Íslenski boltinn

FH kallar Emil úr láni

Ingvi Þór Sæmundsson skrifar
Emil (til hægri) fagnar eina marki sínu fyrir Fjölni.
Emil (til hægri) fagnar eina marki sínu fyrir Fjölni. vísir/vilhelm
FH, topplið Pepsi-deildar karla, er búið að kalla Emil Pálsson til baka úr láni hjá Fjölni. Þetta kemur fram á Fótbolta.net.

FH kallar Emil strax til baka en félagið þarf að skila inn leikmannalista til UEFA í dag vegna þátttöku þess í Evrópudeildinni.

FH bregður á þetta ráð vegna meiðsla Sams Hewson sem fótbrotnaði í leik gegn Víkingum og verður frá í nokkurn tíma.

Emil lék níu deildarleiki með Fjölni og skoraði eitt mark en Grafarvogsliðið er einmitt næsti mótherji FH í deildinni. Emil getur þó ekki spilað þann leik vegna leikbanns.

Emil kom til FH frá BÍ/Bolungarvík árið 2010 og hefur síðan þá leikið 65 deildarleiki með liðinu og skorað sjö mörk.

Þetta er annað áfallið sem Fjölnir verður fyrir á stuttum tíma en ekki er langt síðan Makedóníumaðurinn Daniel Ivanovski yfirgaf félagið.


Tengdar fréttir

Gullöld framundan í Grafarvoginum?

Aðeins tvö lið á öðru ári í efstu deild hafa náð í fleiri stig í fyrstu átta umferðunum en þau sem Fjölnismenn hafa aflað í sumar frá því að þriggja stiga reglan var tekin upp 1984. Bæði Fram á níunda áratugnum og ÍA á þeim tíunda fögnuðu mörgum titlum í framhaldinu.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×