Ökumaður lést á þriðja æfingadegi Pikes Peak Finnur Thorlacius skrifar 26. júní 2015 10:15 Frá fyrri keppni í Pikes Peak. Pikes Peak, frægasta klifurkeppni bíla og mótorhjóla í heiminum verður haldin um helgina og alla þessa viku hafa æfingar staðið yfir hjá keppendum. Á þriðja æfingadeginum í gær varð það hörmulega slys að ökumaður mótorhjóls ók útaf keppnisleiðinni og valt niður snarbrattar hlíðar Pikes Peak fjallsins. Hann hét Carl Sörensen og ók Ducati 848 mótorhjóli sem flokkast í keppninni undir milliþyngdar hjól. Carl náði 16. sæti í keppninni í fyrra. Pikes Peak er nú haldin í 93. sinn í Colorado í Bandaríkjunum og keppninni hefur ekki verið aflýst vegna banaslyssins, en þau hafa verið tíð í þessari keppni frá upphafi. Ökumenn aka 20 kílómetra leið upp fjallið og hækka sig um 1.440 metra og taka í leiðinni 156 beygjur. Meðalhallinn upp fjallið er 7,2%. Mest lesið Ása hyggst selja húsið og flytur ásamt börnum sínum Erlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Læknar á lokastigi og nýr taktur hjá kennurum Innlent Ráku háttsettan herforingja sem sakaður var um lygar Erlent Sundhnúksgígaröðin að verða búin Innlent Kæla öll „hraunaugu“ og loka þeim Innlent Ögurstund runnin upp í Karphúsinu Innlent Enginn drukkinn jólasveinn í jólaþorpi Hafnarfjarðar Innlent Fjölskyldan brást vel við nýju húðflúri þingmannsins Innlent Vinstrið muni bera sigur úr býtum að öllu óbreyttu Innlent
Pikes Peak, frægasta klifurkeppni bíla og mótorhjóla í heiminum verður haldin um helgina og alla þessa viku hafa æfingar staðið yfir hjá keppendum. Á þriðja æfingadeginum í gær varð það hörmulega slys að ökumaður mótorhjóls ók útaf keppnisleiðinni og valt niður snarbrattar hlíðar Pikes Peak fjallsins. Hann hét Carl Sörensen og ók Ducati 848 mótorhjóli sem flokkast í keppninni undir milliþyngdar hjól. Carl náði 16. sæti í keppninni í fyrra. Pikes Peak er nú haldin í 93. sinn í Colorado í Bandaríkjunum og keppninni hefur ekki verið aflýst vegna banaslyssins, en þau hafa verið tíð í þessari keppni frá upphafi. Ökumenn aka 20 kílómetra leið upp fjallið og hækka sig um 1.440 metra og taka í leiðinni 156 beygjur. Meðalhallinn upp fjallið er 7,2%.
Mest lesið Ása hyggst selja húsið og flytur ásamt börnum sínum Erlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Læknar á lokastigi og nýr taktur hjá kennurum Innlent Ráku háttsettan herforingja sem sakaður var um lygar Erlent Sundhnúksgígaröðin að verða búin Innlent Kæla öll „hraunaugu“ og loka þeim Innlent Ögurstund runnin upp í Karphúsinu Innlent Enginn drukkinn jólasveinn í jólaþorpi Hafnarfjarðar Innlent Fjölskyldan brást vel við nýju húðflúri þingmannsins Innlent Vinstrið muni bera sigur úr býtum að öllu óbreyttu Innlent