Tónlist

„Bestu móttökur sem við höfum nokkurn tímann fengið“

Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar
Flavor Flav er þekktur fyrir að vera alltaf með nóg af klukkum.
Flavor Flav er þekktur fyrir að vera alltaf með nóg af klukkum. vísir/ernir
Bandaríska hip-hop sveitin Public Enemy tróð upp á tónlistarhátíðinni ATP í Reykjanesbæ í kvöld. Sveitin spilaði í rúman klukkutíma, tók öll sín bestu lög og salurinn söng með.

Þegar tónleikunum lauk sagði Flavor Flav, einn af meðlimum bandsins, við tónleikagesti:

„Þetta eru bestu móttökur sem við höfum nokkurn tímann fengið!“

Um 4000 manns eru á hátíðinni og er stemningin frábær að sögn blaðamanns Vísis sem er á svæðinu. Hann segir veðrið milt en nokkuð blautt.

Public Enemy spilaði í rúman klukkutíma og tók öll sín bestu lög.vísir/ernir

Tengdar fréttir

Fylgstu með ATP á Twitter og Instagram

Tónlistarhátíðin All Tomorrows Parties, eða ATP, hófst í dag en þetta er í þriðja sinn sem hátíðin er haldin hér á landi. Á meðal þeirra sem koma fram í kvöld eru Belle and Sebastian og Iggy Pop.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×