Bílskúrinn: Allt markvert frá Austurríki Kristinn Ásgeir Gylfason skrifar 22. júní 2015 23:30 Mercedes fagnar fyrsta og öðru sæti í Austurríki. Vísir/Getty Nico Rosberg bítur frá sér, nælir í 25 stig og gerir það með glans. Kimi Raikkonen verður undir Fernando Alonso, Williams stelur verðlaunum af Ferrari. Allt þetta og ýmislegt annað í Bílskúrnum, uppgjöri hvers kappaksturs hér á Vísi.Klaufalegur árekstur tveggja heimsmeistara, hér má sjá afleiðingarnar.Vísir/GettyAlonso kleif finnska fjallið Eftir ræsinguna, þar sem Rosberg tók fram úr Lewis Hamilton virtist allt ganga vel. Raikkonen og Alonso lentu í samstuði strax í upphafi fyrsta hrings með þeim afleiðingum að McLaren bíll Alonso endaði ofan á framenda á Ferrari bíl Raikkonen. Við fyrstu sýn var eins og Alonso hefði klesst vinstra megin aftan á Raikkonen af tilefnislausu. Sökin virðist þó vera Finnans. Raikkonen missti bílinn í spól í fjórða gír, skipti upp í fimmta og áfram spólaði Ferrari bíllinn og afturendi bílsins skaust út til vinstri og safnaði einum McLaren. Allir komust heilir frá hasarnum en bílarnir þurftu væna viðgerð á eftir.Rosberg hafði betur í baráttu Mercedes bræðra. Hér kemur hann í endamark.Vísir/GettyBarátta Mercedes bræðra Hamilton var á ráspól og Rosberg annar, kúplingin sveik Hamilton í ræsingunni og hann missti Rosberg fram úr sér. Keppnin var róleg á milli Mercedes bræðra, Hamilton reyndi aðeins að brejast í upphafi en gafst fljótt upp á því. Rosberg var öruggur í forystu alla keppnina. Sjaldan áður hefur Rosberg unnið með eins miklum glans, yfirleitt hefur hann þurft að berjast fyrir fyrsta sætinu. Rosberg hafði allt undir stjórn í Austurríki og var ekki ógnað af neinum. Hamilton átti engin svör við Þjóðverjanum.Massa tókst heldur betur að setja pressu á Ferrari.Vísir/GettyWilliams vinnur á FerrariFelipe Massa á Williams varð þriðji, stal verðlaunasæti af Sebastian Vettel á Ferrari þegar þjónustuhlé dróst á langinn hjá ítalska liðinu. Massa hafði sagt fyrir kappaksturinn að han teldi líklegt að nú gæti Williams unnið á og vildi Massa fara að setja pressu á Ferrari. Uppfærslur Williams liðsins og sjálfssköpuð óheppni Ferrari hjálpupust til við að koma Massa á verðlaunapall. Það verður þó ekki tekið frá Massa að hann ók vel og varðist vel þegar Vettel sótti hart að honum á síðustu hringjum keppninnar.Sjálfstraustið skein af Hulk alla helgina.Vísir/GettyMaður keppninnarNico Hulkenberg, fær að njóta heiðursins eftir þessa keppni, vissulega tapaði hann einu sæti í keppninni. Það má þó velja orðalag sem útskýrir betur valið á manni keppninnar. Nico Hulkenberg átti gríðarlega góða tímatöku og ræsti fimmti og tapaði bara einu sæti í vægast sagt úreltum Force India. Nýji bíllinn kemur í næstu keppni og hvað ætli Hulkenberg geti gert í honum. Það verður spennandi að sjá. Hulkenberg var í vinningsliði Le Mans sólarhringskappakstursins þar síðustu helgi. Líklega hefur honum ekki leiðs að koma aftur til keppni í Formúlu 1 eftir að hafa unnið keppni. Það er langt síðan það gerðist síðast. Sjálfstraustið hefur sennilega sjaldan verið hærra hjá Hulk, eins og hann er gjarnan kallaður. Kannski opnar Le Mans augu stærri liða fyrir hæfileikum hans. Hulkenberg er af mörgum talinn einn vanmetnasti ökumaðurinn í Formúlu 1 um þessar mundir.Rosberg, Hamilton, Vettel á fyrsta hring í Austurríki.Vísir/GettyStigastaðan Heimsmeistarakeppni ökumanna er afar spennandi. Einungis tíu stig skilja Hamilton og Rosberg að á toppnum. Hamilton með 169 stig og Rosberg 159. Vettel er með 120 og eru þá upptaldir ökumenn sem hafa yfir 100 stig. Raikkonen er fjórði með 72 stig, Valtteri Bottas á Williams með 67 og Massa með 62. Vert er að nefna að tvöfaldi heimsmeistarinn Alonso er stiga laus, ásamt Manor ökumönnunum. Keppni bílasmiða er ekki eins spennandi. Mercedes situr á toppnum með 328 stig, Ferrari er í öðru sæti með 192 stig og Williams er með 129 stig í þriðja sæti. Manor er eina stigalausa liðið. Williams gaf það út um helgina að það hefði sett sér skýrt markmið að ná öðru sæti í keppni bílasmiða. Líklega verður það mesta spennan, hvort Ferrari eða Williams verða í öðru sæti. Formúla Tengdar fréttir Sjáðu ógöngur Raikkonen og Alonso og allt það helsta í austurríska kappakstrinum Nico Rosberg á Mercedes kom fyrstur í mark í austurríska kappaksturinn, en liðsfélagi hans Lewis Hamilton varð annar. 21. júní 2015 17:00 Lewis Hamilton á ráspól í Austurríki Lewis Hamilton á Meredes náði ráspól. Liðsfélagi hans, Nico Rosberg varð annar og Sebastian Vettel á Ferrari varð þriðji. 20. júní 2015 13:30 Lowe: Bjuggum okkur undir harða keppni við Ferrari Nico Rosberg á Mercedes vann austurríska kappaksturinn annað árið í röð og minnkaði bilið í Lewis Hamilton niður í 10 stig í heimsmeistarakeppni ökumnanna. 21. júní 2015 14:30 Nico Rosberg vann í Austurríki Nico Rosberg á Mercedes vann austurríska kappaksturinn, liðsfélagi hans, Lewis Hamilton varð annar og Felipe Massa á Williams varð þriðji. 21. júní 2015 13:37 Massa: Mikilvægt að setja pressu á Ferrari Felipe Massa annar ökumanna Williams liðsins í Formúlu 1 segir að það sé mikilvægt fyrir liðið að setja pressu á Ferrari í nánustu framtíð. 16. júní 2015 22:00 Rosberg og Vettel fljótastir á æfingum Nico Rosberg á Mercedes var fljótastur á fyrri æfingu dagsins, Sebastian Vettel á Ferrari var fljótastur á seinni æfingunni. 19. júní 2015 21:30 Rosberg: Ég reyndi of mikið og því fór sem fór Lewis Hamilton tryggði Mercedes 19. ráspól liðsins í röð í Austurríki í dag. Þetta er orðin önnur lengsta röð ráspóla í sögu Formúlu 1. Nico Rosberg á Mercedes varð annar og Sebastian Vettel á Ferrari þriðji. Hver sagði hvað eftir tímatökuna? 20. júní 2015 15:00 Mest lesið Látnir gista líka á æfingasvæðinu Enski boltinn Haaland klúðraði víti og City tapaði stigum Enski boltinn Meistarinn gæti þurft að slá út tvo nafna sína á leiðinni í úrslit Sport „Ég elska NFL deildina en jóladagur er okkar“ Körfubolti Fimm hlutu dóm fyrir ólætin í Amsterdam Fótbolti Dagskráin í dag: Íslandsmeistarar og fótbolti Sport 76ers sóttu sigur úr Garðinum Körfubolti Botnliðin eiga von og meistararnir geta fallið Fótbolti Tók „erfiðustu ákvörðun ævinnar“ og fór til Valencia Fótbolti Þúsundasta sendingin gripin og hlaupamet Michael Vick slegið Sport Fleiri fréttir Michael Schumacher verður afi Meistarinn með nýjan félaga eftir að Perez var sparkað Harður diskur með viðkvæmum upplýsingum um Schumacher týndur Fékk myndir sem áttu að sýna Schumacher við „slæma heilsu“ Norris vann og tryggði McLaren fyrsta titilinn í 26 ár McLaren langt komið með að tryggja sér heimsmeistaratitil bílasmiða Lítill Verstappen á leiðinni Russell segir að Verstappen hafi hótað að klessa á hann Heimavöllur heimsmeistarans tekinn af dagskrá Dagar Perez hjá Red Bull virðast taldir Hill hneykslaður: „Er Schumacher harmleikurinn ekki nóg fyrir sumt fólk?“ Lætur Bretann heyra það: „Mín virðing fyrir honum er engin“ Fyrrverandi lífvörður Schumachers reyndi að fjárkúga hann Launaði greiðann og gaf liðsfélaganum sigurinn Segir að Verstappen ætti að byrja með uppistand Fimmtán ára og ætlar að verða fyrsta konan til að vinna Formúlu 1 Segir að Schumacher hafi ekki mætt í brúðkaupið Cadillac á leiðinni í Formúlu 1 Verstappen áfram hjá Red Bull Verstappen heimsmeistari fjórða árið í röð Russell á ráspól í fyrramálið Hamilton vildi hætta eftir Brasilíukappaksturinn Gagnrýnir hómófóbísk ummæli pabbans um Ralf Schumacher „Schumacher lét mér finnast ég vera gagnslaus og hæfileikalaus“ Tryggja framtíð formúlu 1 í Mónakó Mick Schumacher gaf sjaldgæfa innsýn inn í líf föður síns Enginn Finni í formúlu 1 í fyrsta sinn í átján ár Svona verður Verstappen heimsmeistari í borg syndanna Mercedes þvertekur fyrir orðróm um Hamilton Hamilton hraunar yfir bílinn sinn og hótar að hætta strax Sjá meira
Nico Rosberg bítur frá sér, nælir í 25 stig og gerir það með glans. Kimi Raikkonen verður undir Fernando Alonso, Williams stelur verðlaunum af Ferrari. Allt þetta og ýmislegt annað í Bílskúrnum, uppgjöri hvers kappaksturs hér á Vísi.Klaufalegur árekstur tveggja heimsmeistara, hér má sjá afleiðingarnar.Vísir/GettyAlonso kleif finnska fjallið Eftir ræsinguna, þar sem Rosberg tók fram úr Lewis Hamilton virtist allt ganga vel. Raikkonen og Alonso lentu í samstuði strax í upphafi fyrsta hrings með þeim afleiðingum að McLaren bíll Alonso endaði ofan á framenda á Ferrari bíl Raikkonen. Við fyrstu sýn var eins og Alonso hefði klesst vinstra megin aftan á Raikkonen af tilefnislausu. Sökin virðist þó vera Finnans. Raikkonen missti bílinn í spól í fjórða gír, skipti upp í fimmta og áfram spólaði Ferrari bíllinn og afturendi bílsins skaust út til vinstri og safnaði einum McLaren. Allir komust heilir frá hasarnum en bílarnir þurftu væna viðgerð á eftir.Rosberg hafði betur í baráttu Mercedes bræðra. Hér kemur hann í endamark.Vísir/GettyBarátta Mercedes bræðra Hamilton var á ráspól og Rosberg annar, kúplingin sveik Hamilton í ræsingunni og hann missti Rosberg fram úr sér. Keppnin var róleg á milli Mercedes bræðra, Hamilton reyndi aðeins að brejast í upphafi en gafst fljótt upp á því. Rosberg var öruggur í forystu alla keppnina. Sjaldan áður hefur Rosberg unnið með eins miklum glans, yfirleitt hefur hann þurft að berjast fyrir fyrsta sætinu. Rosberg hafði allt undir stjórn í Austurríki og var ekki ógnað af neinum. Hamilton átti engin svör við Þjóðverjanum.Massa tókst heldur betur að setja pressu á Ferrari.Vísir/GettyWilliams vinnur á FerrariFelipe Massa á Williams varð þriðji, stal verðlaunasæti af Sebastian Vettel á Ferrari þegar þjónustuhlé dróst á langinn hjá ítalska liðinu. Massa hafði sagt fyrir kappaksturinn að han teldi líklegt að nú gæti Williams unnið á og vildi Massa fara að setja pressu á Ferrari. Uppfærslur Williams liðsins og sjálfssköpuð óheppni Ferrari hjálpupust til við að koma Massa á verðlaunapall. Það verður þó ekki tekið frá Massa að hann ók vel og varðist vel þegar Vettel sótti hart að honum á síðustu hringjum keppninnar.Sjálfstraustið skein af Hulk alla helgina.Vísir/GettyMaður keppninnarNico Hulkenberg, fær að njóta heiðursins eftir þessa keppni, vissulega tapaði hann einu sæti í keppninni. Það má þó velja orðalag sem útskýrir betur valið á manni keppninnar. Nico Hulkenberg átti gríðarlega góða tímatöku og ræsti fimmti og tapaði bara einu sæti í vægast sagt úreltum Force India. Nýji bíllinn kemur í næstu keppni og hvað ætli Hulkenberg geti gert í honum. Það verður spennandi að sjá. Hulkenberg var í vinningsliði Le Mans sólarhringskappakstursins þar síðustu helgi. Líklega hefur honum ekki leiðs að koma aftur til keppni í Formúlu 1 eftir að hafa unnið keppni. Það er langt síðan það gerðist síðast. Sjálfstraustið hefur sennilega sjaldan verið hærra hjá Hulk, eins og hann er gjarnan kallaður. Kannski opnar Le Mans augu stærri liða fyrir hæfileikum hans. Hulkenberg er af mörgum talinn einn vanmetnasti ökumaðurinn í Formúlu 1 um þessar mundir.Rosberg, Hamilton, Vettel á fyrsta hring í Austurríki.Vísir/GettyStigastaðan Heimsmeistarakeppni ökumanna er afar spennandi. Einungis tíu stig skilja Hamilton og Rosberg að á toppnum. Hamilton með 169 stig og Rosberg 159. Vettel er með 120 og eru þá upptaldir ökumenn sem hafa yfir 100 stig. Raikkonen er fjórði með 72 stig, Valtteri Bottas á Williams með 67 og Massa með 62. Vert er að nefna að tvöfaldi heimsmeistarinn Alonso er stiga laus, ásamt Manor ökumönnunum. Keppni bílasmiða er ekki eins spennandi. Mercedes situr á toppnum með 328 stig, Ferrari er í öðru sæti með 192 stig og Williams er með 129 stig í þriðja sæti. Manor er eina stigalausa liðið. Williams gaf það út um helgina að það hefði sett sér skýrt markmið að ná öðru sæti í keppni bílasmiða. Líklega verður það mesta spennan, hvort Ferrari eða Williams verða í öðru sæti.
Formúla Tengdar fréttir Sjáðu ógöngur Raikkonen og Alonso og allt það helsta í austurríska kappakstrinum Nico Rosberg á Mercedes kom fyrstur í mark í austurríska kappaksturinn, en liðsfélagi hans Lewis Hamilton varð annar. 21. júní 2015 17:00 Lewis Hamilton á ráspól í Austurríki Lewis Hamilton á Meredes náði ráspól. Liðsfélagi hans, Nico Rosberg varð annar og Sebastian Vettel á Ferrari varð þriðji. 20. júní 2015 13:30 Lowe: Bjuggum okkur undir harða keppni við Ferrari Nico Rosberg á Mercedes vann austurríska kappaksturinn annað árið í röð og minnkaði bilið í Lewis Hamilton niður í 10 stig í heimsmeistarakeppni ökumnanna. 21. júní 2015 14:30 Nico Rosberg vann í Austurríki Nico Rosberg á Mercedes vann austurríska kappaksturinn, liðsfélagi hans, Lewis Hamilton varð annar og Felipe Massa á Williams varð þriðji. 21. júní 2015 13:37 Massa: Mikilvægt að setja pressu á Ferrari Felipe Massa annar ökumanna Williams liðsins í Formúlu 1 segir að það sé mikilvægt fyrir liðið að setja pressu á Ferrari í nánustu framtíð. 16. júní 2015 22:00 Rosberg og Vettel fljótastir á æfingum Nico Rosberg á Mercedes var fljótastur á fyrri æfingu dagsins, Sebastian Vettel á Ferrari var fljótastur á seinni æfingunni. 19. júní 2015 21:30 Rosberg: Ég reyndi of mikið og því fór sem fór Lewis Hamilton tryggði Mercedes 19. ráspól liðsins í röð í Austurríki í dag. Þetta er orðin önnur lengsta röð ráspóla í sögu Formúlu 1. Nico Rosberg á Mercedes varð annar og Sebastian Vettel á Ferrari þriðji. Hver sagði hvað eftir tímatökuna? 20. júní 2015 15:00 Mest lesið Látnir gista líka á æfingasvæðinu Enski boltinn Haaland klúðraði víti og City tapaði stigum Enski boltinn Meistarinn gæti þurft að slá út tvo nafna sína á leiðinni í úrslit Sport „Ég elska NFL deildina en jóladagur er okkar“ Körfubolti Fimm hlutu dóm fyrir ólætin í Amsterdam Fótbolti Dagskráin í dag: Íslandsmeistarar og fótbolti Sport 76ers sóttu sigur úr Garðinum Körfubolti Botnliðin eiga von og meistararnir geta fallið Fótbolti Tók „erfiðustu ákvörðun ævinnar“ og fór til Valencia Fótbolti Þúsundasta sendingin gripin og hlaupamet Michael Vick slegið Sport Fleiri fréttir Michael Schumacher verður afi Meistarinn með nýjan félaga eftir að Perez var sparkað Harður diskur með viðkvæmum upplýsingum um Schumacher týndur Fékk myndir sem áttu að sýna Schumacher við „slæma heilsu“ Norris vann og tryggði McLaren fyrsta titilinn í 26 ár McLaren langt komið með að tryggja sér heimsmeistaratitil bílasmiða Lítill Verstappen á leiðinni Russell segir að Verstappen hafi hótað að klessa á hann Heimavöllur heimsmeistarans tekinn af dagskrá Dagar Perez hjá Red Bull virðast taldir Hill hneykslaður: „Er Schumacher harmleikurinn ekki nóg fyrir sumt fólk?“ Lætur Bretann heyra það: „Mín virðing fyrir honum er engin“ Fyrrverandi lífvörður Schumachers reyndi að fjárkúga hann Launaði greiðann og gaf liðsfélaganum sigurinn Segir að Verstappen ætti að byrja með uppistand Fimmtán ára og ætlar að verða fyrsta konan til að vinna Formúlu 1 Segir að Schumacher hafi ekki mætt í brúðkaupið Cadillac á leiðinni í Formúlu 1 Verstappen áfram hjá Red Bull Verstappen heimsmeistari fjórða árið í röð Russell á ráspól í fyrramálið Hamilton vildi hætta eftir Brasilíukappaksturinn Gagnrýnir hómófóbísk ummæli pabbans um Ralf Schumacher „Schumacher lét mér finnast ég vera gagnslaus og hæfileikalaus“ Tryggja framtíð formúlu 1 í Mónakó Mick Schumacher gaf sjaldgæfa innsýn inn í líf föður síns Enginn Finni í formúlu 1 í fyrsta sinn í átján ár Svona verður Verstappen heimsmeistari í borg syndanna Mercedes þvertekur fyrir orðróm um Hamilton Hamilton hraunar yfir bílinn sinn og hótar að hætta strax Sjá meira
Sjáðu ógöngur Raikkonen og Alonso og allt það helsta í austurríska kappakstrinum Nico Rosberg á Mercedes kom fyrstur í mark í austurríska kappaksturinn, en liðsfélagi hans Lewis Hamilton varð annar. 21. júní 2015 17:00
Lewis Hamilton á ráspól í Austurríki Lewis Hamilton á Meredes náði ráspól. Liðsfélagi hans, Nico Rosberg varð annar og Sebastian Vettel á Ferrari varð þriðji. 20. júní 2015 13:30
Lowe: Bjuggum okkur undir harða keppni við Ferrari Nico Rosberg á Mercedes vann austurríska kappaksturinn annað árið í röð og minnkaði bilið í Lewis Hamilton niður í 10 stig í heimsmeistarakeppni ökumnanna. 21. júní 2015 14:30
Nico Rosberg vann í Austurríki Nico Rosberg á Mercedes vann austurríska kappaksturinn, liðsfélagi hans, Lewis Hamilton varð annar og Felipe Massa á Williams varð þriðji. 21. júní 2015 13:37
Massa: Mikilvægt að setja pressu á Ferrari Felipe Massa annar ökumanna Williams liðsins í Formúlu 1 segir að það sé mikilvægt fyrir liðið að setja pressu á Ferrari í nánustu framtíð. 16. júní 2015 22:00
Rosberg og Vettel fljótastir á æfingum Nico Rosberg á Mercedes var fljótastur á fyrri æfingu dagsins, Sebastian Vettel á Ferrari var fljótastur á seinni æfingunni. 19. júní 2015 21:30
Rosberg: Ég reyndi of mikið og því fór sem fór Lewis Hamilton tryggði Mercedes 19. ráspól liðsins í röð í Austurríki í dag. Þetta er orðin önnur lengsta röð ráspóla í sögu Formúlu 1. Nico Rosberg á Mercedes varð annar og Sebastian Vettel á Ferrari þriðji. Hver sagði hvað eftir tímatökuna? 20. júní 2015 15:00