Enski boltinn

Illaramendi til Liverpool?

Anton Ingi Leifsson skrifar
Illaramendi í leik með Real Madrid.
Illaramendi í leik með Real Madrid. vísir/getty
Liverpool vill krækja í Asier Illarramendi, miðjumann Real Madrid,  en þetta kemur fram í Marca í morgun. Illaramendi hefur ekki átt fast sæti í liði Real og kýs hann að skoða stöðuna í sumar.

Tilboðið hljómar upp á sextán milljónir punda eða 22 milljónir evra, en Brendan Rodgers vill gera Illaramendi að fimmtu kaupum Liverpool í sumar. Áður hafi Liverpool fengið Danny Ings, Adam Bogdan, James Milner og Joe Gomez til liðs við sig.

Rafa Benitez, fyrrum stjóri Liverpool, tók við Real Madrid á dögunum og mun hann taka loka ákvörðunina hvort að hann leyfi Illaramendi að fara burt frá Madrídarliðinu sem mistókst að vinna einn titil á síustu leiktíð.

Annars er það að frétta úr herbúðum Real að stórstjarna liðsins, Cristiano Ronaldo, er ekki himinlifandi með komu Benitez samkvæmt fjölmiðlum. Benitez ku ætla spila Ronaldo sem fremsta manni og það hefur ekki farið vel í portúgölsku stjörnuna.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×