Nissan Juke-R 2.0 á Goodwood Festival of Speed Finnur Thorlacius skrifar 25. júní 2015 14:50 Nissan Juke-R 2.0. Næstu helgi fer fram bílahátíðin Goodwood Festival of Speed í Englandi og þar fer ávallt fram klifurkeppni öflugra bíla sem dregur að sér marga áhorfendur. Samhliða keppninni fer fram hin ásýnilegasta sýning bíla, nýrra og gamalla og þar hafa sumir bílaframleiðendur valið sér að sýna bíla sína og þá gjarna ofuröflugar gerðir þeirra. Nissan ætlar að kynna nýjustu gerð Nissan Juke jepplingsins í kraftaútgáfu, Juke-R 2.0 og auk þess keppa á bílnum í klifurkeppninni. Þetta er önnur kynslóð þessa kraftakögguls sem fyrst fékk 545 hestafla vél, þá sömu og má finna í Nissan GT-R bílnum. Sá nýi fær hinsvegar 600 hestafla vél sem einnig má finna í Nissan GT-R Nismo. Í grunninn er þetta sama V6 vélin með tvær forþjöppur, bara misöflugar. Eldri gerð bílsins var fær um sprettinn í hundraðið á 3 sekúndum og víst er að sá nýi gerir enn betur, en Nissan hefur ekki gefið það upp. Þessi snerpa er fáheyrð meðal jepplinga, enda hér á ferð öflugasti jepplingur sem framleiddur er í heiminum. Mest lesið „Skóli barnanna er farinn, flestar verslanir og ég veit ekki hversu mörg hús“ Erlent Bíll illa farinn eftir að hafa verið ekið á vegrið Innlent Högum þykir miður að byggingin valdi óþægindum Innlent Myndasyrpa: Að minnsta kosti tvö þúsund hús brunnin í Los Angeles Erlent Græna „gímaldið“ við Álfabakka: Hvernig gat þetta gerst? Innlent Þjóðaröryggisráðgjafi Trumps: „Þetta snýst um sjaldgæfa málma, þetta snýst um auðlindir“ Erlent Spjallaði við hæstaréttardómara rétt fyrir áfrýjun Erlent Rektor MH tekur við skólamálum borgarinnar Innlent Titringur á Alþingi Innlent Eldar brenna stjórnlaust um alla Los Angeles Erlent
Næstu helgi fer fram bílahátíðin Goodwood Festival of Speed í Englandi og þar fer ávallt fram klifurkeppni öflugra bíla sem dregur að sér marga áhorfendur. Samhliða keppninni fer fram hin ásýnilegasta sýning bíla, nýrra og gamalla og þar hafa sumir bílaframleiðendur valið sér að sýna bíla sína og þá gjarna ofuröflugar gerðir þeirra. Nissan ætlar að kynna nýjustu gerð Nissan Juke jepplingsins í kraftaútgáfu, Juke-R 2.0 og auk þess keppa á bílnum í klifurkeppninni. Þetta er önnur kynslóð þessa kraftakögguls sem fyrst fékk 545 hestafla vél, þá sömu og má finna í Nissan GT-R bílnum. Sá nýi fær hinsvegar 600 hestafla vél sem einnig má finna í Nissan GT-R Nismo. Í grunninn er þetta sama V6 vélin með tvær forþjöppur, bara misöflugar. Eldri gerð bílsins var fær um sprettinn í hundraðið á 3 sekúndum og víst er að sá nýi gerir enn betur, en Nissan hefur ekki gefið það upp. Þessi snerpa er fáheyrð meðal jepplinga, enda hér á ferð öflugasti jepplingur sem framleiddur er í heiminum.
Mest lesið „Skóli barnanna er farinn, flestar verslanir og ég veit ekki hversu mörg hús“ Erlent Bíll illa farinn eftir að hafa verið ekið á vegrið Innlent Högum þykir miður að byggingin valdi óþægindum Innlent Myndasyrpa: Að minnsta kosti tvö þúsund hús brunnin í Los Angeles Erlent Græna „gímaldið“ við Álfabakka: Hvernig gat þetta gerst? Innlent Þjóðaröryggisráðgjafi Trumps: „Þetta snýst um sjaldgæfa málma, þetta snýst um auðlindir“ Erlent Spjallaði við hæstaréttardómara rétt fyrir áfrýjun Erlent Rektor MH tekur við skólamálum borgarinnar Innlent Titringur á Alþingi Innlent Eldar brenna stjórnlaust um alla Los Angeles Erlent