Nýr forstjóri Honda vill spennandi bíla Finnur Thorlacius skrifar 6. júlí 2015 13:33 Honda Civic Type R á bílasýningunni í Genf. Mörgum hefur fundist bílar Honda verða sífellt minna spennandi, enda hefur Honda á síðustu árum lagt höfuðáherslu á magnsölu bíla sinna. Það mun breytast með nýjum forstjóra, hinum 56 ára verkfræðingi, Takahiro Hachigo. Hann hefur tjáð sig um það að hjá Honda verði nú lögð áhersla á að búa til bíla sem vekja tilfinningar og uppfylla drauma kaupenda. Bílaáhugamenn um allan heim fagna því, ekki síst í ljósi þess að Honda var frægt fyrir að smíða afar spennandi bíla fyrir ekki svo mörgum árum, en hreinlega hætti því. Tilkoma nýs Honda Civic Type R er gott dæmi um þessa sveiflu nú og von er á fleiri athygliverðum bílum á næstunni. Bílar Honda eiga líka að verða meiri heimsbílar, sem henta kaupendum á öllum mörkuðum, ekki bara í Japan og Bandaríkjunum. Hachigo hefur unnið fyrir Honda í Evrópu, Bandaríkjunum og Kína og segist þekkja vel til þarfa kaupenda þar og ætli að uppfylla þeirra þarfir. Mest lesið Gert að greiða leigu fyrir afnot af „Hafnarfjarðarhreysinu“ Innlent Ríkissjórn Scholz er sprungin Erlent Varað við ofsaveðri á Vestfjörðum og Norðurlandi Veður Vinnan sé seld langt undir kostnaðarverði Innlent „Við erum í neyðarstöðu akkúrat núna“ Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Óskaði Trump til hamingju og ítrekaði friðsamleg valdaskipti Erlent Vaktin: Forsetakosningar í Bandaríkjunum Erlent Horfði upp á fimmtán mínútna dauðastríð í bakgarðinum Innlent „Kennarasambandi Íslands blöskrar afstaða viðsemjenda sinna“ Innlent
Mörgum hefur fundist bílar Honda verða sífellt minna spennandi, enda hefur Honda á síðustu árum lagt höfuðáherslu á magnsölu bíla sinna. Það mun breytast með nýjum forstjóra, hinum 56 ára verkfræðingi, Takahiro Hachigo. Hann hefur tjáð sig um það að hjá Honda verði nú lögð áhersla á að búa til bíla sem vekja tilfinningar og uppfylla drauma kaupenda. Bílaáhugamenn um allan heim fagna því, ekki síst í ljósi þess að Honda var frægt fyrir að smíða afar spennandi bíla fyrir ekki svo mörgum árum, en hreinlega hætti því. Tilkoma nýs Honda Civic Type R er gott dæmi um þessa sveiflu nú og von er á fleiri athygliverðum bílum á næstunni. Bílar Honda eiga líka að verða meiri heimsbílar, sem henta kaupendum á öllum mörkuðum, ekki bara í Japan og Bandaríkjunum. Hachigo hefur unnið fyrir Honda í Evrópu, Bandaríkjunum og Kína og segist þekkja vel til þarfa kaupenda þar og ætli að uppfylla þeirra þarfir.
Mest lesið Gert að greiða leigu fyrir afnot af „Hafnarfjarðarhreysinu“ Innlent Ríkissjórn Scholz er sprungin Erlent Varað við ofsaveðri á Vestfjörðum og Norðurlandi Veður Vinnan sé seld langt undir kostnaðarverði Innlent „Við erum í neyðarstöðu akkúrat núna“ Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Óskaði Trump til hamingju og ítrekaði friðsamleg valdaskipti Erlent Vaktin: Forsetakosningar í Bandaríkjunum Erlent Horfði upp á fimmtán mínútna dauðastríð í bakgarðinum Innlent „Kennarasambandi Íslands blöskrar afstaða viðsemjenda sinna“ Innlent