Porsche ætlar að kæra kínverska eftiröpun Macan Finnur Thorlacius skrifar 26. júní 2015 11:32 Hér sést hve líkur Zoyte T700 er Porsche Macan. Kínverski bílaframleiðandinn Zoyte Automobile hefur framleitt algera eftiröpun sportjeppans Porsche Macan. Þrátt fyrir að bíllinn, sem heitir T700 þar eystra, sé ekki með samskonar vélbúnað eða alls ekki neitt eins í bílnum þá er útlit hans hrein eftiröpun Porsche Macan. Þessu ætlar Porsche ekki að una og hyggst kæra kínverska bílaframleiðandann. Það grátlega fyrir Porsche er að líklega mun kæra þeirra engu skila því mjög erfitt er að reka svona mál fyrir kínverskum dómstólum. Hefur bílaframleiðandinn Jagur/Land Rover fengið að finna fyrir því er þeir kærðu samskonar eftiröpun Range Rover Evoque með engum árangri. Zoyte Automobile hefur áður sætt ámæli fyrir eftiröpum þekktra bíla, meðal annars fyrir eftiröpun Smart ForTwo bílsins og annars bíls sem lítur nákvæmlega eins út og Volkswagen Tiguan. Bíllinn sem lítur út eins og Porsche Macan kostar sem svarar 24.162 evrum í Kína en Porsche Macan kostar 79.282 evrur í Kína og því munar ríflega þreföldu verði á bílunum. Mest lesið Gert að greiða leigu fyrir afnot af „Hafnarfjarðarhreysinu“ Innlent Ríkissjórn Scholz er sprungin Erlent Varað við ofsaveðri á Vestfjörðum og Norðurlandi Veður „Við erum í neyðarstöðu akkúrat núna“ Innlent Óskaði Trump til hamingju og ítrekaði friðsamleg valdaskipti Erlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Vinnan sé seld langt undir kostnaðarverði Innlent Horfði upp á fimmtán mínútna dauðastríð í bakgarðinum Innlent Vaktin: Forsetakosningar í Bandaríkjunum Erlent „Kennarasambandi Íslands blöskrar afstaða viðsemjenda sinna“ Innlent
Kínverski bílaframleiðandinn Zoyte Automobile hefur framleitt algera eftiröpun sportjeppans Porsche Macan. Þrátt fyrir að bíllinn, sem heitir T700 þar eystra, sé ekki með samskonar vélbúnað eða alls ekki neitt eins í bílnum þá er útlit hans hrein eftiröpun Porsche Macan. Þessu ætlar Porsche ekki að una og hyggst kæra kínverska bílaframleiðandann. Það grátlega fyrir Porsche er að líklega mun kæra þeirra engu skila því mjög erfitt er að reka svona mál fyrir kínverskum dómstólum. Hefur bílaframleiðandinn Jagur/Land Rover fengið að finna fyrir því er þeir kærðu samskonar eftiröpun Range Rover Evoque með engum árangri. Zoyte Automobile hefur áður sætt ámæli fyrir eftiröpum þekktra bíla, meðal annars fyrir eftiröpun Smart ForTwo bílsins og annars bíls sem lítur nákvæmlega eins út og Volkswagen Tiguan. Bíllinn sem lítur út eins og Porsche Macan kostar sem svarar 24.162 evrum í Kína en Porsche Macan kostar 79.282 evrur í Kína og því munar ríflega þreföldu verði á bílunum.
Mest lesið Gert að greiða leigu fyrir afnot af „Hafnarfjarðarhreysinu“ Innlent Ríkissjórn Scholz er sprungin Erlent Varað við ofsaveðri á Vestfjörðum og Norðurlandi Veður „Við erum í neyðarstöðu akkúrat núna“ Innlent Óskaði Trump til hamingju og ítrekaði friðsamleg valdaskipti Erlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Vinnan sé seld langt undir kostnaðarverði Innlent Horfði upp á fimmtán mínútna dauðastríð í bakgarðinum Innlent Vaktin: Forsetakosningar í Bandaríkjunum Erlent „Kennarasambandi Íslands blöskrar afstaða viðsemjenda sinna“ Innlent