Er James Bond að fara frá Sony? Samúel Karl Ólason skrifar 7. júlí 2015 12:30 James Bond, útsendari hennar hátignar, mun að öllum líkindum fá sinn síðasta Martini í mynd sem framleidd er af Sony nú í nóvember. Sony Pictures munu mögulega missa réttinn á því að framleiða fleiri myndir eftir að nýjasta myndin um njósnarann, Spectre, kemur út í nóvember. Ljóst er þó að fleiri myndir munu koma út.Hér má sjá tölur yfir tekjur myndanna um njósnarann.Vísir/GraphicNewsSpectre er síðasta myndin um James Bond sem Sony hefur rétt á að framleiða. Samkomulag Sony Pictures og Metro-Goldwyn-Mayer rennur þá út. Myndir Sony hafa notið mikilla vinsælda frá því að Daniel Craig tók við keflinu af Pierce Brosnan árið 2006. Síðustu þrjár myndir hafa halað inn meira en tveimur milljörðum dala í tekjur. Líklegt þykir að öll stærstur framleiðslufyrirtækin muni keppast um réttinn eftir að Spectre kemur út. Tom Rothman, formaður Sony Pictures, segir í samtali við Financial Times að þeim hafi gengið einstaklega vel með James Bond og að þeir muni reyna að halda réttinum. Ljóst væri þó að allir myndu vilja öðlast hann. Þar að auki eru sögusagnir á kreiki í Hollywood að MGM vilji færa öðru fyrirtæki réttinn. MGM vildi ekki tjá sig um málið við FT. Tvö fyrirtæki þykja þó líklegust. Warner Bros og 21st Century Fox. Bíó og sjónvarp Mest lesið Kynntist eiginkonunni á swingklúbbi Lífið Léttir að heyra öskrið í dóttur sinni Lífið Atli Steinn genginn í það heilaga Lífið Bak við tjöldin í Kryddsíldinni 2024 Lífið Fréttatían: Áramótin, Kryddsíld og útlönd Lífið Af hverju er þessi kona á öllum auglýsingaskiltum? Menning Saga sagði já við Sturlu Lífið Mætti á undan Katrínu Tönju til landsins og kom henni á óvart Lífið Una Torfa og Jón Jónsson frumfluttu lag í beinni Tónlist Heilsa og vellíðan nátengd góðu umhverfi Lífið samstarf Fleiri fréttir Lively í hart: „Þú veist að við getum grafið hvern sem er“ Landaði hlutverki í íslensku Hallmark-myndinni á hálftíma Frumsýning á Vísi: Fyrsta stiklan úr hryllingstrylli af Vestfjörðum Paul Mescal leiki nafna sinn McCartney „Þannig það yrði bara til Leynilögga 1 og 3“ Emilia Pérez og The Bear með flestar tilnefningar til Golden Globe „Hversu góð tök hefur þú á Rúrik?“ Sjá meira
James Bond, útsendari hennar hátignar, mun að öllum líkindum fá sinn síðasta Martini í mynd sem framleidd er af Sony nú í nóvember. Sony Pictures munu mögulega missa réttinn á því að framleiða fleiri myndir eftir að nýjasta myndin um njósnarann, Spectre, kemur út í nóvember. Ljóst er þó að fleiri myndir munu koma út.Hér má sjá tölur yfir tekjur myndanna um njósnarann.Vísir/GraphicNewsSpectre er síðasta myndin um James Bond sem Sony hefur rétt á að framleiða. Samkomulag Sony Pictures og Metro-Goldwyn-Mayer rennur þá út. Myndir Sony hafa notið mikilla vinsælda frá því að Daniel Craig tók við keflinu af Pierce Brosnan árið 2006. Síðustu þrjár myndir hafa halað inn meira en tveimur milljörðum dala í tekjur. Líklegt þykir að öll stærstur framleiðslufyrirtækin muni keppast um réttinn eftir að Spectre kemur út. Tom Rothman, formaður Sony Pictures, segir í samtali við Financial Times að þeim hafi gengið einstaklega vel með James Bond og að þeir muni reyna að halda réttinum. Ljóst væri þó að allir myndu vilja öðlast hann. Þar að auki eru sögusagnir á kreiki í Hollywood að MGM vilji færa öðru fyrirtæki réttinn. MGM vildi ekki tjá sig um málið við FT. Tvö fyrirtæki þykja þó líklegust. Warner Bros og 21st Century Fox.
Bíó og sjónvarp Mest lesið Kynntist eiginkonunni á swingklúbbi Lífið Léttir að heyra öskrið í dóttur sinni Lífið Atli Steinn genginn í það heilaga Lífið Bak við tjöldin í Kryddsíldinni 2024 Lífið Fréttatían: Áramótin, Kryddsíld og útlönd Lífið Af hverju er þessi kona á öllum auglýsingaskiltum? Menning Saga sagði já við Sturlu Lífið Mætti á undan Katrínu Tönju til landsins og kom henni á óvart Lífið Una Torfa og Jón Jónsson frumfluttu lag í beinni Tónlist Heilsa og vellíðan nátengd góðu umhverfi Lífið samstarf Fleiri fréttir Lively í hart: „Þú veist að við getum grafið hvern sem er“ Landaði hlutverki í íslensku Hallmark-myndinni á hálftíma Frumsýning á Vísi: Fyrsta stiklan úr hryllingstrylli af Vestfjörðum Paul Mescal leiki nafna sinn McCartney „Þannig það yrði bara til Leynilögga 1 og 3“ Emilia Pérez og The Bear með flestar tilnefningar til Golden Globe „Hversu góð tök hefur þú á Rúrik?“ Sjá meira