Fótbolti

Ronaldo: Ánægður hjá besta félagsliði í heiminum

Anton Ingi Leifsson skrifar
Ronaldo í leik með Real.
Ronaldo í leik með Real. vísir/getty
Einn besti knattspyrnumaður heims, Cristiano Ronaldo er ekki á leið burt frá Real Madrid. Hann segist ánægður hjá besta félagsliði í heiminum, en undanfarnar vikur hefur verið mikið rætt um framtíð Ronaldo.

„Ég væri til í að þessar bull sögur fari að hætta og mér verður gefinn smá friður,” sagði Ronaldo sem er þessa stundina í fríi á Miami.

Undanfarnar vikur hefur verið mikið rætt um framtíð Ronaldo og Gareth Bale hjá Real Madrid, en þeir eru ekki sagir miklir vinir. Einnig er Ronaldo sagður hafa verið að pirra sig á ráðningu Rafa Benitez sem stjóra Real Madrid, en Ronaldo segir þetta rangt.

„Sögusagnir um að það sé ósætti milli mín og Real Madrid eru rangar. Ég er ánægður hjá besta félagi í heiminum og ég er mjög fókuseraður og tilbúinn í næsta tímabil,” sagði Ronaldo í samtali við A Bola, dagblað í Portúgal, í gær.

Ronaldo er einnig sagður hafa verið í samskiptum við varnarmann Real Madrid, Sergio Ramos, um að hvetja hann til þess að yfirgefa ekki liðið og ganga í raðir Manchester United. AS fréttaveitan greinir frá þessu.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×