Segir Framsókn hafa staðið við stóru kosningarloforðin Heiða Kristín Helgadóttir skrifar 23. júní 2015 16:15 Vísir/GVA Þórunn Egilsdóttir þingflokksformaður Framsóknarflokksins metur stöðu síns flokks nokkuð sterka og góða í lok þingvetrar. „Við erum búin að koma í gegn stóru málunum okkar og búin að standa við stóru kosningarloforðin okkar og við getum verið stolt og ánægð með það,” sagði Þórunn í Umræðunni þar sem fulltrúar allra flokka á þingi voru beðnir um að meta stöðu síns flokks. Katrín Jakobsdóttir formaður Vinstri grænna stöðu flokksins nokkurn vegin þá sömu út á við þar sem kannanir hafi setið á sama stað um nokkurn tíma. Hún sagði þó mikið starf hafa farið fram innávið í flokknum við að endurskoða og skerpa stefnu flokksins. „Þannig að ég er bjartsýn á framhaldið.“ Könnun Fréttablaðsins frá því í síðustu viku sýndi mikinn stuðning við Pírata eða 37.5 prósent. Fylgi Bjartrar framtíðar mældist hins vegar í 3.3 prósent og myndi flokkurinn samkvæmt því missa alla sína þingmenn.Píratar ánægðir Róbert Marshall þingflokksformaður flokksins sagðist enn hafa trú á því sem flokkurinn væri að gera og vilja halda áfram að gera það sem flokkurinn var kosinn til að gera. „Þegar við höfum mælst hátt í skoðanakönnunum þá hefur maður velt fyrir sér hvort maður ætti raunverulega inni fyrir því og eins og staðan er núna þá velti ég líka fyrir hvort við eigum inni fyrir því sem við erum að gera núna.” Ragnheiður Ríkharðsdóttir þingflokksformaður Sjálfstæðisflokksins var mjög afdráttarlaus í svörum aðspurð að stöðu síns flokks. „Ég held nú að minn flokkur standi bara svipað og allir aðrir flokkar hér á þinginu. Við eigum þátt í þessari átakapólitík eins og aðrir flokkar og það er kannski það sem uppúr stendur eftir þennan þingvetur.” Að mati Katrínar Júlíusdóttur varaformanns Samfylkingarinnar má flokkurinn fara að uppskera í samræmi við málflutning sinn. „Við höfum barist hart gegn því að menn séu að gefa hér sjávarauðlindina. Við höfum barist hart gegn því að menn séu að nota einhvers konar pólitíska hentistefnu í því hvar er virkjað og hvar er ekki virkjað. Við höfum barist hart gegn því að taka þeim ákvörðunum sem leiða til frekari ójafnaðar í okkar samfélagi og við munum halda því áfram.” Helgi Hrafn Gunnarsson þingmaður Pírata sagðist auðvita ánægður með skoðanakannanir og þær gæfu flokknum umboð til að beita sér fyrir lýðræðisumbótum og grundvallarbreytingum á stjórnskipan landsins. „En satt best að segja þá held ég að við þurfum aðeins meira tímarúm til að átt okkur á því hvað manni á að finnast um þær, annað en bara að vera þakklátur fyrir traustið.”Þingmennirnir og konurnar voru beðin um að lýsa liðnum þingvetri í einu orði. Rugl og átök voru meðal þeirra orða sem notuð voru: Umræðan Mest lesið Vaktin: Bílaplanið þakið hrauni Innlent Sigmundur hafi viljað í kennslustund með nemendum Innlent Jafnast ekki út að vera með annan fótinn í hrauni og hinn í ís Innlent Segir notkun eldflaugarinnar fela í sér stigmögnun átaka Erlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Stöðug virkni í nótt og og litlar breytingar Innlent Eigandi gistiheimilis handtekinn í gengslum við metanóleitrun Erlent Bættu krakkpípu við styttu Nínu Sæmundsson í Los Angeles Erlent Hótaði heimilismönnum með skærum Innlent Kostnaðurinn við krýningu Karls konungs 13 milljarðar króna Erlent Fleiri fréttir Meirihluti styður verkfallsaðgerðir kennara Jafnast ekki út að vera með annan fótinn í hrauni og hinn í ís Stöðug virkni í nótt og og litlar breytingar Hótaði heimilismönnum með skærum Sigmundur hafi viljað í kennslustund með nemendum Gætu kosið strategískt þegar svo margir flokkar eru á mörkunum Funda áfram hjá sáttasemjara á morgun „Fólki er frekar misboðið“ Gosið gætið varað í nokkrar vikur Endalok goshrinunnar teygist inn á mitt næsta ár Bílaplan á bólakafi, könnun og frambjóðanda misboðið Höfðu ekki áhyggjur af lóninu sjálfu Skilorðsbundinn dómur yfir strætóbílstjóra staðfestur Veit ekki hver getur tekið við gögnunum Refsing Jaguars þyngd verulega Sjálfstæðisflokkur og Miðflokkur takist á í bergmálshelli Samið um sjálfstæða leikskóla í Reykjavík Vilja byggja vísindasetur fyrir almenning í Háskólabíói Útlit fyrir að varnir Bláa lónsins haldi Hart tekist á um fyrirætlanir Heidelberg í Þorlákshöfn Bein útsending: Hver er sýn flokkanna á lífskjör eldra fólks? Verkföll boðuð í fjórum grunnskólum í janúar „Þetta var bara besta stund kosningabaráttunnar til þessa“ Komust langt að gosinu því það gleymdist að loka veginum Nýsköpun eða „rándýr aðgangur“?: 300.000 króna heilskimun aftur á boðstólnum Telur Bláa lónið öruggt vegna varnargarðanna Káfaði á konu á salerni skemmtistaðar Segir komið fram við sig eins og glæpamann fyrir að vilja vera heima í Grindavík „Ekki rólegur með hraunið ofan á“ Samfylkingin bætir við sig í fyrsta sinn síðan í maí og Píratar úti Sjá meira
Þórunn Egilsdóttir þingflokksformaður Framsóknarflokksins metur stöðu síns flokks nokkuð sterka og góða í lok þingvetrar. „Við erum búin að koma í gegn stóru málunum okkar og búin að standa við stóru kosningarloforðin okkar og við getum verið stolt og ánægð með það,” sagði Þórunn í Umræðunni þar sem fulltrúar allra flokka á þingi voru beðnir um að meta stöðu síns flokks. Katrín Jakobsdóttir formaður Vinstri grænna stöðu flokksins nokkurn vegin þá sömu út á við þar sem kannanir hafi setið á sama stað um nokkurn tíma. Hún sagði þó mikið starf hafa farið fram innávið í flokknum við að endurskoða og skerpa stefnu flokksins. „Þannig að ég er bjartsýn á framhaldið.“ Könnun Fréttablaðsins frá því í síðustu viku sýndi mikinn stuðning við Pírata eða 37.5 prósent. Fylgi Bjartrar framtíðar mældist hins vegar í 3.3 prósent og myndi flokkurinn samkvæmt því missa alla sína þingmenn.Píratar ánægðir Róbert Marshall þingflokksformaður flokksins sagðist enn hafa trú á því sem flokkurinn væri að gera og vilja halda áfram að gera það sem flokkurinn var kosinn til að gera. „Þegar við höfum mælst hátt í skoðanakönnunum þá hefur maður velt fyrir sér hvort maður ætti raunverulega inni fyrir því og eins og staðan er núna þá velti ég líka fyrir hvort við eigum inni fyrir því sem við erum að gera núna.” Ragnheiður Ríkharðsdóttir þingflokksformaður Sjálfstæðisflokksins var mjög afdráttarlaus í svörum aðspurð að stöðu síns flokks. „Ég held nú að minn flokkur standi bara svipað og allir aðrir flokkar hér á þinginu. Við eigum þátt í þessari átakapólitík eins og aðrir flokkar og það er kannski það sem uppúr stendur eftir þennan þingvetur.” Að mati Katrínar Júlíusdóttur varaformanns Samfylkingarinnar má flokkurinn fara að uppskera í samræmi við málflutning sinn. „Við höfum barist hart gegn því að menn séu að gefa hér sjávarauðlindina. Við höfum barist hart gegn því að menn séu að nota einhvers konar pólitíska hentistefnu í því hvar er virkjað og hvar er ekki virkjað. Við höfum barist hart gegn því að taka þeim ákvörðunum sem leiða til frekari ójafnaðar í okkar samfélagi og við munum halda því áfram.” Helgi Hrafn Gunnarsson þingmaður Pírata sagðist auðvita ánægður með skoðanakannanir og þær gæfu flokknum umboð til að beita sér fyrir lýðræðisumbótum og grundvallarbreytingum á stjórnskipan landsins. „En satt best að segja þá held ég að við þurfum aðeins meira tímarúm til að átt okkur á því hvað manni á að finnast um þær, annað en bara að vera þakklátur fyrir traustið.”Þingmennirnir og konurnar voru beðin um að lýsa liðnum þingvetri í einu orði. Rugl og átök voru meðal þeirra orða sem notuð voru:
Umræðan Mest lesið Vaktin: Bílaplanið þakið hrauni Innlent Sigmundur hafi viljað í kennslustund með nemendum Innlent Jafnast ekki út að vera með annan fótinn í hrauni og hinn í ís Innlent Segir notkun eldflaugarinnar fela í sér stigmögnun átaka Erlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Stöðug virkni í nótt og og litlar breytingar Innlent Eigandi gistiheimilis handtekinn í gengslum við metanóleitrun Erlent Bættu krakkpípu við styttu Nínu Sæmundsson í Los Angeles Erlent Hótaði heimilismönnum með skærum Innlent Kostnaðurinn við krýningu Karls konungs 13 milljarðar króna Erlent Fleiri fréttir Meirihluti styður verkfallsaðgerðir kennara Jafnast ekki út að vera með annan fótinn í hrauni og hinn í ís Stöðug virkni í nótt og og litlar breytingar Hótaði heimilismönnum með skærum Sigmundur hafi viljað í kennslustund með nemendum Gætu kosið strategískt þegar svo margir flokkar eru á mörkunum Funda áfram hjá sáttasemjara á morgun „Fólki er frekar misboðið“ Gosið gætið varað í nokkrar vikur Endalok goshrinunnar teygist inn á mitt næsta ár Bílaplan á bólakafi, könnun og frambjóðanda misboðið Höfðu ekki áhyggjur af lóninu sjálfu Skilorðsbundinn dómur yfir strætóbílstjóra staðfestur Veit ekki hver getur tekið við gögnunum Refsing Jaguars þyngd verulega Sjálfstæðisflokkur og Miðflokkur takist á í bergmálshelli Samið um sjálfstæða leikskóla í Reykjavík Vilja byggja vísindasetur fyrir almenning í Háskólabíói Útlit fyrir að varnir Bláa lónsins haldi Hart tekist á um fyrirætlanir Heidelberg í Þorlákshöfn Bein útsending: Hver er sýn flokkanna á lífskjör eldra fólks? Verkföll boðuð í fjórum grunnskólum í janúar „Þetta var bara besta stund kosningabaráttunnar til þessa“ Komust langt að gosinu því það gleymdist að loka veginum Nýsköpun eða „rándýr aðgangur“?: 300.000 króna heilskimun aftur á boðstólnum Telur Bláa lónið öruggt vegna varnargarðanna Káfaði á konu á salerni skemmtistaðar Segir komið fram við sig eins og glæpamann fyrir að vilja vera heima í Grindavík „Ekki rólegur með hraunið ofan á“ Samfylkingin bætir við sig í fyrsta sinn síðan í maí og Píratar úti Sjá meira