„2.500 ræður um fundarstjórn forseta“ Jóhann Óli Eiðsson skrifar 25. júní 2015 11:50 Bjarni Benediktsson vísir/vilhelm Þingfundur hófst klukkan 10.30 morgun. Þriðja daginn í röð hófst fundurinn á því að þingmenn stjórnarandstöðunnar báru upp tillögu þess efnis að sérstakar umræður færu fram. Tillagan var felld og í kjölfarið hófst óundirbúinn fyrirspurnartími. Í umræðum um tillöguna steig fjármálaráðherra upp í pontu. „Við höfum reynt að eiga samtal um hvernig best sé að ljúka þingstörfum. Við erum komin langt fram yfir starfsáætlun og enn nýta menn tjáningarfrelsi sitt ríkulega.“ „Frá áramótum hefur minnihlutinn flutt 2.500 ræður um fundarstjórn forseta. Það eru fimmtíu klukkustundir,“ sagði Bjarni. „Þá er mjög ótrúverðugt þegar fólk mætir hingað og segist hafa beðið um umræður þegar staðan er svona.“ Birgitta Jónsdóttirvísir/valli„Og þær verða fleiri!“ „Ég vil benda á að það færi vel á því ef hæstvirtur fjármálaráðherra yrði heiðarlegri með stöðuna hér á þingi,“ sagði Birgitta Jónsdóttir á meðan fjármálaráðherra hló út í annað. Birgitta nýtti fyrirspurn sína að mestu til að halda áfram þar sem umræðum um atkvæðagreiðsluna lauk. „Fyrir liggur dómsmál um makrílinn, væri ekki skynsamlegt að bíða með það frumvarp fram á haust?“ „Mér finnst skrítið að menn vilji ekki kannast við að staðan á þingi sé eins og hún er því það er ágreiningur um mál. Menn verða að kannast við sínar aðferðir. Þegar ég var í minnihluta beittum við öllum brögðum til að hindra Icesave og þegar troða átti á löngum venjum varðandi stjórnarskrána,” sagði Bjarni og minnti í kjölfarið á ræðurnar 2.500 um fundarstjórn. Þá var kallað úr sal „og þær verða fleiri!“Einar K. Guðfinnsson forseti þingsins.vísir/daníelSérstakar umræður í næstu viku Katrín Júlíusdóttir flutti tillöguna ásamt Jóni Þór Ólafssyni og Lilju Rafney Magnúsdóttur. Er hún mælti fyrir henni benti hún á að engin starfsáætlun hefði verið í þinginu í mánuð og á þeim tíma hefðu engar sérstakar umræður verið teknar á dagskrá. Beðið hefði verið um sumar þessara umræðna í janúar og enn hefðu þær ekki verið teknar á dagskrá. Beðið var um að forsætisráðherra myndi skila munnlegri skýrslu um stöðuna á vinnumarkaði og í kjölfarið tækju við sérstakar umræður um verðtryggingu þar sem hann yrði til andsvara. Í kjölfarið tækju við umræður um fyrirhugaðar skattabreytignar og jöfnuð í samfélaginu þar sem fjármálaráðherra myndi svara og að lokum yrðu umræður um öryggi sjúklinga. Einar K. Guðfinnsson forseti þingsins sagði að hann væri mikill áhugamaður um sérstakar umræður og vonaði að hægt yrði að taka þær á dagskrá í næstu viku. Honum hefði ekki komið í hugarlund að þinghald myndi dragast eins og raun ber vitni. Alþingi Tengdar fréttir Stjórnarandstaðan enn á móti makrílfrumvarpinu Stjórnarmeirihlutinn leggur til rúmlega 12 prósenta hækkun veiðigjalda og að aflahlutdeild í makríl verði úthlutað til eins ár. Það dugar ekki stjórnarandstöðunni. 24. júní 2015 19:50 Segir góðan anda svífa yfir Alþingi Vinnustaðurinn Alþingi var til umræðu undir liðnum störf þingsins í dag. 24. júní 2015 16:01 Sigmundur Davíð: Mikið áhyggjuefni kæmust Píratar til valda "Hey, Silfurskeiðardrengir, þetta suð sem Píratar eru að mælast með, það er óþolandi flugan í tjaldinu, við erum í alvörunni til. Kær kveðja Birgitta Moskító.“ 25. júní 2015 09:06 Mest lesið Læknir ekki séð aðra eins áverka á þrjátíu ára starfsferli Innlent „Algjörlega brjálæðislegt að sjá“ Innlent Átta ungmenni handtekin í Seljahverfi Innlent Ömmur og afar Bryndísar Klöru: „Tími aðgerða þegar liðinn“ Innlent Sendiherra látinn fjúka vegna brandara á kostnað Trump Erlent Íslendingar eigi eitt tromp gegn Trump Innlent „Sleppið föngunum núna eða ykkar mun bíða helvíti“ Erlent 30 milljarðar safnast upp á reikningum Menntasjóðs Innlent Ná ekki í hundrað milljónir með fækkun í Hæstarétti Innlent Segir Kínverja munu „berjast til hins síðasta“ í stríði við Bandaríkin Erlent Fleiri fréttir Óttast að Íslendingar þurfi að halla sér að Evrópusambandinu Veraldarvinir ætla að byggja upp Sunnutorg Sindri og Ísidór sýknaðir í hryðjuverkamálinu Sagðist nýskilinn og þyrfti því að fróa sér á almannafæri Til skoðunar að flytja skóla Hjallastefnunnar í Engjateig Leikskólarnir ekki fyrst og fremst fyrir foreldra Aukið fjármagn til að stytta bið Ræddi við Hegseth og hefur óskaði eftir samtali við Rubio Hagræðingartillögur gagnrýndar og heimsmálin rædd Ná ekki í hundrað milljónir með fækkun í Hæstarétti Dæmdur fyrir kylfuárás í Kringlunni Pallborðið á Vísi: Hvar stendur Ísland gagnvart Trump, tollastríði og breyttri heimsmynd? 30 milljarðar safnast upp á reikningum Menntasjóðs Árekstur á Vesturlandsvegi „Algjörlega brjálæðislegt að sjá“ Sorglegt að ekki verði af vinnustaðaleikskólum Ömmur og afar Bryndísar Klöru: „Tími aðgerða þegar liðinn“ Læknir ekki séð aðra eins áverka á þrjátíu ára starfsferli Langflest börn brjóti ekki aftur á öðrum börnum eftir meðferð Átta ungmenni handtekin í Seljahverfi Hugvíkkandi efni geti verið óheppileg fyrir fólk í bata Vel tókst að slökkva eld við Nýbýlaveg Íslendingar eigi eitt tromp gegn Trump Anna Kristín Arngrímsdóttir er látin Þurfti þrjár tilraunir til að lenda í Keflavík Sérstakt að túlka tillögur almennings sem stríðsyfirlýsingu Silfurlitaða VÆB byltingin tók yfir öskudaginn: „Þetta er geggjað! Þetta er galið! Þetta er geðveikt!“ Vanvirðing við Hæstarétt og áhrif tollahækkana Trumps Forseti Hæstaréttar: „Mér er alveg sama þótt þetta séu tillögur frá einhverjum hópi“ „Þetta er reiðarslag fyrir okkar litla samfélag“ Sjá meira
Þingfundur hófst klukkan 10.30 morgun. Þriðja daginn í röð hófst fundurinn á því að þingmenn stjórnarandstöðunnar báru upp tillögu þess efnis að sérstakar umræður færu fram. Tillagan var felld og í kjölfarið hófst óundirbúinn fyrirspurnartími. Í umræðum um tillöguna steig fjármálaráðherra upp í pontu. „Við höfum reynt að eiga samtal um hvernig best sé að ljúka þingstörfum. Við erum komin langt fram yfir starfsáætlun og enn nýta menn tjáningarfrelsi sitt ríkulega.“ „Frá áramótum hefur minnihlutinn flutt 2.500 ræður um fundarstjórn forseta. Það eru fimmtíu klukkustundir,“ sagði Bjarni. „Þá er mjög ótrúverðugt þegar fólk mætir hingað og segist hafa beðið um umræður þegar staðan er svona.“ Birgitta Jónsdóttirvísir/valli„Og þær verða fleiri!“ „Ég vil benda á að það færi vel á því ef hæstvirtur fjármálaráðherra yrði heiðarlegri með stöðuna hér á þingi,“ sagði Birgitta Jónsdóttir á meðan fjármálaráðherra hló út í annað. Birgitta nýtti fyrirspurn sína að mestu til að halda áfram þar sem umræðum um atkvæðagreiðsluna lauk. „Fyrir liggur dómsmál um makrílinn, væri ekki skynsamlegt að bíða með það frumvarp fram á haust?“ „Mér finnst skrítið að menn vilji ekki kannast við að staðan á þingi sé eins og hún er því það er ágreiningur um mál. Menn verða að kannast við sínar aðferðir. Þegar ég var í minnihluta beittum við öllum brögðum til að hindra Icesave og þegar troða átti á löngum venjum varðandi stjórnarskrána,” sagði Bjarni og minnti í kjölfarið á ræðurnar 2.500 um fundarstjórn. Þá var kallað úr sal „og þær verða fleiri!“Einar K. Guðfinnsson forseti þingsins.vísir/daníelSérstakar umræður í næstu viku Katrín Júlíusdóttir flutti tillöguna ásamt Jóni Þór Ólafssyni og Lilju Rafney Magnúsdóttur. Er hún mælti fyrir henni benti hún á að engin starfsáætlun hefði verið í þinginu í mánuð og á þeim tíma hefðu engar sérstakar umræður verið teknar á dagskrá. Beðið hefði verið um sumar þessara umræðna í janúar og enn hefðu þær ekki verið teknar á dagskrá. Beðið var um að forsætisráðherra myndi skila munnlegri skýrslu um stöðuna á vinnumarkaði og í kjölfarið tækju við sérstakar umræður um verðtryggingu þar sem hann yrði til andsvara. Í kjölfarið tækju við umræður um fyrirhugaðar skattabreytignar og jöfnuð í samfélaginu þar sem fjármálaráðherra myndi svara og að lokum yrðu umræður um öryggi sjúklinga. Einar K. Guðfinnsson forseti þingsins sagði að hann væri mikill áhugamaður um sérstakar umræður og vonaði að hægt yrði að taka þær á dagskrá í næstu viku. Honum hefði ekki komið í hugarlund að þinghald myndi dragast eins og raun ber vitni.
Alþingi Tengdar fréttir Stjórnarandstaðan enn á móti makrílfrumvarpinu Stjórnarmeirihlutinn leggur til rúmlega 12 prósenta hækkun veiðigjalda og að aflahlutdeild í makríl verði úthlutað til eins ár. Það dugar ekki stjórnarandstöðunni. 24. júní 2015 19:50 Segir góðan anda svífa yfir Alþingi Vinnustaðurinn Alþingi var til umræðu undir liðnum störf þingsins í dag. 24. júní 2015 16:01 Sigmundur Davíð: Mikið áhyggjuefni kæmust Píratar til valda "Hey, Silfurskeiðardrengir, þetta suð sem Píratar eru að mælast með, það er óþolandi flugan í tjaldinu, við erum í alvörunni til. Kær kveðja Birgitta Moskító.“ 25. júní 2015 09:06 Mest lesið Læknir ekki séð aðra eins áverka á þrjátíu ára starfsferli Innlent „Algjörlega brjálæðislegt að sjá“ Innlent Átta ungmenni handtekin í Seljahverfi Innlent Ömmur og afar Bryndísar Klöru: „Tími aðgerða þegar liðinn“ Innlent Sendiherra látinn fjúka vegna brandara á kostnað Trump Erlent Íslendingar eigi eitt tromp gegn Trump Innlent „Sleppið föngunum núna eða ykkar mun bíða helvíti“ Erlent 30 milljarðar safnast upp á reikningum Menntasjóðs Innlent Ná ekki í hundrað milljónir með fækkun í Hæstarétti Innlent Segir Kínverja munu „berjast til hins síðasta“ í stríði við Bandaríkin Erlent Fleiri fréttir Óttast að Íslendingar þurfi að halla sér að Evrópusambandinu Veraldarvinir ætla að byggja upp Sunnutorg Sindri og Ísidór sýknaðir í hryðjuverkamálinu Sagðist nýskilinn og þyrfti því að fróa sér á almannafæri Til skoðunar að flytja skóla Hjallastefnunnar í Engjateig Leikskólarnir ekki fyrst og fremst fyrir foreldra Aukið fjármagn til að stytta bið Ræddi við Hegseth og hefur óskaði eftir samtali við Rubio Hagræðingartillögur gagnrýndar og heimsmálin rædd Ná ekki í hundrað milljónir með fækkun í Hæstarétti Dæmdur fyrir kylfuárás í Kringlunni Pallborðið á Vísi: Hvar stendur Ísland gagnvart Trump, tollastríði og breyttri heimsmynd? 30 milljarðar safnast upp á reikningum Menntasjóðs Árekstur á Vesturlandsvegi „Algjörlega brjálæðislegt að sjá“ Sorglegt að ekki verði af vinnustaðaleikskólum Ömmur og afar Bryndísar Klöru: „Tími aðgerða þegar liðinn“ Læknir ekki séð aðra eins áverka á þrjátíu ára starfsferli Langflest börn brjóti ekki aftur á öðrum börnum eftir meðferð Átta ungmenni handtekin í Seljahverfi Hugvíkkandi efni geti verið óheppileg fyrir fólk í bata Vel tókst að slökkva eld við Nýbýlaveg Íslendingar eigi eitt tromp gegn Trump Anna Kristín Arngrímsdóttir er látin Þurfti þrjár tilraunir til að lenda í Keflavík Sérstakt að túlka tillögur almennings sem stríðsyfirlýsingu Silfurlitaða VÆB byltingin tók yfir öskudaginn: „Þetta er geggjað! Þetta er galið! Þetta er geðveikt!“ Vanvirðing við Hæstarétt og áhrif tollahækkana Trumps Forseti Hæstaréttar: „Mér er alveg sama þótt þetta séu tillögur frá einhverjum hópi“ „Þetta er reiðarslag fyrir okkar litla samfélag“ Sjá meira
Stjórnarandstaðan enn á móti makrílfrumvarpinu Stjórnarmeirihlutinn leggur til rúmlega 12 prósenta hækkun veiðigjalda og að aflahlutdeild í makríl verði úthlutað til eins ár. Það dugar ekki stjórnarandstöðunni. 24. júní 2015 19:50
Segir góðan anda svífa yfir Alþingi Vinnustaðurinn Alþingi var til umræðu undir liðnum störf þingsins í dag. 24. júní 2015 16:01
Sigmundur Davíð: Mikið áhyggjuefni kæmust Píratar til valda "Hey, Silfurskeiðardrengir, þetta suð sem Píratar eru að mælast með, það er óþolandi flugan í tjaldinu, við erum í alvörunni til. Kær kveðja Birgitta Moskító.“ 25. júní 2015 09:06
Silfurlitaða VÆB byltingin tók yfir öskudaginn: „Þetta er geggjað! Þetta er galið! Þetta er geðveikt!“