitt fer með hlutverk uppljóstrarans sem bregður þó ekki fyrir í nýrri stiklu úr myndinni má sjá hér að neðan. Þetta er ekki í fyrsta sinn sem kvikmynd er gerð um raunir Snowdens. Sem dæmi má nefna kvikmyndina Citizenfour sem hlaut Óskarsverðlaun sem besta heimildarmyndin í febrúar. Hér má einnig sjá þegar John Oliver lagði leið sína til Rússlands, þar sem Snowden er með hæli, og tók viðtal við uppljóstrarann fyrr á þessu ári. Bíó og sjónvarp Mest lesið Kynntist eiginkonunni á swingklúbbi Lífið Léttir að heyra öskrið í dóttur sinni Lífið Bak við tjöldin í Kryddsíldinni 2024 Lífið Atli Steinn genginn í það heilaga Lífið Fréttatían: Áramótin, Kryddsíld og útlönd Lífið Af hverju er þessi kona á öllum auglýsingaskiltum? Menning Saga sagði já við Sturlu Lífið Una Torfa og Jón Jónsson frumfluttu lag í beinni Tónlist Mætti á undan Katrínu Tönju til landsins og kom henni á óvart Lífið Heilsa og vellíðan nátengd góðu umhverfi Lífið samstarf Fleiri fréttir Lively í hart: „Þú veist að við getum grafið hvern sem er“ Landaði hlutverki í íslensku Hallmark-myndinni á hálftíma Frumsýning á Vísi: Fyrsta stiklan úr hryllingstrylli af Vestfjörðum Paul Mescal leiki nafna sinn McCartney „Þannig það yrði bara til Leynilögga 1 og 3“ Emilia Pérez og The Bear með flestar tilnefningar til Golden Globe „Hversu góð tök hefur þú á Rúrik?“ Sjá meira
Fáir menn hafa vakið meiri athygli á undanförnum árum en uppljóstrarinn Edward Snowden sem varpaði ljósi á starfsemi og hleranir Þjóðaröryggisstofnunar Bandaríkjanna (NSA) árið 2013. Nú vinnur hinn margverlaunaði leikstjóri Oliver Stone að kvikmynd um kappann, sem einfaldlega ber nafnið Snowden, og fyrirhugað er að frumsýna hana síðar á þessu ári. Oliver Stone hefur sérhæft sig í kvikmyndum sem byggðar eru, að einhverju leyti, á sannsögulegum atburðum svo sem myndir hans um forsetana John F. Kennedy og Richard Nixon og því ljóst að hann verður á heimavelli í kvikmynd sinni um Snowden. Hjartaknúsarinn Joseph Gordon-Levitt fer með hlutverk uppljóstrarans sem bregður þó ekki fyrir í nýrri stiklu úr myndinni má sjá hér að neðan. Þetta er ekki í fyrsta sinn sem kvikmynd er gerð um raunir Snowdens. Sem dæmi má nefna kvikmyndina Citizenfour sem hlaut Óskarsverðlaun sem besta heimildarmyndin í febrúar. Hér má einnig sjá þegar John Oliver lagði leið sína til Rússlands, þar sem Snowden er með hæli, og tók viðtal við uppljóstrarann fyrr á þessu ári.
Bíó og sjónvarp Mest lesið Kynntist eiginkonunni á swingklúbbi Lífið Léttir að heyra öskrið í dóttur sinni Lífið Bak við tjöldin í Kryddsíldinni 2024 Lífið Atli Steinn genginn í það heilaga Lífið Fréttatían: Áramótin, Kryddsíld og útlönd Lífið Af hverju er þessi kona á öllum auglýsingaskiltum? Menning Saga sagði já við Sturlu Lífið Una Torfa og Jón Jónsson frumfluttu lag í beinni Tónlist Mætti á undan Katrínu Tönju til landsins og kom henni á óvart Lífið Heilsa og vellíðan nátengd góðu umhverfi Lífið samstarf Fleiri fréttir Lively í hart: „Þú veist að við getum grafið hvern sem er“ Landaði hlutverki í íslensku Hallmark-myndinni á hálftíma Frumsýning á Vísi: Fyrsta stiklan úr hryllingstrylli af Vestfjörðum Paul Mescal leiki nafna sinn McCartney „Þannig það yrði bara til Leynilögga 1 og 3“ Emilia Pérez og The Bear með flestar tilnefningar til Golden Globe „Hversu góð tök hefur þú á Rúrik?“ Sjá meira