Alfa Romeo Guilia gegn BMW M3 Finnur Thorlacius skrifar 24. júní 2015 13:13 Alfa Romeo Guilia er snyrtilega hannaður. Eftir fáeina daga mun Alfa Romeo kynna fyrsta bílinn í röð nýrra bíla sinna sem keppa eiga við þýsku lúxusbílamerkin. Þessi bíll er Alfa Romeo Guilia og honum er att saman við BMW M3 og Audi RS4. Eigandi Alfa Romeo er Fiat og forstjóri þess hefur úttalað sig um að merki Alfa Romeo verði reist til fyrri virðingar og muni keppa af fullum krafti við þýsku bílaframleiðendurna. Hann sagði ennfremur að Alfa Romeo ætlaði að koma fram með mun frísklegri bíla en hina steingeldu bíla þeirra þýsku. Ekki lítil orð þar en spurning hvort kaupendur muni verða sammála honum. Þessi nýi Alfa Romeo Guilia er reyndar enginn venjulegru bíll enda 510 hestöfl sem fæst úr 3,0 lítra V6 vél frá Ferrari. Þá vél má einnig finna í Maserati Quattroporte og Maserati Ghibli. Bíllinn verður eingöngu í boði með afturdrifi og beinskiptingu, semsagt sem hreinræktaður sportbíll. Alfa Romeo Guilia mun koma á markað í byrjun næsta árs. Hann mun einnig fást með 2,0 lítra forþjöppubensínvél og 3,0 lítra dísilvél, en þá vél má einnig finna í Jeep- og Maserati bílum. Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Ása hyggst selja húsið og flytur ásamt börnum sínum Erlent Eins og að vera staddur í martröð og geta ekki vaknað Innlent Læknar á lokastigi og nýr taktur hjá kennurum Innlent Frægasti köttur landsins týndur Innlent Ráku háttsettan herforingja sem sakaður var um lygar Erlent Enginn drukkinn jólasveinn í jólaþorpi Hafnarfjarðar Innlent „Við gerum aldrei neitt nema með fullu samþykki“ Innlent Sundhnúksgígaröðin að verða búin Innlent Á bak við auglýsingarnar um Dag en skráður í Samfylkinguna Innlent
Eftir fáeina daga mun Alfa Romeo kynna fyrsta bílinn í röð nýrra bíla sinna sem keppa eiga við þýsku lúxusbílamerkin. Þessi bíll er Alfa Romeo Guilia og honum er att saman við BMW M3 og Audi RS4. Eigandi Alfa Romeo er Fiat og forstjóri þess hefur úttalað sig um að merki Alfa Romeo verði reist til fyrri virðingar og muni keppa af fullum krafti við þýsku bílaframleiðendurna. Hann sagði ennfremur að Alfa Romeo ætlaði að koma fram með mun frísklegri bíla en hina steingeldu bíla þeirra þýsku. Ekki lítil orð þar en spurning hvort kaupendur muni verða sammála honum. Þessi nýi Alfa Romeo Guilia er reyndar enginn venjulegru bíll enda 510 hestöfl sem fæst úr 3,0 lítra V6 vél frá Ferrari. Þá vél má einnig finna í Maserati Quattroporte og Maserati Ghibli. Bíllinn verður eingöngu í boði með afturdrifi og beinskiptingu, semsagt sem hreinræktaður sportbíll. Alfa Romeo Guilia mun koma á markað í byrjun næsta árs. Hann mun einnig fást með 2,0 lítra forþjöppubensínvél og 3,0 lítra dísilvél, en þá vél má einnig finna í Jeep- og Maserati bílum.
Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Ása hyggst selja húsið og flytur ásamt börnum sínum Erlent Eins og að vera staddur í martröð og geta ekki vaknað Innlent Læknar á lokastigi og nýr taktur hjá kennurum Innlent Frægasti köttur landsins týndur Innlent Ráku háttsettan herforingja sem sakaður var um lygar Erlent Enginn drukkinn jólasveinn í jólaþorpi Hafnarfjarðar Innlent „Við gerum aldrei neitt nema með fullu samþykki“ Innlent Sundhnúksgígaröðin að verða búin Innlent Á bak við auglýsingarnar um Dag en skráður í Samfylkinguna Innlent